Fréttablaðið - 10.07.2008, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 10.07.2008, Blaðsíða 24
 10. júlí 2008 FIMMTUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 207 4.281 +0,99X% Velta: 1.363 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: ALFESCA 7,03 +0,14% ... Atorka 6,25 +3,14% ... Bakkavör 26,00 +0,58% ... Eimskipafélagið 14,40 +0,70% ... Exista 7,01 +1,89% ... Glitnir 15,30 -0,33% ... Icelandair Group 16,65 0,00% ... Kaupþing 742,00 +1,64% ... Landsbankinn 23,15 +0,87% ... Marel 89,60 +1,36% ... SPRON 3,20 0,00% ... Straumur- Burðarás 9,88 +1,02% ... Teymi 1,96 -0,51 ... Össur 88,80 +0,57% MESTA HÆKKUN CENT. ALUM. +8,43% ATORKA +3,14% EXISTA +1,89% MESTA LÆKKUN TEYMI -0,51% GLITNIR -0,33% Alla daga frá10 til 22 800 5555 Bandaríska fyrirtækið Levi Strauss, sem fram- leiðir samnefnd föt úr gallafataefni, hagnaðist um litla eina milljón Bandaríkjadala á öðrum fjórðungi ársins. Þetta jafngildir tæpum 76 milljón- um íslenskra króna. Á sama tíma í fyrra nam hagn- aðurinn 46 milljónum dala og niðurstaðan því 98 pró- senta samdráttur á milli ára. Tekjur námu 936 milljónum dala sem er átta pró- senta samdráttur á milli ára. Talsverður munur er á milli markaðssvæða. Þá setti kostnaðarsöm innleiðing á nýju sölukerfi í Bandaríkjunum strik í reikninginn. „Markaðsaðstæður eru erfiðar,“ hefur Business- Week eftir John Anderson, forstjóra fataframleiðand- ans. - jab Færri í fötum Levi‘s Samtök evrópskra verkalýðsfé- laga gagnrýna Seðlabanka Evrópu (ECB) harðlega fyrir stýrivaxtahækkun. Vextirnir voru nýlega hækkaðir í 4,25 prósent. Bankinn berst við verðbólgu. Samtökin segja hins vegar að við núverandi aðstæður auki háir vextir líkur á að illa fari. Svart- sýni geti aukist og hún aftur leitt til aukins atvinnuleysis. Samtökin telja að viðfangsefnið sé ekki að þurrka upp peninga með háum vöxtum. Frekar ætti að beina þeim úr spákaupmennsku í arðbær verkefni. Þá þurfi nauðsynlegar endurbætur á umgjörð um alþjóðlega fjárfest- ingastarfsemi. - ikh Verkalýðsfélög gagnrýna ECB „Ég á stóra og fína fjölskyldu sem mér þykir vænt um. Mig langaði til að gefa henni hlut í fyrirtækinu,“ segir Jón S. von Tetzchner, forstjóri og annar stofnenda norska hugbún- aðarfyrirtækisins Opera Software. Jón gaf fyrir nokkru nánustu stórfjölskyldu sinni hér heima og í Noregi öll hlutabréf sín í eignar- haldsfélaginu Digital Venture. Félagið á 1,26 milljónir hluta í Opera Software, sem býr til og þróar vafra fyrir tölvur og ýmis tæki sem hægt er að tengja netinu. Það var skráð á markað í kauphöll- inni í Ósló í Noregi fyrir fjórum árum. Jón segir ákvörðunina hafa verið tekna fyrir ári en langan tíma hafi tekið að ganga frá málinu. Hann gat ekki sagt til um hvort ættingj- arnir þurfi að greiða skatt af gjöf- inni. Hann vildi hvorki segja hve- nær ættingjarnir fengu gjöfina né hversu margir þeir séu. „En fólkið mitt var ánægt með þetta.“ Gengi hlutabréfa í Opera Soft- ware hefur hækkað um 124 prósent síðustu tólf mánuði og stóð í gær í 24,7 norskum krónum á hlut. Miðað við það nemur verðmæti gjafarinn- ar um 460 milljónum íslenskra króna. Jón er sjálfur næststærsti hlut- hafinn og er hlutur hans metinn á 6,5 milljarða króna. - jab Gaf fjölskyldunni hálfan milljarð GERÐI ÆTTINGJANA GLAÐA Jón S. von Tetzchner vildi þakka fyrir sig og gaf skyldmennum hlutabréf í Opera Software fyrir tæpan hálfan milljarð. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Stjórn Tryggingamiðstöðvarinnar (TM) hefur ákveðið að flytja höfuðstöðvar sínar í gamla Mogga- húsinu í Aðalstræti að Síðumúla 24 í Reykjavík. Sigurður Viðarsson, forstjóri, segir í tilkynningu að í flutningnum felist mikið tækifæri til að veita viðskipta- vinum TM betri þjónustu. Aðgengið hafi verið ófull- nægjandi vegna skorts á bílastæð- um. Í Síðumúlanum sé aðgengi hins vegar gott. Stefnt er að því að starfsemi hefjist í Síðumúla um næstu áramót. Landic Property, sem er í eigu Stoða (áður FL Group) keypti fyrir skömmu höfuðstöðvar TM. Í nýju höfuðstöðvunum í Síðumúlanum eru Stoðir til húsa, sem á 99 prósenta hlut í TM. - jab TM flytur í Síðumúla „Að Ólafi Jóhanni gengnum er ljóst að Björgólfsfeðgar hafa styrkt sig enn frekar í Árvakri,“ segir Þor- björn Broddason, prófessor í félagsfræði. Fram kom í Markaðnum í gær að Ólafur Jóhann seldi Björgólfi Guð- mundssyni félagið Forsíðu og þar með 16,7 prósenta hlut sinn í Árvakri, seint á síðasta ári. Björgólfur Guðmundsson á 16,8 prósent í Árvakri í gegnum félagið Ólafsfell og á nú Forsíðu. Að auki á Straumur 16,7 prósent til viðbótar í gegnum félagið MGM. Þar ræður Björgólfur Thor Björg ólfsson mestu. Þeir feðgar ráða því 50,2 prósentum í Árvakri, Árvakur gefur út Morgunblaðið, 24 stundir og mbl.is. Þorbjörn segir að sterkari tök Björgólfsfeðga á Árvakri séu í takti við þá þróun sem orðið hafi í eign- arhaldi á fjölmiðlum. Viðskipta- blokkir ráði miðlunum. Baugsfjöl- skyldan sé ráðandi í 365 samsteypunni og Bakkavararbræð- ur eigi Viðskiptablaðið. Hver þessara blokka um sig er einnig ráðandi í bankaheiminum. Björgólfsfeðgar ráða Landsbank- anum, Baugsfjölskyldan Glitni og Bakkavararbræður Kaupþingi og Spron. - ikh Tök Björgólfsfeðga á Árvakri styrkjast STÆRSTI EIGANDI ÁRVAKURS Björgólf- ur Guðmundsson á ríflega þriðjung í Árvakri og saman ráða Björgólfsfeðgar yfir helmingi í félaginu. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Stuart Rose, forstjóri bresku verslanakeðjunnar Marks & Spencer, hlaut stuðning fyrir end- urkjöri stjórnarformanns versl- unarinnar á hluthafafundi í gær. Ágreiningur var um það hvort Sir Rose væri stætt á að sitja í tveimur stólum í einu enda veiti það honum fullmikil völd. Neikvætt viðhorf gagnvart Rose endurspeglaðist í niðurstöðu kosn- inganna en 22 prósent hluthafa voru mófallin því að hann vermdi báðar stöður. Sex prósent kaus gegn honum en sextán prósent hluthafa sátu hjá. Breska ríkisút- varpið bendir á að alla jafna sé aðeins tvö prósent hluthafa sem kjósi gegn sitjandi stjórnendum í Bretlandi. - jab Rose enn formaður SIR STUART ROSE Forstjóri Marks & Spencer var í gær endurkjörinn stjórnar- formaður verslunarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP Forstjóri Intrum segir van- skil fara vaxandi. Fleiri mál endi í lögfræðiinnheimtu en áður. Dráttarvextir hækkuðu um mánaðamótin og hafa ekki verið hærri frá árinu 1991. Forstjórinn segir dæmi um að hjá sum- um geti dráttarvextir verið skásta fjármögnun sem völ er á. Starfsmönnum Intrum fjölgar um þessar mundir. „Í sumum tilvikum þá kynnu skuld- arar að forgangsraða með hliðsjón af vaxtakostnaði. Dráttarvextir gætu í einhverjum tilvikum verið ódýrasta fjármögnun sem menn eiga völ á, ekki síst við núverandi aðstæður. Menn sleppa til að mynda við lántökugjald, en í slíkri fjár- mögnun er fólgin ákveðin. Háir dráttarvextir eru örugglega ekki til bóta fyrir þá sem verst hafa það,“ segir Sigurður Arnar Jónsson, for- stjóri Intrum á Íslandi. Dráttarvextir hækkuðu um mán- aðamótin, í 26,5 prósent. Greining- ardeild Kaupþings segir að eftir breytingar á útlánsvöxtum banka og sparisjóða á fyrri hluta ársins í kjölfar stýrivaxtahækkana, hafi yfirdráttarvextir og raðgreiðslu- samningar á kreditkortum í sumum tilvikum farið upp fyrir dráttar- vexti. Greiningardeildin bendir jafn- framt á að dráttarvextir hafi ekki verið svona háir síðan í nóvember 1991, þegar þeir voru 27 prósent. Þá hafi þeir verið 20 prósent eða hærri í þrjú og hálft ár. Dráttarvextir af einni milljón króna nema ríflega 22 þúsundum á mánuði. Á einu ári yrðu dráttar- vextir af sömu milljón ríflega 260 þúsund krónur. Sigurður Arnar telur eðlilegt að dráttarvextir séu lagðir á. Í þeim felist hvati fyrir fólk að greiða skuldir sínar í tíma. „Auk þess eru þetta skaðabætur til kröfueigend- anna, sem stóðu við sitt í upphafi, en fá svo ekki endurgjaldið á umsömdum tíma.“ Nýjustu tölur Fjármálaeftirlits- ins sýna að vanskil við innlána- stofnanir fóru vaxandi á fyrsta árs- fjórðungi, þótt þau séu ekki mjög mikil, 0,8 prósent hjá einstakling- um og 0,5 prósent hjá lögaðilum. Sigurður Arnar segir að kröfum í innheimtu hafi fjölgað mikið und- anfarið. Bætt hafi verið við starfs- fólki hjá Intrum, meðal annars vegna aukins álags. Nú gangi verr en áður að innheimta kröfur á öllum stigum. „Svo fara fleiri mál en áður í lögfræðiinnheimtu.“ Sigurður Arnar segir rannsóknir sýna að skuldurum megi skipta í nokkra hópa. Flestir séu þeir sem meðvitað láti kröfur fara í vanskil, ríflega þriðjungur skuldara. „Séu dráttarvextir of lágir, þá reyni sá hópur hagnast á því.“. Annar stór hópur trassi að greiða eða gleymi kröfum. „Fólk fer kannski í sumar- frí en gleymir að borga reikning,“ segir Sigurður. Þriðji hópurinn séu þeir sem ekki hafi greiðslugetu til að standa undir kröfum og þeir sem ekki virðast vilja greiða skuldir sínar. Seðlabankinn ákveður dráttar- vexti samkvæmt lögum frá Alþingi. Þeir eru ákveðnir tvisvar á ári og nema stýrivöxtum að viðbættu ell- efu prósentustiga álagi. ingimar@markadurinn.is Dráttarvextir í sumum tilvikum ódýrari en lán FJÖLSKYLDAN Á STRÖNDINNI EN REIKN- INGARNIR HEIMA Dæmi eru um að fólk fari í frí en „gleymi“ að borga reikn- inga sem síðan fara í vanskil. Forstjóri Intrum segir að kröfum í innheimtu fari fjölgandi. Dráttarvextir hækkuðu um mánaðamót og hafa ekki verið hærri í sautján ár. NORDICPHOTOS/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.