Fréttablaðið - 08.07.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 08.07.2008, Blaðsíða 4
4 8. júlí 2008 ÞRIÐJUDAGUR Þú getur alltaf treyst á prinsinn Hlíðasmára 8 • 201 Kópavogi • s: 554 7200 Reykjavíkurvegi 68 • 220 Hafnarfirði • s: 5557220 www.hafid.is VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg Helsinki Eindhoven Amsterdam London Berlín Frankfurt Friedrichshafen París Basel Barcelona Alicante Algarve Tenerife HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 12 12 16 12 14 12 16 12 16 14 18 5 5 1 3 4 6 3 3 3 5 3 19° 19° 20° 19° 19° 19° 20° 19° 18° 21° 20° 20° 20° 21° 25° 27° 28° 22° 12 15Á MORGUN 3-8 m/s, stífastur vestan til. FIMMTUDAGUR 3-8 m/s 10 15 16 17 10 12 1512 ÓLJÓST MEÐ BREYTINGAR Tölvuspárnar eru nokkuð úr og í með hvort veðrabreytingar verði á föstudag. Jafnvel má með góðum rökum spá litlum sem engum breytingum á veðri fram á sunnudag. Á hinn bóginn verða hitatölurnar eitthvað lægri en verið hefur en þó áfram mjög hlýtt til landsins. Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur SKIPULAGSMÁL „Tillögurnar eru nokkurn veginn þær sömu í fyrra, en ganga jafnvel enn lengra,“ segir Arna Harðardóttir, formaður sam- takanna Betri byggð á Kársnesi. Kópavogsbær kynnir í kvöld til- lögur að skipulagi á Kársnesi á opnum fundi. Kópavogsbær dró til baka tillög- ur um skipulag á Kársnesinu í fyrra eftir hávær mótmæli íbúa á svæð- inu og hátt í tvö þúsund athuga- semdir íbúa við tillögurnar. „Okkur var boðið að taka þátt í að mynda nýjar hugmyndir og fórum í það í vor full bjartsýni. Svo kom bara í ljós að þeir vilja ekki taka neitt til- lit til okkar athugasemda,“ segir Arna. Í nýju tillögunum er gert ráð fyrir að umferð um Kársnesbraut aukist úr átta til níu þúsund bílum á dag í 14.000 vegna fjölgunar íbúða og aukinnar atvinnustarf- semi. Vistgata og gönguleið verði við hlið brautarinnar. Spornað verði við hávaðameng- un með girðing- um og gróðri. Göngu- og hjólreiðabrú mun liggja yfir Skerjafjörðinn frá Kársnesinu og koma niður nálægt ylströnd- inni í Nauthóls- vík, segir í til- lögunum. „Þú hjólar bara í tíu mínútur, þá ertu kominn í Háskóla Íslands,“ segir Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri. Hann segir tillögurnar gjörólíkar þeim sem bærinn dró til baka í fyrra. Önnur hugmynd er brú fyrir öku- tæki frá Kársnesinu yfir í Vatns- mýrina. Brúin yrði gjaldfrjáls fyrir íbúa Kársness en gjaldskyld öðrum. Þaðan yrði hægt að aka um fyrir- huguð Öskjuhlíðargöng. „Hún er náttúrulega bara fram- tíðarmúsík,“ segir Gunnar um brúna, sem hann telur ekki koma til framkvæmda næstu áratugi. Brúin er háð áætlunum Reykja- víkurborgar um framtíð flug- vallarins í Vatnsmýri og samstarfi milli sveitarfélaganna, að sögn Birgis Sigurðssonar, skipulags- stjóra Kópavogs. Jón Júlíusson, bæjarfulltrúi Samfylkingar, segir ljóst að til- lögurnar valdi því að umferðar- þunginn verði mun meiri. „Við höfum áhyggjur af því að það verði umfangsmikil atvinnustarf- semi þarna. Við viljum ekki sjá meira en tólf þúsund bíla dag- lega,“ segir Jón. steindor@frettabladid.is Fimm þúsund fleiri bílar aki daglega um Kársnesið Nýjar tillögur um skipulag á Kársnesi gera ráð fyrir að um 14.000 bílar aki eftir Kársnesbraut daglega og að göngubrú liggi yfir í Nauthólsvík. Bílabrú yfir í Vatnsmýri er ólíkleg nema Reykjavíkurflugvöllur fari. GUNNAR I. BIRGISSON ARNA HARÐARDÓTTIR ÍBÚASAMTÖK MÓTMÆLA Samtökin Betri byggð á Kársnesi mótmæltu fyrri tillögum Kópavogsbæjar harðlega. Íbúar hengdu borða á hús sín í mótmælaskyni. Tillögurnar voru síðar dregnar til baka. UMHVERFISMÁL Byggðaráð Skagafjarðar vill að stofnaður verði viðbragðshópur á landsvísu vegna bjarndýra og að aðstaða fyrir búnað slíks hóps verði á Sauðárkróki. Mikilvægt sé að nýta þá miklu reynslu og þekkingu sem fékkst vegna ísbjarnanna tveggja sem gengu á land á Skaga: „Í ljósi þeirrar reynslu sem hefur skapast telur byggðaráð eðlilegt að viðbragðshópur vegna komu hvítabjarna verði staðsettur á Sauðárkróki í samstarfi við Náttúrustofu Norðurlands vestra. Byggt verði á reynslu lögreglu, björgunarmanna, Náttúrustofu Norðurlands vestra, Umhverfis- stofnunar og fleiri.“ - gar Vilja nýta reynsluna: Ísbjarnarhópur sé í Skagafirði HVÍTABJÖRN Á SKAGA Fyrri björninn sem felldur var á dögunum. ■ Íbúðum verði fjölgað og þjónusta efld. Auknar landfyllingar við höfnina. Þá muni 14 þúsund bílar aka um Kársnesbrautina daglega, í stað 8 til 9 þúsund áður. Kársnesbrautinni verði breytt til að minnka hljóðmengun. ■ Höfnin á Kársnesi verði ekki lengur fyrir stórskip, heldur einungis minni báta. Hafnartengd starfsemi hverfi því með tímanum. ■ Ný göngu- og hjólabrú nái úr Kárs- nesinu yfir í Nauthólsvík. Fossvogur- inn verði útivistarperla. ■ Brú fyrir ökutæki nái frá Kársnesi yfir í Vatnsmýri. Brúin verði gjaldskyld fyrir alla nema íbúa Kársness. TILLÖGURNAR Í HNOTSKURN FINNLAND Marimekko og ítalska tískuhúsið Dolce & Gabbana deila um réttinn til að nota heimsþekkta rauða blómamynstrið Unikko en bæði fyrirtækin telja sig eiga það sem skráð vörumerki. Ítalirnir hafa krafist þess að Evr- ópusambandið, ESB, ógildi skrán- ingu Marimekko á vörumerkinu en áður hafði Marimekko tekist að stöðva markaðssetningu og sölu á vörum Dolce & Gabbana í Þýska- landi en Dolce & Gabbana kynnti til sögunnar í vor kjól með blóma- mynstri sem líkist Unikko. Unikko-blómamynstrið hjá Marimekko á rætur að rekja til árs- ins 1964 þegar finnski hönnuðurinn Maija Isola hannaði mynstrið. Marimekko hefur átt mynstrið alla tíð síðan og hefur það verið heims- þekkt og eitt vinsælasta mynstrið hjá fyrirtækinu, að sögn finnska dagblaðsins Hufvudstadsbladet. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Marimekko greinir á við önnur fyr- irtæki en Marja Korkeela, talsmað- ur Marimekko í Finnlandi, segir að málin hafi sjaldan gengið svo langt sem nú. Marimekko láti þetta ekki raska ró sinni því að tískuhúsið eigi fjöldann allan af öðrum vinsælum mynstrum en vitanlega sé brugðist við þegar aðrir reyni að sölsa undir sig eitt af þekktustu vörumerkjun- um. Málarekstur Dolce & Gabbana gildir bæði um blómamynstrið á efni, innréttingum, fatnaði og tösk- um Marimekko. - ghs Finnska tískuhúsið Marimekko og ítalska tískuhúsið Dolce & Gabbana: Rífast um rauða blómið RIFIST UM RAUÐA BLÓMIÐ Blóma- mynstrið Unikko hjá Marimekko. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR BIRKISSON ÞÝSKALAND Tugþúsundir Volks- wagen-bifreiða, sem biðu útskipunar, skemmdust þegar risahöglum rigndi yfir þýska bæinn Emden á sunnudag. Golfkúlustór höglin lentu á þrjátíu þúsund Volkswagen Golf- og Passat-bifreiðum, að því er fréttavefur Der Spiegel greinir frá. Ætla má að kostnaður vegna rispna og dælda nemi sem svarar tugum milljarða króna. Fyrirtæk- ið er tryggt fyrir skemmdum. - gh Þúsundir bifreiða skemmast: Golfkúlustór högl á Golf-bíla KÍNA, AP Eins barns stefna kínverskra stjórnvalda, sem tekin var upp fyrir um það bil þremur áratugum, hefur haft þær afleiðingar að meira en hundrað milljónir manna í landinu eiga engin systkini. Einbirnin eru átta prósent allra íbúa landsins, sem nú eru 1,3 milljarðar. Einbirnisstefnan var tekin upp til þess að draga úr hraða fólksfjölgunar. Stjórnvöld halda því fram að 400 milljón börn hefðu fæðst í viðbót ef þessi stefna hefði ekki verið í gildi síðustu þrjá áratugina. - gb Einbirni í Kína: Hundrað millj- ón án systkina GENGIÐ 07.07.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 154,351 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 76,68 77,04 150,9 151,64 120,01 120,69 16,092 16,186 15,07 15,158 12,772 12,846 0,7126 0,7168 124,36 125,1 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.