Fréttablaðið - 13.07.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 13.07.2008, Blaðsíða 18
MENNING 2 Ó li er fæddur 1945 og hefur stærstan hluta ævinnar haldið sig fyrir norðan. Hann hefur verið aflvaki í mynd- listarlífi á Akureyri, stofnaði þar myndlistarfélagið, átti sinn þátt í að Myndlistarskól- inn komst á legg og hefur rekið þar gallerí. Hann stund- aði sjóinn um nær átta ára skeið, vann sem blaðamaður og póstberi, en segir að allan tímann hafi hann málað og teiknað sér til yndis. Það hafi í raun verið blaðamennskan sem hafi hrundið honum inn á braut abstrakt expressjón- ismans. Stutt ferð til Kaup- mannahafnar til að vinna efni fyrir blað hafi leitt hann á Louisiana-safnið í Humlebæk og þar hafi hann kynnst verk- um CoBrA-málaranna. Þá hafi hann fundið sína hillu. Hann hafi svo gerst atvinnumaður í myndlist eftir slys í Barents- hafi og ekki snúið aftur. Óli segist hafa verið í hestamennsku og gegnum hana kynnst fólki frá Mið- Evrópu. Það hafi sýnt mynd- um hans áhuga og þannig hafi hann farið selja. „Menn tóku upprúllaða stranga undir handlegginn þegar þeir fóru frá Íslandi,“ segir hann. Verk hans hafi átt markað í Þýskalandi, Austurríki og á Ítalíu. Svo var það fyrir tveimur árum að tekin var saman bók um verk hans sem þeir Ingvar J. Karlsson og Guðmundur Birgisson gáfu út. Það vakti áhuga þeirra hjá Opera Gallery sem er að stofni til franskt en hefur á skömmum tíma komið sér upp keðju af galleríum í fjölda borga. París, Feneyj- um, New York, Miami, Seúl, Singapore, London og Hong Kong. Fram undan eru ný útibú í Mónakó, Dubai, Moskvu, Madrid og Bombay. Opera er með býsna blandað úrval verka. Um tvö hundruð listamenn eru á verkaskrá þeirra: flest helstu stórmenni vestrænnar mynd- listar. Verkum Óla er stillt upp við hlið allra helstu meist- aranna. Hann segir áhuga þeirra hjá Opera hafa leitt til þess að hann hefur sýnt víða á síðustu misserum og verkin seljist vel: 16 stór málverk seldust á einum degi á einka- sýningu hans í London í júní. Hann hafi átt verk á stórri sýningu stóru nafnanna sem var í Seúl og Singapore. Í maí sýndi hann á einkasýningu í New York og á núna verk á sumarsýningu útibúsins í London. Og í næstu viku opnar Opera í Mónakó þar sem verk hans verða í boði. Fram undan eru sýningar í Dubai, Genf og Aþenu. þau hjónin, Óli og kona hans, Lilja Sigurðardóttir, verða í Valpoli- cella í Toscana um tveggja mánaða skeið síðsumars þar sem hann verður að vinna verk fyrir útibú Opera í Feneyjum. Velgengni hans er mikil og athyglisvert að áhugamálari sem gerist á miðjum aldri atvinnumaður skuli ná slíkri fótfestu á vegum gallerí-keðju eins og Opera er. Minna má á að í hópi CoBrA-manna á sínum tíma voru listamenn sem aldrei fengu formlega menntun. Óli er utan nafna síns Elías- sonar sá íslenskur myndlist- armaður sem á um þessar mundir mestri velgengni að fagan á erlendum vettvangi: upphaf hans sem áhuga- málara og síðbúin innkoma hans á erlendan markað með svona miklum gjósti hefur farið létt fyrir brjóstið á mörgum í myndlistargeiran- um. Hann þykir ekki nógu fínn, né heldur Opera gallery. „Ég læt mér það í léttu rúmi liggja,“ segir Óli enda bíður hans ærinn starfi að vinna verk fyrir komandi sýningar og kaupendur sem bíða eftir verkum hans. HEFUR MÁLAÐ ALLA TÍÐ Óli G. Jóhannsson listmálari nýtur um þessar mundir meiri athygli og sölu víða um heim á vegum Opera Gallery en mörgum gengur vel að viðurkenna. Hann er sjálfmenntaður málari, stundaði lengst af aðra vinnu, en hefur á síðustu tveimur árum átt mikilli velgengni að fagna. MYNDLIST PÁLL BALDVIN BALDVINSSON Mikil útgáfa og umfjöll- un hefur verið að undanförnu í tengslum við sýningarhald Óla á vegum Opera. Hann situr hér í sólinni með hluta af sýn- ingarskrám og tímaritum með umfjöll- un um hinn skjóta feril hans. Til Brynju fallegust sagði Róska um Brynju fallegu stelpurnar lífsins yndi og von best að brjóta upp þora að gera og vera Grænland Suður-Ameríka Alsír norður og suður og norður í sköpun og vitund og verund heil og sjálf og sterk F R É T TA B L A Ð IÐ /H E IÐ A S umarið er mikill uppgangstími í öllu menningar-starfi í nágrannalöndum okkar, bæði vestan hafs og austan. Þrátt fyrir að hin þróuðu samfélög Evrópu og Ameríku lúti sömu reglum um sumar- leyfi og hér tíðkast er sumartengt menningarstarf með miklum blóma: listahátíðir af öllum stærðum og gerðum nýta sér hina björtu sólardaga og hlý kvöldin til að draga borgarbúa og gesti út á torgin. Sumarvertíð listamanna af öllu tagi tekur á sig nýjan svip: steinar og sterkir litir lýsast upp, tónlist og leikur fær á sig annan svip. Hér á landi lútum við öðrum reglum: leikhúsin loka bundin af starfssamningum leikara sem vinna sér aukið leyfi með meiri vinnu yfir vetrarmánuð- ina. Sýningarhald myndlistarmanna lýtur ekki í lægra haldi fyrir ljósinu. Þvert á móti glæðist safnastarf um allt land og nýtir sér aukna umferð, rétt eins og sérsniðið tónleikahald sem dreifist skyndilega um landið allt um leið og dregur úr starfi Sinfóníunnar og tónlistarskólanna sem eru stóru virkin í tónlistarlífi landsmanna. Tónlistar- starfið yfir sumarið er unnið í hjáverkum, af áhuga en ekki hagnaðarvon. Menningarsumarið er stutt: frá sautjánda júní fram til töðugjalda eru í raun ekki nema örfáar vikur, lenging skólaársins hefur haft það í för með sér að sumarið er að styttast. Ég hef aldrei skilið til fulls hvers vegna opinberar menningarstofnanir eins og leikhús á opinberum styrkjum og stórfyrirtæki á borð við Sinfóníuna leggja allt starf af yfir þessa fáu mánuði þegar ljósið fyllir hvelin yfir landinu. Þessir 300 þúsund leikhúsgestir sem sækja sýningar níu mánuði ársins eiga skilið að njóta leiklistar sumarmánuðina. Nægilega mörg dæmi er um sumarstarf leikhúsa alla síðustu öld til að sanna að slík starfsemi á rétt á sér. Eins er það með tónlistarlífið: hví ætti það að leggjast af hér á landi þær vikur sem fólk getur sótt tónleika yfirhafnarlaust? Sumarið ætti hér á landi að vera sá tími sem menningarlíf allt væri með mestum blóma. Orsök þessa langa hlés á reglulegu menningar- starfi liggur í kjarasamningum og lítt sveigjanleg- um ráðningarkjörum opinberra starfsmanna. Og svo sterk er sú hefð að hún mótar allt samfélagið: sumarið er látið eftir eldhugum, hugsjónafólki, brotakenndu sjálfboðaliðastarfi. Sem hentar yfirvöldum prýðilega. Samkvæmt þeirra kokka- bókum eru sumrin menningarlaus tími. MENNINGARSUMUR Páll Baldvin Baldvinsson skrifar LJÓÐIÐ Birna Þórðardóttir Í minningu Brynju Benediktsdóttur, júní 2008. Börn í 100 ár Sýning sem vert er að skoða Opið alla daga í sumar frá KL 13-18. Safnahúsi Borgarfjarðar Bjarnarbraut 4-6 Borgarnesi S: 430 7200 safnahus@safnahus.is www.safnahus.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.