Fréttablaðið - 13.07.2008, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 13.07.2008, Blaðsíða 22
MENNING 6 g óttast um líf mitt, voru síð- ustu fréttirnar sem við fengum af Paul Ramses, hælisleitandan- um margumtalaða, sem nú hefst við á flóttamannahæli á Ítalíu. Hann var sendur burt úr landi án þess að mál hans væri afgreitt af Útlendingastofnun. Margt gott fólk, sem blöskrað hefur meðferð yfirvalda á þessum hælisleitanda hefur stigið fram, til að sýna Paul og fjölskyldu hans stuðning. Það hlýtur að hryggja það sama fólk ólýsanlega að heyra háttvirtan þingmann Sjálfstæðisflokksins (Sigurð Kára) láta frá sér eftirfar- andi orð í þann mund sem Paul biðlaði til íslensku þjóðarinnar: „Með því að veita Paul hæli værum við að gefa kolröng skilaboð út í heim. Margt hefur verið rætt og ritað um þetta mál og því óþarfi að taka það enn og aftur fram að íslensk stjórnvöld höfðu samkvæmt Dyfl- innarreglugerðinni, sem Ísland á aðild að, fullan rétt til að endur- senda Paul aftur til landsins þar sem hann fékk fyrst vegabréfs- áritun.“ En þau höfðu einnig fullan rétt til að taka hælisumsókn hans til efnislegrar meðferðar í sam- ræmi við mannúðarákvæði reglu- gerðarinnar. Og það sem meira er; þau höfðu einnig heimild til að veita honum dvalarleyfi af mann- úðarástæðum. Það myndi ekki flokkast undir „undanþágu“ eins og ranglega kom fram í máli þing- mannsins. Satt sagði þingmaðurinn hins vegar um skilaboð Íslands út í hinn stóra heim; þau eru kolröng. Til að bregðast við síauknum flótta- mannastraumi hafa ríki Evrópu skuldbundið sig til að takast á við ábyrgðina sameiginlega. Dyflinn- arreglugerðin var gagngert sett til að dreifa álaginu sem mest hvílir á jaðarríkjum Evrópu (Ítalíu, Spáni, Grikklandi). Ísland hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir að taka ein- ungis við 0,26% þeirra sem hingað koma. Það skýrist af þeirri ein- földu ástæðu að hingað er ekkert beint flug frá þeim löndum sem fólk flýr frá. Það skýrir þó ekki af hverju þeir fáu sem hingað tekst að rata fái ekki inni. Skilaboð íslenskra stjórnvalda eru afar skýr: Flóttamannavandinn kemur Íslandi ekki við. Önnur skilaboð hafa þó kyrfi- lega komist út í heim: Ísland státar af því að vera með ríkustu þjóðum heims og búa við einhver bestu lífskjör í heimi. Betra væri að fara leynt með þau skilaboð svo að þau gefi ekki enn smánarlegri mynd af forríkri þjóð sem vísar þurfandi fólki á dyr. Hvalveiðar, ísbjarna- veiðar og nú síðast – mannaveiðar. Við sendum hælisleitendur, sem óttast um líf sitt, út í opinn dauð- ann vegna þess að við viljum ekki gefa kolröng skilaboð út í heim. Aðeins einn einstaklingur (frá Kóngó) hefur fengið stöðu flótta- manns á Íslandi frá 1990 af þeim 603 sem hafa sótt um hæli hér. Kol- röng skilaboðin gætu ekki verið skýrari. GISTIHEIMILIÐ FIT/FLÓTTAMANNA- HÆLI Í allri fjölmiðlaathyglinni sem mál Pauls hefur fengið er það áhuga- vert að enginn samanburður hafi verið gerður við mál fyrrverandi túlks og bílstjóra íslensku friðar- gæslunnar á Srí Lanka og konu hans, sem var fyrir skömmu veitt hæli hér á landi. Fyrir skömmu samþykkti Reykjavíkurborg að veita þessari fjölskyldu sömu þjón- ustu og kvótaflóttamenn venjulega fá. Hvað skýrir mismunandi með- ferð yfirvalda á þessum tveimur málum? Annað sem skýtur skökku við er að Paul Ramses er (var) ekki eini hælisleitandinn á Íslandi. Á gisti- heimilinu Fit í Njarðvíkum er rekið flóttamannahæli þar sem 42 einstaklingar, skv. tölum frá desember 2007, bíða eftir úrskurði yfirvalda um hvort þeir teljist í raun veru flóttamenn, skv. skil- greiningunni. Það er ekki öll von úti þó ekki hljóti þeir stöðu flótta- manns á Íslandi, því þó að einungis einn af þessum 603 sem hafa sótt um síðan 1990 hafi hlotið þann titil, þá hafa 53 þeirra fengið dvalar- leyfi af mannúðarástæðum. Meiri- hluti þeirra er hér enn. Að veita Paul Ramses dvalarleyfi af mann- úðarástæðum hefði því alls ekki talist til undanþágu. Þvert á móti, hann hefði einfaldlega bæst í hóp þeirra sem íslensk stjórnvöld hafa, þrátt fyrir allt, séð aumur á. Gistiheimilið Fit er að hluta til rekið sem eiginlegt gistiheimili, sem puttalingar sækja, enda ekki fjögurra stjörnu hótel. Að hluta eru það hælisleitendurnir sem þar búa allt árið um kring – þessi skondna blanda hlýtur að vera einsdæmi. Þar búa að meðaltali um 20 einstaklingar, en þeim hefur fjölgað verulega eftir að boðið var upp á flug til Kanada frá Leifsstöð síðasta sumar sem gefur til kynna að Ísland er í mörgum tilvikum SKILABOÐ ÍSLANDS ÚT Í HEIM – HVER ERU ÞAU? Kolfi nna Baldvinsdóttir hefur frá því í fyrra fylgst með lífi hælisleitenda sem búa á fl óttamannahælinu í Njarðvíkum, sem mun vera efniviður heimildarmyndar hennar um örlög og framtíð þessara einstaklinga sem þar bíða. Sumir hverjir hafa beðið í fjögur ár eftir úrskurði yfi rvalda um líf þeirra. Kolfinna Baldvinsdóttir hefur LLM- gráðu í alþjóðalögum og situr í stjórn Landnemans, félags innflytjenda og áhugamanna um fjölmenningu. Hún bjó lengi erlendis, síðast í Kosovo þar sem hún starfaði að uppbyggingu landsins eftir stríð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.