Fréttablaðið - 08.07.2008, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 08.07.2008, Blaðsíða 24
 8. JÚLÍ 2008 ÞRIÐJUDAGUR4 ● fréttablaðið ● veiði Ekki er á allra færi að fara í veiði hvar sem er á landinu en þó má finna úrval ódýrari veiðileyfa í lax- og silungsveiði hjá Stangaveiðifélagi Reykja- víkur. „Í flestum tilvikum fylgir veiði- hús keyptu veiðileyfi þannig að auðvelt er að sameina fjölskyld- una án mikils tilkostnaðar,“ segir Haraldur Eiríksson, ritstjóri svfr. is. Silungsveiðisvæði á vegum fé- lagsins eru hátt í fjörutíu talsins og því ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi í þeim landshluta sem hentar hverju sinni. „Rétt er að vekja sérstaka at- hygli á urriðasvæðunum neðan virkjunar í Laxá í Aðaldal. Þar gefst fjölskyldum kostur á að gista í glæsilegu veiðihúsi á sann- gjörnu verði. Veiðisvæði Hrauns, Staðartorfu, Múlatorfu og Prest- hvamms í Aðaldal eru stór- skemmtileg urriðaveiðisvæði í efsta hluta Laxár í Aðaldal sem hafa notið sívaxandi vinsælda meðal silungsveiðimanna,“ út- skýrir Haraldur áhugasamur. „Veiðimenn sem stunda svæð- ið hafa lýst því sem sannkallaðri paradís urriðaveiðimannsins.“ Á þessu fjölbreytta svæði hafa veiðst stórir silungar allt að ell- efu pund en mikið af urriðanum er eitt til þrjú pund. „Veiðimenn eru hvattir til að hlífa stærri ur- riðanum og hirða frekar þá minni sem eru mun betri matfiskar,“ segir Haraldur. Hægt er að fá gistingu í veiði- húsi skammt frá veiðisvæðinu en í mörgum tilvikum er jafnvel ódýrara að festa kaup á veiðileyf- um með sumarhúsi heldur en að bóka sumarhús hjá starfsmanna- og stéttarfélögum, svo dæmi séu tekin. „Á heimasíðunni okkar www.svfr.is má finna úrval veiði- leyfa og þegar keypt er veiðileyfi með veiðihúsi þá eru þau útbúin öllum þægindum,“ segir Harald- ur. -hs Ódýr veiði á góðum stað Urriðasvæðin í efsta hluta Laxár í Aðaldal hafa notið sívaxandi vinsælda meðal silungsveiðimanna og hafa sumir lýst því sem paradís urriðaveiðimannsins. MYND/STANGAVEIÐIFÉLAG REYKJAVÍKUR Þessi myndarlegi fiskur er frá Urriðasvæðinu á Hrauni en urriðasvæðin neðan virkj- unar í Laxá í Aðaldal þykja góð. MYND/STANGAVEIÐIFÉLAG REYKJAVÍKUR Veiðihúsið Lynghóll er búið öllum helstu þægindum og gefst fjölskyldum kostur á að gista þar án mikils tilkostnaðar. MYND/STANGAVEIÐIFÉLAG REYKJAVÍKUR Blaðberinn bíður þín Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfið Blaðberinn... Ný veiðileyfasíða Vefsíðan www.leyfi.is er sam- starfsverkefni þriggja stanga- veiðifélaga, Ármanna, Stanga- veiðifélags Hafnarfjarðar og Stangaveiðifélags Selfoss. Tilgangur síðunnar, sem var stofnuð í maí, er að úthluta til félagsmanna veiðileyfum sem eftir standa. Einnig eru í boði veiðileyfi frá öðrum stang- veiðifélögum og öðrum sem bjóða upp á stangveiði. Baugstaðaós, Ölfusá, Svæði I og II, Voli, Anda kílsá, Djúpavatn og Kleifarvatn eru meðal þeirra svæði sem í boði eru á síð- unni. Síðan er tiltölulega einföld í notkun. Eftir að hafa valið svæði, vatn og dagsetningu er gengið frá kaupunum. Þess má geta að reglulega eru settar inn fréttir af gengi veiða við svæðin í sumar. Nánari upplýsingar má fá á www.leyfi.is eða með því senda tölvupóst á netfangið leyfi@leyfi.is. -mmr Síðan www.leyfi.is er samstarfsverk- efni þriggja stangaveiðifélaga. hjól Þú færð Shimano í næstu sportvöruverslun 2 6 7 9 / I G 0 3

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.