Fréttablaðið - 12.07.2008, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 12.07.2008, Blaðsíða 36
● heimili&hönnun Steampunk, eða gufupönk, er upphaf- lega heiti á fantasíuveröld sem á sér hvorki stað í framtíð né fortíð og birt- ist fyrst í skáldsögum á 9. áratugnum. Sögurnar eiga það allar sameiginlegt að gerast á Viktoríutímabilinu á Englandi, en eru þó settar fram í einhvers konar vísindaskáldsögustíl þar sem tækni spilar stórt hlutverk og þá oftast í formi gufuknúinna véla. Stafræn tækni er víðs fjarri þótt mikið af hlutunum vinni og virki eins og stafrænar vélar gera um þessar mundir. „Heilmargar sögur og teiknimynda- sögur hafa verið skrifaðar í þessum stíl og eins hefur eitthvað af steampunk- kvikmyndum verið gerðar. Sú þekkt- asta er japanska teiknimyndin Steam- boy eftir sama leikstjóra og gerði Akria,“ segir Sveinn Ólafur Lárusson, starfsmaður hjá versluninni Nexus, og vísar þar í leik- stjórann Katsuhiro Ôtomo. Hollywood hefur einn- ig reynt við gufupönk- stílinn eins og sést af kvik- myndunum Wild Wild West (1999) og League of Ex- traordinary Gentlemen (2003). „Myndin Mutant Chronicles sem kemur seinna út á þessu ári er al- gerlega í steampunk-stíl. En steampunk fæst oftast við það að í framtíðinni förum við aftur til fortíðar, jafnvel eftir einhvers konar heimsendi, til dæmis kjarnorkustríð eða eitthvað þvíumlíkt,“ segir Sveinn. Gufupönk-stíllinn hefur líka teygt anga sína yfir í veruleikann og lifir þar góðu lífi. Gotharar og pönkarar hafa tekið hann upp á sína arma og klæða sig gjarnan í gufupönk-stíl, þar sem lífstykki og pípuhattar frá Viktoríu- tímanum eru í aðalhlutverki. Á vefsíð- unni www.etsy.com, þar sem handverk er selt, er ótrúlegt magn af gufupönk- skartgripum sem rokseljast. „Steamp- unk hefur helst birst í fatastíl, en það er að aukast að fólk sé að færa steampunk yfir í umhverfi sitt,“ segir Sveinn. Gamalt úrverk, tannhjól, gull og hlýir litir einkenna stílinn, hvort heldur í fatn- aði, skarti eða húsgögnum og -munum, og framkalla framtíðarlega fortíð eða fortíðarlega framtíð, sem er helsta ein- kennið eins og áður sagði. Einnig hafa skrifstofuhúsnæði verið gerð upp í gufupönk-stílnum, auk fartölva, far- síma, iPod-spilara og fleira. - keþ Fortíðin ráðandi í framtíðinni ● Gömul úrverk, tannhjól, gull og gufuknúnar vélar eru helstu einkenni steampunk, eða gufupönks, stíls sprottnum upp úr skáldskap frá 9. áratugnum sem teygir anga sína yfir í raunveruleikann. Skrifstofuhúsnæði tölvuleikjafyrirtækisins Three Rings er allt í anda gufupönks og er hannað af fyrirtækinu Because we Can. Fartölva sem hefur hlotið sömu meðferð. iPod sem hefur verið gufu- pönkaður og virðist knúinn af tann- hjólum. Skrifstofuhúsnæði tölvuleikjafyrirtækisins Three Rings er allt í anda gufupönks og er hannað af fyrirtækinu Because we Can. Á tónlistar- og listahátíðinni Coachella í Kaliforníu var þessu skemmtilega tré í gufupönk-stíl komið fyrir á miðju tónleikasvæðinu. Hálsmen frá Mad art jewlery á www. etsy.com. Tann- hjólið er mjög í anda gufu- pönksins. Johnny Depp í kvikmyndinni Sleepy Hollow eftir Tim Burton, sem er undir augljósum áhrifum frá þessum stíl. Fuglahús sem hefur verið skreytt í gufupönk-stíl. Gull og mynstur frá Viktoríutímabilinu einkenna stíl- inn. Húsið fæst á www.etsy.com. Japanska teiknimyndin Steam- boy er frægasta myndin sem gerð hefur verið í gufupönk- stílnum, sem nýtur gríðarlegra vinsælda í Japan. Að sögn Sveins Ólafs Lárussonar, starfsmanns hjá Nexus, hefur gufupönk helst sést í fatatísku en er að verða meira áberandi inni á heimilum og í atvinnuhúsnæði. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON N O RD IC PH O TO S/ G ET TY Gufupönkaður Svarthöfði. 12. JÚLÍ 2008 LAUGARDAGUR10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.