Fréttablaðið - 12.07.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 12.07.2008, Blaðsíða 10
10 12. júlí 2008 LAUGARDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 219 4.217 -0,81% Velta: 2.118 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 7,00 -0,43% ... Atorka 6,12 -1,29% ... Bakkavör 25,10 +1,56% ... Eimskipafélagið 14,30 0,00% ... Exista 6,69 -2,62% ... Glitnir 15,05 -0,66% ... Icelandair Group 16,45 -0,90% ... Kaupþing 733,00 -0,81% ... Landsbankinn 22,80 -1,30% ... Marel 89,30 -0,56% ... SPRON 3,25 0,00% ... Straumur-Burðarás 9,70 -0,92% ... Teymi 1,95 -0,51 ... Össur 87,90 0,00% MESTA HÆKKUN CENTURY ALUM. +3,72% BAKKAVÖR +1,56% MESTA LÆKKUN EIK BANKI - 6,97% FÆREYJABANKI -2,76% EXISTA -2,62% Greining Landsbanka gerir ráð fyrir að Landsbanki og Kaupþing þurfi samtals að afskrifa um sjö- tíu milljarða króna á þessu ári og næsta. Afskriftir í ár verði um þrisvar sinnum meiri en í fyrra. Sama á við um Glitni. Samkvæmt upplýsingum frá greiningardeild Kaupþings er gert ráð fyrir fjór- tán milljarða afskriftum, tæp- lega þrisvar sinnum meira en í fyrra. „Það eru tvær ástæður fyrir þessum afskriftum,“ segir Grét- ar Már Axelsson, sérfræðingur hjá greiningu Glitnis. „Annars vegar eru bankarnir að koma út úr góðæristímabili þar sem afskriftir hafa verið í sögulegu lágmarki. Það mikla tap sem hefur verið á hlutabréfamarkaði og lækkun krónunnar gerir það að verkum að afskriftir aukast mjög hratt og mun hraðar en menn sáu fyrir,“ segir hann. Grétar segir afskriftirnar að mestu vegna aukinna skulda íslenskra fyrirtækja og einstakl- inga. „Margir urðu fyrir áfalli vegna gengislækkunar,“ segir hann. Greining Glitnis býst við því að afskriftir Landsbankans verði 19 milljarðar króna í ár. Bankinn afskrifaði sjö milljarða í fyrra. Því er ljóst að þær næstum þre- faldast í ár. Auk þess er talið að Landsbankinn þurfi að afskrifa 17 milljarða á næsta ári. Greiningin spáir því að Kaup- þing afskrifi 16 milljarða króna í ár. Kaupþing afskrifaði sex millj- arða í fyrra. Því þrefaldast afskriftirnar líka þeim megin. Á næsta ári afskrifi Kaupþing átján milljarða króna til viðbótar. Greiningardeild Kaupþings segir að Glitnir hafi afskrifað um fimm og hálfan milljarð króna í fyrra. Nú er gert ráð fyrir um þrisvar sinnum meiri afskrifum; fjórtán milljörðum króna. Greining Glitnis spáir því að úrvalsvísitalan endi í 4.000 stig- um í ár. Nú þegar árið er rúm- lega hálfnað stendur hún í um 4.200 stigum. Þetta er talsverð breyting frá hennar fyrri spám. Í byrjun ársins spáði hún því að úrvalsvísitalan myndi enda í 7.200 stigum í lok árs. Í apríl hafði spáin lækkað í 5.600 stig og er nú 4.000 stig. Spá Glitnis frá því í janúar hefur því lækkað um 45 prósent. Glitnir segir þó kaup- tækifæri í Bakkavör og Marel Food Systems. „Afkomuhorfurnar fyrir árið 2008 hafa verið að versna þegar liðið hefur á árið. Þetta á bæði við um grunnafkomu fjármálafyrir- tækja sem og önnur rekstrar- félög,“ segir Valdimar Halldórs- son, hagfræðingur í greiningu Glitnis. annas@markadurinn.is Búist við tugmilljarða afskriftum bankanna Búist er við því að Glitnir, Landsbanki og Kaupþing afskrifi að minnsta kosti áttatíu og fjóra milljarða króna á þessu ári og næsta. Helsta ástæðan sé skuldir fólks og fyrirtækja, vegna lækkunar hlutabréfaverðs og á gengi krónunnar. SPÁ FYRIR UM AUKNAR AFSKRIFTIR Greining Glitnis telur afkomuhorfur versna. MARKAÐURINN/HEIÐA Glitnir banki hefur selt tíu prósenta eignarhlut í Eignarhaldsfélaginu Fasteign hf. Glitnir hefur verið stærsti hluthafinn í félaginu ásamt Reykjanesbæ. Glitnir hefur farið með 25 prósenta hlut en selur nú 10 prósent af honum til Eik Properties. Glitnir á helming í Eik Properties á móti Saxbygg ehf., félags í eigu Jóns Helga Guðmundssonar. Aðrir hluthafar eiga forkaupsrétt í Fasteign og eru mörg sveitarfélög þar á meðal eins og Reykjanesbær, Vogar og Vestmannaeyjar. Hluthafar hafa nú þrjá mánuði til að ákveða hvort þau ætli sér að nýta forkaupsrétt sinn. Í eignasafni Fasteignar eru rúmlega 70 eignir af ýmsum gerðum og stærðum, samtals um 110.000 fermetrar. -as Glitnir selur í Fasteign Miklar vangaveltur hafa verið um það hvort sænski bankinn, Swed- bank, verði að afla sér nýs eigin fjár, jafnvel fyrir allt að tíu millj- arða sænskra króna. „Við þurfum ekki aukið eigið fé,“ segir Johannes Rudbeck fram- kvæmdastjóri fjárfestatengsla hjá Swedbank í viðtali við CNN. Hann bætir því við að bankinn sé ágæt- lega fjármagnaður. Margir fjárfestar telja hins vegar að kólnun í Eystrasaltslönd- unum geti haft slæm áhrif á rekstr- arafkomu bankans. Hagvöxtur hefur dregist hratt saman og er það talið geta haft slæm áhrif á bankann. Um 30 prósent af tekjum hans hafa komið frá svæðinu frá árinu 2005. Rudbeck segir að bankinn reikni með að tapa 0,5-0,7 prósentum af viðskiptum sínum í Eystrasalts- löndunum. Fjárfestar telja það vanmat og óraunhæft. Nær sé að reikna með að tapið nemi einu til þremur prósentum. Goldman Sachs gaf nýlega út spá þar sem spáð var að hagnaður bankans muni dragast saman um 30 prósent á þessu ári. Swedbank er sjötti verðmætasti bankinn á Norðurlöndum og hafa bréf í bankanum fallið um tæplega 60 prósent á síðastliðnu ári. - bþa Svíar í vandræðum ERFIÐLEIKAR SWEDBANK Talið er að sænski bankinn Swedbank hafi tapað einu til þremur prósentum af kröfum sínum í Eystrasaltslöndunum. MARKAÐURINN/SWEDBANK Greiningardeild Landsbankans gerir ráð fyrir minni verðbólgu- hraða og að verðbólga aukist um 0,5 prósent í júlí. Deildin býst við 13,1 prósents verðbólgu á ársgrundvelli í mánuðinum og að hún nái hámarki í ágúst og nái hámarki í haust, verði rúm fjórtán prósent. Greining Glitnis hefur aftur á móti spáð því að verðbólguhraðinn aukist, vísitala neysluverðs hækki um 1,6 prósent í mánuðinum. Tólf mánaða verðbólga verði 14,3 prósent í þessum mánuði og 15,6 prósent í ágúst. Verðbólgan jókst um 0,9 prósent í síðasta mánuði, samkvæmt mælingu Hagstofunn- ar. - ikh Spá minnkandi verðbólguhraða Roskilde Bank hefur farið mikinn í útlánum til fasteignamarkaðar- ins í Danmörku og oft og tíðum verið ansi djarfur í fjárfestingum sínum. Meðan árferðið var gott var stefna bankans árangursrík. Árið 2005 var Roskilde Bank til að mynda í 1. sæti yfir þá nor- rænu banka sem höfðu ávaxtað eigið fé sitt mest fyrir skatta á fyrstu níu mánuðum ársins. Eftir að fór að kreppa að á danska fast- eignamarkaðnum harðnaði á dalnum hjá Roskilde Bank. Bank- inn hefur reynt um tíma að afla nýs hlutafjár án árangurs. Nú hefur danski seðlabankinn hlaup- ið undir bagga og veitt Roskilde Bank ótakmarkað lán með því skilyrði að kaupandi finnist að bankanum. Nordea, Handels- banken og Svenska Handelsbank- en hafa verið nefndir sem hugs- anlegir kaupendur. Bréf Roskilde Bank hröpuðu um 57% í fyrstu viðskiptum gær- dagsins. Hann hefur því fallið um 87% á síðastliðnum 12 mánuðum. Seðlabanki Danmerkur vill ekki gefa það upp hvort það sé í augsýn að fleiri bankar muni hafa þörf fyrir viðlíka aðstoð og Rosk- ilde Bank. Roskilde Bank er annar bankinn sem danski seðlabankinn kemur til bjargar en ekki er langt síðan hann veitti Bank Trelleborg aðstoð. Þá hefur Forstædernes Bank gefið út afkomuviðvörun fyrir árið 2008 auk þess sem gengi bréfa Danske Bank hefur fallið um helming frá upphafi ársins 2007. - ghh Hrun hjá Roskilde Danski seðlabankinn veitir Roskilde Bank ábyrgðir. Lík- legt að fleiri bankar þurfi aðstoð seðlabankans. Ísland auðmannanna Fregnir af þyrlunotkun auðmanna, þar sem skotist er í pylsukaup í Baulu í Borgarfirði eða skutlast með steypu í bústaðinn við Þingvallavatn, hafa óneitanlega vakið mikla athygli að undanförnu og undrun, enda eru slík flottheit fremur kennd við 2007 en 2008 í daglegu tali fólks. Þótt ekki telji allir auðmenn nauðsynlegt að auglýsa ríkidæmi sitt með jafn áberandi hætti, er ljóst að talsverð breyting hefur orðið á Íslandi hin síðari ár með auknum og sýnilegri efnamun. Í því ljósi hlýtur væntanleg bók Guðmundar Magn- ússonar sagnfræðings að vekja athygli, en í henni verður fjallað um íslensku efnastéttirnar og þær miklu breytingar sem orðið hafa á íslensku þjóðfélagi frá því að það var almenn tilfinning fólks að hér á landi væri vart nokkur stéttamunur af því tagi sem þekktist erlendis og lífskjör jafnari en í öðrum löndum. Guðmundur hefur áður kannað svipaðar lendur, til dæmis með bók sinni um Thorsarana, sem seldist eins og heitar lummur um árið. Gæti hér ekki verið komin metsölubókin í ár? Óvenjulegt starf Heldur óvenjuleg starfsauglýsing birtist í blöðunum í gær frá sjónvarpsstöðinni ÍNN, þar sem auglýst er eftir markaðs- og kynningarstjóra. Auk alls þess sem sá titill gefur til kynna að felist í starfinu, er tekið fram að viðkom- andi þurfi að vera búinn undir að farða stjórnendur og gesti, stjórna eigin þætti, vaska upp og verða almennt skemmtilegur og í góðu skapi. Laun fyrir þetta eru sögð „örugglega breytileg“. Við spáum metfjölda umsókna. Peningaskápurinn … „Meginskýringin er sú að ég er óánægður með það verð sem stjórn Spron leggur upp með í innlimunarferlinu við Kaupþing,“ segir Rögnvald Othar Erlingsson. Hann hefur sagt sig úr varastjórn Spron. Hann segir að úrsögnin sé ein leið til þess að tjá þá skoðun sína að hann sé ósammála stjórn Spron um þetta. Hann segir jafnframt að fleiri ástæður liggi að baki uppsögninni. „Ég vil ekki fara nánar ofan í það. Þetta er fyrsta og stærsta málið. Það mætti segja ýmislegt fleira ástæður mínar,“ segir Rögnvald. Birkir Baldvinsson hafði áður sagt sig úr varastjórn. Ástæða þess er ókunn. Stjórnir Spron og Kaupþings hafa komið sér saman um að Kaupþing taki yfir Spron. Verðið er markaðsverð í Spron 30. júní, að viðbættu fimmtán prósenta álagi. Það gerir 3,38 krónur á hlut; 60 prósent greiðslunnar eru í formi hlutabréfa í Exista og restin í hlutum í Kaupþingi. Samruninn er háður samþykki hluthafafundar í Spron sem verður haldinn í byrjun næsta mánaðar, auk sam- þykkis Fjármálaeftirlitsins og Samkeppniseftirlitsins. Því má halda til haga að Guðmundur Hauksson, forstjóri Spron, situr í stjórn Exista. Erlendur Hjaltason, stjórnarformaður Spron, er forstjóri Exista. - ikh ÓÁNÆGJA MEÐ VERÐIÐ Á SPRON RÉÐ ÚRSÖGNINNI GUÐMUNDUR HAUKSSON Forstjóri Spron hefur talað fyrir sameiningu við Kaupþing. Rögnvald Erlingsson hefur sagt sig úr varastjórn Spron vegna óánægju með þau kjör sem hluthöfum Spron bjóðast í skiptunum. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.