Fréttablaðið - 05.07.2008, Page 38

Fréttablaðið - 05.07.2008, Page 38
● heimili&hönnun „Við byggjum á aldargömlum grunni sem byrjaði með smíða- verkstæði Jóns Halldórssonar árið 1908, sem varð Gamla komp- aníið. Þar er komið G-ið í heitinu GKS. Seinna varð samruni Gamla kompanísins við Kristján Sigur- geirsson; honum er helgaður bók- stafurinn K. Síðar Steinar Stálhús- gagnagerð, sem er S-ið í heitinu. Eftir það hefur trésmiðjan Eld- hús og bað sameinast fyrirtæk- inu,“ segir Arnar Aðalgeirsson, framkvæmdastjóri Trésmiðju GKS, sem um þessar mundir fagn- ar hundrað ára fagmennsku og ís- lenskri sérsmíð á innréttingum og húsmunum. „Starfsemin byrjaði með smíði heimilishúsgagna því þá var lít- ill innflutningur á húsgögnum til landsins. Í dag erum við mest í smíði hvers kyns innréttinga fyrir heimili, stofnanir og fyrirtæki; bjóðum okkar eigin línur í fata- skápum, eldhús- og baðinnrétting- um, og smíðum mikið í samstarfi við íslenska hönnuði og arkitekta,“ segir Arnar. „Hjá GKS vinna um 35 starfsmenn á sviði húsgagna- og húsasmíði; sumir með allt að fjörutíu ára starfsaldur. Fram- leiðslutækin eru fullkomin. Við bjóðum nákvæmni í framleiðslu og samkeppnishæft verð og önn- umst alla verkþætti, frá tilboði til uppsetningar. Við leggjum okkur fram um að vera ávallt trausts- ins verðir; að gæði framleiðslunn- ar séu tryggð og afhending ávallt á réttum tíma. Við finnum mikla eftirspurn eftir fínu tréverki og innréttingum fyrir einbýlishús, þar sem marg- ir hafa fengið íslenska hönnuði til að sérteikna innréttingar sem við smíðum og setjum upp. Við bjóð- um innréttingar í öllum verðskala, tugi viðartegunda og úrval borð- plötulausna, einstakt skipulag á skúffum og lausnir í fataskápum,“ segir Arnar, en sjón er sögu rík- ari og vert að benda á sýningarsal GKS á Funahöfða 19. - þlg Íslensk sérsmíði í 100 ár ● Ævintýri Trésmiðju GKS hófust fyrir heilli öld, en eru rétt að byrja. Í andrúmi ilmandi viðaranganar og fagurs ásláttar hamra og sagaróms fæðist alíslensk hönnun og tréverk á heimsmælikvarða fyrir þá sem kjósa fallegt stáss á heimili sín. Arnar Aðalgeirsson, framkvæmdastjóri Trésmiðju GKS. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Falleg og hlýleg baðinnrétting úr sebra- no og hlyn. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Fjölbreytt úrval skilrúma í skúffum er meðal þess sem er í boði. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Yndislegt eldhús úr virðulegri franskri hnotu með samskeytalausri og plássríkri Swanstone-borðplötu. Eldhúsinnrétt- ing sköpuð úr íslensku hugviti og listasmíði. FR ÉT TA BL A Ð IÐ /V A LL I FR ÉT TA BL A Ð IÐ /V A LL I 5. JÚLÍ 2008 LAUGARDAGUR10

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.