Fréttablaðið - 05.07.2008, Síða 48

Fréttablaðið - 05.07.2008, Síða 48
26 5. júlí 2008 LAUGARDAGUR R agnar Kristinn Kristjánsson hefur víða komið við, þrátt fyrir að vera á besta aldri. Rétt rúmlega tvítugur ákvað hann að hasla sér völl í lítt þekktri atvinnugrein hér á landi. Eftir aldar- fjórðung í svepparækt seldi hann Flúðasveppi og fór að sinna áhuga- málunum. Þar á meðal tónlistinni, en nýverið gaf hann út geisladisk með eigin tónsmíðum. Ragnar var 22 ára gamall þegar hann kom heim úr vinnu og námi í Noregi. Þá hafði hann einnig kynnt sér aðstæður til svepparæktunar í Danmörku. „Já, maður var náttúr- lega léttgeggjaður að standa í þessu. Ég kom heim, ungur og vit- laus og fullur af hugmyndum og starfsorku, og reyndi strax að festa mér land í nágrenni Reykjavíkur. Ég bjó mér til 40 til 50 kílómetra radíus um borgina og utan hans vildi ég ekki vera. Það gekk hins vegar hvergi að finna land þar og það reyndist hið mesta lán. Ég leitaði því á Flúðir, því þar þekkti ég til. Ég fór fyrst í sveit að Galtarfelli, þaðan sem Einar Jónsson myndhöggvari er, þegar ég var tólf ára. Síðan var ég tvo vetur í skóla á Flúðum. Ég þekkti því nokkuð til á svæðinu,“ segir Ragnar. Á þeim tíma var verið að skipu- leggja garðyrkjulóðir í sveitar- félaginu. „Það var yndislegt að koma á Flúðir. Bæði þekkti ég hér til, en ég tel mig nú meiri hreppa- mann en margan sem fæddur er hér, því ég á ættir að rekja á annan hvern bæ. Eins var umhverfið sér- staklega gjöfult. Hér kom ég inn í garðyrkju- umhverfi enda hentar svæðið vel til ræktunar. Hrunamannahreppur hefur löngum verið matarkista þjóðarinnar. Þá var sérstaklega góður mórall hérna. Ef eitthvað vantaði fékkst það lánað og ætíð var manni rétt hjálparhönd. Það var því mikil mildi að ég skyldi enda á Flúðum. Það var langt fyrir utan upprunalegar hugmynd- ir mínar, enda Skeiðin ómalbikuð og töluvert tímafrekara að komast á milli staða.“ Vakinn og sofinn Upprunalegar hugmyndir Ragnars gengu út á að framleiða 500 kíló af sveppum á viku. „Það voru nokkuð metnaðarfullar áætlanir því á þeim tíma voru flutt inn 300 kíló af sveppum á viku. En markaðurinn tók fljótt við sér og óx og óx. Við byrjuðum í 491 fermetra og þegar ég sagði skilið við fyrirtækið var húsnæðið komið í nokkur þús- und fermetra; ég týndi einfaldlega tölunni. Framleiðslan nam þá 10 tonnum á viku.“ Það er ekki gert með hangandi hendi að koma upp fyrirtæki í örum vexti og hlúa að því. Fyrirtækið óx fram úr öllum vonum og vænting- um. „Fyrstu tíu árin bjuggum við í húsnæði fyrir ofan ræktunina. Við vorum því vakin og sofin í þessu og oft vaknaði maður um miðjar nætur og fór að huga að sveppunum. Fyrstu sjö árin var kaffistofa fyrir- tækisins í eldhúsinu uppi og við nýttum okkur starfsmannasturt- urnar niðri til baða. Það var því lít- ill aðskilnaður milli einkalífs og atvinnu. Sveppirnir voru númer eitt, tvö og þrjú; ekki fjölskyldan.“ Ekki gekk þrautalaust að fá lán og fyrirgreiðslu fyrir svepparækt- un hér á landi. Hún flokkast undir landbúnað en í ráðuneyti þeirra mála höfðu menn ekki heyrt um að hér væri hægt að rækta sveppi. „Þá voru öll lán miðuð við ærgildi, eða þau voru umreiknuð í kýrgildi, það hentaði okkur ekki vel. Þetta var síðan fært á fermetra í gróðurhús- um. Þá var ekki vel séð að ég væri með fólk í vinnu. Venjan var að mamma, pabbi, afi, amma og börn- in ynnu við búið og ég þótti varla lánshæfur innan landbúnaðarins við að ráða mér fólk í vinnu. Ég fékk því ekki sérstaklega blíðar móttökur, en þar sem ég hef aldrei skilið orðið nei þá lét ég ekki segj- ast.“ Aldarfjórðungur Í aldarfjórðung komst lítið annað að en sveppir hjá Ragnari. Þá kom að því að hann söðlaði um og seldi Flúðasveppi. „Ég fékk kauptilboð og þá hafði ég nú ekki einu sinni leitt hugann að því að ég gæti gert eitthvað annað. Ég aftók það strax. Það fékk mann hins vegar aðeins til að hugsa málin. Það var ekki þannig að maður væri búinn að fá nóg, en ég fann fyrir ákveðinni þreytutilfinn- ingu. Þegar síðan kom í ljós að dætur mínar höfðu engan áhuga á að taka við fyrirtækinu var nokkuð ljóst að sá tími kæmi að ég myndi selja. Þegar leitað var til mín nokkru síðar um kaup á fyrirtækinu tók ég því líklegar í sölu. Til hvers að vera að bíða í fimm, sex eða tíu ár og selja svo? Ég væri kannski orðinn þreyttur á starfseminni og fyrir- tækið kannski verra fyrir vikið. Ég sló því til og seldi og kom mér úr svepparæktinni.“ Eins og oft vill verða að þá vinna frumkvöðlarnir baki brotnu að hug- mynd sinni en njóta ekki ávaxt- anna. Ragnar Kristinn segir að vissulega hafi spilað inn í ákvörðun um sölu að uppskera fyrir vinnuna. „Við vorum aðeins farin að læra að taka okkur frí, nokkuð sem við gerðum ekki í upphafi. En allt of sjaldan fá þeir sem tendra eldana ekki að njóta þeirra og ég hugsaði til þess þegar ég ákvað að selja. Það var merkilega auðvelt að koma sér úr bransanum. Ég heyri stundum af fyrirtækinu af afspurn og það er í góðum höndum. Af og til villist eitthvert blað um sveppa- rækt inn um lúguna hjá mér og ég les um ræktunarráðleggingar af miklum áhuga,“ segir Ragnar og hlær. Nú um stundir er Ragnar í ýmiss konar starfsemi og rekur meðal annars Næsta bar við Ingólfsstræti í Reykjavík. Tónlistin Á dögunum kom út geisladiskurinn Fallegur dagur, en á honum er að finna lög Ragnars. Þetta er vegleg útgáfa og mikið hæfileikafólk sem aðstoðar hann. Sjálfur segist hann einungis gutla á píanó og hefur samið lög um langa hríð. Hann skrifar hins vegar ekki nótur og það var ekki fyrr en örlögin leiddu píanósnilling á hans fund að verk- efnið komst á skrið. „Það kom píanó á heimili mitt um fermingu, því mamma spilaði. Ég lék nú ekki mikið á það en hafði gaman af að gutla hvar sem ég kom á píanó. Ég hef alltaf haft gaman af tónlist og get vel gripið í munn- hörpu í góðu partíi, þó ég vilji ekki endilega þurfa að hlusta á það dag- inn eftir. Mamma dó árið 1989 og þegar ég flutti inn í húsið mitt á Flúðum árið 1994 tók ég píanóið þangað inn. Þegar maður kemur þreyttur heim á kvöldin eftir langan vinnu- dag er svo auðvelt að detta dauður niður fyrir framan sjónvarpið. Ég er þannig gerður að ég þoli ekki að horfa á sápuóperur og í staðinn fyrir að sitja fyrir framan skjáinn settist ég við píanóið og fór að leika mér. Þá fæddust oft hugmyndir, eða einhverjar sem ég hafði verið með í vinnslu komu upp. Þannig urðu þessi lög til. Árið 2003 kom síðan lettnesk stelpa í vinnu til mín. Eftir fyrstu vinnuvikuna spjallaði ég við hana um hvernig henni líkaði. Hún sagð- ist bara nokkuð ánægð, en þetta væri gjörsamlega nýtt fyrir sér. Hún væri nefnilega í raun ein- leikari á píanó. Ég vissi ekki hvað- an á mig stóð veðrið, var virkilega kominn einleikari á píanó í sveppa- ræktina hjá mér eða var hún eitt- hvað að rugla? Ég laumaði því út úr mér að ég væri nú með píanó heima hjá mér og hún kipptist alveg við. Þetta var eins og ég hefði nefnt það við alka að ég ætti nú flösku heima. Hún vildi ólm fá að spila og ég leyfði henni það. Í ljós kom að hún er algjör snillingur. Hafði tekið þátt í tíu alþjóðlegum einleikarakeppn- um úti um allan heim og unnið til verðlauna á sjö þeirra. Til Íslands var hún komin því fjölskylda henn- ar vildi „afpíanósera“ hana; kynna eitthvað annað en píanóið fyrir henni.“ Stemningar Með Ragnari Kristni og hinum lett- neska píanóleikara, Dzintru Erliha, tókst gott samstarf. „Strax fyrsta kvöldið laumaði ég því út úr mér að ég ætti nokkur lög; gæti hún skrifað þau upp á nótur? Það var nú lítið mál. Ég lék þau fyrir hana og hún skrifaði þau jafnóðum niður, eins og hún væri að hraðrita. Einstaka sinn- um bað hún um að ég endurtæki kafla, en hún var ótrúlega fljót. Síðan settist hún og lék lögin eftir nótunum eins og ég hafði alltaf heyrt þau fyrir mér en ekki haft getu sjálfur til að leika þau. Við ákváðum síðan að gera eitt- hvað meira með þessi lög og tókum nokkur þeirra upp í Fella- og Hóla- kirkju. Ég setti þau á disk sem ég gaf ekki opinberlega út, hann var bara fyrir mína nánustu. Síðan ákvað ég að slá til og fara alla leið. Hún fékk vin sinn, djasspíanistann Viktors Ritovs, til að útsetja lögin. Við tókum þau síðan upp árið 2006, bæði úti í Lettlandi og eins hér heima. Ég fékk úrvalshljóðfæra- leikara með mér og þetta var mjög gaman.“ Flest lögin á diskinum eru án söngs og Ragnar Kristinn segir þau vera stemningslög. „Fallegt ljóð eða landslag kveikja oft einhverja stemningu hjá mér. Síðan sest ég við píanóið og eitthvað verður til. Dzintra hefur talað um það þegar hún heyrir lögin að hún sjái landslag og liti úr þeim. Mér hefur verið sagt að þetta sé mjög landslagsvæn tón- list og fari vel á að virða fallega náttúru fyrir sér þegar maður hlýð- ir á hana. Þá held ég að hún sé öku- væn og skapi rólega stemningu við akstur,“ segir Ragnar og hlær. Hvað framhaldið verður segist Ragnar eiga nóg efni á fleiri plötur. Og hann er enn að semja. „Róbert Marshall leitaði til mín á dögunum með fallegt ljóð sem hann hafði ort um Eyjarnar sínar. Ég samdi lag við það og ætli það verði ekki bara Eyja- lag á næsta ári. Það er alltaf eitt- hvað skemmtilegt sem kviknar í kollinum á manni. Í stemningu landslags og ljóða Ragnar Kristinn er frumkvöðull í svepparækt hér á landi. Hann stofnaði Flúðasveppi 22 ára gamall, en hefur nú snúið sér að öðru. Hann sagði Kolbeini Óttarssyni Proppé frá svepparæktinni og tónlistinni sem á hug hans allan nú um stundir. ÚR SVEPPATÍNSLU Í TÓNLIST Ragnar Kristinn hefur nú sagt skilið við svepparæktina sem átti hug hans allan í aldarfjórðung. Nú sinnir hann ýmsu, sérstaklega tónlistinni, en hann gaf nýverið út diskinn Fallegur dagur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FAGMENNSKA Mikil fagmennska einkennir disk Ragnars. Á honum spila meðal annarra þeir Jóel Pálsson, Hjörleifur Valsson, Birgir Bragason, Sigtryggur Baldursson, Matthías Hemstock og Hilmar Örn Agnarsson. Þá syngja þau Egill Ólafsson og Þuríð- ur Sigurðardóttir sitt lagið hvort. Ég er þannig gerður að ég þoli ekki að horfa á sápuóperur og í staðinn fyrir að sitja fyrir fram- an skjáinn settist ég við píanóið og fór að leika mér. Þá fæddust oft hugmynd- ir, eða einhverjar sem ég hafði verið með í vinnslu komu upp. Þannig urðu þessi lög til.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.