Fréttablaðið - 13.07.2008, Page 1

Fréttablaðið - 13.07.2008, Page 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 SUNNUDAGUR 13. júlí 2008 — 189. tölublað — 8. árgangur VEÐRIÐ Í DAG ENN FLÝGUR HRAFNINN Ingvi Hrafn hættir sem vert við Langá eftir 30 ár og talar meðal annars um gegndarlaust óhóf í laxveiðinni. HELGARVIÐTAL 16 Þúsundir titla í boði á ótrúlegum verðum OPIÐ 11 - 19 ALLA DAGA VIKUNNAR ORKUMÁL Stóriðja á Íslandi mun nota tæplega tvöfalt meiri orku en hún gerir í dag innan nokkurra ára, verði öll áform um uppbyggingu að veruleika. Stóriðja notar í dag um 61 prósent af allri orku sem fram- leidd er hér á landi. Orkufyrirtæki hér á landi fram- leiða um 2.400 megavött af orku í dag. Nái virkjanaáform víða um land fram að ganga verður fram- leiðslan komin upp í 3.600 mega- vött innan nokkurra ára. Þegar þrjár virkjanir í neðri hluta Þjórsár, auk Búðarhálsvirkj- unar í Tungnaá, eru orðnar að veru- leika mun Landsvirkjun snúa sér að öðrum kostum. Friðrik Sophus- son, forstjóri Landsvirkjunar, segir að eðlilegt sé að fullnýta Þjórsár- og Tungnaársvæðið áður en virkjað verði annars staðar. Landsvirkjun íhugar mögulega virkjun í Tungnaá við Bjalla, ofan Sigöldu, segir Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar. Auk þess ætlar fyrirtækið í umfangsmiklar jarðvarmavirkjanir á Norðurlandi. Landsvirkjun mun ekki setja nein skilyrði um staðsetningu stóriðju sem kaupa vill orku frá virkjunum í neðri hluta Þjórsár, segir Friðrik. „Við stjórnum því ekki hvar atvinnustarfsemin er sett niður,“ segir Friðrik. „Landsvirkjun hugs- ar fyrst og fremst um að fá sem hæst og best verð fyrir framleiðslu sína og að það sé sem best tryggt.“ - bj / sjá síðu 8 Orkufyrirtæki áforma verulega aukningu í orkuframleiðslu á næstu árum: Orkusala til stóriðju tvöfölduð FÓTBOLTI „Þessi lið á Norðurlönd- unum eru alltaf að reyna að fá íslenska leikmenn fyrir ekki neitt.“ Þetta segir Jónas Kristins- son hjá KR sem vill að félög á Íslandi sameinist um að hækka verð á leikmönnum. „Íslensk félög þurfa að fara að spyrna við fótum,“ segir Jónas um þróunina. Birkir Már Sævarsson var seldur frá Val til Noregsmeistara Brann fyrir á milli 20 og 25 milljónir króna. Með hækkandi kostnaði íslenskra félagsliða vill Jónas fá meira. „Við eigum að fá 30 milljónir eða meira.“ - hþh /íþróttir 24 Íslenskir knattspyrnumenn: Eiga að kosta yfir 30 milljónir BIRKIR MÁR Nýjasti atvinnumaður Íslands hefði átt að kosta meira. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR [ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM MENNINGU OG LISTIR ] menning júlí 2008 FY LG IR Í D A G EFTIRMINNILEGUSTU SÖFNIN Íslenski safnadagurinn er í dag. Hvaða söfn skyldi fólk kunna best að meta? Hent í djúpu laugina Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, er óhræddur við að henda kjúklingum út í djúpu laugina. 26 12 SKÚRIR VÍÐA Í dag verður suð- vestan 5-10 m/s SV- og V-til, annars hægari vindur. Skýjað að mestu en helst bjart austan til. Víða rigning eða skúrir. Hiti á bilinu 10-18 stig, hlýjast á Austurlandi. VEÐUR 4 12 14 15 14 12 STJÓRNSÝSLA Sigfús Ólafsson, full- trúi Vinstri grænna í stjórn Þró- unarsamvinnustofnunar Íslands (ÞSSÍ), telur utanríkisráðuneytið nota stofnunina sem tæki í barátt- unni fyrir sæti í öryggisráði Sam- einuðu þjóðanna. Hann er ósáttur við vinnubrögð ráðuneytisins. Utanríkisráðuneytið stóð fyrir ráðstefnu á Barbados í mars og óskað var eftir að fulltrúar ÞSSÍ yrðu með í för. Yfirlýst markmið ráðstefnunnar var að efla þróun- araðstoð við þróunarríki á smá- eyjum í Karíbahafi. Sigfús telur hins vegar að höfuðtilgangur ferðarinnar hafi verið að afla atkvæða frá smáríkjunum fyrir kosningarnar í öryggisráðið. Kosningarnar fara fram í október og keppir Ísland við Austurríki og Tyrkland um tvö laus sæti í ráðinu. „Ég mótmælti kröftuglega þeirri ákvörðun að senda fulltrúa ÞSSÍ á ráðstefnuna,“ segir Sigfús. Hann telur veru ÞSSÍ á fundinum hafa leitt til þess misskilnings að stofnunin ætli sér að koma fram með þróunaraðstoð á svæðinu. Ekkert slíkt hafi verið ákveðið. Jón Skaptason, fulltrúi Sjálf- stæðisflokks í stjórn ÞSSÍ, segir ráðstefnuna hafa alið væntingar til Íslands um þróunaraðstoð á svæðinu. „Maður spyr sig hvers vegna þetta svæði var valið á þessum tímapunkti. Ljóst mátti vera fyrirfram að ÞSSÍ myndi ekki koma að þróunaraðstoð á þessu svæði,“ segir Jón. - kg, sgj / sjá síðu 6 Þróunaraðstoð fyrir atkvæði í öryggisráð Fulltrúi Vinstri grænna í stjórn Þróunarsamvinnustofnunar Íslands segir utan- ríkisráðuneytið nota stofnunina í kosningabaráttu fyrir sæti í öryggisráði Sam- einuðu þjóðanna. Íslendingar veki upp vonir ríkja um að fá þróunaraðstoð. INNI OG ÚTI Það rigndi í höfuðborginni í gær eftir marga sólríka daga að undanförnu. Fólk lét vatnsveðrið ekki á sig fá og var margt manna í miðborginni um miðjan dag í gær. Búast má við úrkomuveðri í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN GRIKKLAND Íbúi á grísku eyjunni Lesbos segist njóta mikils stuðnings í baráttu sinni fyrir að fá samkynhneigðar konur til að hætta að nota orðið „lesbía“. Hinn 69 ára gamli Dimitris Lambrou hefur krafist dómsúr- skurðar til að meina grískum sam- tökum samkynhneigðra að nota orðið „lesbía“, samkvæmt Der Spiegel. Hann segir íbúa eyjunnar mæta miklu skilningsleysi þegar þeir kynni sig erlendis sem lesbíur. Dimitris hefur þó ekkert á móti samkynhneigðum, að eigin sögn. Skáldkonan Saffó frá Lesbos, sem orti tilfinningaþrungin ljóð til annarra kvenna, er uppspretta notkunar samkynhneigðra á orðinu lesbía. Fjöldi lesbía sækir því Lesbos heim árlega. - sgj Vill endurheimta gamalt orð: Lesbosbúi ekki sáttur við lesbíur

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.