Fréttablaðið - 13.07.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 13.07.2008, Blaðsíða 6
6 13. júlí 2008 SUNNUDAGUR MÓTMÆLI Fjórðu mótmælabúðir Saving Iceland hafa verið settar upp hjá Hellisheiðarvirkjun. Um þessar mundir á stækkun Hellisheiðarvirkjunar sér stað til að afla orku fyrir stærra álver á Grundartanga og eru búðirnar settar upp í tilefni af því. Um miðjan gærdag voru í kringum 50 manns komnir og búist við fleirum að sögn Snorra Páls Jónssonar Úlfhildarsonar, talsmanns Saving Iceland. „Það er engin dagsetning komin á það hvenær við hættum, fer bara eftir því hversu mikla orku við höfum,“ segir Snorri. - mmf Mótmælabúðir á Hellisheiði: Saving Iceland á Hengilssvæði WASHINGTON, AP Tony Snow, fyrrum blaðafulltrúi George W. Bush Banda- ríkjaforseta, lést úr ristil- krabbameini í gær, 53 ára. Snow var fyrsti stjórn- andi fréttaþátt- arins Fox News Sunday en hóf blaðafulltrúa- störf hjá Hvíta húsinu árið 2006. Snow var aldrei feiminn við myndavélarnar og var líflegur á blaðamannafundum. Hann sagði af sér í september 2007. Haft var eftir Bush að allir í Hvíta húsinu myndu sakna Tonys, ásamt milljónum Bandaríkja- manna sem hann veitti innblástur í baráttu sinni við krabbamein. - mmf Fyrrum blaðafulltrúi Bush: Lést af völdum ristilkrabba TONY SNOW STJÓRNMÁL Atli Gíslason, þing- maður Vinstri grænna, hefur beðið í rúma þrjá mánuði eftir gögnum sem hann óskaði eftir sem nefndarmaður í sjávarút- vegs- og landbúnaðar- nefnd Alþingis. Hann hefur nú ítrekað kröfu sína við forseta og forsætis- nefnd Alþingis. Gögnin varða samningavið- ræður milli Íslands og ESB um afnám á undanþágu frá ákvæði EFTA-samningins. Með niðurfellingu undanþágunnar yrði innflutningur hrás kjöts heimilaður. Að sögn Arnbjargar Sveinsdótt- ur, formanns sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar, voru starfsmenn utanríkisráðuneytis- ins að taka saman gögnin fyrir Atla seinast þegar hún vissi. - sgj Atli Gíslason, þingmaður VG: Hefur enn ekki fengið gögnin ATLI GÍSLASON STJÓRNSÝSLA „Ég skil vel að utan- ríkisráðuneytið þurfi að standa í hagsmunabaráttu fyrir hönd lands og þjóðar. Starfsemi Þróunarsam- vinnustofnunar (ÞSSÍ) á hins vegar ekkert skylt við slíka hagsmuna- baráttu og ég er alfarið á móti því að stofnunin sé notuð í þeim til- gangi,“ segir Sigfús Ólafsson, full- trúi VG í stjórn Þróunarsamvinnu- stofnunar Íslands. Sigfús telur utanríkisráðuneytið hafa blandað ÞSSÍ inn í baráttuna fyrir sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna að óþörfu. Hann er ósáttur við vinnubrögð ráðuneytisins. Forsaga málsins er sú að í mars síðastliðnum stóð utanríkisráðu- neytið fyrir ráðstefnu á Barbados og óskað var eftir að fulltrúar ÞSSÍ yrðu með í för. Orðið var við þeirri beiðni. Yfirlýst markmið ráðstefn- unnar var að leggja grunn að frek- ari þróunarsamvinnu við þróunar- ríki á smáeyjum í Karíbahafi. Sigfús telur hins vegar höfuðtil- gang fararinnar hafa verið að afla atkvæða til kosningar í öryggis- ráðið. „Ég mótmælti kröftuglega þeirri ákvörðun að senda fulltrúa ÞSSÍ á ráðstefnuna. Ég tel að áherslan eigi að vera á núverandi samstarfslönd og er ekki talsmaður þess að við bætum við samstarfslöndum að svo stöddu. Ég tel sjálfsagt að Íslendingar efli samskipti við þess- ar eyþjóðir, til dæmis í viðskipta-, mennta- og jafnréttismálum, en Þróunarsamvinnustofnun á ekkert erindi þarna,“ segir Sigfús. Hann telur veru ÞSSÍ á fundin- um hafa leitt til þess misskilnings að nú sé almennt talið að stofnunin muni koma af krafti að aðstoð á svæðinu. Ekkert hafi þó verið afráðið í þeim efnum, hvorki hjá ÞSSÍ né ráðuneytinu. Jón Skaptason, fulltrúi Sjálf- stæðisflokksins í stjórn ÞSSÍ, tekur undir að ráðstefnan hafi alið af sér miklar væntingar til Íslendinga um þróunaraðstoð. Engin loforð hafi þó verið gefin í því efni. Hann vill ekkert fullyrða um tilgang ferðarinnar en segir hana velta upp ýmsum spurningum. „Maður spyr sig hvers vegna þetta svæði var valið á þessum tímapunkti. Ljóst mátti vera fyrirfram að ÞSSÍ myndi ekki koma að þróunarstarfi á þessu svæði,“ segir Jón. Haukur Már Haraldsson, fulltrúi Samfylkingar í stjórninni, segist ekki vilja taka þátt í neinum vanga- veltum um hvað í störfum ráðu- neytisins flokkist undir áróður fyrir sæti í Öryggisráðinu og hvað ekki. „Flokkspólitík hefur aldrei verið uppi á borðinu í stjórn Þróunar samvinnustofnunar,“ segir Haukur. Katrín Ásgrímsdóttir, fulltrúi Framsóknar í stjórninni, segist ekki vera í stöðu til að segja nákvæmlega til um tilgang ferðar- innar. „Ef það hafði eitthvað með hagsmunabaráttu vegna öryggis- ráðsins að gera tel ég menn vera á mjög rangri braut,“ segir Katrín. kjartan@frettabladid.is Segir ráðuneytið nota ÞSSÍ til atkvæðaveiða Fulltrúi VG í stjórn Þróunarsamvinnustofnunar Íslands segir utanríkisráðu- neytið nota stofnunina sem tæki í hagsmunabaráttu fyrir sæti í öryggisráði SÞ. Hann segir þessi vinnubrögð ráðuneytisins grafa undan starfi stofnunarinnar. ÞRÓUNARSAMVINNA Fulltrúi VG í stjórn ÞSSÍ er ekki talsmaður þess að stofnunin bæti við samstarfslöndum að svo stöddu. Hann telur áhersluna eiga að vera á núver- andi samstarfslönd eins og Malaví, þar sem þessi mynd er tekin. ÚTVIST Metþátttaka var í Lauga- vegshlaupinu sem hlaupið var í tólfta sinn í gær. Alls tóku 236 keppendur þátt í hlaupinu en margir voru á biðlista. Hlaupið er frá Landmannalaugum í Þórs- mörk, 55 kílómetra vegalengd. Tuttugu hlauparar stóðust ekki tímatakmarkanir í Emstrum þar sem fjórði hluti hlaupsins hefst. Fyrstur í karlaflokki varð Daníel Smári Guðmundsson og í kvennaflokki varð Eva Margrét Einarsdóttir fyrst. Að sögn Friðriks Þórs Óskars- sonar hefur Laugavegshlaupið verið valið eitt af þremur skemmtilegustu fjallahlaupunum á franskri vefsíðu. - mmf Eitt skemmtilegasta hlaupið: Alls hlupu 236 Laugaveginn HLAUPARAR Ríflega tvö hundruð lögðu af stað frá Landmannalaugum í gær. Finnst þér rétt að láta flugfélög borga fyrir losun gróðurhúsa- lofttegunda? Já 48,8% Nei 51,2% SPURNING DAGSINS Í DAG: Ber ríkislögreglustjóra að svara fyrir um hvort leysa skuli 10-11 lögregluþjón frá störfum? Segðu skoðun þína á visir.is. SAMGÖNGUR Ferðalag 65 krakka í Leikni fór úr skorðum þegar mikil seinkun varð á flugi Iceland Express til Danmerkur í gær- morgun. Þar hugðist hópurinn gera stuttan stans á leið sinni á fótboltamót í Gautaborg í Svíþjóð. Frá þessu er greint á Vísi.is. Vélin mun hafa lagt af stað um kvöld- matarleytið í gær. Þórður Einarsson, þjálfari í hópnum, var að vonum svekktur og sagði biðina algjöra martröð. Lára Ómarsdóttir, upplýsinga- fulltrúi Iceland Express, sagði að ekki hefði verið vitað um seiknunina fyrr en snemma í gærmorgun og að reynt hefði verið að finna aðra vél fyrir hópinn. - mmf Bilun í vél Iceland Express: Fótboltakrakkar biðu í tíu tíma FLUGVÉL ICELAND EXPRESS Seinkun varð á flugi félagsins til Danmerkur. LÖGREGLUFRÉTTIR Þrír ölvaðir undir stýri Þrír voru teknir fyrir ölvunarakstur í lögregluumdæmi lögreglunnar á Selfossi í gærkvöldi. Einn keyrði út af veginum og lenti út í móa. Fimm voru teknir fyrir of hraðan akstur og hraðast mældist mótorhjól á 161 kílómetra hraða. EFNAHAGSMÁL „Okkur finnst þessi ærandi þögn stjórnvalda varðandi stöðu krónunnar orðin allt of löng,“ segir Skúli J. Björnsson, formaður Félags íslenskra stórkaupmanna (FÍS). Félagið birti í gær heilsíðu- auglýsingu í Morgunblaðinu þar sem krafist er aðgerða í efnahags- málum. Auglýsingin er í formi opins bréfs sem skrifað er Geir Haarde forsætisráðherra og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utanríkisráð- herra. Í bréfinu segir að stjórn FÍS hafi verulegar áhyggjur af „því alvarlega ástandi sem skapast hefur í íslensku efnahagslífi“. Íslenska krónan fái ekki staðist til lengdar og breyta þurfi peninga- stefnu þjóðarinnar, að mati félags- manna. Skoðanakönnun meðal félags- manna sýndi meirihlutastuðning við viðræður um inngöngu í Evr- ópusambandið og upptöku evru. „Við svona kyrrstöðu er ekki hægt að búa lengur,“ segir Skúli. „Auðvitað eru skiptar skoðanir meðal félagsmanna um hvort ganga eigi í Evrópusambandið eða ekki. En það þarf að kanna hvort hægt sé að ná ásættanlegum samningi.“ - sgj FÍS segir nauðsynlegt að koma á stöðugleika í gengismálum þjóðarinnar: Kaupmenn vilja ESB viðræður OPIÐ BRÉF Í bréfinu er krafist lægri vaxta, erlendrar lántöku og aukins aðgengis að lánsfé. BANDARÍKIN John McCain forseta- frambjóðanda lá svo á að ganga að eiga Cindy Hensley að hann kvæntist henni á meðan hann var kvæntur Carol McCain. McCain giftist Cindy 6. mars árið 1980 en lögformlegur skilnað- ur við Carol gekk ekki í gegn fyrr en 2. apríl sama ár. Ástæða skilnaðarins við Carol á að hafa verið að hún þyngdist verulega og minnkaði um 13 sentímetra vegna alvarlegs bílslyss. Hann á að hafa sagt að þetta hafi ekki verið sú Carol sem hann kvæntist en á þeim tíma sem hún lenti í bílslysinu var hann í fangabúðum í Víetnam. - vsp McCain sakaður um tvíkvæni: Lá of mikið á að giftast Cindy ATVINNUMÁL Fangelsismálastofnun leitar leiða til að fjölga atvinnutækifærum fanga í afplánun í fangelsinu á Akureyri og Kvíabryggju. Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, segir að sótt sé eftir því að finna föngum verkefni sem unnin eru inni í fangelsunum en jafnframt komi til greina að fangar vinni undir eftirliti fangavarða utan fangelsa. Páll segir stækkun og endurbætur á húsnæði fangelsanna hafa aukið atvinnutækifæri fanga. „Slíka möguleika er mikilvægt að nýta enda markviss vinna mikilvægur hluti betrunar og getur dregið úr líkum á að fólk leiðist aftur út í afbrot að lokinni afplánun,“ segir hann. Páll segir erindi vegna þessara hugmynda starfsmanna Fangelsismálastofnunar hafa verið send bæjarfulltrúum á Akureyri og Grundarfirði. Á Akureyri hefur verið vel tekið í hugmyndir um að möguleikar á samstarfi við fangelsið þar í bæ verði kannaðir. Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, bæjarstjóri á Grundarfirði, segir erindið ekki hafa verið tekið efn- islega fyrir en farið verði yfir erindið á mánudag og kannað hvort möguleiki sé á því að fangar geti unnið verkefni á vegum sveitarfélagsins. - kdk Fangelsismálayfirvöld leita verkefna fyrir fanga á Akureyri og Grundarfirði: Vilja fjölga atvinnutækifærum fanga BÆTT AÐSTAÐA TIL ATVINNU Í fangelsunum á Akureyri og Kvía- bryggju hafa endurbætur skapað aukin tækifæri til atvinnu- þátttöku fanga en markviss vinna er mikilvæg fyrir betrun fanga. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.