Fréttablaðið - 08.07.2008, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 08.07.2008, Blaðsíða 41
ÞRIÐJUDAGUR 8. júlí 2008 25 Gagnrýnendur í Banda- ríkjunum eru nokkuð sammála um að bíómynd- in Journey to the Center of the Earth sé góð skemmtun og þeir hall- ast á þá skoðun að þrí- víddin í myndinni auki mjög á skemmtanagildið. Sem kunnugt er var hluti myndarinnar tekinn á Íslandi og Anita Briem fer með eitt af aðalhlut- verkunum ásamt Brendan Fraser og Josh Hutcher- son, sem leika feðga. Anita leikur leiðsögu- manninn Hönnu Ásgeirsson (ekki dótt- ir?!) sem fer með feðg- unum að munna eld- fjallsins og þaðan niður í iður jarðar. Hún tekur ekki nema 5.000 krónur á dag fyrir leið- sögnina enda var mynd- in gerð fyrir gengishrun. Þremenningarnir lenda svo auðvitað í alls konar hremmingum á leið sinni. Myndin var frum- sýnd fyrir helgi í Bandaríkjunum og fær Anita góða umsögn í fjölmiðlum vestra. Hún þykir standa sig vel og vera glæsileg, en stórblað- inu Variety þykir hún þó aðeins of stíf. „Hún er falleg, eins og jökull,“ segir tímaritið. Þetta er stærsta hlutverk Anitu til þessa, en hún hefur leikið í sjónvarpsþátt- unum The Evid- ence og The Tudors. Næst leikur hún í myndinni The Storyteller sem Robert A. Masciantonio leikstýr- ir. Sá er lærlingur Kevins Smith. Journey to the Center of the Earth verður frumsýnd á Íslandi 12. september og auðvitað í þrí- vídd. Anita Briem falleg eins og jökull STEFNT Á TOPPINN Anita Briem með 66°N bakpoka. Bergmann er fyrsta sólóplata Sverris Bergmann, en hann hefur lengi þótt efnilegur söngvari og var m.a. meðlimur í hljómsveitinni Daysleeper. Það var mikið lagt í þessa plötu. Hún var þrjú ár í vinnslu og var tekin upp í London undir stjórn James Hallawell sem m.a. hefur unnið með Wet Wet Wet. Tónlistin á Bergmann er mikið unnið popp. Lögin eru mishröð, allt frá ballöðum upp í rokk, stemning- in minnir stundum á Coldplay. Það heyrist strax við fyrstu hlustun að platan er faglega unnin. Hljómur- inn er tær og nútímalegur og platan er mjög vel hljóðblönduð. Hljóð- færaleikurinn er líka til fyrirmynd- ar og söngur Sverris kemur oft ágætlega út. Það eru hins vegar tvö stór vandamál við plötuna. Útsetn- ingarnar eru ófrumlegar og iðnað- arlegar og það sem verra er, laga- smíðarnar eru flestar mjög veikar. Og án góðra lagasmíða á poppplata eins og þessi ekki mikla möguleika. Fagleg vinnubrögð gagnast lítið ef efniviðurinn er ekki til staðar. Trausti Júlíusson Veikar lagasmíðar TÓNLIST Bergmann Bergmann ★★ Þó að mikil vinna og metnaður hafi farið í að gera þessa plötu þá veldur hún vonbrigðum - útsetningar eru ófrumlegar og lagasmíðarnar eru veikar. HAUKUR OG HRÚTURINN hér sjást þeir félagar á gangi um miðbæ Vestmannaeyja. MYND/ÓSKAR Ofurfyrirsætan Kate Moss er komin í stutt sumarfrí og nýtur sólarinnar um borð í snekkju sinni í Kyrrahafinu. Fyrirsætan virtist skemmta sér vel þar sem hún flatmagaði á dekki og drakk og reykti. Kærasti hennar, tónlistarmaðurinn Jamie Hinche, var þó fjarri góðu gamni því hann var að spila á The Boosh-hátíðinni í Kent í Englandi. Skemmtir sér í sólinni Orðrómur um að Britney Spears muni troða upp á tónleika- ferðalagi Madonnu gengur nú fjöllunum hærra. Madonna er sögð hafa boðið Britney að ganga til liðs við sig í von um að hjálpa henni, en Britney er nú að reyna að koma söngferli sínum aftur á skrið eftir undan- gengna erfiðleika. Samkvæmt heim- ildum breska dagblaðs- ins The Sun hittust stöll- urnar í New York á sunnudaginn var til að taka upp myndband sem síðan verður varpað upp á breiðtjald og notað sem bakgrunnur á tónleika- ferðalagi Madonnu, Stick and Sweet. Þá er Britney sögð ætla að troða upp með henni á nokkrum stöðum. Ferðalagið hefst 23. ágúst næst- komandi. Madonna vill Britney TÓNLEIKAFERÐALAG Í VÆNDUM Madonna og Britney eru vanar að troða upp saman, en á MTV-tón- listarhátíðinni 2003 kysstust þær eftirminni- legum kossi á sviðinu. Fyrrverandi kærasta Vernes Troyers, leikarans smáa sem er betur þekktur sem Mini Me, hefur nú viðurkennt að hún hafi látið kynlífsmyndbandið af henni og Verne á Netið. Ekki nóg með það heldur hefur hin tuttugu og tveggja ára Ranae Shrider einnig verið iðin við að tjá sig um sam- bandið við slúðurblöðin þar vestra. „Kynlífið var ólíkt því sem ég hef vanist og ég lýg því ekki að oft var erfitt að láta allt ganga áfallalaust fyrir sig. Þegar við sváfum saman þá kitluðu tærnar á honum hnén á mér.“ Þau kynntust í teiti hjá Hugh Hefner fyrir stuttu og segir Ranae að Verne hafi eftir það boðið henni á stefnumót. „Við hlógum allt kvöldið og ég tók eftir því hversu falleg augun hans eru, eftir það var ég orðin skotin í honum,“ sagði Ranae um stefnumótið. „Þegar við sváfum saman fyrst þá var ég mjög stressuð en ég gat ekki kvartað yfir neinu. Við elskuðumst þrisvar sinnum á tuttugu mínút- um. Það var þó skrítið að sofa hjá manni sem getur ekki kysst mann á meðan, nema þá bara á mag- ann.“ Ranae hefur neitað öllum ásök- unum um að hún hafi aðeins verið með Verne til þess að ná frægð og frama. Líklega þykir mörgum það ótrúlegt með hliðsjón af því að hún sjálf lét kynlífsmynd- bandið á Netið í von um gróða. Segist ekki vera gullgrafari KÆRASTAN LAK KYNLÍFSMYNDBANDI Ranae og Verne á góðri stundu. Í dag, á 38 ára afmæli Becks, kemur út áttunda platan hans, Modern Guilt. Tvö ár eru síðan síðasta platan hans kom út. Á nýju plötunni nýtur Beck meðal annars liðsinnis tónlistarkonunn- ar Cat Power, sem spilaði á Innipúkanum fyrir þremur árum, og Dangermouse, sem hljóðvann plötuna. Þetta er síðasta platan sem Beck gerir fyrir útgáfuna Interscope, en samningur hans við fyrirtækið er nú útrunninn. Beck með af- mælisplötu NÚTÍMASEKT Beck á afmæli í dag. Það var ekki aðeins Lindsay litla Lohan sem hélt upp á afmæli sitt um helgina því Baywatch-skutlan fyrrverandi, Pamela Anderson, hélt einnig veislu í tilefni 41 árs afmæli síns. Pamela, sem virtist hafa drukkið einum of mikið, spjallaði lengst af við töframann- inn Criss Angel. Nýlega heyrðist sá orðrómur að Pamela og rokkarinn Tommy Lee hefðu tekið enn og aftur saman, en Tommy var þó hvergi sjáanlegur þetta kvöld. Drukkið af- mælisbarn Nicole Kidman og eiginmaður hennar, Keith Urban, eignuðust sitt fyrsta barn saman á mánu- daginn var. Hjónunum fæddist dóttir sem hefur fengið nafnið Sunday Rose Kidman Urban og samkvæmt talsmanni hjónanna heilsast bæði móður og barni vel. „Hún hefur sjaldan verið jafn hamingjusöm. Hún ljómar öll og nýtur þess að búa sér og fjöl- skyldunni heimili,“ var haft eftir fjölskylduvini. Nicole á fyrir börnin Isabellu og Connor sem hún ættleiddi með fyrrum eiginmanni sínum Tom Cruise. Eignuðust dóttur Haukur Guðjónsson vekur alltaf athygli þegar hann þrammar um göturnar í Vestmannaeyjum með hrút sér við hlið. Nú beitir Haukur sér fyrir því að fá að grafa upp fyrstu rafstöð Vestmannaeyja. Vörubílstjórinn og útvegsbóndinn Haukur Guðjónsson er einn þeirra sem vann við uppgröftinn eftir Vestmannaeyjagosið árið 1973. Í dag, 35 árum eftir gos, er á ný verið að grafa hús undan hrauninu og hefur Haukur unnið að því að fá leyfi til þess að grafa upp fyrstu rafstöð eyjarinnar. „Vélasalurinn gamli er undir götunni og það eru ekki nema tíu metrar í gamla Tuxon-skipsvél sem er inni í húsinu. Ég hef spurt þá sem þekkja til, gamla vélstjóra, og þeir eru sannfærðir um að hægt sé að gangsetja vélina sam- dægurs ef hægt er að grafa hana upp. Þetta eru hundrað ára gamlar vélar og því um merkar minjar að ræða,“ segir Haukur en hann hefur haft samband við formann ferðamálaráðs Vestmannaeyja og kynnt honum hugmyndir sínar. „Ég hef kost á að fá mjög ódýrt vinnuafl og uppgröfturinn ætti ekki að taka meira en viku með réttum vélakosti. Gömlu refirnir hjá Ístaki, þeir sömu og unnu að uppgreftrinum eftir gos, hafa sýnt áhuga á verkefninu og eru tilbúnir til þess að aðstoða.“ Haukur von- ast til þess að geta hrint verkefn- inu í framkvæmd fyrir næstu gos- lokahátið. Haukur segist vera útvegsbóndi í frístundum sínum þar sem hann stundar bæði sjó og fjárbúskap. Haukur er einnig mikill fótbolta- áhugamaður en ásamt því að vera heiðursfélagi í Arsenal-klúbbnum á Íslandi á hann hrútinn Arséne Wenger, sem er eyjamönnum vel kunnugur. „Ég var á leið út til Eng- lands á fótboltaleik þegar hann fæddist og því fannst mér við hæfi að nefna hann í höfuðið á þjálfara Arsenal. Wenger hefur verið hjá mér hér í miðbænum núna í vetur ásamt fjórum öðrum kindum. Ég þurfti að tína ofan í hann hvönn og baldursbrá og gefa honum pela yfir veturinn en þegar voraði þá kunni greyið ekki að bíta gras sjálfur því hann hafði aldrei þurft að gera það áður,“ segir Haukur um heimalinginn Wenger. Hrútur- inn virðist ekki hafa minni áhuga á fótbolta en eigandinn og fékk að mæta á leik á Shell-mótinu í sumar og vakti það mikla lukku hjá kepp- endum. „Hann er mjög gæfur og við erum miklir félagar,“ segir Haukur að lokum. sara@frettabladid.is Wenger mætti á Shell-mótið HAMINGJUSÖM Nicole og Keith eignuð- ust sitt fyrsta barn á mánudaginn. FALLEG Anita Briem fær góða dóma.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.