Fréttablaðið - 05.07.2008, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 05.07.2008, Blaðsíða 47
LAUGARDAGUR 5. júlí 2008 25 mér leið vel og var örugg og þá leið þeim vel. Við undirbjuggum þær svolítið og sögðum þeim hvernig þetta yrði, ég sýndi þeim myndir og útskýrði að barnið gæti verið svolítið bláleitt þegar það kæmi í heiminn og þess háttar. Í einum rembingnum heyrðist svo- lítið morr í mér. Þá sagði sú stutta við aðra ljósmóðurina: „Það er eins og mamma sé að morra eins og múmínpabbi.“ Fæðing er ekki sjúkdómur Ann segir að margir hafi varað hana við að fæða heima, bæði vinir og kollegar á sjúkrahúsinu. „Fólk hafði áhyggjur af því að þetta væri ekki nógu öruggt fyrir mig og barnið. Ef engir áhættuþættir eru fyrir hendi tel ég að það sé jafn öruggt að fæða í heimahúsi eins og á sjúkrahúsi enda gæta ljósmæðurnar alltaf fyllsta örugg- is og taka enga áhættu. Ég hef lesið mér heilmikið til um þetta og flestar rannsóknir sem ég komst yfir sýndu að það væri jafn öruggt að fæða heima eins og á hátækni- sjúkrahúsi. Á sjúkrahúsum er oft mikið um inngrip og það er oft þá sem vandamálin koma upp,“ segir Ann. Hún telur að viðhorf til fæð- inga utan sjúkrahúsa sé að breyt- ast. „Það að ganga með barn er ekki sjúkdómur og fæðingin er ekki sjúkdómur. Konur eru fædd- ar til þess að fæða börn en síðustu áratugina hefur verið svo mikil áhersla á tæknina og það að fæða á hátæknisjúkrahúsum með allar græjur við höndina. Það liggur við að þegar móðirin kemur inn á sjúkrahús fái hún strax næringu í æð. Mér finnst þetta nærri því komið út í öfgar. Konur hafa val um það hvernig þær vilja fæða börnin sín. Ég ber mikla virðingu fyrir þeim sem kjósa að gera það á sjúkrahúsum með öll tækin við höndina en það er ekki þar með sagt að það henti öllum. Margar konur verða óöruggar þegar þær koma inn á spítala og sjálfri fannst mér best að vera þar sem mér líður best - heima. Að fá að gera þetta svona eftir mínu eigin höfði var ofboðsleg andleg upplifun og það að taka sjálf á móti var nátt- úrulega frábært.“ Sjálf starfaði Ann á hátækni- væddri fæðingardeild áður en hún átti Bjarka en nú langar hana að breyta til. „Minn draumur er að vinna við náttúrulegar fæðingar. Mér finnst svo mikilvægt að fæðingin sé jákvæð upplifun fyrir konur, sérstaklega í dag þegar konur eignast fá börn. Í starfi mínu á sjúkrahúsinu finn ég að margar konur upplifa fæðinguna á mjög dramatískan hátt og finnst þær kannski óöruggar. Margar eru ósáttar við að fá ekki að stjórna ferðinni meira,“ segir Ann. Blaðberinn minn kemur oft með mér í bíltúr Núna er ekkert mál að endurvinna! Blaðberi Fréttablaðsins er handhæg taska undir dagblöð og ýmsan annan pappír sem fellur til á heimilinu. Blaðberinn kostar ekki neitt og kemur þér á lagið með að endurvinna dagblaðapappír. Nældu þér í Blaðbera og geymdu hann á góðum stað. ...góðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn... Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24, alla virka daga, frá kl. 8-17, á meðan birgðir endast. F í t o n / S Í A MÖMMUKOSS Systurnar Sunneva og Íris fylgdust með fæðingunni og stóðu sig að sögn móðurinnar vel. GLÆNÝR „Vinkonur mínar voru hissa á því að ég vildi hafa ljósmyndara við- staddan. Mér fannst það ekkert mál og hann tók þessar yndislegu myndir sem er ómetanlegt að eiga,“ segir Ann. HJÁLPAÐ TIL Þegar Bjarki var kominn upp úr vatninu hjálpuðu ljósmæðurnar og Ingi til við að klippa á naflastrenginn. ... árið 2006 fæddust 46 börn í heimahúsum á Íslandi. Það er 1,05 prósent allra fæðinga. ... árið 2002 fóru 0,6 prósent allra fæðinga á Íslandi fram í heimahúsum og 25 börn fæddust heima. Aukning milli ára er því nokkur. Vissir þú að... M YN D /R O B ER T PETER SO N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.