Fréttablaðið - 08.07.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 08.07.2008, Blaðsíða 12
12 8. júlí 2008 ÞRIÐJUDAGUR Apple IMC Apple IMC | Humac ehf. Sími 534 3400 www.apple.is Laugavegi 182 105 Reykjavík Kringlunni 103 Reykjavík MacBook Air 1,36 kg, þyngd í samanburði við: Fartölvu . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 2,50 kg Erlent tímarit . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 1,64 kg Handtösku . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 2,37 kg F í t o n / S Í A MacBook Air – örþunn, fislétt, líka fyrir Windows Þegar þú snertir nýju MacBook Air breytist allt sem þú taldir þig vita um fartölvur og verður aldrei eins aftur. MacBook Air á þig um leið og þú sérð hana. Létt, örþunn, öflug. Fágun. Upplifun. Óviðjafnanleg. MENNING Stjórn Starfsmannasam- taka Ríkisútvarpsins ohf. hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem skorað er á ráðamenn að tryggja fyrirtækinu þær tekjur sem lofað var þegar rekstrarfyrirkomulagi þess var breytt. „Þetta bitnar mest á starfs- mönnum en við teljum að uppsagnir ættu að vera síðasta úrræði stjórnenda en ekki sjálfsagður liður í hagræðingu,“ segir Baldvin Þór Bergsson, formaður samtakanna. - ges Starfsmenn RÚV ósáttir: RÚV vantar rekstrartekjur Hitler verður sýndur aftur Vaxmyndin af Adolf Hitler verður aftur sett upp í vaxmyndasafni Tussaud í Berlín. Gera þarf við myndina eftir að fertugur Berlínarbúi tók höfuðið af henni til að mótmæla þeirri vegsemd sem honum þótti Hitler sýnd. ÞÝSKALAND JAPAN, AP Dimitrí Medvedev Rúss- landsforseti ræddi í gær við aðra þjóðarleiðtoga á fundi G8-ríkja í Japan. Þetta er mikilvægasti alþjóðlegi fundur hans frá því hann tók við forsetaembættinu af Vladimír Pútín. Að sögn sérfræðinga virðist Medvedev ætla að fylgja áfram harðlínustefnu forvera síns. Hann sé hins vegar kurteisari og mýkri í fari en Pútín, sem falli betur í kramið hjá vestrænum leiðtogum. Medvedev telur samband Rúss- lands og Bandaríkjanna á heildina litið jákvætt. Hann hefur þó, eins og forveri hans, lýst andstöðu sinni við áætlanir Bandaríkjamanna um að koma upp eldflaugavarnarkerfi í Austur-Evrópu og áætlunum um að Georgía og Úkraína gangi í Atlantshafsbandalagið. Samband Rússlands og Bret- lands er enn stirt vegn Litvinenko- málsins. Samband Rússa við Frakka og Þjóðverja er vinalegra. Nicolas Sarkozy hefur talað fyrir nýjum heildarsamningi Rússlands og Evrópusambandsins. - gh Medvedev hittir aðra þjóðarleiðtoga á fundi G8-ríkja: Framfylgir stefnu Pútíns í fágaðra gervi MEDVEDEV OG BUSH George Bush Bandaríkjaforseti segir að Medvedev virki „klár gæi sem skilji vel málefnin“. JAPAN, AP Leiðtogar sjö Afríku- ríkja mættu á fund í gærmorgun með leiðtogum G8-ríkjahópsins í Japan, á fyrsta degi leiðtogafund- arins. Rætt var um efnahags aðstoð til Afríku, en sum ríkjanna átta, einkum þó Frakkland, Kanada og Ítalía, hafa verið gagnrýnd fyrir að skammta Afríkuríkjum naumt alla aðstoð. Fyrir þremur árum samþykktu ríkin átta að auka verulega aðstoð sína við Afríku, en þau loforð hafa ekki skilað sér í auknu fjármagni. „Ef þetta fé væri komið á stað- inn, þá teljum við að bjarga hefði mátt fimm milljónum mannslífa á hverju ári,“ sagði Charles Abani hjá Oxfam, stofnun á vegum Sam- einuðu þjóðanna, í Nígeríu. Thabo Mbeki, forseti Suður-Afr- íku, sætti á fundinum harðri gagn- rýni fyrir stuðning sinn við Robert Mugabe, forseta Simbabve. Meðal annars gagnrýndi George W. Bush Bandaríkjaforseti hann harðlega. Mbeki hefur verið í lykilhlutverki í viðræðum við Mugabe, en þykir hafa sýnt honum mikla linkind. Angela Merkel, kanslari Þýska- lands, hvetur leiðtoga hinna G8- ríkjanna til þess að grípa til harðra aðgerða gegn Mugabe vegna ný afstaðinna forsetakosninga í landi hans, sem almennt hafa verið taldar ómarktækar. „Ég tók það skýrt fram að úrslit kosninganna væru ógild,“ sagði Merkel við blaðamenn að fundin- um loknum. Töluvert hefur verið rætt um að fjölga í G8-hópnum til að gefa fleiri upprennandi áhrifaríkjum kost á að taka þátt í þessum árlegu fundum, þar sem heimsmálin eru rædd. Ekki eru mörg ár síðan Rúss- land fékk aðild að hópnum, sem þá hét G7-hópurinn, en Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti hefur nú lagt til að Kína, Indland, Brasil- ía, Suður-Afríka og Mexíkó fái inn- göngu. Í ár er þó látið nægja að bjóða leiðtogum þessara fimm ríkja til fundarins í Japan, þar sem þeir ræða í dag við leiðtogana átta, en Sarkozy segir það lágmark að heill dagur verði tekinn undir við- ræður þessa stækkaða hóps. Loftslagsmál og efnahagsmál verða annars helstu málefni fund- arins í ár. Meðal annars verður reynt að ná samkomulagi um að ríkin átta dragi úr losun gróður- húsalofttegunda um 50 prósent fyrir árið 2050, en óvíst er með öllu hvort slíkt samkomulag næst. gudsteinn@frettabladid.is Thabo Mbeki gagnrýndur Málefni Afríku voru í brennidepli á fyrsta degi leið- togafundar G8-ríkjanna í Japan í gær. Tillögur um að fjölga í ríkjahópnum fá byr undir báða vængi. LEIÐTOGAFUNDINUM MÓTMÆLT Mótmælendahópar fylgja jafnan árlegum leiðtoga- fundum G8-ríkjanna, sem að þessu sinni er í Japan. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FÉLAGSMÁL Leiga Félagsbústaða í Reykjavík hækkaði um síðustu mánaðamót um 6,4 prósent vegna vísitölu sem leigan er bundin við. Nokkuð hefur verið gagnrýnt að húsaleigubætur séu ekki vísitölubundnar á sama hátt. Fréttablaðið hefur undir höndum reikninga frá tveimur leigjendum Félagsbústaða. Hjá öðrum þeirra hækkaði leigan úr ríflega 54.600 krónum í rúmlega 58 þúsund krónur. Hjá hinum úr um það bil 94.000 krónum í ríf- lega 102.600 krónur. Vísitölubreytingar á leigunni verða á hverjum ársfjórðungi og tóku síðast gildi nú um mán- aðamótin. Líkt og Fréttablaðið hefur greint frá var nýverið gerð breyting á niðurgreiðslu Reykjavíkurborgar. Leigan var færð að raunvirði og í stað niðurgreiðslu á henni komu sérstakar húsaleigubætur. Nokkuð hefur borið á óánægju leigjenda með það hve breytileg sú upphæð sem leigjendur þurfa að greiða sé. Greiðsluseðlar hálfs árs sýna útgjöld frá bilinu tæp- lega 27 þúsund í ríflega 41 þúsund. Aðeins í einu tilvikinu er leigan sú sama á milli mánaða. Stjórn Félagsbústaða hefur óskað eftir 10 prósenta hækkun á leiguna umfram verðlagshækkan- ir. Velferðarráð hefur ekki svarað erindinu og er nú komið í sumar- frí. - kóp Leiga Félagsbústaða hækkar í tengslum við vísitölu: Félagsleg leiga hækkar enn FÉLAGSBÚSTAÐIR Húsaleigan hefur hækkað í tengslum við hækkun vísitölu undanfarið. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SVEITARSTJÓRNIR Fimmtán íbúar á Höfn í Hornafirði hafa sent bæjaryfirvöldum mótmæli vegna staðsetningar fyrirhugaðs knattspyrnuhúss. Fólkið, sem býr við göturnar Bogaslóð og Garðsbrún, segir að útsýni muni breytast mikið og hús þar muni því falla í verði. Í fundargerð bæjarráðs kemur einnig fram að aðalstjórn Ungmennafélagsins Sindra fagni staðsetningu knattspyrnuhússins. Hún henti vel vegna nálægðar við önnur íþróttamannvirki. Bæjar- ráðið ákvað að framlengja umsagnarfrest um deiliskipulags- tillöguna um tvær vikur. - gar Knattspyrnuhús í Hornafirði: Ósátt við að missa útsýnið ALLIR FRÁ! Þátttakendur í árlegu nautahlaupi í Pamplona á Spáni flýja viðskotaill nautin. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.