Fréttablaðið - 13.07.2008, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 13.07.2008, Blaðsíða 43
23 MENNING ekki endastöðin. Sumir hafa beðið í nokkra mánuði, aðrir í nokkur ár, en sá sem lengst hefur beðið hefur búið á gistiheimilinu Fit í yfir fjögur ár. HÚS VONARINNAR Allir þeir sem búa á Fit eiga það sameiginlegt að hafa flúið heima- lönd sín í leit að betra lífi. Sumir höfðu „rétta pappíra“ til að yfir- gefa heimalönd sín, en enginn þeirra „rétta pappíra“ til að fá inn- göngu í annað. Pappírar þeirra eru meira virði en líf þeirra. Sumir keyptu sér falsaða pappíra, aðrir áttu ekki fyrir því. Sumir áttu nóg til að borga smyglurum eða smygl- uðu sér sjálfir. Þó flestir þeirra hefðu ekki hugmynd um hvar ferð þeirra myndi enda var vonin um betra líf það litla sem þeir áttu í farteskinu. En hvað skýrir það að þessir ein- staklingar hafa ekki allir verið sendir til baka strax, eins og Paul Ramses? Ef hælisleitandi hefur hvergi sótt um hæli annars staðar, og/eða ef hælisleitandi hefur enga pappíra, og/eða ef hælisleitandi heldur því fram að líf hans sé í hættu, ber íslenskum stjórnvöld- um að kanna hans mál til hlítar áður en hann er sendur úr landi, eða honum veitt hæli. Þá er hælis- leitandinn sendur á gistiheimilið Fit meðan rannsókn á hans máli stendur yfir, hvort hann teljist til flóttamanns eða ekki. Það getur tekið allt frá þremur mánuðum til þriggja ára, jafnvel lengur. Stund- um er auðvelt að nálgast upplýs- ingar um ástandið í heimalandi hælisleitenda og stöðu hans þar, stundum ekki. Stundum er engar upplýsingar að fá, sérstaklega í þeim löndum þar sem stríðsástand ríkir. Hælisleitandi þarf að segja satt og rétt frá, annars er hann gerður brottrækur. Og skilríkja- lausir eiga þeir oft erfitt með að sanna hverjir þeir eru. En eins og hefur komið fram í máli Hauks Guðmundssonar (forstöðumanns Útlendingastofnunar) er ástæðan fyrir því hversu lengi sumir hafa dvalist á Fit einnig til komin vegna skorts á fjárveitingu og starfsfólki. Einungis einn starfsmaður hjá hvorri stofnun, Útlendingastofnun og dómsmálaráðuneyti, sinnir málum hælisleitenda. Það sýnir tvímælalaust sinnuleysi yfirvalda gagnvart þessum málaflokki, sem þau hafa nú, í kjölfar mótmæla undanfarinna daga, ákveðið að bæta úr. FJÖGUR ÁR OG ENN BÍÐUR HANN Sá sem dvalist hefur lengst á gisti- heimilinu Fit – í fjögur ár - er frá Norður-Afríku. Með aðstoð smygl- ara flúði hann þrælkun og þjóð- ernishreinsanir í heimalandi sínu. Hann var settur á skip sem honum var sagt að væri á leið til Bret- lands. Nokkrum vikum seinna (í október 2004) var hann lentur á eyju sem hann kannaðist ekki við – Íslandi. Og hér er hann enn, eilíf- lega þakklátur íslensku þjóðinni fyrir að hafa tekið við sér, bjargað sér úr helvíti, eins og hann segir sjálfur. En hann veit þó ekki alveg af hverju hann er enn, nú fjórum árum seinna, í sama litla herberg- inu á gistiheimilinu Fit. Á meðan hann bíður – dag hvern upp á von og óvon – er honum ekki leyfilegt að vinna fyrir sér. Hann fær 2200 krónur á viku til að hafa ofan í sig og á, sem dugir þó til lítils annars en að verða sér úti um allra helstu nauðsynjar. Rétt eins og í stofu- fangelsi líður hver dagur hjá án nokkurs annars en að borða og sofa. Þannig hafa dagarnir liðið hjá honum í heil fjögur ár. Hann hefur tekið á móti ófáum hælisleitendum, orðinn hálfgerður húsráðandi hælisins, sumum sem hafa jafnvel dvalið í ár eða lengur og orðið vinir hans. Þeir sofa á daginn og vaka á nóttunni, borða stundum saman, horfa saman á sjónvarpið, en þó vilja ekki allir félagsskapinn. Þeir eru frá ólíkum heimshornum, sumir tala ekki ensku, en margir eiga arabísku sem sameiginlegt tungumál. Verstu dagarnir hans eru þegar lögreglan kemur til að ná í ein- hvern þeirra til að senda burt úr landi: Hver verður það í þetta sinn- ið? Þeir fá klukkutíma til að pakka niður, ekki nægan tíma til að kveðja vini sína. Hann veit ekki hvert þeir hafa verið sendir eða hvað um þá hefur orðið. Einn hafði komið sem laumufarþegi á togara, án allra skilríkja. Annar hafði fals- að skilríkin, þriðji hafði tapað skil- ríkjunum sem voru tekin af honum við lendingu einhvers staðar í Evr- ópu o.s.frv. Fleiri en einn hafði borgað smyglurum háar fúlgur fyrir að koma þeim úr landi, án þess að vita hver væri endastöðin. Hver og einn á sér litríka, hug- rakka, ævintýralega, hörmulega, sorglega sögu að segja. Flestir eiga þeir það sameiginlegt að hafa upplifað ofsóknir, stríð, hungur, jafnvel dauða. En hann kvartar ekki. Þvert á móti, þá er hann sífellt brosandi, enda góður múslimi. Hann tekst á við hversdagsleg vandamál með brosi og segir: „Guð veit betur. Ef hann vildi að ég tækist á við þetta vandamál þá hlýt ég að gera það með glöðu geði.“ Árið 2006 synjaði Útlendinga- stofnun umsókn hans um hæli, sem dómsmálaráðuneytið stað- festi. Útlendingastofnun hafði sent fyrirspurn um ástand mála í heimalandi hans til Sameinuðu þjóðanna þegar verið var að meta umsókn hans en tók ákvörðun um að synja honum um hæli áður en svarið barst. Hann krafðist þess að héraðsdómur ógilti þessa ákvörðun – og þann 16. apríl síð- astliðinn fékk hann góðar fréttir. Héraðsdómur felldi ákvörðun Útlendingastofnunar og íslenska ríkisins úr gildi; hún hafði ekki verið byggð á fullnægjandi upp- lýsingum um aðstæður hans. Málið er komið aftur á byrjunar- reit. Mun það taka enn önnur fjög- ur ár fyrir íslensk yfirvöld að ráða örlögum þessa manns? Er hægt að senda mann sem dvalist hefur hér í fjögur ár nú þegar burt úr landi? Er tími til ákvörð- unartöku um líf þessa einstakl- ings ekki löngu útrunninn? Hver er framtíð þessa manns og félaga hans sem bíða og bíða upp á von og óvon? Spurningum sem þess- um verður svarað í heimildar- mynd minni. Í ljósi atburða síð- ustu daga læðist líka að manni önnur spurning: Hafði þetta dóms- mál einhver áhrif á meðhöndlun íslenskra yfirvalda á hælisleit- andanum Paul Ramses? LANDAMÆRALAUS HEIMUR Frá upphafi mannkyns hefur mað- urinn verið á faraldsfæti. Straum- urinn hefur legið frá austri til vest- urs, suðri til norðurs. Aldagamalli nýlendusöga stórveldanna er lokið og nú þurfa þau að taka afleiðing- um gjörða sinna. Íslendingar fengu á sínum tíma inni hjá Kanadamönn- um. Þeir fóru ekki ótilneyddir, ekki frekar en þeir sem í dag flýja stríð, hungur, náttúruhamfarir, og ekki síst hörmungar af mannavöldum. Straumur fólks sem flýr sviðna jörð fer sívaxandi, ekki minnkandi. Nú er röðin komin að okkur að tak- ast á við þá ábyrgð sem því fylgir að vera aðili að samfélagi þjóðanna. Hin pólitíska uppfinning landa- mæri má ekki boða dauðadóm yfir þeim sem innan þeirra eru inn- lyksa. Það stríðir gegn lýðræðis- og mannréttindahugsjónum okkar daga að neyða fólk til að sitja aðgerðarlaust undir þeim hörm- ungum sem á þeim dynja. Það stríð- ir gegn þeim mannlega kærleik sem við þykjumst bera í brjósti að loka dyrunum á fólk sem neyðist til að flýja heimahaga sína vegna óbærilegs ástands. Það var stór stund í sögu fyrrum stríðandi Evrópu þegar Evrópu- sambandið felldi niður þau landa- mæri sem hindruðu flæði fólks innan Evrópu. Með inngöngu 12 nýrra ríkja Austur-Evrópu í ESB losnuðu milljónir manna undan vistarböndum sem þeim hafði verið sett. Þeim var loks frjálst að fara og finna sér mannsæmandi lífsaf- komu, í stað þess að laumast rétt- indalausir og forsmáðir í þeim löndum þar sem vinnu var að fá. Með aukinni samvinnu hefur Evr- ópusambandið einsett sér að vinna saman til að finna lausn á málum 170.000 hælisleitenda í Evrópu (sem ekki má rugla saman við almenna innflytjendur). Og með því að stuðla að bættum lífskjörum fólks í fátækustu héruðum heims mun fólk loks fá tækifæri til að fara hvergi. Þá fyrst mun flótta- mannastraumurinn fara minnk- andi. Þótt Ísland þykist ekki vera í Evrópusambandinu höfum við í gegnum aðild okkar að innri mark- aði Evrópusambandsins, og Scheng- en, skyldur til að bera á við önnur Evrópusambandslönd. Líka við þurfum að hjálpast að við að finna þessum hælisleitendum heimili. Sem ein ríkasta þjóð í heimi sem býr við betri lífskjör en flestar aðrar þjóðir höfum við nóg að bjóða. Sendum þau skilaboð út í heim. TÖLURNAR TALA Af 42 ákvörðunum eða úrskurðum í hælismálum á árinu 2007 voru 24 einstaklingar sendir til baka á grundvelli Dyflinnarreglu- gerðarinnar. Þremur var veitt dvalarleyfi af mannúðarástæðum og þrettán umsóknum var hafnað og/eða neikvæð ákvörðun Útlendingastofnunar staðfest af dómsmála- ráðuneytinu. Þá drógu sjö einstaklingar hælis- umsókn sína til baka eða hurfu af landi brott áður en ákvörð- un var tekin í máli þeirra. Í lok árs 2007 voru alls til meðferðar hjá stjórnvöldum mál 31 hælisleitanda sem sótt höfðu um hæli á árunum 2005-2007 en málsmeðferð hælis- umsókna getur tekið langan tíma, allt að nokkrum árum í sumum tilvikum. Þýskir flóttamenn í Evrópu miðri 1945. Nýir söngleikir eru þrátt fyrir vel- gengni gamalla á sviðum stórborg- anna stöðugt að koma fram: for- sýningar standa nú yfir í London á söngleiknum Zorro sem Gypsy Kings hafa sett tónlist við. Er þess skemmst að minnast að tveir söng- leikir voru frumsýndir þar í borg í byrjun maí, Marguerite, sem er saga Dumasar yngri af Kamelíu- frúnni og gerist nú í París stríðsár- anna. Tónlistin er eftir hinn aldr- aða franska meistara Michel Legrand en ljóð og bók er eftir þá Boubil og félaga sem sömdu hand- ritið að Vesalingunum fyrir margt löngu og settu seinna saman Miss Saigon sem var raunar sótt í Madame Butterfly eftir Puccini. Þá var bandarískur söngleikur eftir hinni frægu sögulegu skáld- sögu Margaret Mitchell, Gone with the Wind, frumsýndur rétt undir miðjan maí og fékk afleitar umsagnir gagnrýnenda. Mun þetta vera í annað sinn sem reynt er að semja söngleik upp úr því þræla- stríðsdrama. Vestanhafs eru Tony-verðlaunin ný afstaðin og þar eru fyrirferðar- miklar nýjar sviðsetningar á South Pacific, Grease og Gypsy sem eru allt þrautreynd verk með mikla hylli. Þar var einnig ofarlega á blaði nýr söngleikur samin eftir gömlu myndinni Xanadu sem Jeff Lynne og Elo lögðu músík í og skartaði Oliviu Newton John og Gene Kelly. Gamlar uppsuður eru líka vinsæl- ar í London: þar reyndist árið í fyrra vera fengsælasta ár leikhús- anna frá upphafi: þrettán milljón gestir sóttu leikhúsin í London það ár. Margar vinsælar söngleikja- sýningar sem draga að mestan fjöldann voru gömul verk. Í desember verður frumsýning á Oliver! eftir Lionel Bart með Rowan Atkinson í hlutverki Fagins og státar sviðsetningin af hundrað manna kasti og hljómsveit. Það er Cameron Macintosh sem framleið- ir en sýningar verða í stóra leik- húsinu í Drury Lane í Covent Gard- en. Aðlögun fyrir svið hefur Sam Mendes unnið sem þekktur er fyrir kvikmyndir sínar en á að baki glæstan feril í leikhúsi. Farið var að bóka miða á þá sviðsetningu snemma árs. Nýir söngleikir sem komu til álita á afhendingu Tony-verðlauna voru meðal annarra In the Heights sem vann, Adding Machine og Passing Strange. Andrew Lloyd Webber hefur ráðið Ben Elton til að skrifa sögu fyrir framhald af Óperudraugnum en Webber stóð fyrir velheppnaðri herferð til að leita að Maríu í Sound of Music fyrir tveimur árum í sjónvarpi og er þegar farið að ræða um að hann noti sama trixið aftur sem forkynningu á fram- haldi draugsins. Félagi hans, Tim Rice, tilkynnti nýlega að hann ynni að söngleik um Machiavelli. Nýir söngleikir og gamlir Ástin er diskó, lífið er pönk er sá síðasti í röð innlendra söngleikja sem hér hafa verið á fjölunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.