Fréttablaðið - 05.07.2008, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 05.07.2008, Blaðsíða 34
● heimili&hönnun Gabriela, sjö ára, neitar að gista annars staðar en heima hjá sér eftir að hún fékk rúmið sem er frá Hästens. Foreldrarnir fengu sér síðan alveg eins rúm. Herbergi Hrafnkels Ivans, 5 ára, er bjart og einkennist af skemmtilegu litavali. Falleg sængurföt og alls kyns tuskudýr til að kúra með á nóttunni. Hugað er að hverju smáatriði á heimilinu og allt gert til að halda í hlýleikann. Myndlistarkonan Brynhildur leggur mikið upp úr fallegu og hlýlegu umhverfi. Brynhildur hikar ekki við að skipta um málverk til að breyta til. Heima er samsýning lista- kvennanna sex sem starf- rækja listamannahúsið, en hún höfðar sterkt til þeirra sem heimili og hönnun eru hugleikin. Hugmyndin að sýningunni Heima kviknaði í hjarta húss- ins, sem er vitaskuld eldhúsið, en sýningin fer fram á báðum hæðum og öllum vistar verum heimilisins, auk þess sem bak- garðurinn er nýttur undir sýn- inguna. Listakonurnar fara ólíkar slóðir í að kanna og velta fyrir sér hugtakinu „heima“ og nota margvíslega tækni og efnis- notkun við gerð þeirra. Sýningin, sem hófst á Lista- hátíð, verður í áframhaldandi þróun fyrir opnum tjöldum til 1. ágúst næstkomandi. - þlg Heima í hjarta hússins ● Sýningin Heima stendur nú yfir í Start Art lista- mannahúsi á Laugavegi 12b. Home Rubricks eftir Ragnhildi Stefánsdóttur. Nafnið tengist hómó- patíu og eru nöfn allra hugtaka sem eiga við „heima“ skrifuð á tréð. Líkami og sál eru tengd, en líkaminn heftir gjarnan manneskjuna, svo upp úr höfðinu getur hugurinn orðið frjáls. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN ● KISUMÁLTÍÐ Í KÓNGASKÁL Þeir sem eiga gæludýr vita best að falleg skepna getur verið fegursta stofustáss í sjálfu sér. Hins vegar eru ýmsir hlutir til heimabrúks gæludýra oft púkalegir og skera í augu á lekkerum heimilum. Þessi svala kisueyrna- skál er hins vegar hrein viðbót við hönnunar- gripi híbýla. Hún er ítölsk hönnun í hæsta klassa, framleidd úr ryðfríu stáli, handpússuð, auðveld í þrifum og renn- ur ekki til á gólfi. Ósvikin ánægja fyrir kisulórur að lepja úr og kisueigendur að annast. Skálin kallast Ear Shot og fæst hjá www.petego.com. „Ég legg upp úr því að halda í einfaldleikann enda gæti ég þess að hafa ekki of mikið af hlutum,“ segir myndlistarkonan Brynhildur Guðmundsdóttir, sem býr í Vesturbænum með manni sínum Ivica Gregoric og börnun- um þeirra tveimur, Gabrielu, sjö ára, og Hrafnkeli Ivan, fimm ára. „Ég vil líka hafa heimilislegt umhverfi og þess vegna höfð- uðu svörtu útskornu stólarnir til mín,“ segir hún og víkur þannig talinu að svefnherberginu. „Þeir lýsa vel hugmyndum mínum um heimilið; Þeir eru gamaldags en samt sem áður með nýtískulegu ívafi.“ Hún er líka ánægð með fata- herbergi inni í svefnherberg- inu enda lítið fyrir að hafa hlut- ina dreifða. Fyrir ofan rúmið er svo mynd eftir listakonuna. „Ég læt myndlistina á veggjunum um fjölbreytnina hvað varðar litaval hér,“ segir Brynhildur, sem hikar ekki við að skipta út myndverk- um til að breyta til. Brynhildur segir að upphaf- lega hafi sams konar rúm verið keypt fyrir dótturina. „Hún er svo ánægð með rúmið að hún neitar að gista annars staðar. Það varð á að foreldrarnir öpuðu síðan eftir dótturinni og fengu sér alveg eins rúm.“ - vg Listin skipar veigamikinn sess ● Brynhildur Guðmundsdóttir myndlistarkona leggur mikið upp úr því að hafa hlýlegt og listrænt í kringum sig, eins og hjóna- og barnaherbergin á heimilinu bera skýr merki um. hönnun ● LEIKUR MEÐ LJÓS OG SKUGGA Þetta ljós, sem kallast Al- legro Ritmico, beinir birtu sinni niður á við, sem endurspeglast svo í loftinu. Stangirnar eru gerðar úr áli en ljós, skuggar og hljóð myndast í gegnum þær. Hinir lamparnir eru ekki síður framúrstefnulegir, en þeir eru allir framleiddir af ítalska fyrirtækinu Foscarini, sem er þekkt fyrir framsækna ljósahönnun bæði hvað efnisvali og lögun viðkemur. Foscarini var sett á laggirnar í Feneyjum árið 1981 en hönnuðir þess hófu snemma að kanna möguleika Murano-glersins í hönnun sinni. Síðan þá hefur fyrirtækið prófað síg áfram með hin ýmsu efni og unnið bæði með ungum og upprennandi hönnuðum og stórum nöfnunum í bransan- um. Lykilorð Foscarini eru tilraunir með form og efni og hefur það skilað sér í skemmti- legri og oft og tíðum óvanalegri ljósahönnun, þar sem brugðið er á leik með lýsingu og stundum hljóð. Allegro Ritmico. Lumiere. Caboche borð- lampi. 5. JÚLÍ 2008 LAUGARDAGUR6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.