Fréttablaðið - 09.07.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 09.07.2008, Blaðsíða 1
Dýr olíudropi | Heimsmarkaðs- verð á olíutunnu náði sögulegu há- marki í síðustu viku þegar tunn- an fór yfir 146 dali. Helsta ástæð- an fyrir hækkuninni er talin vera stýrivaxtahækkun Seðlabanka Evrópu og ótryggt ástand í Íran. Dow í lægð | Hlutabréfavísitöl- ur lækkuðu á Wall Street í byrjun vikunnar. Dow Jones hefur ekki verið lægri frá því árið 2006 en hún lækkaði um 0,50 prósent á einum degi. Stýrivextir hækka | Stýrivextir Seðlabanka Evrópu hækkuðu um 25 punkta í síðustu viku og eru nú 4,25 prósent. Ástæður hækkunar- innar liggja helst í háu matvæla- verði og 4 prósenta verðbólgu sem aldrei hefur mælst hærri. Lækkun í Asíu | Hlutabréf í Asíu lækkuðu í gær og hefur MSCI Kyrrahafsvísitalan ekki verið lægri í tæp tvö ár. Bréf fjármála- fyrirtækja og banka lækkuðu mest og leiddu því þessa lækkun á vísitölunni. ESB niður með VSK | Tillaga frá framkvæmdastjórn ESB ligg- ur fyrir um að leyfa aðildarríkj- um ESB að lækka virðisaukaskatt á ákveðnum flokkum niður í fimm prósent. Lækkunin myndi einkum ná til staðbundinnar starfsemi svo sem byggingafyrirtækja og veit- ingahúsa. 136 Sögurnar... tölurnar... fólkið... Miðvikudagur 9. júlí 2008 – 28. tölublað – 4. árgangur 8-9 Veffang: visir.is – Sími: 512 5000 H E L S T Í Ú T L Ö N D U M „Ég hætti á síðasta ári. Það var einfaldlega kominn sá tími sem ég hafði ætla mér að vera þarna,“ segir Ólafur Jóhann Ólafsson at- hafnamaður um fjárfestingu sína í Árvakri. Það vakti mikla athygli þegar Ólafur Jóhann keypti 16,7 pró- senta hlut í félaginu í nóvember árið 2005. Samkvæmt heimildum Mark- aðarins var það Björgólfur Guð- mundsson sem keypti hlutinn, ekki löngu fyrir áramótin. Hann mun nú ráða um 36 prósenta hlut í félaginu. Ólafur Jóhann segist í samtali við Markaðinn aldrei hafa ætlað að eiga hlutinn í Árvakri lengi. En um brottförina segir hann. „Þetta var allt í sátt og sam- lyndi.“ Ólafur Jóhann segist hafa feng- ið arð af fjárfestingunni, en út- listar það ekki frekar. Hluthafar í Árvakri eru nú Val- týr, Björn Hallgrímsson, Ólafs- fell, Forsíða, MGM og Garðar Gíslason. Ólafsfell og Forsíða eru bæði í eigu Björgólfs. Árvakur gefur út Morgunblaðið, 24 stundir og heldur úti vefnum mbl.is. - ikh Ólafur farinn frá Árvakri FL Group Þriggja ára saga FL Group (nú Stoðir) Warren Buffett Hugsaðu áður en þú framkvæmir Samkeppniseftirlitið hefur sent bönkum og fjármálastofnunum ítarlegt erindi með fjölmörgum spurningum um íslenskan við- skiptabankamarkað. Tilefnið er fyrirhugaður samruni Kaupþings og SPRON sem samþykktur hefur verið af stjórnum beggja félaga, en bíður nú samþykkis að- alfunda, Fjármálaeftirlitsins og Samkeppniseftirlitsins. Bankamenn sem Markaðurinn hefur rætt við segja að erindið sé mjög viðamikið og munu ein- hverjir lykilmenn hafa verið kallaðir til vinnu úr sumarfríi til að svara því. Samkvæmt lögum ber Sam- keppniseftirlitinu að kortleggja stöðu og markaðshlutdeild ein- stakra aðila áður en það fellir úr- skurð um tiltekinn samruna; og heimilar hann þá eða hafnar. Eins og Markaðurinn hefur greint frá eru frekari samrun- ar fjármálafyrirtækja í pípun- um. Þreifingar hafa átt sér stað milli eigenda Sparisjóðsins Byrs og Glitnis um samruna og eins þykir líklegt að fleiri sparisjóð- ir muni leita eftir samstarfi við Kaupþing þegar samruninn við SPRON er frágenginn. - bih Bankamarkaðurinn kortlagður Samkeppniseftirlitið undirbýr umsögn um sameiningu Kaupþings og SPRON Evruvæðing Slóvakar með grænt ljós á evru Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar „Það eru engar breytingar fyrirhugaðar á fyrirtæk- inu,“ segir Hreinn Erlendsson, einn eigenda IOD, sem hefur tekið yfir Tölvulistann. IOD tók heild- sölu Tölvulistans yfir fyrir um ári, og á nú félagið í heild sinni. Ásgeir Bjarnason, fyrrverandi eigandi Tölvulist- ans, segir ástæðuna fyrir sölunni ekki vera bága skuldastöðu fyrirtækisins. Heimildir Markaðarins herma að undanfarið hafi Tölvulistinn barist fyrir tilveru sinni. Lánardrottnar hafi haft áhyggjur af stöðunni og jafnvel haft hönd í bagga með niðurstöðunni. Ásgeir segist hafa selt IOD heildsöluna í fyrra þá jafnframt kauprétt á rekstri Tölvulistans, sem nýta mátti frá áramótum. „Ég vildi hins vegar ekki selja fyrr en nú.“ IOD er ein stærsta heildsala og dreifingarfyrir- tæki í tölvuhlutum á Íslandi og er í eigu sömu aðila og eiga Heimilistæki, Sjónvarpsmiðstöðina og Max Raftæki. Hreinn Erlendsson gerir ekki ráð fyrir öðru en að starfsmenn Tölvulistans haldi störfum sínum. Eftir því sem Markaðurinn kemst næst hafa einn- ig orðið breytingar á eignarhaldi byggingafyrirtæk- isins Mest. Þar var þrjátíu manns sagt upp störfum í lok apríl. Hátt í 200 manns starfa enn hjá félaginu. Fyrirtækið Leikbær varð gjaldþrota í vor. Leik- fangaverslunarkeðjan Just4kids tók yfir rekstur þriggja verslana hennar. Ólafur Örn Jónsson, eig- andi Just4kids hér á landi, segist hafa tekið við rekstrinum og greitt fyrir, skuldirnar hafi hann ekki tekið. Eftir því sem Markaðurinn kemst næst keyptu heildsalar lager Leikbæjar, sem var áður í eigu fjöl- skyldu Þorvarðar Elíassonar. Nokkuð hefur verið um að lánardrottnar hafi reynt að sigla viðskiptavinum sínum í var í ólgu- sjó markaðanna nú um stundir. Nærtækt dæmi eru aðgerðir Landsbankans gagnvart Nýsi. Heimildir Markaðarins herma þó að fullvíst sé talið að frek- ari eignatilfærsla verði á næstunni, þar sem sterk- ari aðilar taki yfir rekstur félaga sem búa ekki leng- ur yfir nægu eigin fé. Mörg fyrirtæki í kröppum dansi Breyting hefur orðið á eignarhaldi Tölvulistans og bygg- ingafyrirtækisins Mest. Leikbær heyrir sögunni til. Búast má við frekari eignatilfærslum að kröfu lánadrottna. Tíma - og verkskráning Flotastýring og eftirlit www.trackwell.com Vistvænn kostur!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.