Fréttablaðið - 12.07.2008, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 12.07.2008, Blaðsíða 22
[ ] Borið hefur á því undanfarið að dekkjum og felgum bíla hafi verið stolið en ýmislegt er hægt að gera til þess að koma í veg fyrir þess háttar uppákomur. „Við erum með læsingarrær og -bolta,“ segir Arnar Tryggvason, sölustjóri N1 í Fellsmúla. „Þetta virkar þannig að á hverju hjóli á bílnum er skipt út bolta og rám og settar rár sem eru afmyndaðar svo það pass- ar bara upp á þær sérstakur lykill sem fylgir settinu. Á boltanum er sérstakt mynstur sem bara þessi lykill passar á.“ Arnar segir að ekki sé hægt að nálgast lykil að sett- inu auðveldlega og að fá eins sett séu búin til og dreif- ast víða um heim. Hann segir það þó hafa komið fyrir að lyklar týnist. „Við höfum í flestum tilvikum getað útvegað nýjan lykil,“ segir hann og bætir við að það sé krafa af hálfu N1 að viðskiptavinurinn geti sýnt fram á lásbolta og -ráaeign sína. Að sögn Arnars hefur ótrúlega lítið verið spurt um þessi sett í vor þótt fréttir hafi borist af felguþjófnuð- um. „Fyrst á vorin hefur vanalega verið spurt um þetta því þá er oft alda af þjófnuðum undan bílum en það hefur verið ótrúlega lítið núna.“ Aðrar leiðir eru einnig færar til þess að verja bílinn gegn felgu- og dekkjaþjófum. „Við eigum til þjófa- varnir sem hægt er að tengja inn á hallanema,“ segir Guðmundur Ragnarsson, eigandi Nesradíó. „Kerfið virkar þannig að um leið og búið er að setja það á og einhver reynir að tjakka bílinn upp þá fer það í gang.“ Guðmundur upplýsir að um leið og hallinn á bílnum breytist um minnstu gráðu fari kerfið í gang. Hann segir að hallanemaþjófavörnin sé hluti af stærra þjófa- varnarkerfi og viðbót við það. „Það hefur verið spurt aðeins um þetta kerfi eftir að stolið var frá Páli Stefánssyni ljósmyndara,“ segir Guð- mundur og bætir við að fáir séu þó með hallavörnina eins og er. martaf@frettabladid.is Varnir gegn felguþjófum Arnar Tryggvason segir þá selja læsingarrær og -bolta til að verja felgurnar fyrir þjófum. FR ÉTTA B LA Ð A Ð /A U Ð U N N FR ÉT TA B LA Ð A Ð /A U Ð U N N Hekla, umboðsaðili Volkswagen á Íslandi, býður nú upp á marga metanbíla og eru horfur á að úrval þeirra fari vaxandi. Guðmundur Ragnarsson býður upp á þjófavarnar- kerfi með hallanema. KERRUÖXLAR Í ÚRVALI og hlutir til kerru- smíða Vagnhöfða 7 110 Reykjavík Sími: 517 5000 í dag klukkan 13.00 við Kvartmílubrautina Kapelluhrauni. www.kvartmila.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.