Fréttablaðið - 08.07.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 08.07.2008, Blaðsíða 8
8 8. júlí 2008 ÞRIÐJUDAGUR 1 Hvað heitir Keníumaðurinn sem stjórnvöld vísuðu nýlega úr landi? 2 Hvar voru írskir dagar haldn- ir um helgina? 3 Hvað heitir varnarmálaráð- herra Bretlands? SVÖR Á SÍÐU 30 LÍN „Ég tapa um 50.000 krónum á ári með þessari reikniaðferð,“ segir Jóhanna Barðdal, fræðimað- ur við Háskólann í Bergen, sem byrjaði að borga námslán sín fyrir nokkrum árum. Þegar borgað er af námslánum Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN) er miðað við svokallaðan útsvarsstofn lánþega. Fyrir fólk sem býr í útlöndum er íslenski útsvarsstofninn reiknaður en ekki útsvarsstofninn í landinu sem við- komandi býr í. Jóhanna vill að sér sé reiknaður norski útsvarsstofninn þar sem hún greiðir skatta og tekjur í Nor- egi. „Með því að nota þann íslenska er algjörlega verið að slíta tekj- urnar úr samhengi. Ég miða lifi- brauð mitt auðvitað við þá skatt- prósentu sem er í landinu sem ég bý í,“ segir Jóhanna. Garðar Stef- ánsson stjórnar- maður í Sam- bandi íslenskra námsmanna erlendis segir nokkur mál þessarar teg- undar hafa komið upp. „Nú er umboðsmaður Alþingis búinn að tjá sig um málið og við munum skoða þetta á stjórn- arfundi í þessari viku,“ segir Garðar. Umboðsmaður Alþingis tók málið nýlega til umfjöllunar. Í bréfi til málskotsnefndar LÍN sagði umboðsmaður að ekki væri skýrt í lögunum hvaða reglum eigi að beita um ákvörðun útsvars- stofns lánþega. „Þetta er hagsmunamál fyrir alla Íslendinga sem búsettir eru erlendis og borga námslán hjá LÍN. Ef ég fæ ekki leiðréttingu á útsvarsstofninum ætla ég að stofna félag íslenskra viðskiptamanna við LÍN í útlöndum. Hlutverk þess verður að fara skipulega í mál gegn LÍN,“ segir Jóhanna. Steingrímur Ari Arason fram- kvæmdastjóri LÍN segir LÍN reikna útsvarsstofninn eins og teknanna hefði verið aflað á Íslandi. „Tekjustofninn í Noregi tekur tillit til fjármagnstekna en það er ekki gert í íslenska útsvarsstofn- inum. Ef reiknaðar væru fjár- magnstekjur þá væri engin sann- girni í því,“ segir Steingrímur. Vill að LÍN taki tillit til búsetu sinnar Jóhanna Barðdal sem búsett er í Noregi segist ætla skipulega í mál gegn LÍN ef hún fær námslán sín ekki reiknuð út frá norskum aðstæðum. Framkvæmda- stjóri LÍN segir miðað við íslenska útsvarsstofninn til að gæta samræmis. ■ 4. september 2007 Jóhanna sendir inn kvörtun til LÍN ■ 14. september 2007 Fær svar frá LÍN þar sem útreikningurinn er sagður löglegur. ■ 4. október 2007 Jóhanna send- ir málskotsnefnd LÍN bréf ■ 19. desember 2007 Úrskurður kemur frá málskotsnefndinni. Úrskurðurinn er svipaður og svar- bréf LÍN frá 14. september. ■ 15. mars 2008 Jóhanna sendir kvörtun til umboðsmanns Alþingis og bréf til menntamálaráðherra ■ 10. júní 2008 Umboðsmaður Alþingis sendir málskotsnefnd bréf með spurningum um nokkra þætti málsins. ■ Staðan núna Menntamálaráð- herra hefur enn ekki svarað bréfi Jóhönnu. Málskotsnefnd þarf að svara spurningum umboðsmanns fyrir 8. júlí næstkomandi. MÁLIÐ Í HNOTSKURN Endurgreiðslur til LÍN eru reiknaðar sem hlutfall af svokölluðum útsvars- stofni. Útsvarsstofninn hér á landi eru tekjur einstaklings að frádregnum lífeyrisgreiðslum hans. Í Noregi er dregið frá útsvarsstofninum vaxtagjöld og vinnutengdar bætur. Hins vegar er fjármagnstekjum bætt við þá upphæð. Greiðslan til LÍN verður síðan 3,75 prósent af útsvarsstofninum. ÚTREIKNINGAR LÍN Þegar greitt er af námslánum Lánasjóðs íslenskra námsmanna er miðað við svokallaðan útsvars- stofn lánþega. Útsvarsstofninn er alltaf miðaður við hinn íslenska útsvarsstofn en ekki útsvarsstofn- inn í landinu þar sem viðkomandi býr. Jóhanna Barðdal fræðimaður segir sig tapa 50.000 krónum á ári vegna þessa, en hún er búsett í Noregi. Steingrímur Ari Arason fram- kvæmdarstjóri LÍN segir ekki reikn- að með öðrum útsvarsstofnum til að gæta samræmis. Ef reikna ætti norska útsvarsstofninn yrði að taka fjármagnstekjur inn og það væri ósanngjarnt. Í STUTTU MÁLI LÍN Engin sanngirni væri í því að leggja útsvarsstofn Noregs til grundvallar útreikningi að mati framkvæmdarstjóra. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. JÓHANNA BARÐDAL Hann segir ástæðuna fyrir því að íslenski útsvarsstofninn sé notað- ur þá að með því sé gætt samræm- is milli lánþega. Umboðsmaður Alþingis bar fram nokkrar spurningar til mál- skotsnefndar LÍN um útreikning á námslánum. Síðasti skiladagur svaranna er í dag, þriðjudaginn 8. júlí. vidirp@frettabladid.is Sparaðu hjá Orkunni í dag! SPÁÐU Í HVAÐ ÞÚ SPARAR! -2 krónur í Grafarvogi í dag! Afsláttur er veittur af almennu verði Orkunnar sem er 175,6 kr. á 95 okt. bensíni og 192,1 kr. á dísel. M.v. verð 8. júlí 2008. Borgavegur Spöngin Móaveg ur M os av eg ur SVEITARSTJÓRNIR Hafnarfjarðar- bær ætlar að taka hálfan milljarð króna að láni hjá Lánasjóði sveitarfélaga vegna fram- kvæmda á þessu ári á vegum fráveitu bæjarins. Fulltrúar minnihluta Sjálfstæðis- flokksins í bæjarráði segja að enn á ný sé tekið lán til framkvæmda þrátt fyrir skýrar yfirlýsingar um enga nýja lántöku á árinu 2008. Bæjarráðsmenn meirihluta Samfylkingarinnar segja að vegna mikilla breytinga í efnahagsmálum sé fjárfestingar- markaður nánast frystur: „Fyrirtæki og lóðarhafar treysta því á þolgæði sveitarfélaganna. Slíkt hefur veruleg áhrif á sjóðstreymi bæjarsjóðs.“ - gar Fráveita í Hafnarfirði: Stórlán vegna framkvæmda LÚÐVÍK GEIRSSON KJARAMÁL Atkvæðagreiðsla BHM- félaganna um kjarasamninginn, sem var undirritaður nýlega, hófst í gærmorgun og henni lýkur í flestum félögum á miðnætti á föstudag. Atkvæðagreiðslan fer fram með rafrænum hætti á heimasíðu Bandalags háskóla- manna, BHM. Félagsmenn allra stéttarfélaga innan BHM greiða atkvæði um kjarasamninginn þessa vikuna. Hjá félagsmönnum Félags háskólakenn- ara og Kennarafélags Kennarahá- skóla Íslands hefst atkvæðagreiðsl- an mánudaginn 14. júlí. Ekki hefur verið samið fyrir hönd Ljósmæðrafélags Íslands og Félags íslenskra hjúkrunarfræð- inga. - ghs Kjarasamningur BHM: Félög kjósa um nýjan samning MÓTMÆLI Stuðningsfólk ljós- mæðra efnir til samstöðu fyrir utan Stjórnarráðið klukkan 9.15 í dag, rétt fyrir fastan fund ríkisstjórnarinnar. Ljósmæðrafélagið hefur óskað eftir því að laun þeirra verði hækkuð í samræmi við laun annarra háskólastétta með sambærilega menntun. Stuðningsfólk ljósmæðra vill minna á nána aðkomu stéttarinn- ar að lífi fólks. Einnig er minnt á stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar- innar þar sem gefið var loforð um endurskoðun á kjörum kvenna hjá hinu opinbera. - hþj Stuðningur við ljósmæður: Mótmælt við Stjórnarráðið STJÓRNSÝSLA Björgvin G. Sigurðs- son viðskiptaráðherra segir mjög óheppilegt og óþægilegt hve hægt mál vinnist hjá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA). Stofnunin hefur í fjögur ár haft til skoðunar hvort lagaumhverfi og starfsemi Ríkisútvarpsins séu í samræmi við fyrirmæli EES- samningsins. Meðal annars af þeirri ástæðu telur Samkeppnis- eftirlitið sér ekki fært að aðhafast í kvörtunarmáli 365 hf. vegna meintrar ólögmætrar ríkisaðstoð- ar við Ríkisútvarpið. „Svona mál krefst snöggrar úrlausnar því markaður eins og fjölmiðlamarkaðurinn er við- kvæmur og það getur skilið á milli lífs og dauða einstakra fjölmiðla,“ segir Björgvin. Mikið liggi undir; sérstaða RÚV sé mikil enda fyrir- tækið með mikla hlutdeild á aug- lýsingamarkaði auk þess að njóta afnotagjalda. Það hafi hann gagn- rýnt. Spurður hvort ástæða sé til að hvetja ESA til að breyta starfs- háttum sínum segist Björgvin ekki þekkja þær forsendur sem baki búa. „En það er sjálfsagt mál að reyna að festa það með einhverj- um hætti að það sé bæði gólf og þak á þessu.“ Björgvin bendir á að íslensk samkeppnisyfirvöld hafi legið undir ámæli fyrir hægagang í málsmeðferð en það hafi færst til betri vegar. - bþs Viðskiptaráðherra segir óheppilegt hve málshraði Eftirlitsstofnunar EFTA er hægur: Þyrfti að vera bæði gólf og þak BJÖRGVIN G. SIGURÐSSON Viðskiptaráð- herra segir sérstöðu RÚV mikla. VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.