Fréttablaðið - 05.07.2008, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 05.07.2008, Blaðsíða 64
HANDBOLTI Íslenska handboltalands- liðið kemur saman á mánudag í undirbúningi sínum fyrir Ólympíu- leikana. Fram undan eru stífar æfingar hjá nítján manna hópi sem Guðmundur Guðmundsson lands- liðsþjálfari kynnti í gær. Í hann vantar Einar Hólmgeirs- son sem á von á barni og gaf því ekki kost á sér. Í hans stað valdi Guðmundur Framarann Rúnar Kárason, tvítuga hægri skyttu. „Ég var búinn að lesa fréttina um Einar og bjóst kannski hálfpartinn við þessu,“ sagði glaðbeittur Rúnar við Fréttablaðið í gær. Hann hefur leikið þrjá landsleiki og æfði með liðinu fyrir undan- keppni ÓL og HM. „Ég er búinn að æfa vel síðan á síðustu landsliðsæf- ingum þegar ég var í slöppu formi eftir prófin og langt tímabil. Ég er ferskari núna og í betra formi,“ sagði Rúnar sem dreymir um að fara til Peking. „Þetta er stærsti íþróttaviðburður sem til er, maður segir ekki nei við því.“ Liðið æfir tvisvar á dag flesta dagana og fær litla hvíld. Dagana 18. og 19., júlí verða leiknir tveir æfingaleikir við Spánverja og liðið fer síðan á æfingamót í Frakklandi. Brottför til Peking er svo þann 3. ágúst en þá verður búið að skera hópinn niður í fjórtán leikmenn. Leyfilegt er að skipta út meiddum manni meðan á mótinu stendur. Rúnar segir kappið á lands- liðsæfingum mikið en flestar æfingarnar fara fram á heimavelli hans í Safamýrinni. „Það er hrika- lega gaman að sjá hvernig þessir strákar æfa, hugarfarið er öðruvísi og maður fær ekkert gefins. Hver æfing með landsliðinu er eiginlega erfiðari en allir leikir sem ég hef spilað. Það er meira kapp og fútt í því,“ sagði Rúnar. - hþh 42 5. júlí 2008 LAUGARDAGUR LANDSLIÐSHÓPURINN Markverðir: Birkir Ívar Guðmundsson (Haukar) Björgvin Gústavsson (Bittenfeld) Hreiðar L. Guðmundsson (Savehof) Aðrir leikmenn: Alexander Petersson (Flensburg) Arnór Atlason (FC Köbenhavn) Ásgeir Örn Hallgrímsson (GOG) Bjarni Fritzson (St. Raphael) Guðjón V. Sigurðsson (R.-N. Löwen) Hannes J. Jónsson (Fredericia) Ingimundur Ingimundarson (Minden) Logi Geirsson (Lemgo) Ólafur Stefánsson (Ciudad Real) Róbert Gunnarsson (Gummersbach) Rúnar Kárason (Fram) Sigfús Sigurðsson (Ademar Leon) Snorri Steinn Guðjónsson (GOG) Sturla Ásgeirsson (Aarhus GF) Sverre Jakobsson (HK) Vignir Svavarsson (Skjern) ÆFINGAÁÆTLUNIN 7.-17. júlí: Æfingar tvisvar á dag utan tvo daga þegar æft er einu sinni. Sunnudagurinn 13. júlí er frídagur. 18. og 19. júlí: Tveir æfingaleikir við Spánverja hér á landi. 21.-23. júlí: Æfingar á Íslandi. 24.-28. júlí: Æfingamót í Strassbourg í Frakklandi. Leikið við Egypta, Frakka og Spánverja. 29. júlí-2. ágúst: Æfingar á Íslandi. 3. ágúst: Haldið til Peking. Rúnar Kárason er í íslenska handboltalandsliðinu sem byrjar undirbúning fyrir Ólympíuleikana eftir helgi: Maður fær ekkert gefið á landsliðsæfingum RÚNAR Segist ætla að spila áfram með Fram á næsta tímabili en eftir það stefnir hugur hans út í atvinnumennsku. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÓTBOLTI Logi Ólafsson hélt ró sinni þótt KR-ingar hefðu tapað þremur leikjum í röð í maímánuði. Slæmar minningar frá árinu á undan fóru að leita á huga stuðn- ingsmanna liðsins en Logi átti spil uppi í erminni. Fjórleikur Loga hefur spilað lykilhlutverk í að snúa við KR-skútunni og koma lið- inu á fulla ferð upp stigatöfluna í Landsbankadeildinni og inn í átta liða úrslit VISA-bikarsins. Þetta hófst allt með því að setja Björgólf Takefusa á bekkinn í leik á móti FH í Kaplakrika. Björgólf- ur hafði ekki skorað mark (á 216 mínútum) í fyrstu þremur leikjum tímabilsins þrátt fyrir fjölda góðra færa en þetta útspil Loga kveikti í kappanum. Björgólfur kom inn á í næsta leik á móti Fram og hefur ekki hætt að skora síðan. Hann hefur nú skorað í sjö leikjum í röð, fimm í deildinni og tveimur í bik- arnum, samtals 10 mörk á einum mánuði. Framleikurinn frá því 2. júní markar fleiri tímamót hjá KR-lið- inu í sumar. KR vann leikinn 2-0 og endaði umrædda þriggja leikja taphrinu. Í þessum leik komu þeir Stefán Logi Magnússon (mark- vörður) og Pétur Marteinsson (miðvörður) inn í liðið í fyrsta sinn í sumar og Jónas Guðni Sævars- son tók auk þess við fyrirliðaband- inu. Stefán Logi hefur síðan haldið hreinu í fimm af sex leikjum og ekki fengið á sig mark í 364 mínút- ur. Pétur Marteinsson missti reyndar af 2-4 tapleiknum í Kefla- vík í næsta leik á eftir en KR hefur ekki enn fengið mark á sig með hann við hlið Grétars Sigurðar- sonar þrátt fyrir að Pétur sé nú búinn að spila í 434 mínútur með liðinu í sumar. Það þætti mörgum kannski óvenjulegt að láta Jónas Guðna Sævarsson fá fyrirliða- bandið í hans fimmta deildarleik fyrir KR en Jónas Guðni hefur spilað einstaklega vel og KR hefur unnið alla sex leiki sína þegar hann hefur borið fyrirliðabandið. Það má heldur ekki líta fram hjá innkomu fjögurra manna í KR- liðið því ólíkt mörgum nýjum and- litum á undanförnum árum þá hafa þeir Guðjón Baldvinsson, Grétar Sigurðarson og Viktor Bjarki Arnarsson auk Jónasar Guðna fundið sig vel í KR-liðinu. Guðjón hefur hrifið marga með vinnusemi sinni og sprengikrafti. Hann er algjör martröð fyrir varn- armenn deildarinnar þó að honum hafi ekki gengið eins vel að skora og Björgólfi. KR-ingar eru nú komnir upp í 3. sæti deildarinnar, sjö stigum á eftir toppliði FH, í kjölfar þess að hafa náð inn 12 stigum af 15 mögu- legum í júní. Fyrsti deildarleikur júlímánaðar er gegn Þrótti á Val- bjarnarvellinum á sunnudags- kvöldið og þá er að sjá hvort nýlið- unum úr Laugardalnum takist að hægja á KR-skútunni. ooj@frettabladid.is Fjórleikur Loga gekk fullkomlega upp KR-ingar eru komnir á mikinn skrið, nýju mennirnir hafa smollið inn í liðið, þeir eru með heitasta sóknar- manninn í deildinni og vörnin hefur haldið hreinu í fimm leikjum. Fjórir menn liðsins hafa breytt miklu. BJÖRGÓLFUR TAKEFUSA Hefur skorað í sjö leikjum í röð og samtals 10 mörk á einum mánuði. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL JÓNAS GUÐNI SÆVARSSON KR hefur unnið alla sex leikina með hann sem fyrirliða. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL PÉTUR MARTEINSSON Hefur spilað í 434 mínútur án þess að KR hefur fengið á sig mark. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI STEFÁN LOGI MAGNÚSSON Hefur haldið fimm sinnum hreinu í síðustu sex leikjum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI Það gengur illa hjá VISA- bikarmeisturum karla að endurtaka leikinn. Þetta er sjötta árið í röð sem bikarmeistarar karla detta út áður en komið er í undanúrslit keppninnar. Keflavík vann FH 3-1 í 16 liða úrslitunum á fimmtu- dagskvöldið og sló bikarmeistar- ana út en árið á undan voru það Blikar sem slógu út þáverandi bikarmeistara Keflavíkur. Síðasta liðið til þess að verja bikarmeistaratitilinn var lið Fylkis sem náði því sumarið 2002. Það hefur þó ekki dugað liðunum langt að slá út bikar- meistarana því enginn þessara sex bikarmeistarabana hefur komist í sjálfan bikarúrslitaleik- inn. Fylkismenn eru einnig síðasta liðið sem náði að slá út bikarmeistara og fagna bikar- meistaratitlinum en það gerðu þeir árið 2001. - óój TITILVÖRN BIKARMEIST- ARA SÍÐUSTU ÁR: 2003 Fylkir 16 liða úrslit (KA) 2004 ÍA 32 liða úrslit (HK) 2005 Keflavík 16 liða úrslit (HK) 2006 Valur 8 liða úrslit (Víkingur) 2007 Keflavík 8 liða úrslit (Breiðablik) 2008 FH 16 liða úrslit (Keflavík) Bikarmeistarar karla: Gengur illa að verja titilinn VERJA EKKI TITILINN FH er úr leik í bik- arnum í ár eftir tap gegn Keflvíkingum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR > KR hefur bikarvörnina gegn Fylki Dregið var í 8 liða úrslit VISA-bikars kvenna í gær þar sem fjögur efstu lið síðasta sumars, Valur, KR, Breiðablik og Keflavík, komu loks inn í keppnina. Bikarmeistarar KR drógust á móti Fylki og fer leikurinn fram á Fylkisvelli. Íslandsmeistarar Vals fengu heimaleik gegn Keflavík, sem lék sem kunnugt er til úrslita um VISA-bikarinn við KR-stúlkur síðasta sumar. Þá þarf Breiðablik að ferðast norður á Akureyri og mæta Þór/KA en Akureyrarliðið vann viðureign liðanna á Akureyrarvelli í byrjun síðasta mánaðar þannig að Blika- stúlkur eiga þar harma að hefna. Stjarnan leikur gegn eina liðinu utan Landsbankadeilarinnar, 1. deildarliði ÍA, og fer leik- urinn fram á Stjörnuvelli. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari kvennalandsliðsins, lauk nýverið UEFA Pro Licence-gráðunni. Hún er æðsta þjálfara- gráða sem veitt er í Evrópu og gefur hún rétt til að stýra hvaða liði sem er í álfunni. Hann er aðeins annar Íslendingurinn til að fá gráðuna, hinn er Teitur Þórðarson. Sigurður byrjaði að sanka að sér gráðum árið 1992 þegar hann var 19 ára gamall. Þá tók hann fyrsta og annað stig á vegum KSÍ. Hann lauk UEFA B-gráðu 2004, A-gráð- unni 2007 og lauk hringnum með Pro gráðunni nú í júní. Eitt ár tekur að klára gráðuna. UEFA greiðir fyrir nám Sigurður sem kostar um 1,5 milljónir þar sem það vill að fræðslustjórar knattspyrnusam- banda í álfunni séu með gráðuna. Sigurð- ur er fræðslustjóri KSÍ. „Þetta var mjög mikil vinna en henni var dreift yfir árið. Ég þurfti að fara þrisvar til Englands og einu sinni til Spánar til að fylgj- ast með æfingum. Þess á milli eru unnin stór verkefni og ég þurfti til dæmis að búa til DVD-disk með æfingum frá mínu liði. Ég þurfti líka að skila inn öllum undirbúningi frá A til Ö fyrir einn leik, hvernig ég ætlaði að nálgast leikinn, allar skýrslur frá njósnurum, hvernig sóknin og vörnin áttu að vera, föst leikatriði og svo framvegis,“ sagði Sigurður sem tók saman undirbún- ing fyrir leik landsliðsins gegn Serbíu. Ásamt Sigurði luku fleiri þjálfarar gráðunni, meðal annars Roy Keane, stjóri Sunderland. Stuart Pearce, sem stýrir ungmennalandsliði Englands, var að þjálfa á námskeiðinu og bauð hann þeim sem vildu að fylgjast með æfingaferli liðsins þegar þeir vildu. „Það gæti vel verið að ég nýti mér það,“ segir Sigurður. Hugur Sigurðar stefnir áfram á þjálfun í framtíðinni og gráðan opnar ýmsar dyr fyrir honum. „Mér finnst mjög spennandi og skemmtilegt að þjálfa. Ég klára að sjálf- sögðu verkefnið með kvennalandsliðinu og sé svo til. Það er erfitt að skipuleggja langt fram í tímann í þjálfun. Ef það kemur eitthvað krefjandi og spenn- andi upp þarf maður að skoða hvert og eitt tilfelli en ég held að ég leggi fyrir mig þjálfun í framtíðinni. Það er þangað sem hugurinn stefnir núna,“ sagði Sigurður Ragnar. SIGURÐUR RAGNAR EYJÓLFSSON: HEFUR MENNTAÐ SIG Í ÞJÁLFARAFRÆÐUM FRÁ ÞVÍ ÁRIÐ 1992 Annar þjálfarinn á Íslandi til að fá æðstu gráðu sport@frettabla-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.