Fréttablaðið - 05.07.2008, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 05.07.2008, Blaðsíða 60
38 5. júlí 2008 LAUGARDAGUR Í tilefni hins nýja veggl- istaverks sem nú prýðir hið fornfræga Sirkúsport verður haldin garðveisla í portinu í dag. Það eru Gallerí Lost Horse og Nýlenduverslun Hemma og Valda sem standa fyrir veislunni sem hefst stundvíslega klukkan 15 og mun standa fram að miðnætti. Hægt verður að kaupa mat og drykk á staðnum en einnig verður haldið listauppboð og mun ágóðinn allur renna til þeirra listamanna sem stóðu að veggverkinu. „Listamennirnir fengu engin laun fyrir vinnu sína og við erum að vonast eftir að geta með þessu framtaki borgað þeim einhverja smá upphæð fyrir alla þá vinnu sem þeir lögðu á sig,“ segir Alexander Zaklynsky sem er einn þeirra sem stóð fyrir verkefninu. Sérsmíðuð mínígolfbraut verður einnig afhjúpuð í dag og munu ýmsar hljómsveitir og plötusnúðar spila fyrir gesti. „Það er spáð góðu veðri þannig ég vona að sem flestir láti sjá sig og komi og njóti dagsins með okkur,“ segir Alexander að lokum. - sm folk@frettabladid.is „Söfnunin hefur gengið vel og nær nýju hámarki á sunnu- daginn,“ segir Hrafn Jökuls- son í Trékyllisvík. Mikil hátíð stendur fyrir dyrum á sunnudaginn á hótel Glym í Hvalfirði með kaffi- hlaðborði, listaverkauppboði og skemmtiatriðum en hátíð- in er liður í fjáröflun Félags Árneshreppsbúa sem stend- ur yfir vegna endurreisnar Finnbogastaða sem brunnu nýverið ofan af Guðmundi Þorsteinssyni. Öll innkoma fer þráðbeint í söfnunina að sögn Hrafns sem bendir að sjálfsögðu á reikningsnúmer- ið 1161-26-001050 við kenni- tölu: 451089-2509. „Mundi mætir sjálfur suður af þessu tilefni. Ég get ekki nógsam- lega undirstrikað mikilvægi málsins,“ segir Hrafn sem einatt lætur til sín taka þegar góð málefni eru annars vegar. Og þetta hlýtur sannarlega að teljast eitt þeirra. „Nýtt hús fyrir Munda. Roskna kempu á heimsskautsbaug. Sem missti hús sitt í bruna. Hús sem stendur í fámenn- asta byggðarlagi Íslands,” segir Hrafn. Fjölmargir ferðamenn hafa lagt leið sína norður í Trékyllisvík – þeirra á meðal gamall vinur Hrafns, Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, en þeir elduðu grátt silfur í kosning- um á Suðurlandi fyrir of mörgum árum. Þá var Hrafn einnig ritstjóri Alþýðublaðs- ins. „Já, Guðni hefur heitið liðsinni sínu og munar um minna,” segir Hrafn. - jbg Safnað fyrir roskna kempu Í dag stendur Félag um stafrænt frelsi fyrir ráðstefnu á Grand Hotel þar sem ætlunin er að vekja Íslendinga til umhugsunar um frelsi á upplýsingaöld. Einn ræðumanna er Bandaríkjamaðurinn John Perry Barlow, sem hefur látið mikið til sín taka á þessum vettvangi. Réttindamál tónlistarmanna eru John meðal annars hugleikin því sjálfur er hann tónlistarmaður og gerði texta fyrir Grateful Dead. „Í Bandaríkjunum eru tónlistarfyrirtækin farin að tala mikið um „tónlistarneytendur“. Hvað þýðir það?,“ spyr hann. „Ef ég neyti hamborgara þá veit ég hvað kemur út um hinn endann, en ef ég „neyti“ lags, hvað kemur þá út? Ég neyti lagsins en lagið er samt enn þá á sínum stað, en ef ég neyti hamborgara þá hverfur hann. Þess vegna fæ ég ekki skilið hvernig hægt er að kalla fólk sem hlustar á tónlist „neytendur“.“ John er kominn í stuð og heldur áfram: „Fyrir mér er tónlist ekki eins og nafnorð heldur eins og sögn – tónlist er aðgerð, samskiptaleið. Nú er tónlistar- og kvik- myndabransinn alltaf að tala um mannlega tjáningu sem innihald. Ef þeir breyta þessu í nafnorð geta þeir eignað sér það. Fyrir mér er tónlist ekki hlutur.“ John hefur þá sýn á lagasmíðar að tónlist sé ekki „búin til“ af einhverjum, heldur „flæði“ í gegnum hann. „Ég samdi ekki lögin sem eftir mig liggja. Ég skrifaði þau bara niður. Ef ég eignaði mér þessi lög væri það eins og að kraninn eignaði sér vatnið. Sem hann getur svo sem að hluta. Sumir kranar eru svo heppnari en aðrir. Ég hefði til dæmis alveg verið til í að vera kraninn sem Bob Dylan-lögin flæða í gegnum.“ John er umhugað um rétt almennings til upplýsinga eins og titill fyrirlesturs hans gefur til kynna, „The Right to Know“. „Á sínum tíma kom hópur fólks með kröfur um almenn mannréttindi og þær kröfur gengu eftir þótt það tæki tíma að ná þeim fram. Nú stöndum við frammi fyrir svipuðum grund- vallarspurningum með tækninýjungum tölvutækninnar og internetsins. Nú ætti almenningur til dæmis að geta fræðst um allt sem hann vill, í mínum huga eiga allar upplýsingar um yfirvaldið að liggja fyrir. Það er bara hægt ef yfirvaldið er gegnsætt. Vald er tjáð á tvennan hátt: með ofbeldi og með því að hefta upplýsingaflæði. Ef þú getur stjórnað því hvað fólk veit, þarf ekki að hleypa af einu skoti.“ Ráðstefnan stendur frá kl. 12 til 18. Aðgangur er ókeypis. gunnarh@frettabladid.is Tónlistarmenn eru kranar SPYR GRUNDVALLARSPURNINGA John Perry Barlow talar um stafrænt frelsi í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Faðir Amy Winehouse hefur undanfarið verið í fullri vinnu við að vakta dóttur sína og passa upp á að hún haldi sig fjarri eiturlyfj- um og áfengi. Nú hefur honum hlotnast liðsstyrkur því útgáfufyr- irtæki Amy hefur fengið öryggis- vörð til að standa vakt fyrir utan heimili stjörnunar og fær nú enginn fyrir utan fjölskylduna að koma nálægt henni. Þetta mun vera síðasta hálmstráið í björgun- artilraunum vina og vandamanna en heilsu Amy hefur hrakað ört síðustu mánuði og var hún meðal annars lögð inn á spítala fyrir stuttu. Amy vöktuð Ásgeir Þórðarson, leikari, og Soff- ía Jóhannesdóttir opnuðu á fimmtudag vespuleigu sem hefur fengið nafnið Lundavespur. Slegið var upp veislu í tilefni dagsins og líkt og myndirnar bera með sér skemmtu gestir sér vel. Lundavespur eru til húsa við hvalskipin við Reykjavíkurhöfn og þar geta menn leigt sér vespu til þess að rúnta um borgina. Ves- pur hafa verið að ryðja sér til rúms á síðustu mánuðum og þykja góður og sparneytinn ferðakostur nú á krepputímum. Það er því um að gera að bregða sér niður á höfn, anda að sér sjávarloftinu, leigja sér vespu og taka eins og einn rúnt niður Laugaveginn. - sm Fögnuðu vespuleigu GARÐVEISLA Á SIRKUS Alexander Zaklynski skreytti Sirkusportið. > LÍK ANGELINU JOLIE Mörgum þykir leikkonan unga, Megan Fox, svipa mjög til Ang- elinu Jolie. Megan var valin kynþokkafyllsta kona ársins af tímaritinu FHM, en það er titill sem Angelina hefur einn- ig hampað. Leikkonurnar eiga einnig sameiginlegt áhugamál, en það eru húðflúr og skarta þær báðar nokkrum slíkum. ÁNÆGT VESPUFÓLK Soffía Jóhannes- dóttir og Ásgeir Þórðarson opnuðu vespuleigu. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL LILJA, GUÐRÚN, ÞURÝ OG ÁSTA Skemmtu sér vel í blíðunni. Garðveisla í portinu Kreppa kreppa kreppa. „Krónan í frjálsu falli.“ Ertu komin með nóg af því hvað allt er dýrt? Örvæntu ekki. Hér eru hugmyndir að dægradvöl sem kostar ekki krónu. Alveg satt! Bleyttu fæturna í Nauthólsvík. Það er ekkert alltaf rok og það er náttúrulegra (og ódýrara) en að liggja í klór. Ef þig langar ekkert í vatnið er sandurinn tilvalinn undir kastalabyggð, boltaleiki, sólbað … Kíktu á bókasafnið. Hver veit nema þú dettir inn í einhverja ódauðlega snilld, eða eigir augn- gotur í gegnum bókaskápana. Svo eru kvöldgöngur frá Borgarbóka- safninu fimmtudagskvöld klukk- an átta með leiðsögumanni og má þar fræðast um borg og bý. Gefðu öndunum. Það er ekki bara fyrir ungbörn að hlusta á gutlið í tjörninni og kvakið í bra bra. Þú getur fengið brauð í bakar- íinu og verið sátt/ur við góðverk dagsins. Prufukeyrðu bíl. Er ekki í lagi að láta sig dreyma? Akstur í nýþvegnum bíl með græjurnar á góðum styrk kemur skapinu í lag. Svo er þetta ekki þinn tankur. Sestu í garð Einars Jónssonar. Rýndu í högglist meistarans og gleymdu öllum ysi í hjarta borgar- innar. Fáðu frítt að borða. Food for Bombs eða Matur ekki einkaþotur gefa mat alla laugardaga á Lækj- artorgi. Komdu þér í pólitískar umræður við róttæklinga Íslands. Samræðurnar gætu komið þér á óvart. Kíktu á Listasafn. Það er hvergi meiri ró en á söfnum borgarinnar og myndlist vekur alltaf einhverj- ar kenndir eða hugmyndir. Farðu á tónleika. Djass á Jóm- frúnni er klassískur á laugardög- um, sumarhópar Hins Hússins dúkka upp á föstudögum. Renndu á hljóðið. Finndu þér grasblett. Hvort sem það er á Austurvelli, Grasagarðin- um, Miklatúni eða uppi í Heið- mörk. Þú þarft ekki að liggja og sóla þig. Þú gætir farið í folf, skellt þér í fótbolta, hlaupið í skarðið eða rúllað þér í dögginni. Hvað sem hentar þér best. Farðu að dorga. Á bryggjunni er skemmtun fyrir fleiri en hug- myndaríka polla. Afhverju ekki að virkja veiðimanninn og barnið í sér í einu? Skelltu þér í Bingó. Það kostar kannski að spila en það getur verið stórkostlegt að fylgjast með spennunni rísa í Vinabæ áður en allt springur í stórkostlegu Bingó! Finndu þér kvikmyndaklúbb. Víða leynast ókeypis kvikmynda- sýningar, t.d. í Goethe-Institut og í Bæjarbíói. Einhver þeirra er sér- sniðinn að þínu áhugasviði. Farðu í Kolaportið. Þú þarft ekkert að versla, það eitt að vera þar er feikinóg. Ef þig langar á annars konar útimarkað geturu kíkt á Organ og ruggað þér í takt. Klífðu Esjuna. Hættu að tala um það og gerðu það. Þá er það afrek- að. Og hana nú. Vertu heima hjá þér. Það er líka gott að vera heima með góða bók eða sjónvarpsfjarstýringuna límda við lófann. Leyfðu þér það. kolbruns@frettabladid.is Ókeypis? Á Íslandi? Ekki séns! SANDURINN KITLAR Það má ýmislegt finna sér til dundurs á ylströnd Íslend- inga, Nauthólsvík. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. SVANASÖNGUR Brauð gæti verið góðverk dagsins. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN RÓIN HÖGGVIN Í STEIN. Garður Einars Jónssonar er tilvalinn til afslöppunar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA BÍÐA EFTIR NÝJU HEIM- ILI Mundi og læðan Písl sem er 18 ára gömul. Þegar brann ofan af þeim tóku sveitungarnir höndum saman. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /H R A FN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.