Fréttablaðið - 08.07.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 08.07.2008, Blaðsíða 18
[ ] Pistlar frá Tryggingastofnun ríkisins munu birtast í Fréttablaðinu á næstunni undir heitinu Þinn réttur. Þar verða veittar upplýsingar um almannatryggingar. „Við sem erum vef- og kynningarfulltrúar hjá Tryggingastofnun og sjáum um heimasíðuna www. tr.is, hleyptum af stokkunum greinaflokki á heimasíðunni sem kallast Þinn réttur. Greinarnar verða einnig birtar í Fréttablaðinu, einu sinni í mánuði, og við ætlum þá að taka fyrir eitthvert ákveðið málefni til að upplýsa fólk betur um hugsanlegan rétt þess,“ útskýrir Heiðar Örn Arnarson. Pistlarnir munu birtast mánaðarlega í Allt hluta Fréttablaðsins og verða jafnframt settir inn á heimasíðu Tryggingastofnunar ríkisins. „Við tökum fyrir ákveðið þema í hverjum mánuði þar sem eitt málefni er sett ofarlega á bauginn. Nú erum við til dæmis að fjalla um endurgreiðslur vegna mikils lækna-, lyfja- og þjálfunarkostnaðar. Þá er á einfaldan og aðgengi- legan hátt farið í hvaða rétt fólk hefur,“ segir Heiðar Örn. Efnistök eru valin með það í huga að reyna að upplýsa fólk um hluti sem það hefur hugsanlega ekki gert sér grein fyrir að það eigi rétt á. „Ég hef áður unnið við að taka á móti fyrirspurnum frá fólki og það hefur oft og tíðum ekki hugmynd um hverju það á rétt á. Við viljum því reyna að bæta þennan þjónustuþátt og einfalda hlutina fyrir fólki,“ segir Heiðar Örn og bendir á að af nógu sé að taka. „Við viljum bæta ímynd Tryggingastofnunar sem er ekki bara eitthvert skrifræðisbákn heldur til þess gerð að hjálpa fólki. Með pistlunum vonumst við til að gera fólk meðvitaðra um rétt sinn og opna betur dyr Tryggingastofnunar.“ hrefna@frettabladid.is Fræðsla um þinn rétt Heiðar segir að greinaflokkurinn Þinn réttur miði að því að upplýsa fólk um möguleg réttindi sem það hefur í sambandi við almannatryggingar. FRÉTTBLAÐIÐ/AUÐUNN Frjókornaofnæmi veldur meðal annars nefrennsli og hnerra. Frjókornaofnæmi eykst á frjóvgunartíma ákveðinna plantna sem getur verið frá því á vorin og fram á haust. DREKINN WUSHU FÉLAG REYKJAVÍK Skeifunni 3j · Sími 553 8282 www.heilsudrekinn.is ÍTR námskeið í fullum gangi. Velkomin(n) að skrá þig núna.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.