Fréttablaðið - 08.07.2008, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 08.07.2008, Blaðsíða 37
ÞRIÐJUDAGUR 8. júlí 2008 21 Tónleikaröðin Þriðjudagskvöld í Þingvallakirkju heldur áfram í kvöld, en í þetta skipti flytur Hafdís Vigfúsdóttir flautuleikari fjölbreytta dagskrá fyrir einleiks- flautu. Hafdís er búsett í París um þessar mundir þar sem hún leggur stund á framhaldsnám í flautuleik en kemur víða fram með flautuna sína hér á landi nú í sumar. Meðal verka á efnisskrá Hafdísar er fantasía eftir Telemann, einleik- sverk eftir Toru Takemitsu, tangóetýður eftir Piazzolla og frumflutningur á nýju verki eftir Ásrúnu I. Kondrup. Tónleikarnir hefjast kl 20.00 og standa yfir í tæpa klukkustund. Enginn aðgangseyrir er að tónleikunum en tekið við frjálsum framlögum í tónleikalok. - vþ Flauta á Þingvöllum HAFDÍS VIGFÚSDÓTTIR Leikur fagra flaututónlist á tónleikum í Þingvalla- kirkju í kvöld. Breski listamaðurinn Hamish Fulton opnaði nýverið sýningu í sýningarrýminu i8 á Klapparstíg. Fulton vakti fyrst athygli seint á sjötta áratugnum fyrir verk sem voru á mörkum skúlptúrs og landslagslistar. Í kringum 1970 fór hann að fara í gönguferðir og taka ljósmyndir af upplifun ferðarinn- ar. Eftir því sem árin liðu varð áherslan í listsköpun Fultons meiri á gönguferðirnar og urðu þær á endanum að aðalatriði í verkum hans. Fulton miðlar síðan upplifun sinni af göngunum í gegnum bæði myndir og texta. Hann hefur farið langt yfir hundrað gönguferðir víðs vegar um heiminn, en sýningin í i8 er afrakstur fjórtán daga gönguferðar sem Hamish Fulton fór um Ísland nú í lok júní og byrjun júlí. Fulton hefur sýnt verk sín víða, meðal annars á Tate Britain, Serpentine Gallery í London, Danese Gallery í New York, Gallery Koyanagi í Tokyo og Museum of Modern Art í New York. Sýningin stendur til 9. ágúst. - vþ Afrakstur gönguferðar I8 Hýsir nú sýningu breska listamanns- ins Hamish Fulton. Myndlistartvíeykið Sally og Mo, eða þær Þóra Gunn- arsdóttir og Elín Anna Þórisdóttir, opna sýningu í Gallerí Auga fyrir auga, Hverfisgötu 35, á laugardag kl. 15. Sýningin nefnist „Sally og Mo: Ríða á vaðið“. Þær Elín og Þóra hafa starfað saman undir vinnu- heitinu Sally og Mo í um þrjú ár; þær eru vinir sem vinna saman að listverkefnum þar sem sköpun og spuni eru í fyrirrúmi, einkum og sér í lagi upplifun þeirra af líðandi stundu. Í gegnum spun- ann safna þær saman reynslu sinni í formi ljósmynda, mynd- banda eða þrívíðra hluta og finna úr þeim augnablik mynd líkinga. Um þessar mundir skoða þær táknmynd og þýðingu fagurfræð- innar í hversdagslegu umhverfi og er sérstakur miðpunktur athugana þeirra hugmyndin um „stofustássið“, en það er fyrir- bæri sem flestir Íslendingar kannast við að heiman. Þær stöllur gera tilraunir með að tengja saman spuna og sköpun við táknmynd styttunnar í stof- unni og myndarinnar yfir sófan- um og þær hugmyndir sem við höfum um hvort tveggja í okkar nánasta umhverfi. Með þessari nýju sýningu reyna þær að brjóta upp þessar hugmyndir og láta vaða, ef svo mætti að orði kom- ast, á einlægan hátt. Samstarf þeirra Elínar og Þóru hófst í listahópnum Skúla í Túni, sem starfræktur var á vinnu- stofu nokkurra listamanna í Skúlatúni á árunum 2005-2007. Elín Anna útskrifaðist með BA- gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2004 og Þóra árið 2005, en hún lauk auk þess meist- aranámi frá Listaháskólanum í Gautaborg árið 2007. Þær hafa tekið þátt í fjölda samsýninga sem og haldið einkasýningar; Elín Anna nú síðast í Anima Gall- erí í febrúar síðastliðnum og Þóra í Gallerí Cosmopolitan í Gauta- borg í mars 2007. Sem Sally og Mo hafa þær meðal annars sýnt á síðustu Sequences-hátíð og á NordArt-hátíðinni í Carlshütte í Þýskalandi árið 2007. Sýningin „Sally og Mo: Ríða á vaðið“ verður opin miðvikudaga til sunnudaga frá kl. 14 til 18 í Gallerí Auga fyrir auga fram til 1. ágúst næstkomandi. vigdis@frettabladid.is Riðið á vaðið um helgina STOFUSTÁSS Verk eftir þær Sally og Mo. * ÍS L E N S K A /S IA .I S /I C E 4 29 64 7 /0 8 HUGURINN BER ÞIG AÐEINS HÁLFA LEIÐ + Bókaðu flug á www.icelandair.isÍ Shaftesbury Theatre er sæti fyrir þig. Ítalskur meistara- kokkur við Duke Street hefur lagt á borð fyrir þig. Það er beðið eftir þér í Notting Hill. *Flug aðra leiðina með sköttum. Safnaðu Vildarpunktum Punktarnir upp í Ferðaávísun gildir Komdu til London, í helgarferð eða í sumarleyfi. Lífvörður drottningar hefur æft vaktaskipti síðan á 19. öld og menn skilja ekkert í hvers vegna þú skulir ekki hafa látið sjá þig ennþá.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.