Fréttablaðið - 08.07.2008, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 08.07.2008, Blaðsíða 48
GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 BAKÞANKAR Karenar D. Kjartansdóttur Í dag er þriðjudagurinn 8. júlí, 191. dagur ársins. 3.22 13.33 23.41 2.28 13.17 0.03 ...ég sá það á visir.is Segir grafhýsi Kleópötru fundið Myndir berast frá Mars Tilfærsla yfir á hægri akrein sviðsett Býst við minni verðbólgu MEST LESIÐ: Ég hef mig grunaða um að vera að eldast ískyggilega núna og jaðrar stundum við að mér þyki ég vera miðaldra íhaldsseggur. Ég get til dæmis ekki fyrir mitt litla líf fyllst heilagri vandlætingu á störfum Útlendingastofnunar og Björns Bjarnasonar þessa dag- ana vegna meðferðarinnar á Ken- íumanninum Pauls Ramses, enda málið langt frá því að vera eins- dæmi. VISSULEGA þykir mér sérlega kaldranalega hafa verið staðið að málinu og hallærislegt hvernig vitnað er í Dyflinnarsáttmálann af fullkominni hentugleikastefnu (held meira að segja að einhverjir embættismenn sjái sér leik á borði og vitni nú í sáttmálann til að sleppa við húsverk heima hjá sér). SJÁLFRI finnst mér sjálfsagt að Paul, kona hans og sonur fái athvarf hér á landi. Mér finnst meira að segja hið besta mál að allt gott fólk fái að setjast að á Íslandi – og það jafnvel án þess að það segist vera á dauðalista. Ég á erfitt með að hneykslast þegar fréttir berast af því að ófremdar- ástandinu sé lokið í Keníu og hætt- an kannski ekki eins mikil og fjöl- miðlar vilja vera láta í máli Pauls. ÞETTA á samt auðvitað ekki að skipta máli fyrir Paul eða þann fjölda annars fólks sem hér hefur leitað hælis. Þar sé ég ekki betur en að mannúð sé undantekning, frekar en venjan. ÞAÐ er af sem áður var. Einu sinni náði umhyggjan fyrir flótta- mönnum svo langt að umhverfis- ráðherra landsins mætti í Kast- ljós og veifaði reiðilega bæklingum framan í þáttagerðar- mann og alþjóð sem innihéldu upplýsingar um mannréttinda- brot gegn konum í Venesúela. Núna virðist öllum sama um flóttamenn – þangað til blöðin komast í málið. Alveg eins og eng- inn reyndi að bjarga ísbjörnum fyrr en blöðin voru búin að sýna einn dauðan. VANTAR ekki bara fleira fólk eins og Jónínu Bjartmarz? Hún veitir flóttamönnum skjól. Hún hefði aldrei skotið ísbjörn. Fólk eins og Jónína

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.