Fréttablaðið - 05.07.2008, Síða 70

Fréttablaðið - 05.07.2008, Síða 70
GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 BAKÞANKAR Gerðar Kristnýjar Það eru gömul sannindi og ný að íþróttir eru frábært sjónvarps- efni. Sem krakki horfði ég á hvert fimleikamótið á fætur öðru og hlustaði á Bjarna Fel. lýsa stökk- um Natalíu Shaposhnikovu, Elenu Mukinu og annarra fimleikameist- ara af slíkri innlifun að það var eins og hann hefði þjálfað þær sjálfur. Þótt áhugi minn á íslenskri knattspyrnu einskorðist við það hvort Fram takist að halda sér í deildinni og ÍBV vinni síðasta leik fyrir Þjóðhátíð finnst mér erlend stórmót í fótbolta með betri sjón- varpsviðburðum. ÁHUGI minn á Evrópumeistara- mótinu dvínaði ekki við það að vera einmitt stödd í Rotterdam þegar Hollendingum gekk sem best. Stemmningin entist langt fram á rauða nótt. Vinkonur mínar hér heima sýndu mótinu samt fjarska lítinn áhuga. Þó gat ég ekki séð annað en að þær hrifust með þegar ég lýsti því fyrir þeim hvað leikur Króata gegn Portúgölum hafði verið magnaður. Jafntefli á loka- sekúndunni og vítaspyrnukeppni. Hvað biður maður um meira? Stelpurnar urðu verulega hissa þegar mér tókst að bregða fyrir mig orðasambandinu „að brenna af“. Þessu áttu þær ekki von á frá mér. Þá óx mér ásmegin og ég tók að segja þeim hvernig menn höfðu „hreinsað frá markinu“. Mín ekki alin upp í Safamýrinni fyrir ekki neitt. Í fótboltanum eru menn ekki fundnir sekir um ólöglega lyfja- notkun hægri vinstri eins og gerist til dæmis fulloft í frjálsum íþrótt- um. Því fær maður á tilfinninguna að knattspyrnukapparnir hafi raunverulega lagt eitthvað á sig til að öðlast þá færni sem þeir búa yfir en hafi ekki bara úðað í sig pillum. Eitt það besta við Evrópu- meistaramótið í sumar var líka að sjónvarpsfréttatíminn var færður eitthvað – ég man ekki hvert – og ég vandist því af því að horfa á hann. Í blöðunum voru fréttirnar farnar að snúast um hrúta í tveim- ur reifum sem orðnir voru að ísbjörnum og drengi sem höfðu komið að kofunum sínum gjörónýt- um. Þetta tvennt dugði til að maður áttaði sig á því að það væri gúrka. OG það var ekki fyrr en löngu eftir mótið að það rann upp fyrir mér að það voru ekki Portúgalar sem att höfðu kappi við Króata, heldur Tyrkir en ég nennti ekki að leiðrétta það við vinkonur mínar. Þetta kennir þeim bara að fylgjast sjálfar með næst. Hvað segiði, stelpur, bolti og sódavatn heima hjá mér? Boltasumarið mikla Í dag er laugardagurinn 5. júlí, 188. dagur ársins. 3.15 13.32 23.48 2.16 13.17 0.14 © In te r I KE A Sy ste m s B .V . 2 00 8 www.IKEA.is Opið virka daga Opið laugardaga Opið sunnudaga 10.00 - 20.00 10.00 - 18. 00 12.00 - 18.00 Veitingastaður opnaður klukkutíma fyrr en verslun KVARNÖ sólbekkur, gegnheill akasíuviður/ál B60xL197, H32 cm. PHALAENOPSIS ORKIDEA ýmsir litir H55 cm. SKOGSBÄR blómapottar ýmsir litir Ø12 cm. SOMMAR kökuhjálmar, blátt/grænt Ø35 cm. 395,-/stk. ...ég sá það á visir.is Segir grafhýsi Kleópötru fundið Myndir berast frá Mars Tilfærsla yfir á hægri akrein sviðsett Býst við minni verðbólgu MEST LESIÐ:

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.