Fréttablaðið - 13.07.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 13.07.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 SUNNUDAGUR 13. júlí 2008 — 189. tölublað — 8. árgangur VEÐRIÐ Í DAG ENN FLÝGUR HRAFNINN Ingvi Hrafn hættir sem vert við Langá eftir 30 ár og talar meðal annars um gegndarlaust óhóf í laxveiðinni. HELGARVIÐTAL 16 Þúsundir titla í boði á ótrúlegum verðum OPIÐ 11 - 19 ALLA DAGA VIKUNNAR ORKUMÁL Stóriðja á Íslandi mun nota tæplega tvöfalt meiri orku en hún gerir í dag innan nokkurra ára, verði öll áform um uppbyggingu að veruleika. Stóriðja notar í dag um 61 prósent af allri orku sem fram- leidd er hér á landi. Orkufyrirtæki hér á landi fram- leiða um 2.400 megavött af orku í dag. Nái virkjanaáform víða um land fram að ganga verður fram- leiðslan komin upp í 3.600 mega- vött innan nokkurra ára. Þegar þrjár virkjanir í neðri hluta Þjórsár, auk Búðarhálsvirkj- unar í Tungnaá, eru orðnar að veru- leika mun Landsvirkjun snúa sér að öðrum kostum. Friðrik Sophus- son, forstjóri Landsvirkjunar, segir að eðlilegt sé að fullnýta Þjórsár- og Tungnaársvæðið áður en virkjað verði annars staðar. Landsvirkjun íhugar mögulega virkjun í Tungnaá við Bjalla, ofan Sigöldu, segir Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar. Auk þess ætlar fyrirtækið í umfangsmiklar jarðvarmavirkjanir á Norðurlandi. Landsvirkjun mun ekki setja nein skilyrði um staðsetningu stóriðju sem kaupa vill orku frá virkjunum í neðri hluta Þjórsár, segir Friðrik. „Við stjórnum því ekki hvar atvinnustarfsemin er sett niður,“ segir Friðrik. „Landsvirkjun hugs- ar fyrst og fremst um að fá sem hæst og best verð fyrir framleiðslu sína og að það sé sem best tryggt.“ - bj / sjá síðu 8 Orkufyrirtæki áforma verulega aukningu í orkuframleiðslu á næstu árum: Orkusala til stóriðju tvöfölduð FÓTBOLTI „Þessi lið á Norðurlönd- unum eru alltaf að reyna að fá íslenska leikmenn fyrir ekki neitt.“ Þetta segir Jónas Kristins- son hjá KR sem vill að félög á Íslandi sameinist um að hækka verð á leikmönnum. „Íslensk félög þurfa að fara að spyrna við fótum,“ segir Jónas um þróunina. Birkir Már Sævarsson var seldur frá Val til Noregsmeistara Brann fyrir á milli 20 og 25 milljónir króna. Með hækkandi kostnaði íslenskra félagsliða vill Jónas fá meira. „Við eigum að fá 30 milljónir eða meira.“ - hþh /íþróttir 24 Íslenskir knattspyrnumenn: Eiga að kosta yfir 30 milljónir BIRKIR MÁR Nýjasti atvinnumaður Íslands hefði átt að kosta meira. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR [ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM MENNINGU OG LISTIR ] menning júlí 2008 FY LG IR Í D A G EFTIRMINNILEGUSTU SÖFNIN Íslenski safnadagurinn er í dag. Hvaða söfn skyldi fólk kunna best að meta? Hent í djúpu laugina Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, er óhræddur við að henda kjúklingum út í djúpu laugina. 26 12 SKÚRIR VÍÐA Í dag verður suð- vestan 5-10 m/s SV- og V-til, annars hægari vindur. Skýjað að mestu en helst bjart austan til. Víða rigning eða skúrir. Hiti á bilinu 10-18 stig, hlýjast á Austurlandi. VEÐUR 4 12 14 15 14 12 STJÓRNSÝSLA Sigfús Ólafsson, full- trúi Vinstri grænna í stjórn Þró- unarsamvinnustofnunar Íslands (ÞSSÍ), telur utanríkisráðuneytið nota stofnunina sem tæki í barátt- unni fyrir sæti í öryggisráði Sam- einuðu þjóðanna. Hann er ósáttur við vinnubrögð ráðuneytisins. Utanríkisráðuneytið stóð fyrir ráðstefnu á Barbados í mars og óskað var eftir að fulltrúar ÞSSÍ yrðu með í för. Yfirlýst markmið ráðstefnunnar var að efla þróun- araðstoð við þróunarríki á smá- eyjum í Karíbahafi. Sigfús telur hins vegar að höfuðtilgangur ferðarinnar hafi verið að afla atkvæða frá smáríkjunum fyrir kosningarnar í öryggisráðið. Kosningarnar fara fram í október og keppir Ísland við Austurríki og Tyrkland um tvö laus sæti í ráðinu. „Ég mótmælti kröftuglega þeirri ákvörðun að senda fulltrúa ÞSSÍ á ráðstefnuna,“ segir Sigfús. Hann telur veru ÞSSÍ á fundinum hafa leitt til þess misskilnings að stofnunin ætli sér að koma fram með þróunaraðstoð á svæðinu. Ekkert slíkt hafi verið ákveðið. Jón Skaptason, fulltrúi Sjálf- stæðisflokks í stjórn ÞSSÍ, segir ráðstefnuna hafa alið væntingar til Íslands um þróunaraðstoð á svæðinu. „Maður spyr sig hvers vegna þetta svæði var valið á þessum tímapunkti. Ljóst mátti vera fyrirfram að ÞSSÍ myndi ekki koma að þróunaraðstoð á þessu svæði,“ segir Jón. - kg, sgj / sjá síðu 6 Þróunaraðstoð fyrir atkvæði í öryggisráð Fulltrúi Vinstri grænna í stjórn Þróunarsamvinnustofnunar Íslands segir utan- ríkisráðuneytið nota stofnunina í kosningabaráttu fyrir sæti í öryggisráði Sam- einuðu þjóðanna. Íslendingar veki upp vonir ríkja um að fá þróunaraðstoð. INNI OG ÚTI Það rigndi í höfuðborginni í gær eftir marga sólríka daga að undanförnu. Fólk lét vatnsveðrið ekki á sig fá og var margt manna í miðborginni um miðjan dag í gær. Búast má við úrkomuveðri í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN GRIKKLAND Íbúi á grísku eyjunni Lesbos segist njóta mikils stuðnings í baráttu sinni fyrir að fá samkynhneigðar konur til að hætta að nota orðið „lesbía“. Hinn 69 ára gamli Dimitris Lambrou hefur krafist dómsúr- skurðar til að meina grískum sam- tökum samkynhneigðra að nota orðið „lesbía“, samkvæmt Der Spiegel. Hann segir íbúa eyjunnar mæta miklu skilningsleysi þegar þeir kynni sig erlendis sem lesbíur. Dimitris hefur þó ekkert á móti samkynhneigðum, að eigin sögn. Skáldkonan Saffó frá Lesbos, sem orti tilfinningaþrungin ljóð til annarra kvenna, er uppspretta notkunar samkynhneigðra á orðinu lesbía. Fjöldi lesbía sækir því Lesbos heim árlega. - sgj Vill endurheimta gamalt orð: Lesbosbúi ekki sáttur við lesbíur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.