Fréttablaðið - 05.07.2008, Side 50

Fréttablaðið - 05.07.2008, Side 50
28 5. júlí 2008 LAUGARDAGUR Hátíð hestamanna Landsmót hestamanna á Gaddastaðaflötum við Hellu stendur nú sem hæst. Ekki var annað að sjá en jafnt hestamenn sem þingmenn og ráðherrar skemmtu sér konunglega við setningu mótsins. Til að byrja með var veðrið að vísu ekki upp á marga fiska en veðurguðirnir sáu aumur á hestamönnum og í gær var sólin tekin að skína á ný. Mikill fjöldi gesta er á mótsstað og búast má við að enn fleiri leggi leið sína þangað um helgina þegar fjörið stendur sem hæst. GOBBEDDÍGOBB Það eru fleiri leiðir til að njóta hestamennsku en að fara á bak, að minnsta kosti svona fyrst um sinn. Ljósmyndari Fréttablaðsins rakst á þennan tilvon- andi knapa á svæðinu FRÉTTABLAÐIÐ/VALGARÐUR ÞEYST AF STAÐ MEÐ ÍSLENSKA FÁNAN Glæsilegustu hestar landsins eru saman komnir á landsmóti ásamt bestu knöpunum. Hverjir verða hlutskarpastir í sínum flokkum ræðst um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SÓLIN SKÍN Á MÓTSSTAÐINN Mikill fjöldi hefur fylgst með keppni á landsmótinu og oft er brekkan þéttsetin. Í dag verður meðal annars keppt til úrslita í A-flokki gæðinga auk þess sem verðlaun verða afhent fyrir hryssur og stóðhesta. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM RÁÐHERRA Á HESTAMANNAMÓTI Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir var hvergi hrædd og virtist afar hrifin af þessum hvíta reiðskjóta FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM MEÐ VIÐHÖFN Á LANDSMÓT Rósa Birna Þorvaldsdóttir var fánaberi fyrir hesta- mannafélagið Sörla og fangaði athygli ljósmyndara. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHEM Í HRINGIÐU GLEÐINNAR Geir H. Haarde var sallarólegur þegar hann reið inn á Gaddastaðaflatir við setningu mótsins á fimmtudag. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.