Fréttablaðið - 08.07.2008, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 08.07.2008, Blaðsíða 22
 8. JÚLÍ 2008 ÞRIÐJUDAGUR2 ● fréttablaðið ● veiði Zpey-veiðistangirnar eru vin- sæl nýjung á markaðinum, en þær eru búnar sérstöku hand- fangi sem auðveldar mönnum veiðina. „Þetta er í raun einhver mesta bylting sem við höfum séð í veiði- stöngum í áratugi,“ segir Ólafur Vigfússon, verslunarmaður í Veiði- horninu, um nýjar veiðistangir sem verslunin flytur inn og nefn- ast Zpey. Þær voru valin besta nýja flugustöngin á evrópsku fagsýn- ingunni sem haldin var í Róm í ár. „Norðmaðurinn Arve Evensen hannaði kerfið og á jafnframt fyr- irtækið Zpey System sem fram- leiðir stangirnar. Hugmyndin fæddist þegar Arve kom eitt sinn heim eftir margra daga veiðileið- sögn, dauðþreyttur í baki, öxlum og höndum. Hann hugsaði með sér að það hlyti að vera hægt að hanna veiðistöngina þannig að hægt væri að kasta henni með minni áreynslu og á auðveldari hátt. Hann gekk með hugmyndina í maganum í sex ár þar til endanleg útkoma kom á markaðinn í fyrra.“ Sérkenni Zpey-veiðistanganna er handfangið sem er sérstakt í laginu. „Handfangið er z-laga sem gerir það að verkum að veiðimað- urinn heldur stönginni nær lík- amanum og allar hreyfingar eru minni og styttri. Þetta hefur ýmsa skemmtilega kosti í för með sér; hægt er að kasta flugu með talsvert minni áreynslu og án þess að þreyt- ast eins mikið, auð- veldara er að kasta lengra og byrj- endur eru fljót- ari að ná tökum á þessu, svo eitthvað sé nefnt.“ Veiðistang- irnar eru hannaðar fyrir fluguveiði og eru tvær gerð- ir í boði. „Annars vegar eru þetta tvíhendur sem heita Zpey First Edition og hins vegar einhend- ur sem heita Zpey Switch. Þær vinna eins og hefð- bundnar einhendur, en þeim fylgir z-lagað hand- fang sem hægt er að festa aftan á stöngina og nota eins og litla tvíhendu.“ Þrátt fyrir að Zpey-stangirnar hafi verið stutt á markaðnum eru þær strax orðnar vinsælar. „Þetta eru ekki stangir í ódýrasta verð- flokki; við erum að tala um stang- ir sem kosta á bilinu 65.000 til 115.000. Við vorum dálítið smeyk að taka þetta inn fyrst því þetta er ekki ódýrt, en þær hafa selst mjög vel. Það fara nokkrar í hverri viku. Við erum að fá menn inn í búð- irnar sem eru nýkomnir úr veiði- túr þar sem einhver var með svona veiðistöng og þeir segja bara: Ég ætla að fá svona stöng. Menn eru að kynnast þessu á bakkanum og sjá ljósið,“ segir Ólafur brosandi. Þrátt fyrir marga kosti þá þykir Ólafi ólíklegt að Zpey- stangirnar verði ráðandi á markaðinum. „Þetta er bara einn möguleiki. Það eru til svo margir mis- munandi kaststílar og þetta handfang hent- ar þeim ekki öllum. Þetta mun því aldrei taka yfir markaðinn en þetta er mjög kær- komin og skemmtileg viðbót.“ - mþþ Ein mesta bylting í áratugi Ólafur Vigfússon með Zpey-veiðistangirnar sem hafa létt mörgum veiðimönnum veiðina. Stangirnar fást í Veiðihorninu. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN Þessi tvíhenda heitir Zpey First Edition og kom á markaðinn í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ /AUÐUNN Arve Evensen kom hingað ásamt fleiri Norðmönnum í vor og hélt flugukastsnám- skeið í Norðurá á vegum Veiðihornsins. Voru 50 manns á námskeiðinu en færri komust að en vildu. Hér sést Arve úti í á að kenna veiðimönnum. MYND/ ÓLAFUR VIGFÚSSON Stian Evensen, sonur Arves, kenndi einnig á námskeiðinu. Hann er margfaldur Nor- egs meistari í fluguköstum en hér sýnir hann köst í Norðurá. „Við fórum í veiðiferð til Nuuk í fyrra og fjögurra manna hópurinn veiddi 205 laxa á tveimur dögum. Eftir það hættum við bara að veiða,“ segir Ingi Þór Guðmunds- son, forstöðumaður sölu- og mark- aðsdeildar Flugfélags Íslands sem býður í fyrsta sinn upp á sérhann- aðar veiðiferðir til Nuuk, höfuð- borgar Grænlands, í sumar. „Við fórum, hópur í vöruþróun, til Grænlands síðasta haust. Sett- um okkur í samband við fjögurra stjörnu hótel á Grænlandi sem heitir Hans Egede og ferðamála- ráð á svæðinu. Veiðiferðirnar til Nuuk urðu til upp úr því sam- starfi. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Flugfélag Íslands býður upp á ferðir til Grænlands. Flugfélagið hefur staðið fyrir ferðum til Kul- usuk á austurströndinni og Nar- sarsuaq, þangað sem Íslendingar hafa talsvert sótt í fluguveiði. „Við sáum því að það var markaður fyrir veiðiferðir til Grænlands,“ segir Ingi Þór og bætir því við að rekja megi ástæðuna til góðrar veiði og lágs verðlags. „Þetta land er náttúrulega bara ónumið og þú getur eiginlega bara farið í næstu sprænu og veitt.“ Þá verður leiðangursstjóri í veiðiferðunum ekki af verri end- anum, heldur söngvarinn góð- kunni Pálmi Gunnarsson. „Hann er búinn að vera mikið á Græn- landi í veiði. Það er alltaf ágætt að fá óháða ráðgjöf og hann þekk- ir landið vel. Hann er einnig mik- ill veiðimaður þannig að það er eins og punkturinn yfir i-ið,“ segir Ingi Þór en tekur fram að Pálmi fari þó einungis í nokkrar ferðir með veiðimönnunum. Grænlensk- ir leiðsögumenn verði hópunum síðan innan handar. - mmf Góð veiði á Grænlandi Íslendingar hafa áður farið til Græn- lands í veiðiferðir en nú er boðið upp á sérsniðnar ferðir til Nuuk. Ingi Þór Guðmundsson segir veiði á Grænlandi gefa einstaklega vel af sér. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Við ákváðum að gera eitthvað í maðkamálum þar sem það hefur verið svo ofboðslegur þurrkur ár eftir ár. Það vantar beitu vegna þess,“ segir Tómas Skúlason, eig- andi Veiðiportsins, sem hóf nýlega sölu á hvítmaðki sem er helst not- aður í silungsveiði. Að hans sögn hefur hvítmaðkurinn verið notað- ur í veiðar á Íslandi í mörg ár en hvergi fengist. „Þetta eru bara gamlir karlar sem hafa gert þetta sjálfir. Þetta hefur aldrei verið haft til sölu.“ Enda hafa viðtökurnar ekki staðið á sér eftir að sala hófst. Hann bætir við að það sem geri hvítmaðkinn sérstakan sé að þarna séu lifandi púpur á ferð. „Fiskur- inn lifir náttúrulega á púpum, lirf- um og þess háttar lífverum í vötn- unum. Þarna kemst beitan nálægt fæðu fisksins. Þetta er orginall- inn.“ Þegar sumrin eru þurr og tiltölu- lega heit eins og verið hefur í ár er erfitt að finna maðk. „Núna er það mikil þurrkur að það hefur ekki verið til maðkur í þrjár til fjórar vikur. Þegar rignir þá er það á vit- lausum tíma og svo er líka svo bjart á nóttunni,“ segir Tómas þreyttur á ástandinu og bætir við að maðka- tínarar séu auk þess í samkeppni við fugla. Tómas segir Veiðiportið vera að auka úrvalið í beituveiðinni með því að setja hvítmaðkinn á markað. „Beituveiðin á Íslandi hefur ein- skorðast, og þá sérstaklega á sumr- in, við maðk og makríl. Þarna erum við að bæta einni tegundinni við.“ - mmf Hvítmaðkur á markað Tómas Skúlason segir hvítmaðkinn í fyrsta sinn til sölu á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.