Fréttablaðið - 12.07.2008, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 12.07.2008, Blaðsíða 62
38 12. júlí 2008 LAUGARDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 PERSÓNAN Saga Sigurðardóttir Aldur: 21 árs. Starf: Framtíðar- ljósmyndari. Fjölskylda: Kærastinn heitir Erling Egilsson. Foreldrar: Sigurður Árni Þórðarson, prestur í Neskirkju, og Hanna María Pétursdóttir, guðfræð- ingur og kennari. Búseta: 101 miðbær. Stjörnumerki: Vog. Saga er upprennandi ljósmyndari og er á leið í nám í London College of Fashion í haust. Hún hefur vakið mikla athygli fyrir ljósmyndir sínar hér heima. LÁRÉTT 2. að lokum, 6. tveir eins, 8. þyrping, 9. dýrahljóð, 11. samanburðartenging, 12. ull, 14. virki, 16. verslun, 17. atvik- ast, 18. drulla, 20. frá, 21. faðmlag. LÓÐRÉTT 1. ákaflega, 3. kúgun, 4. kvarta, 5. persónufornafn, 7. dráttur, 10. kusk, 13. framkoma, 15. róa, 16. hryggur, 19. ullarflóki. LAUSN LÁRÉTT: 2. loks, 6. ff, 8. kví, 9. urr, 11. en, 12. reyfi, 14. skans, 16. bt, 17. ske, 18. aur, 20. af, 21. knús. LÓÐRÉTT: 1. ofur, 3. ok, 4. kveinka, 5. sín, 7. frestun, 10. ryk, 13. fas, 15. sefa, 16. bak, 19. rú. „Sirkusinn kemur með Norrænu til landsins og tekur allt með sér nema fílinn. Hann hefði þurft að dvelja átta vikur í Hrísey og það er bara allt of mikið mál,“ segir Björgvin Rúnarsson hjá 2B Company sem stendur fyrir komu Agora-sirkussins til Íslands 26. ágúst næstkomandi. „Agora er einn frægasti sirkus í evrópu og fagnar tuttugu ára starfsafmæli sínu um þessar mundir. Norskir eigendur sirk- ussins höfðu mikinn áhuga á að koma með hann til landsins og eftir að þau fengu styrk frá norska ríkinu í vor verður það að veruleika, en flutningarnir sjálf- ir til landsins kosta um sex millj- ónir,“ útskýrir Björgvin. „Aðal- málið verður að ferðast um þjóðvegina því þau koma með 150 metra vagnalest sem þau munu ferðast á um landið,“ bætir hann við, en sirkusinn mun sýna á fimm stöðum víðs vegar um landið og enda á plani Smára- lindar. „Fyrir utan eigendurna sjálfa eru þetta allt sígaunar sem gista í vögnunum sem þau ferðast í milli staða og nota til að mynda girðingu með því að leggja þeim hringinn í kringum sirkustjaldið á hverjum viðkomustað. Tjaldið sjálft er risastórt og bæði upp- hitað og vatnshelt, svo veðrið mun ekki skipta neinu máli,“ segir Björgvin og vill meina að aðgangseyrir verði innan skyn- samlegra marka. „Þetta er skemmtun sem öll fjölskyldan á að geta leyft sér að sjá, svo miðarnir verða ekki á neinu tónleikaverði,“ segir Björ- vin að lokum, en miðasala hefst eftir hálfan mánuð á midi.is. - ag Flytja inn allt nema fílinn „Þetta er Elín Hirst þeirra á austurströnd Bandaríkjanna,“ segir matreiðslumeistarinn Sigurður Hall – Siggi Hall. Siggi fór ásamt fjórum meistarakokkum til Washinton DC í byrjun júlí að kynna íslenskan mat. Af því tilefni var hann boðaður í viðtal hjá J.C. Hayward hjá CBS TV. „Ég hef farið til hennar og við vorum að ræða um íslenskan mat. Hún talaði um hvað henni þætti skyrið gott og úðaði því alveg í sig,“ segir Siggi. Kokkarnir voru að elda á veitingastöðum víðs vegar um borgina en þeirra stærsta verkefni var að sjá um matinn fyrir 2000 gesti Rammy´s-verðlaunanna sem eru að sögn Sigga „Óskarsverðlaunaafhending veitingahúsanna“. Siggi hafði þar umsjón með matseðlinum og bauð JC Hayward að mæta í þennan stóra kvöldverð. „Þar fékk hún lambakjöt og var alveg sjúk í það. Ég er búinn að lofa að senda henni lamb í haust,“ segir Siggi og mun sjónvarpsstjarnan vera að rifna úr spenningi. Siggi hefur kynnt íslenskan mat árum saman erlendis ásamt Baldvini Jónssyni. Hann segir enga kynningu á íslenskum mat hafa heppnast jafn vel og þá á Rammy´s. Hvort sem að kynning Sigga og félaga skili sér í rjúkandi sölu á íslenskum afurðum þá er það deginum ljósara að JC Howard er heilluð og bíður spennt eftir sendingu af nýslátruðu lambi frá Sigurði Hall. „She can´t wait,“ segir Siggi. „Hún var alltaf að segja „ó, Siggi, I can´t wait to get my lamb leg“.“ Sem þýðir á góðri íslensku: „Ó, Siggi ég get ekki beðið eftir að fá lambalærið mitt.“ - shs Siggi sendir sjónvarpsstjörnu lambakjöt MEÐ SJÓNVARPSSTJÖRNU Siggi og JC Hayward náðu vel saman og hann ætlar að senda henni nýslátrað lamb í haust. MYND/BALDVIN JÓNSSON 150 METRA VAGNALEST Agora-sirkusinn mun dvelja á Íslandi í þrjár vikur og ferðast um með 150 metra vagnalest. BJÖRGVIN RÚNARSSON Færir Íslending- um sirkus í ágúst. VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8. 1. Fídel Smári 2. 1-2 fyrir Val 3. Guðmundur Þóroddsson Ragnar Bjarnason verður 75 ára á næsta ári og má búast við miklu húllumhæi enda er Raggi sá söngv- ari Íslands sem einna lengst hefur haldið fullum dampi og vinsældum. Þorgeir Ástvaldsson, vinur Ragga og samstarfsmaður úr Sumargleð- inni, vinnur nú að heimildarmynd um Ragga ásamt dóttur sinni, Evu Rún. „Mér fannst löngu kominn tími til að gera þessum höfðingja skil,“ segir Þorgeir. „Hann hefur siglt ljúflega gegnum áratugina og er enn í fullu fjöri.“ Feðginin hafa elt Ragga á rönd- um undanfarin misseri og filmað hann við leik og störf. „Við erum að safna efni og sanka að okkur heim- ildum. Það er til gríðarlega mikið efni með honum og um hann og svo er fullt af fólki sem hefur sitt að segja um hann. Margir af hans sam- tíðarmönnum eru að týna tölunni svo það er ekki seinna vænna að gera þessa mynd. Það er nú bara gangur lífsins.“ Þorgeiri þykir mikið til Ragga koma. „Hann er eins við alla og maður finnur ekkert kynslóðabil í honum. Á ferðalögum finnur maður hvað hann á mikið í þjóðinni, allt frá unglingum í gamalt fólk sem man eftir honum í gamla daga lætur hrífast með. Raggi er er vel á sig kominn og hefur haldið röddinni. Það sem mest er um vert er að hann hefur enn gaman af þessu og er leitandi í músíkinni.“ Það er ekki mikil hjálp í Ragga sjálf- um þegar rifja þarf upp ártöl og smáatriði löngu liðinna atburða. „Sérgrein hans er, eins og alþjóð veit, að muna ekki textana, jafnvel við lög sem hann hefur sungið þúsund sinnum,“ segir Þorgeir og bætir við hlæj- andi: „En það er nú bara partur af hans fasi, textablöðin og hans hangandi hönd.“ Þetta er fyrsta mynd- in sem Þorgeir og Eva Rún gera. Stefnt er á að hún verði tilbúin í tíma fyrir stórafmælisdag Ragga, sem verður 75 ára 22. september árið 2009. gunnarh@frettabladid.is ÞORGEIR ÁSTVALDSSON: ELTIR HÖFÐINGJA Á RÖNDUM Toggi í Tempó gerir heim- ildarmynd um Ragga Bjarna Á MIKIÐ Í ÞJÓÐINNI OG ER EINS VIÐ ALLA Raggi Bjarna hóf ferilinn sem trommari og tekur enn reglulega í settið. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR FYLGIR VINIR SÍNUM Þorgeir Ástvaldsson gerir heim- ildarmynd um Ragga Bjarna. Hún verður tilbúin fyrir 75 ára afmæli kappans á næsta ári. VINNUR MEÐ PABBA Eva Rún, dóttir Þor- geirs, gerir myndina með pabba sínum. Lögreglan á Akureyri færði rekstr- arstjóra Vodafone á Norðurlandi til yfirheyrslu á fimmtudaginn vegna hangandi efnisbúta sem þóttu líkj- ast íslenska fánanum sem hanga uppi í verslun Vodafone á Glerártorgi á Akur- eyri. Honum var sleppt að loknum yfirheyrslum og enn hanga efnisbút- arnir uppi. Athygli vekur að lögreglan fyrir norðan tekur harðar á brotum á fánalögum en kollegar þeirra fyrir sunnan. Hafa Vodafone-menn velt því fyrir sér að kannski hafi það eitthvað með það að gera að Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæð- isins, var í nýbylgju rokksveitinni Fyrirbæri á sínum tíma og því ef til vill opnari fyrir smá pönki. Nú bíða menn spenntir eftir því hvers konar byggð verði við Kársnes í Kópavogi. Sá sem er einna spenntastur er athafnamaðurinn Eyþór Guðjónsson en hann ásamt fjár- sterkum aðilum hefur kynnt hugmyndir um glæsilega hafnar- byggð. Hugmyndir Eyþórs munu vera hvað vin- sælastar meðal íbúa á svæðinu en Eyþór býr sjálfur þar. Svo telst það ekki ónýtur bónus að Eyþór er góður vinur leikstjórans Quentins Tarantino og gæti hann vel sést þarna á vappi í framtíðinni. Gordon Ramsey er nú hér á landi. Hann skellti sér út á lífið á fimmtu- dagskvöldið ásamt fjórum breskum félögum sínum. Þegar Vegamótum var lokað lét Gordon ekki þar við sitja heldur fór hann í partí á Skúla- götu. Mikil stemning var í partíinu, svo mikil að lögregla var kölluð til vegna hávaða. - shs FRÉTTIR AF FÓLKI Óska eftir að kaupa enskt Lingafon námskeið Óska eftir að kaupa enskt Lingafon námskeið útgefi ð árið 1978, -79, -80. Útgáfuár bóka er skráð áberandi fremst í bókum. Upplýsingar í síma 865 7013 Björgvin Ómar Ólafsson Auglýsingasími – Mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.