Fréttablaðið - 13.07.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 13.07.2008, Blaðsíða 2
2 13. júlí 2008 SUNNUDAGUR LÖGREGLUMÁL Tveir voru hand- teknir í gærkvöld eftir að hafa rænt leigubíl með því að ógna bílstjóranum með hníf. Þeim var sleppt eftir yfirheyrslu. Annar þeirra sem reyndi að ræna leigubílinn var handtekinn aftur stuttu síðar. Þá var hann í matvöruverslun og gerði tilraun til að ræna vörum. Við komuna á lögreglustöðina veittist drengurinn að lögreglu- manni og skallaði hann. Drengur- inn er innan við tvítugt að sögn lögreglu. Lögreglumaðurinn er með lítils háttar eymsli í andliti og á handlegg eftir átökin. - vsp Pjakkur skallaði löggu: Rændi leigubíl í Garðabænum FLATEYRI Margmenni var við afhjúpun bautasteins til minning- ar um Einar Odd Kristjánsson, fyrrverandi alþingismann. Steinninn var afhjúpaður á Sól- bakka við hátíðlega athöfn á Flat- eyri í gær. Bautasteinninn er þakkarvottur Samtaka atvinnu- lífsins og Alþýðusambands Íslands fyrir störf hans í þágu atvinnulífs á Íslandi en samtökin standa í sameiningu að bauta- steininum. Geir H. Haarde forsætisráð- herra flutti ávarp við athöfnina. Í ræðu sinni talaði hann um nýtt átak sem byggist á því að efla menningarlíf á landsbyggðinni. Hugmyndin er komin frá Einari Oddi og mun bera heitið Líf og list um landið. Einar Oddur var að sögn Geirs mikill áhugamaður um menningu og var honum sér- staklega hugleikin sígild tónlist. Fjölmenni var við athöfnina og þar á meðal stór hluti ráðherra- liðs ríkisstjórnarinnar. Margir þakka Einari Oddi gerð þjóðarsáttarsamninganna árið 1990 en hann var þá formaður Vinnuveitendasambands Íslands. Einar Oddur varð bráðkvaddur 14. júlí á síðasta ári. Hann sat á þingi frá 1995 fyrir Vestfjarða- kjördæmi og síðar Norðvestur- kjördæmi til dauðadags. Eftir athöfnina héldu Kristinn Sigmundsson söngvari og Jónas Ingimundarson píanóleikari tón- leika í minningu Einars Odds Kristjánssonar. - vsp Bautasteinn til minningar um Einar Odd Kristjánsson var afhjúpaður á Flateyri í gær: Lífi og list um landið hrundið af stað AFHJÚPUN BAUTASTEINSINS Hér sjást Gunnar Ingi Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, og Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari afhjúpa bautastein til minningar um Einar Odd Kristjánsson. MYND/ÞORSTEINN J. TÓMASSON JÖKULSÁRLÓN Sirin Johansen tók nokkra sundspretti í Jökulsárlóni á dögunum. Sirin er frá Tromsö í Noregi og er félagi í Hafbaðs- félaginu „Íshúð“ í heimabæ sínum. Hún syndir reglulega í köldum sjónum á veturna. Að sögn Sirin var lónið í meðal lagi kalt og henni þótti ekkert tiltökumál að taka nokkur sundtök framhjá jöklum Jökuls ár- lóns. Jökulsárlón er frægt fyrir nokkrar eftirminnilegar kvik- myndasenur. Lónið kom fyrir í James Bond-kvikmyndunum A View to a Kill og Die Another Day. Í þeirri síðarnefndu er mjög eftirminnilegur bílaeltingaleikur sem á sér stað á lóninu. - vsp Synti á slóðum James Bond: Lítið mál að synda í lóninu SIRIN JOHANSEN Hún synti á slóðum kvikmyndasögunnar í köldu lóninu. MYND/GUNNAR SLYS „Fyrir mér leit þetta út fyrir að vera fall úr um það bil fimm til sex metra hæð,“ segir Hafsteinn Gunnar Hauksson, nítján ára pilt- ur sem slasaðist í fyrrakvöld eftir að hafa fallið úr leiktæki í Adrena- língarðinum á Nesjavöllum. „Ég lendi á grasi fyrir neðan og finn fyrst mjög mikinn sársauka. Hann dofnaði þó stuttu á eftir og ég hélt að ég væri bara nefbrotinn og ætlaði að reyna halda áfram að skemmta mér með félögum mínum sem þarna voru,“ segir Hafsteinn. Hann komst þó fljótlega að því að hann var of slasaður til að geta haldið skemmtuninni áfram og þótt ekki hafi sjúkrabíll verið hvaddur til ók einn starfsmanna garðsins Hafsteini á sjúkrahús þar sem hlúð var að honum. Við læknisrannsókn kom í ljós að hann var handleggsbrotinn, nefbrotinn og rifbeinsbrotinn auk þess sem hann hafði marist á lunga. Tækið sem gaf sig í garðinum er kallað „fljúgandi íkorninn“. Í honum er fólk híft upp í nokkurra metra hæð á talíu og því snúið í hringi þegar það er komið í um tólf metra. Hafsteinn þakkar fyrir að hafa ekki fallið úr slíkri hæð enda má hann teljast sérlega hepp- inn með að hafa sloppið jafn vel og raun ber vitni eftir um sex metra fall. Hann segist telja að vír talí- unnar sem hann hékk í hafa sigið ögn áður en festingin gaf sig og hafi sá slinkur líkast til orðið til þess að hann féll ekki úr efstu stöðu tækisins. Benedikt Bóas Hinriksson, starfsbróðir Hafsteins, segist hafa verið síðasti maður á undan honum í tækinu. Hann segir að þegar hann hafi verið í tækinu hafi komið slinkur á línuna. „Það virt- ust allir hafa tekið eftir því nema umsjónarmaðurinn. Hann bauð mér bara að fara aðra ferð,“ segir Benedikt, sem væntanlega þakkar sínum sæla fyrir að hafa afþakkað boðið og hleypt félaga sínum að. Óskar Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri Adrenalíngarðsins, segir að lás sem festur er við lín- una sjálfa hafi gefið sig en nýlega var skipt um hann og virðist sem hann hafi ekki verið hertur nægi- lega vel. Hafsteinn segist ósáttur við að koma þríbrotinn út úr leiktæki sem ítrekað hafði verið að væri alveg öruggt. „Ég ætla fara yfir það með mér fróðari mönnum hvort ég fari fram á bætur,“ segir hann en ljóst er að hann verður frá vinnu á næstunni. Gylfi Thorlacius hæstaréttar- lögmaður, sem mikið hefur starf- að á sviði skaðabótaréttar, telur miklar líkur á að Hafsteinn eigi rétt á bótum vegna slyssins. Hafi fyrirtækið ábyrgðartryggingu muni hún sjá um greiðslu bótanna annars standi fyrirtækið sjálft straum af því. karen@frettabladid.is Féll um sex metra úr fljúgandi íkorna Ungur maður féll um sex metra úr leiktæki í Adrenalíngarðinum í fyrrakvöld. Félagi mannsins sem fór á undan í tækið segir óeðlilegan slaka hafa komið á línuna þegar hann var í tækinu en umsjónarmaður hafi ekki sinnt því. HAFSTEINN GUNNAR HAUKSSON Þríbrotinn eftir sex metra fall í Adrenalíngarðinum. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN Ég ætla fara yfir það með mér fróðari mönnum hvort ég fari fram á bætur. HAFSTEINN GUNNAR HAUKSSON LÍKAMSÁRÁS Karlmaður á fertugs- aldri var stunginn við skemmti- stað á Tryggvagötu í gærmorgun. Fórnarlambið var flutt á slysadeild Landspítalans og heilsast vel. Árásarmaðurinn var hins vegar handtekinn og er enn í haldi. Um eina stungu var að ræða á efri hluta líkamans, nálægt hálsi og slapp fórnarlambið, að sögn lögreglu merkilega vel. Ekki er vitað um ástæður árásarinnar. - vsp Hnífstunga á Tryggvagötu: Stunginn ná- lægt hálsinum Braga, ertu búin að fríka út? „Nei, og ég hef ekki verið í sambúð, lamin, skilin eða bæld.“ Braga Stefaný Mileris kláraði stúdentspróf frá Menntaskólanum Hraðbraut í gær aðeins 17 ára gömul. Í texta Bjartmars Guðlaugssonar „15 ára á föstu“ var viðkomandi á föstu, í sambúð og búin að fríka út við 17 ára aldur. Síðan lamin, skilin, bæld og komin í kút um tvítugt. LÖGREGLUMÁL Tveir jeppar skullu saman á Biskupstungnabraut við Kerið í Grímsnesi í gær. Í öðrum jeppanum voru auk ökumanns þrjú börn en í hinum jeppanum ökumaður og tveir farþegar. Ökumaður fyrrnefnda jeppans var ásamt börnunum þremur fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurlands til aðhlynningar en ekki var talið að um alvarlega áverka væri að ræða. Bílarnir komu úr gagnstæðum áttum og eru báðir óökufærir. Að sögn lögreglu fór betur en á horfðist. - vsp Jeppaárekstur við Kerið: Fjórir fluttir á sjúkrahús NOREGUR, AP Tveir fundust látnir á rokktónlistarhátíð í Suður-Noregi í gær og sex aðrir eru á spítala. Fórnarlömbin fundust inni í og í kringum strætisvagn á hátíðinni. Þau sex sem fundust lifandi voru flutt með þyrlu á næsta spítala. Bráðabirgðaskýrslur þaðan segja að kolmónoxíðeitrun gæti hafa verið ástæðan en sum þeirra sem fundust lifandi voru ekki með meðvitund. Öll fórnarlömbin voru norskir ríkisborgarar á þrítugs- og fertugsaldri að sögn lögreglu í Noregi. Rokkhátíðin er haldin í bænum Kvinesdal sem er 430 kílómetra suðvestur af Osló. - vsp Hörmulegt slys í Noregi: Tvö ungmenni fundust látin MIÐ-AUSTURLÖND, AP Nicolas Sar- kozy staðfesti í gær að viðræður Sýrlands og Líbanon um að opna sendiráð í landi hvort annars væru komnar vel á veg. Forseti Sýrlands, Bashar Assad, vildi ekki taka jafn djúpt í árina. Assad segir að hann og Michel Suleiman, forseti Líbanons, hafi rætt þetta tiltekna mál en það væri enn á umræðustigi og ákvarðanir um nokkra hluti ætti eftir að taka. Sarkozy virtist töluvert bjart- sýnni og sagði að þegar væri byrj- að að gera ráðstafanir en nokkrum lögfræðilegum spurningum væri ósvarað hvað Sýrland varðar. Það myndi hins vegar leysast. Suleiman, forseti Líbanons, tók í sama streng og Sarkozy. „Ég er mjög ánægður með gang mála,“ sagði hann. „Við viljum sendiherra- skipti og stjórnmálasamband við Sýrland.“ Sarkozy vonast til að sendiráðs- skiptin rói stöðuna í Mið-Austur- löndum. Hann sagðist ætla að heimsækja Damaskus, höfuðborg Sýrlands, í september vegna máls- ins en hefur ekki ákveðið nákvæma dagsetningu. Sýrland og Líbanon hafa ekki haft sendiráð hvort í landi annars síðan Líbanon fékk sjálfstæði árið 1943. - vsp Forseti Frakklands segir Sýrland og Líbanon opna sendiráð í landi hvort annars: Sýrlendingar ekki jafnbjartsýnir NICOLAS SARKOZY Hann er mjög bjart- sýnn á að stjórnmálasamband Sýrlands og Líbanon gangi eftir. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ÍTALÍA, AP Stytta af úlfynju sem öldum saman hefur verið eitt helsta tákn Rómaveldis er ef til vill ekki jafn gömul og talið var. Sérfræðingar sem kannað hafa styttuna undanfarið telja að hún sé frá miðöldum, en ekki frá etrúskum tíma, meira en þúsund árum fyrr, eins og talið hefur verið. Styttan er af úlfynju sem samkvæmt goðsögninni nærði tvíburana Rómulus og Remus, stofnendur Rómar, eftir að þeir höfðu verið bornir út. Beðið er niðurstaðna úr kolefnisrannsókn sem skorið gæti úr um aldur styttunnar. - gh Endurskoðaður aldur styttu: Úlfynja kannski ekki svo gömul ÚLFYNJUSTYTTAN Fyrir neðan má sjá Rómulus og Remus sjúga mjólk út spenum úlfynjunnar. NORDICPHOTOS/AFP SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.