Fréttablaðið - 05.07.2008, Page 58

Fréttablaðið - 05.07.2008, Page 58
36 5. júlí 2008 LAUGARDAGUR utlit@frettabladid.is DAÐRAÐ VIÐ TÍSKUNA Marta María Jónasdóttir … SVARTAN PRJÓNAKJÓL Hann er dásamlega fallegur yfir gallabuxur eða bara einn og sér. Hann fæst í versluninni Noa Noa í Kringlunni. … LÍKAMSSKRÚBB FRÁ BIOTHERM Þetta er eitt af fáum appelsínu- húðarbönum sem svínvirka. Skrúbburinn er borinn á þurra húð og nuddað vel inn í húðina áður en hann er skolaður af. Biotherm vörurnar fást í næstu snyrtivöruverslun. … SKÓ MEÐ OPINNI TÁ Þeir eru frá Stuart Weitzman sem er mjög frægur amer- ískur skóhönnuður. Skórn- ir fást í Skóbúð Þráins skóara á Grettisgötu. OKKUR LANGAR Í … RISAVAXIN SÓLGLERAUGU STÓR OG SVÖL Þessi gleraugu eru með „degrade“-glerjum, dökk efst og lýsast svo niður. MYND/GETTYIMAGES VICTORIA BECKHAM Fer varla út úr húsi nema að vera með sólgleraugu. Hér er hún með gleraugu frá GUCCISTÓR OG FLOTT Þessi sólgleraugu lýsa sumartískunni vel, tvílit með „degrade“-glerjum. Í vikunni áttum við vinkonurnar athyglisverðar samræður um hliðar- spik. Ein var að býsnast yfir skvapkenndum maga um leið og hún hélt á fjögurra mánaða gömlum syni. Ég sagði henni að það tæki líkamann meðgöngutíma að ganga almennilega saman og hún gæti því ekki kvartað fyrr en í fyrsta lagi eftir fimm mánuði. Í framhaldinu rifjaði ég það upp að ég vissi hreinlega ekki hvernig tilfinning það væri að vera með rennisléttan eða jafnvel infallinn maga. Þegar ég leit til baka mundi ég þó að þegar ég var með son minn í fanginu breyttust fitu- komplexarnir svolítið. Í staðinn fyrir að býsnast yfir of breiðum lærum varð maginn aðalskotspónninn. Ég gekk meira að segja svo langt að biðja lækninn, sem tók á móti barninu, um að skera örlítið af fitunni og varð alveg brjáluð þegar hann neitaði. Fannst þetta vera aðeins of slök þjónusta frá hinu opinbera þar sem hann þurfti hvort sem er að sauma þetta saman aftur. Eftir að ég jafnaði mig á þessu hef ég bara mælt með því að „feika“ flottar línur með góðum hjálpartækjum. Er ekki auðveldra að kaupa sér bara samfellu en að fara út að hlaupa? Kannski er ég búin að horfa of mikið á „How to look good naked“ en eftir að hafa fjárfest í alvöru samfellum er varla hægt að fara til baka. Þegar einn vinnufélagi minn, sem kann að heilla konur upp úr skónum, spurði mig hvort ég væri alltaf í ræktinni því ég væri með svo flottar línur þá hét ég mér því að fara helst aldrei samfellulaus út úr húsi. Það er samt svolítið merkilegt að konur eru oft hræddar við tól eins og samfellur og kjósa frekar sokkabuxur með aðhaldi eða aðhaldsnærbrækur. Sokkabuxur með aðhaldi skila þó sjaldnast tilteknum árangri því ef strengurinn rúllast ekki niður þá býr hann til aukafellingu í mittið sem er allt annað en fallegt. Aðhaldsnærbuxur eiga það til að búa til fjórar rasskinnar og það er líka svolítið dapurt. Þegar við vinkonurnar vorum búnar að ræða þetta fram og aftur varð eiginlega niðurstaðan að vera í sokkabuxum og samfellu yfir, þá haggast sokkabuxurnar ekki og línurnar verða svolítið flottar. Ég er þó alls ekki að tala um að allar konur eigi að vera horaðar, mér finnst þrýstnar konur æðislegar og karlmenn mega alls ekki vera of rýrir. Þar fyrir utan ættu allir að hreyfa sig eitthvað smá á hverjum degi til að líða betur í hjartanu. Ég verð samt að mæla með ferð í Lífstykkjabúðina og þá er aldrei að vita nema ævintýr- in fari að gerast. Eina alvöru hjálpartækið MADONNA Er ávallt með öll helstu „trendin“ á hreinu. Hér er hún með YSL-sólgleraugu sem hafa algerlega slegið í gegn. MYND/GETTYIMAGES >Ekki missa af Andersen & Lauth- útsölunni Þetta er rétti tíminn til að hnjóta um flotta hönnun á góðu verði. Íslenska hönnunarmerkið Ander- sen & Lauth hefur vakið mikla athygli fyrir falleg snið, undursamleg smá- atriði og góð efni. Kíktu í verslunina á Laugavegi 86-94 og dressaðu þig upp. Sólgleraugu eru einn mikilvægasti fylgihluturinn og er hægt að poppa sig allhressilega upp með réttu gleraugunum. Í sumartískunni 2008 eru stór sólgleraugu það heitasta sem hægt er að hnjóta um. Vinsælustu sólgleraugun minna einna helst á gleraugu hippa/diskótímans þar sem stærðin skipti öllu máli. Sólgleraugnatískan helst í hendur við fatatískuna og eins og þar er mikill glamúr í gangi. Þá er alveg sama hvort umgjörðin er gyllt eða úr plasti, armarnir steinum skreyttir eða ekki. Það er þó ekki nóg að umgjörðin sé falleg því glerin skipta miklu máli. Í öllum alvöru sólgleraugum frá helstu tískuhúsunum eru vönduð gler sem vernda okkur gegn geislum sólarinnar. Í glerjum hefur verið mikil „degrade“- tíska, en þau gler eru dökk efst og lýsast þegar neðar dregur. Stjörnurnar úti í heimi eru duglegar að innleiða ný „trend“ og er sólgleraugnatísk- an ekki undanskilin. Madonna kýs YSL, Victoria Beckham er Gucci-kona ásamt Angelinu Jolie og Jennifer Lopez er hrifin af Balenciaga. Þótt „alvöru“ sólgleraugu kosti skildinginn er það þó þess virði enda er ekkert jafnhræðilegt og illa feikuð Prada. martamaria@365.is CLAUDIA SCHIFFER Er flott með risavaxin sólgleraugu. MYND/GETTYIMAGES

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.