Fréttablaðið - 09.07.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 09.07.2008, Blaðsíða 4
MARKAÐURINN 9. JÚLÍ 2008 MIÐVIKUDAGUR4 F R É T T I R Sænska ríkið seldi í síðustu viku sænska lífeyrissjóðnum AP Fast- igheter fasteignafélagið Vasa- krona fyrir 41,1 milljarð sænskra króna, jafnvirði 525 milljarða ís- lenskra. Með sölunni er sænska ríkið komið rúma hálfa leið í einka- væðingarferli sínu en 116 millj- arðar hafa skilað sér í sænska ríkiskassann með sölu ríkisfyr- irtækja á síðastliðnum tveimur árum. Stefnt er að því að ná 200 milljörðum í kassann og nota féð til að grynnka á ríkisskuldum, lækka skatta og bæta heilbrigð- iskerfið. Einkavæðingin hefur sætt gagnrýni í Svíþjóð, ekki síst fyrir þær sakir að ríkið rekur lífeyr- issjóðinn. Því sýnist sem ríkið hafi fært peninga úr einum vasa í annan. Breska dagblaðið Financial Times hefur eftir talsmanni rík- isstjórnar Fredriks Reinfeldt, að ríkið ætli ekki að standa í útleigu fasteigna til fyrirtækja og því hafi verið afráðið að selja hlut- inn. Fasteignir undir hatti Vasa- krona eru 175 talsins, mest skrif- stofuhúsnæði. - jab FREDRIK REINFELDT Sænska ríkisstjórn- in er sögð hafa fært fé úr einum ríkisvasa í annan við einkavæðingu á fasteignafélagi. MARKAÐURINN/AP Hálfnaðir í einkavæðingunni Búist er við látum á aðalfundi breska stórmarkaðarins Marks & Spencer í dag. Gengi bréfa í versluninni hefur fallið um 35 prósent á rúmri viku og hefur ekki verið lægra síðan um alda- mótin síðustu. Það jafnaði sig lítil- lega í gær. Líklegt þykir að sir Stuart Rose forstjóri muni mæta bálvondum hluthöfum síðar í dag og ólíklegt að þeir styðji hann sem stjórnarformann verslunar- innar. Þetta segir breska blaðið Daily Telegraph. Rose sagði í síðustu viku að útlit væri fyrir talsvert minni hagnað nú en fyrri ár og stefni í erfiða tíma á næstunni. Þetta er í takt við svartsýnina sem einkennt hefur breska versl- un frá síðasta hausti. Ýjað hefur verið að því að Rose hafi með ummælunum verið að ýta undir að hann verði látinn taka poka sinn. Blaðið hefur reyndar eftir greinendum að nokkuð sé til í máli forstjórans. Svo mjög hafi dregið úr einkaneyslu að hagnað- urinn verði þriðjungi minni í ár en í fyrra. Hagnaður M&S nam einum milljarði punda í fyrra en gæti farið í 626 milljónir gangi svartsýnisspár eftir. - jab SIR STUART ROSE Hluthafar Marks & Spencer eru síður en svo kátir yfir 35 pró- senta falli hlutabréfa í versluninni á rúmri viku. MARKAÐURINN/AFP Átakafundur hjá Rose Fasteignamógúllinn Ro- bert Tchenguiz hefur breytt afleiðusamning- um sínum í Mitchells & Butlers, einni stærstu kráarkeðju Bretlands- eyja, í hlutabréf. Til- gangurinn er að koma í veg fyrir að skortsal- ar komist í bréfin. Þá hefur hann mælst til þess að bréf í fyrirtækinu verði ekki lánuð. Tchenguiz á rétt rúman fjög- urra prósenta hlut í Existu og er stjórnarmaður. Hann á 26 pró- senta hlut í kráarkeðjunni en gengi hlutabréfa í henni hefur fallið um tæp fjörutíu prósent á einum mánuði. Flest- ir telja að skortsölum sé um að kenna. Breska dagblaðið Fin- ancial Times segir um helgina, að 18 prósent af útistandandi hluta- bréfum M&B hafi verið lánuð. Skrifist þau flest á skortsala. Blaðið segir Tchengiuz vilja koma í veg fyrir að kráarkeðj- an hljóti sömu örlög og önnur fyrirtæki sem skortsalar hafi gert atlögu að. Þar á meðal er breski bankinn Northern Rock og bandaríski fjárfestingarbank- inn Bear Stearns. - jab ROBERT TCHENGUIZ Hindrar skortsöluna Fjármögnunarþörf evrópskra banka hljóðar upp á 90 millj- arða evra, jafnvirði ellefu þús- und milljarða íslenskra króna, eigi að bæta í þau göt sem lausa- fjárþurrðin og undirmáls krísan hefur skilið eftir í bókhaldi þeirra. Þetta segir í nýrri skýrslu bandaríska fjárfestingarbank- ans Goldman Sachs um ástandið í evrópskum bankaheimi. Markaðsverðmæti evrópskra banka hefur hrunið síðan lausa- fjárþurrðin tók að bíta í fyrra og hafa um 570 milljarðar evra, jafnvirði 70 þúsund milljarða ís- lenskra króna, gufað upp í dýf- unni á hlutabréfamörkuðum. Af- skriftir bankanna á sama tíma hljóða upp á 134 milljarða evra. Bloomberg-fréttaveitan hafði eftir Anshu Jain, forstöðumanni hjá Deutsche Bank, á föstudag að erfiðleikarnir á fjármála- mörkuðum séu fjarri því að vera að baki. Verði evrópskir bankar að gefa í enda séu þeir eftirbát- ar kollega sinna í Bandaríkjun- um þegar komi að leitun að nýju fjármagni. - jab FORSTJÓRI GOLDMAN SACHS Evrópskir bankar verða að spýta í lófana og leita að fjármagni, segir fjárfestingabankinn Goldman Sachs. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP Verða að ná í peninga Samruni og yfirtökur fyrirtækja voru þrjátíu prósentum færri á heimsvísu á fyrri hluta árs en í fyrra. Lánsfjárþurrð er um að kenna. Þetta eru niðurstöður al- þjóðlega ráðgjafafyrirtækisins Dealogic. Yfirtökurnar nema í heild 1.870 milljörðum Bandaríkjadala, jafn- virði rúmra 145 þúsund millj- arða íslenskra króna. Inni í töl- unum eru reyndar yfirtökur sem enn eru í bígerð, þar á meðal óvinveitt yfirtökutilboð Inbev í bandaríska drykkjarvörufyrir- tækið Anheuser Busch. Talsverður munur er á milli efnahagssvæða á þessu sex mán- aða tímabili. Samrunar og yfir- tökur drógust saman um 42 pró- sent í Evrópu en um 28 prósent í Bandaríkjunum á tímabilinu. Á sama tíma jukust þær verulega á nýmörkuðum, um heil 134 pró- sent í Brasilíu, fimmtíu prósent í Kína en um 24 prósent í Rúss- landi. Aftur á móti voru þær á sama tíma 27 prósentum færri á Indlandi en í fyrra. - jab FORSTJÓRI TELIASONERA Kaup franska fjarskiptafyrirtækisins France Telecom á hlut sænska ríkisins í TeliaSonera AB hefðu verið stærstu fyrirtækjakaupin í Evrópu á fyrri hluta árs – hefðu þau gengið eftir. MARKAÐURINN/AFP Dregur úr yfirtökum og samrunaÁður óþekkt skuldabréf upp á rúma 4 milljarða í eigu Stoðir In- vest hefur skyndi- lega dúkkað upp í Danaveldi og spilar nú lykil- hlutverk í dram- anu sem umlyk- ur danska fríblað- ið Nyhedsavisen, að því er Börsen greinir frá. Heimildarmaður Börsen segir að bréfið sé ástæða þess að Morten Lund, meirihluta- eiganda blaðsins, hafi ekki enn tekist að fá nýtt fé inn í reksturinn. Þar með eru Stoð- ir Invest í snúinni stöðu, enda hafa gífurlegir fjár- munir verið settir í rekstur blaðsins frá stofnun þess. Falli félagið frá skuldabréfinu er hættan sú að af- skrifa þurfi það fjármagn allt. En það gæti líka orðið raunin, tak- ist ekki að laða nýtt fjármagn inn í rekstur danska fríblaðsins. - ghh Skuldabréf Stoða Invest dúkkar upp FYRSTA FORSÍÐA NYHEDSAVISEN Björn Þór Arnarson skrifar Eftir árlegan hagvöxt, um átta til tíu prósent á ári, lítur út fyrir að hugsanlega dragi úr á næsta ári. Mörg kínversk iðnfyrirtæki sjá fram á samdrátt á síðari hluta þessa árs og ástæðuna má rekja til Ólympíuleikanna sem fara fram í Kína í haust. Kínversk stjórnvöld gera allt sem í þeirra valdi stendur til að draga úr mengun sem bitnar á mörg- um fyrirtækjum í iðnaði. Spiegel greinir frá sementsfyrirtækinu Hebei Taihong sem hefur verið gert að hætta starfssemi í tvo mánuði til að draga úr mengun. Í úthverfi Pek- ing, þar sem stór hluti leikanna fer fram, hefur 40 verksmiðjum verið gert að hætta starfsemi auk þess sem nokkur hundruð minni fyrirtækjum hefur verið gert að draga verulega úr starfsemi. Þetta er langt frá því að vera eina ráðstöfun yf- irvalda til að hreinsa loftið vegna leikanna. Alls eru um 3,3 milljónir bíla í Peking og hefur bílaum- ferð verið sett ströng skilyrði. Til þess að draga úr umferð er bifreiðum raðað niður á daga, til skipt- is, eftir því hvort bílnúmerið endar á sléttri tölu eða oddatölu. Auk þess verður dregið úr umferð flutningabíla um 70 prósent í aðdraganda leikanna og hafa mörg fyrirtæki af þeim sökum byrgt sig upp af vörum til þess að koma í veg fyrir skort. Ikea hefur til dæmis fyllt hillur sínar af vinsælum vörum til að tryggja nægilegt framboð. Efnahagsleg áhrif leikanna eru gríðarleg á þessu ári en alls óvíst er hvað tekur við. Stór mannvirki hafa verið byggð og óvíst hvað gert verður við þau eða hvort þau muni standa auð. Fordæmi eru fyrir því að lönd sem haldið hafa Ólympíuleika hafi upp- lifað samdrátt í kjölfarið. Eftir leikanna í Tókýó árið 1964 og Seúl árið 1988 dróst landsframleiðsla saman um tvö prósent í hvoru tilviki eftir að hafa aukist um á annan tug prósenta árið áður. Áhrif leikanna eru vissulega tvíbent því sam- dráttur í iðnaði er bættur upp með miklum vexti í þjónustugreinum. Búist er við allt að 600.000 ferðamönnum vegna leikanna sem muni hafa já- kvæð áhrif á fyrirtæki í ferðaþjónustu og öðrum þjónustu greinum. Áætlað er að leikarnir hafi já- kvæð áhrif á ferðaþjónustu næstu tíu árin. Áhrifanna gætir ekki einungis í Kína vegna röskunar í framleiðslu. Talið er mögulegt að vöru- skorts gæti orðið vart í Evrópu og Bandaríkjun- um vegna samdráttar í framleiðslu og útflutningi kínverskra fyrirtækja. Þýsk fyrirtæki hafa lýst yfir áhyggjum vegna hugsanlegs samdráttar í út- flutningi kínverskra fyrirtækja. Þýska hagkerf- ið byggist að miklu leyti á innfluttum aðföngum og því getur samdráttur haft alvarleg áhrif á hag- kerfið. Iðnaður rekur lestina Inngrip kínverskra stjórnvalda vegna Ólympíuleika kemur niður á iðnaði. Efnahagsleg áhrif ekki bundin við Kína. REYNA AÐ DRAGA ÚR MENGUN Kínversk stjórnvöld reyna að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að draga úr mengun sem bitnar á iðnaði í Kína. Áhrifa þessa gæti gætt utan landsteinanna. MARKAÐURINNAFP NORDIC PHOTOS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.