Fréttablaðið - 09.07.2008, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 09.07.2008, Blaðsíða 14
MARKAÐURINN 9. JÚLÍ 2008 MIÐVIKUDAGUR14 F Y R S T O G S Í Ð A S T F R Í S T U N D I N 07.00 Vakna við útvarpsfréttirnar og uppáhaldsútvarpsefnið mitt, Morgunvaktina á RÚV sem er alltaf stútfull af fróðleik og spennandi umfjöllun. 07.30 Hefðbundin morgunverk, sturtan, hárblástur, snyrting, finna til föt, klæða yngri dótturina og sjálfa mig. Finn að ég er aðeins stirð eftir góðan hjólatúr í gær með Þórdísi vinkonu minni en við afrekuð- um að hjóla 25 km rúnt um hina fögru Reykjavík. 08.00 Sú stutta vill að pabbi hennar fylgi henni í leikskólann og þau labba af stað saman með regnhlífarnar sínar yfir götuna á Gullborg. Ég renni hins vegar af stað og næ áttafréttunum á leiðinni og smá meira af Morgunvaktinni. 08.20 Mætt til vinnu og ræsi tölvuna. Renni yfir tölvupóst og fleira en á svo óformlegan fund með samstarfskonum mínum sem ætla að ganga með mér Kóngsveginn á sunnudaginn. Renndum yfir kortið og helstu atriði sem ekki mega gleymast svo sem hælsærisplástrar, sólar- og fluguvörn. Það spáir frábæru veðri svo við hlökkum mikið til. 09.00 Nýbúin að fá sendar veltutölur frá Danmörku sem ég vinn tölfræði upp úr. Frábært að sjá að við erum að ná góðum vexti á milli ára og allt stefnir í rétta átt. Sendi tölurnar frá mér til þeirra sem við á og óska starfsmönnum til hamingju með góðan árangur. 10.00 Á ágætis fund með sölustjóra og forstöðumanni viðskipta til undirbúnings vegna fundar með viðskiptavini síðar í dag. Tökum nokkur önnur mál upp í leiðinni sem brenna á og þarf að leysa. 11.00 Svara skilaboðum og tölvupósti sem hefur borist í morgun, mér finnst nauðsynlegt að halda vel í við tölvupóstinn og reyni því að svara öllu sem hægt er jafnóðum. 12.30 Skrepp út í Fylgifiska og kaupi mér fiskisúpu sem ég hef með mér á kaffistofuna og borða þar. Það er mikið heilsuátak í gangi meðal starfsmanna og ágætis úrval af alls kyns góðgæti úr Maður lifandi á boðstólum. 13.00 Aftur sest við tölvuna og nokkur mál afgreidd. Á langt símtal við góðan viðskiptavin og við náum sem betur fer að leysa hans mál. 14.00 Fundur með viðskiptavini þar sem farið er yfir stöðuna og áætlanir um greiðsluflæði. Fundurinn gekk vel þó svo að ég þyrfti að fara fyrr af honum þar sem ég átti bókaðan annan fund klukkan þrjú. 15.00 Labbaði upp í SPRON þar sem ég mætti á fund með lykil- starfsmönnum SPRON sparisjóðs. Fundir þessir eru haldnir reglu- lega þar sem farið er yfir helstu mál og það sem efst er á baugi hverju sinni. 16.30 Aftur sest við skrifborðið og svara þeim tölvupósti sem barst meðan ég var í burtu. Greiði nokkra reikninga í heimabankanum, opna póstinn og fer yfir nokkur mál með viðskiptastjóra innlendra viðskipta. 17.30 Renni í Hafnarfjörð að sækja eldri dótturina sem er í vist hjá Ínu Birnu frænku sem eignaðist þriðja soninn á þriðjudaginn var. 18.30 Komin heim og hitti þar fyrir húsbóndann og yngri dótturina sem er úti að kríta á stéttina fallegar myndir. Við borðum saman og náum góðu spjalli með dætrunum. 20.00 Leggst upp í rúm með yngri dótturinn og við lesum nokkrar bækur saman. Lína langsokkur er vinsælust núna og hún tilkynnir mér að hún vilji vera eins og Lína – mamman ekki alveg jafn spennt fyrir því … 21.00 Við hjónin ákveðum að nota kvöldblíðuna og fara í röskan göngutúr. Löbbum sem leið liggur út á Ægisíðu og náum klukkutíma göngu. Sárabætur fyrir það að hafa ekki komist í golf eins og upphaf- lega stóð til. 22.00 Eftir tíufréttir horfum við mæðgur saman á Aðþrengdar eigin- konur sem eru í miklu uppáhaldi hjá okkur. Alltaf gott að eiga svona mæðgnastund. 23.30 Komin í rúmið og ekki löngu síðar í draumalandið. D A G U R Í L Í F I … Hrannar Greipsdóttur, framkvæmdastjóra SPRON Factoring. HRÖNN fer yfir greiningarvinnu með Líneyju Tryggvadóttur, samstarfsfélaga hjá Spron Factoring. MARKAÐURINN/ARNÞÓR „Sem gamall Laugvetningur spila ég bridds,“ segir Matthí- as Imsland, forstjóri Iceland Ex- press, og bætir við að þegar hann var í Menntaskólanum á Laug- arvatni var mikil briddsstemn- ing. Nú til dags læt ég nú nægja að taka í spilin nokkrum sinnum ári. Ég spila þó einu sinni á ári á móti.“ „Ég á hvorki tjaldvagn né sumarbústað. Þannig að við fjöl- skyldan förum yfirleitt í tveggja vikna ferð á sólarströnd einu sinni á ári. Nú erum við á leið- inni til Danmerkur og er ætlunin að þræða skemmtigarðana með börnin. En Danmörk er algjör paradís fyrir krakka og nóg af görðum til að heimsækja.“ „Frístundirnar fara einnig í fótboltann. Ég og gamlir félagar hittumst reglulega allt árið um kring og spilum fótbolta saman. Stundum erum við það duglegir að spilað er tvisvar í viku í bolt- anum.“ „Síðustu árin hef ég kynnst veiðimennskunni. Ég sem hélt að ég væri of eirðarlaus fyrir veiði- mennskuna og myndi þar af leið- andi ekki hafa neitt gaman af því að veiða. En þegar ég áttaði mig á því að veiðin snýst bæði um spennu og afslöppun í senn þá uppgötv- aði ég að veiðin hentar mér ágæt- lega. Það er aðallega þessi tilfinn- ing að vera úti í náttúrunni og hugsa um eitthvað annað en vinn- una fjarri dagsins amstri.“ -vg Á hvorki tjaldvagn né sumarbústað Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express, stefnir á að fara í frí til Danmerkur með fjölskyldunni í sumar. MATTHÍAS Hittir reglulega gamla félaga og spilar með þeim fótbolta tvisvar í viku. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Vala Georgsdóttir skrifar Útgerðafélagið Árdís er félagsskapur kvenna með veiðidellu. Þóra Valný Yngvadóttir sem hefur verið í félagsskapnum frá upphafi segir veiðidelluna áger- ast með árunum. En um tuttugu konur sem áttu allar það sameiginlegt að vinna hjá Kaupþingi stofnuðu félagið fyrir nokkrum árum, en nú eru í félaginu um sjötíu konur. „Það eru endalausar tilfæringar við það að veiða á flugu,“ nefnir Þóra Valný sem veiddi nýlega 10 punda lax sem hún sleppti eftir að hafa dregið hann að landi og myndað. En hún og nokkrar stöllur henn- ar úr Útgerðarfélaginu Árdísi fóru á dögunum í veiðiferð í Húseyjarkvísl í Skagafirði. Þóra Valný segist reyndar ekki hafa gert það áður að sleppa lax- inum. En hún nefnir að slík iðja sé farin að tíðkast nokkuð. „Fyrir mér snýst veiðin um ákveðna keppni,“ nefnir Þorsteinn J. og bætir því við að hann eigi ekki við neina magnveiði í þeim skilningi. Í hans huga er veiðimennskan fyrst og fremst leikur. „Leikur sem gengur út á að sigrast á sjálfum sér og læra eitt- hvað nýtt.“ „Veiðin fær mann til að hugsa um eitthvað annað. Þegar ég nefni það á ég við að hugsað er um eitthvað allt annað en daginn og veginn,“ segir Þorsteinn J. og tiltekur atriði eins og það hvernig straumurinn í ánni verður að viðfangsefni. „Í veiðiferðunum er dægurþrasið lagt til hlið- ar þar sem verið er að spá í veiðina og flugurnar í góðum félagsskap,“ segir Þóra Valný. „Í mínum huga hefur veiðin ekkert með hugleiðslu að gera,“ nefnir Þorsteinn J. og vísar til þess að hluti af því að læra eitthvað nýtt er að kunna að hlusta á aðra. „Veiðimennska er skemmtileg leið til að upplifa og uppgötva og komast í samband við náttúruna. Ég horfi á veiðimennskuna sem tengingu við mjög stór- an heim,“ segir hann í framhaldi. Þóra Valný nefnir að í gegnum veiðina hefur hún uppgötvað staði á landinu sem eru úr alfaraleið, sem hún hefði líklega aldrei farið til nema vegna veiði- ferðar. „Útiveran og hvíldin sem fylgir því að vera að veiða gerir þetta áhugmál að algjörri ástríðu.“ Brunná í Öxarfirði er af mörgum talin vera ein fallegasta silungsá landsins en þar var Þorsteinn J. að veiða um daginn í 5 stiga hita. „Í skítakulda stóð ég við árbakkann og það var eins og það hefði ekki skipt neinu máli. Staðurinn er ekki málið, heldur stundin. Aðalmálið er að vera við réttu ána þó að veðurskilyrði séu kannski ekki alltaf með besta móti og segja við sjálfan sig: Jæja hér, nú er tími til að kasta.“ Hver veiðiferð er ný reynsla „Hver veiðiferð er ný reynsla,“ svarar Þorsteinn J. þegar hann er spurður út í eigin veiðiáhuga. „Og í hverri veiðiferð verða til nýjar veiðisögur,“ nefnir Þóra Valný Yngvadóttir, félagsskona í Útgerðarfélaginu Árdísi. ÞÓRA VALNÝ OG RÓS með 12 punda maríulaxinn hennar Rósar. MARKAÐURINN/AÐSEND MYND ÞORSTEINN J. með einn vænan í Vatnsdal. MARKAÐURINN/ AÐSEND MYND

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.