Fréttablaðið - 09.07.2008, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 09.07.2008, Blaðsíða 11
MARKAÐURINN 11MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 2008 S K O Ð U N Ætla má að síðasta vika hafi verið erilsöm hjá Guðmundi Haukssyni, forstjóra SPRON, vegna sameiningar SPRON og Kaupþings. Þó að ekki hafi neitt verið afráðið varðandi breyting- ar innan SPRON í kjölfar sam- einingarinnar má ætla að hag- ræðing í rekstri sé líkleg þegar fram líða stundir. Endanlegar hugmyndir um yfirstjórn úti- búa liggur ekki fyrir þar sem af- greiðsla af hálfu fyrirtækjanna beggja, hluthafa og eftirlits- aðila er ekki lokið. Líklegt er að þessar ákvarðanir liggi fyrir í haust og þá væntanlega hvort að starf Guðmundar sem forstjóri SPRON breytist. Guðmundur tók verslunar- próf frá VÍ árið 1968 og lauk stúdentsprófi tveimur árum síðar. Þaðan lá leið hans í við- skiptafræði við Háskóla Íslands en hann útskrifaðist þaðan árið 1976. Hann hefur tekið ýmis námskeið á sviði markaðs- og fjármála auk þess sem hann hefur réttindi einkaflugmanns og siglir skútu. Guðmundur hefur rúmlega 20 ára reynslu úr íslenskum fjár- málamarkaði. Hann var forstjóri Sparisjóðs Hafnarfjarðar (1986- 1987), forstjóri Útvegsbankans (1987-1989), framkvæmdastjóri í Íslandsbanka (1989-1991), for- stjóri Kaupþings (1991-1996) og hefur starfað sem forstjóri SPRON síðan 1996. Guðmund- ur var einnig sveitarstjóri Vatns- leyustrandarhrepps árin 1973- 1976. Hann hefur átt sæti í stjórnum ýmissa félaga og sam- taka fyrir hönd SPRON; s.s. Kaupþings hf., Scandinavian Holding, Tryggingarsjóðs Spari- sjóða, lífeyrisjóðsins Einingar, Frjálsa fjár- festingarbank- ans, Exista. Guðmundur á einnig sæti í fulltrúaráði Samtaka at- vinnulífsins. Guðmund- ur er fæddur 2. ágúst árið 1949 í Reykja- vík. Hann er kvæntur Ás- laugu Björgu Viggósdóttur og eiga þau einn son. Guðmundur á einnig tvo stjúpsyni og þrjú börn úr fyrra hjónabandi. Bankamaður sem flýgur og siglir skútum S A G A N Á B A K V I Ð . . . G U Ð M U N D H A U K S S O N , F O R S T J Ó R A S P R O N Bitið í erlendan skuldahala Síðustu dagar hafa verið líkast- ir endurteknum þætti af Innliti/ útliti á Skjá einum. Þar er allt svart og hvítt. Svart er tískulitur- inn núna, að mér sýnist, og kom- inn í sálatetrið. Ég bíð eftir hvíta litnum. Allt virðist á niðurleið. Gengið hrynur í Kauphöllinni, litlu fisk- arnir að gufa upp og fyrirtækin að hverfa eitt af öðru í skjól undir radar markaðarins. Ekki er víst að þau bjargi sér undan hríðinni þar enda bítur krónan í erlenda skuldahalann þeirra hvert sem farið er. Hætt er við að stóru fisk- arnir einfaldlega gúffi þeim í sig. Annars botna ég lítið í þeirri erlendu skuldabyrði sem Íslend- ingar hafa komið sér í. Auðvit- að var í lagi að kaupa eins og vit- laus maður í útlöndum og hella í sig bragðgóðu rauðvíni á snar- vitlausu gengi síðasta sumar – og jafnvel fram á haustið. Verst að á fylleríinu virðist sem menn hafi tekið erlend lán eins og enginn væri morgundagurinn, sér í lagi evrur – þrátt fyrir varnaðar- orð greiningardeilda og annarra sem stöppuðu niður fæti og sögðu krónuna fara senn út í hafsaugu. Þetta minnir svolítið á þá sem ekki gátu tekið tappa úr flösku án þess að vakna í Kaupmanna- höfn, af öllum stöðum í veröld- inni!, fyrir nokkrum árum og átt- uðu sig á því í þynnkunni á Kóngs- ins Nýjatorgi að nú þyrftu þeir kannski að hringja heim. Varnað- arorð SÁÁ frá í barnaskóla ein- faldlega virkuðu ekki. Timburmennirnir eru eftir því slæmir núna enda menn að átta sig á því að kannski hefðu þeir átt að hafa tekjur í evrum á móti skuldum. Eða bara taka þetta í krónum og brosa þegar tekjur í erlendu skiluðu sér í hús. Ég vona í það minnsta að menn hafi áttað sig á því. Ef ekki nú þá verður það of seint. Sem það líklega er. Sjálfur skála ég náttúrulega fyrir þessu havaríi á krónunni – sem ég kalla leiðréttingu – í rauð- víni sem ég keypti í fyrra á nið- ursettu og kolröngu gengi. Og tel mig ansi forsjálan enda keypti ég miklu fleiri flöskur en ég sá fram á að geta nokkru sinni drukkið á góðu kvöldi, hvað þá tveimur. Skál fyrir fyrirhyggjunni. Spákaupmaðurinn á horninu S P Á K A U P M A Ð U R I N N Fáðu ferskar íþróttafréttir á hverjum morgni Fréttablaðið stendur vaktina á hverju kvöldi – líka á laugardögum. Þannig færum við þér nýjustu úrslitin og staðgóða umfjöllun á morgunverðarborðið hvern einasta morgun.* *Sunnudagsútgáfa Morgunblaðsins er prentuð á laugardegi áður en íþróttaúrslit dagsins liggja fyrir og 24 stundir koma hvorki út á sunnudögum né mánudögum. Auk þess fara 24 stundir í prentun aðra daga áður en íþróttaleikjum kvöldsins er lokið. Fréttablaðið er eina dagblaðið sem færir þér ferskar íþróttafréttir alla morgna vikunnar, líka á sunnudögum. Allt sem þú þarft – alla daga F í t o n / S Í A     Netverslun ishusid.is Er of hátt hitastig? Loftkæling fyrir: -Netþjóna -Skrifstofur -Veitingastaði -Verslanir Netversl ishusid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.