Fréttablaðið - 08.07.2008, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 08.07.2008, Blaðsíða 33
ÞRIÐJUDAGUR 8. júlí 2008 17 KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 142 4.326 +0,72% Velta: 1.151 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: ALFESCA 7,07 0,00% ... Atorka 6,10 0,00% ... Bakkavör 26,60 -1,12% ... Eimskipafélagið 14,30 0,00% ... Exista 7,12 -0,42% ... Glitnir 15,60 +1,96% ... Icelandair Group 16,70 0,00% ... Kaupþing 750,00 +0,13% ... Landsbankinn 23,30 +1,75% ... Marel 88,40 +0,68% ... SPRON 3,37 -0,88% ... Straumur-Burðarás 9,84 +0,72% ... Teymi 1,98 0,00 ... Össur 89,80 +0,56% MESTA HÆKKUN CENTURY ALU +7,5% GLITNIR +1,96% LANDSB +1,75% MESTA LÆKKUN HB GRANDI -4,76% BAKKAVÖR -1,12% SPRON -0,88% Umsjón: nánar á visir.is Fjármálaeftirlitið (FME) hefur ákveðið að sekta 365 hf., um eina milljón króna, vegna brots á til- kynningaskyldu. FME segir að félagið hafi ekki tilkynnt samdægurs um kaup á eigin hlutum, 6. desember í fyrra. Það hafi ekki verið gert fyrr en daginn eftir. 365 hf. keypti tæplega 3,3 millj- ónir hluta, á genginu 1,96. Stjórnvaldssektir á lögaðila geta numið allt að 50 milljónum króna, en fjárhæðin fer meðal annars eftir alvarleika brots og hvort um ítrekað brot er að ræða. 365 á meðal annars Fréttablaðið og Markaðinn. - ikh FME sektar 365 Jákvæður gjaldeyrisjöfnuður bankanna jókst um 54,5 milljarða króna í júní síðastliðnum en hann var 837,8 milljarðar yfir mánuð- inn, segir í nýjum tölum frá Seðla- banka Íslands. Gjaldeyrisjöfnuður er samtala þeirra gjaldmiðla þar sem gjald- eyrisstaða er jákvæð að frádreg- inni samtölu þeirra gjaldmiðla þar sem gjaldeyrisstaða er neikvæð. „Bankarnir hafa undanfarin misseri aukið hreina gjaldeyris- stöðu sína töluvert til að verja eigið fé sitt gegn sveiflum í gengi krónunnar,“ segir í Vegvísi Lands- bankans. - bþa Jákvæður gjald- eyrisjöfnuður „Eitt af áhersluatriðum embættis- ins, auk samræmis og skilvirkrar stjórnsýslu, er hagkvæmni í rekstri,“ segir Skúli Eggert Þórðarson ríkis- skattstjóri. Hann tekur sérstaklega fram í ársskýrslu embættisins að utanlandsferð- um hafi fækkað niður í þriðjung af því sem var. Starfsmönnum embættisins fækk aði um tólf í fyrra, en ársverk- um í heildina um fjögur. Tekjuafgangur ríkisskattstjóra í fyrra nam hátt í sextán milljónir króna, sem er nokkru meira en í fyrra. - ikh Skatturinn fækkar utanlandsferðum SKÚLI EGGERT ÞÓRÐARSON Velta á millibankamarkaði með gjaldeyri nam 714 milljörðum króna í júní en var 368 milljarðar króna á sama tíma í fyrra segir í hagtölum Seðlabanka Íslands.Velt- an hefur aukist um 94 prósent miðað við sama mánuð í fyrra. Velta á millibankamarkaði í júní með íslenskar krónur nam 30,5 milljörðum króna. Ekki hefur verið minni velta í tíu ár segir í hálf fimm fréttum greiningar Kaup- þings. Ástæða minnkunarinnar er sögð liggja í skorti á seljanleika innanlands í kjölfar minni vaxta- munar í gjaldeyrisskiptasamning- um og því að framboð erlends láns- fjár dróst saman í kjölfarið. -bþa Seðlabankinn: Gjaldeyrismark- aður eflist LOKSINS ER KOMINN SMÁBÍLL FYRIR ÞÁ SEM HUGSA AF SKYNSEMI Hann er smábíll, en samt furðu rúmgóður. Hann er sparneytinn, en samt snar í snúningum. Hann mengar lítið og fær því frítt í bílastæði í miðborg Reykjavíkur. En umfram allt er þetta flottur bíll á flottu verði. Skyn- samlegur kostur í þessu árferði. Hann hentar líka öllum. Hann er nógu stór fyrir fjölskyldur með börn eða bara eldri hjón með golfsettin í skottinu. Og hann er nógu sætur fyrir unga fólkið, sem er að festa kaup á sínum fyrsta bíl. Líttu við hjá okkur í kaffi og kleinur og keyrðu hring á spánnýjum Hyundai i10 – hann bíður eftir þér. www.hyundai.is H ef ur g æ ði n B&L - Grjóthálsi 1 - 110 Reykjavík - 575 1200 - www.bl.is Keflavík 421 4444 - Selfoss 575 1460 - Akranes 431 2622 - Akureyri 461 2533 - Egilsstaðir 471 2524 i10 er 5 dyra smábíll fyrir fjölskyldur i10 er eyðslugrannur i10 er á hagstæðu verði i10 getur lagt frítt í stæði í miðborginni i10 er einn rúmbesti bíllinn í sínum fl okki Lítill og sætur Sparneytinn og rúmgóður Hyundai i10 5 dyra, bensín og beinskiptur. 1.740.000 B& L ás ki lu r s ér ré tt til v er ð- o g bú na ða rb re yt in ga á n fy rir va ra Skattur á fjármagnstekjur nam 26 milljörðum króna í fyrra. Skatturinn fyrir síðasta ár var innheimtur í janúar. Þetta er tæplega fjórðungi meira en árið á undan, samkvæmt yfirliti fjármálaráðuneytis- ins um greiðsluafkomu ríkissjóðs fyrstu fimm mánuði ársins. Samkvæmt yfirliti ríkisskattstjóra í ársskýrslu embættisins sem kom út í gær, nam fjármagnstekjuskatturinn ríflega 16 milljörðum króna árið 2007 og ríflega 12 milljörðum króna árið áður. Vöxtur í fjármagnstekjuskatti er því mun minni en undanfarin ár. Fjármagnstekjuskattur sem lögaðilar greiddu í fyrra minnkaði um 94,5 pró sent frá árinu áður, samkvæmt ársskýrslunni. Þar segir að fjármagnstekjuskattur fyrirtækja árið 2007 hafi numið 342 millj- ónum króna, en 6.235 milljónum árið áður. Það mun skýrast af sölu Símans. Til samanburðar voru tekjur ríkisins af iðnaðarmálagjaldi 380 milljónir króna í fyrra eða meiri en af fjármagnstekjun- um. Samkvæmt upplýsingum úr fjármála- ráðuneytinu er fjármagnstekjuskattur greiddur í janúar og þá færður til tekna, þótt skattstofninn hafi orðið til árið á undan. - ikh Fjármagnstekjuskattur eykst um fjórðung Raungengi hefur ekki mælst lægra frá því í desember 2001, segir í Morgunkorni greiningar Glitnis. Raungengi, mælt sem hlutfallsleg þróun verðlags hér á landi samanborið við helstu við- skiptalönd, mældist 86,1 stig í júní. Raungengi er gjarnan notað til að meta alþjóðlega samkeppnis- hæfni þjóðarbúsins. Lækkun raungengis merkir batnandi sam- keppnisstöðu þeirra innlendu fyr- irtækja sem eru í samkeppni við erlenda aðila. - bþa Raungengi í sjö ára lægð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.