Fréttablaðið - 13.07.2008, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 13.07.2008, Blaðsíða 44
MENNING 24 S ú var tíð að sunnanlands var engin hátíð stærri að sumarlagi en Þorláks- messa á sumri. Þá dreif mikinn mannfjölda að Skálholti þann 20. júlí en þann dag 1198 voru bein Þorláks Þórhalls- sonar biskups upptekin og skrín- lögð. Skrínið var þá tekið úr kirkj- unni, borið út undir bert loft og fór prósessía vígðra manna og leikra, karla og kvenna, ungra og aldinna í langri röð umhverfis staðinn. Sumir fræðimenn sem þekkja til svipaðra siða frá forn- kaþólskum fullyrða að hvergi hafi þeir frekar viljað stökkva aftur í tímann en einhverja sumardaga þegar tignun heilags Þorláks stóð sem sem hæst. Skrínið skreytta hvarf úr sög- unni seint á átjándu öld, snautt af skrauti, líkast til var það sprekað í eldsneyti. Hin forna helgi Þor- láks þvarr einnig. Þegar Skál- holtshátíðin var tekin upp á síð- ustu öld þorðu kirkjunnar menn ekki að taka hátíðinni hið forna nafn: Þorláksmessa á sumri hvarf eftir nær fjögurra alda helgi. Nú um stundir eru sumartón- leikar helsta stáss staðarins í Skálholti. Í dag er önnur helgi í tónleikahaldinu sem Helga Ing- ólfsdóttir hratt af stað fyrir 34 árum af miklu áræði og hugsjón. Listrænn stjórnandi hátíðarinnar nú er Sigurur Halldórsson. Á dag- skránni í dag eru tónleikar með Ishum kvartettinum þar sem flutt- ur verður Harfen-kvartettinn eftir Beethoven auk verka frá miðöldum, endurreisn og nútíma. Hefjast þeir kl. 15. Tveimur tímum síðar er messa: Þar verður flutt messa fyrir blandaðan kór, víólu, og selló eftir staðartón- skáldið Svein Lúðvík Björnsson. Það er Hljómeyki sem flytur ásamt Sigurði Halldórssyni og Ishum kvartettinum. Á dag- skránni eru tvö önnur verk eftir Svein, Ego is emptiness og Og í augunum blik minninganna. Undanfari hátíðarinnar um næstu helgi eru þrír tónleikar: tveir þeirra eru settir saman í efnisskrá af Kolbeini Bjarnasyni flautuleikara og rekja að hluta feril hans en Kolbeinn heldur upp á fimmtugsafmlæli sitt í þessum mánuði. Hann hefur um árabil verið í fremstu sveit flautuleikara hér á landi og endurspeglar verk- efnaskráin á báðum tónleikunum nokkur viðfangsefni hans á síðari árum. Hann kallar þessa tvennu Öfganna á milli, ætlar raunar að gera grein fyrir ferli sínum með fyrirlestri á laugardag kl. 14, en fyrri tónleikarnir verða á fimmtu- dagskvöld kl. 20. Þar verða tvö nýr verk frumflutt: Á milli fjalla frá 2008 fyrir flautu, víólu og hörpu eftir Hans-Henrik Nord- ström (1947) og Nýtt verk fyrir altflautu, víólu og hörpu eftir Úlfar I. Haraldsson (1966). Þá flytja Kolbeinn og félagar To a Child Dancing in the Wind við ljóð eftir W.B. Yeats fyrir sópran, flautu, víólu og hörpu eftir John Tavener hinn breska. Ásamt Kol- beini standa þau Ingibjörg Guð- jónsdóttir, sópran, Elísabet Waage, harpa, og Guðmundur Kristmundsson, víóla, að flutn- ingnum. Seinni hlutinn af öfga- tvennu Kolbeins eru verk í flutn- ingi hans og Guðrúnar Óskarsdóttur semballeikara. Þar eru á dagskrá sex verk, öll eftir unga höfunda, sum samin sérstak- lega fyrir Kolbein. „Þessir tónleikar eru hugsaðir sem ein heild,“ segir Kolbeinn. „Það er þó ekki bráðnauðsynlegt að mæta á þá báða! Upprunalega hugmyndin var að líta yfir farinn veg, í tilefni hálfrar aldar afmæl- is nú í júlí, en það er heldur lítið eftir af þeirri hugmynd í þessum efnisskrám. Ég hafði líka í hyggju að í þessum tónleikum fælist ákveðið uppgjör til dæmis við módernismann en það varð lítið úr þeirri hugsun líka sem betur fer. Ég neyðist því til að viður- kenna að það er ekki heil brú í list- rænni stjórn þessara tónleika. En til að gefa rétta mynd af tónlist vorra tíma og stöðu hennar í sam- félaginu er auðvitað réttast að hafa brýrnar brotnar. Öfgarnar eru svo yfirþyrmandi, samhengið svo fjarlægt, tungu- málin svo mörg og stundum er bara einn sem kann það, tónskáld- ið sjálft. Að allri kaldhæðni slepptri er þó rétt að geta þess að þessi tón- skáld, nema Tavener og Lavista, eru í nokkuð stórum hópi tón- skálda sem ég hef unnið með – og þau hafa öll gefið mér mikið. Og flytjendurnir allir hafa lengi verið nánir samstarfsmenn.“ Meira verður að bíta og brenna þessa helgi í Skálholti en flautu- spil Kolbeins. Á föstudagskvöldið flytur franski kórinn Chorale Eranthis frá Alsace undir stjórn Chloé Franz evrópska kórtónlist frá ýmsum tímum. Hefjast þeir kl. 20. Á laugardag hefst svo hátíð- in: Kl.15 er Voce Thules sönghóp- urinn með tónleika þar sem stikl- að er á stóru í íslenskri kirkjutónlistarsögu: Messusöngv- ar dýrlinga, Grallarasöngvar og Húgentottasálmar eru þar á dag- skrá. Enn er haldið á vit hinnar fornu tónlistar á tónleikum kl. 18 þar sem hópurinn dembir sér í Aftansöngur á aðfangadegi Þorláksmessu. Á sunnudeginum verður síðan hin helga hátíð með hátíðarmessu kl. 14 og hátíðarsamkomu kl. 17. ÞORLÁKSMESSA Á SUMRI FRAM UNDAN Skálholtsstaður á sumri. Kolbeinn Bjarna- son flautuleikari verður með tvenna tónleika í vikunni í tengslum við Skálholtshátíð sem er á sunnudag, hina fornu Þorláksmessu á sumri. Menningarmálaráðherra þýsku sambandsstjórnarinnar hefur fjög- ur ár í röð tekist að auka framlög til menningarmála þar í landi, nú síð- ast í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Nemur aukningin á fjögurra ára tímabili 7,8 prósentum. Næsta ár verður fjármagn til menningar- mála hækkað um 1,5 prósent í 1,13 billjónir evra. Hluti hækkunar er vegna sameiginlegs kvikmynda- sjóðs fylkjanna sem hafa síðan öll sína sérstöku sjóði til að styrkja kvikmyndaframleiðslu í landinu. Hefur sá sjóður lagt fé í fjölda erlendra kvikmynda sem unnar hafa verið innan landamæra Þýska- lands að einhverju leyti en sjóður- inn hefur yfir 95 milljónum dala að ráða og er fyrirhugað að hann starfi tímabundið til ársloka 2012. Tillegg sjóðsins til kvikmynda sem fram- leiddar eru af aðilum utan Þýska- lands er talið hafa skapað tekjur í Þýskalandi sem nema allt að 855 milljónum dala. Kvikmyndasjóðir landa innan Evrópubandalagsins leggja nokkra áherslu á að ná til sín verkefnum sem upprunnin eru í Bandaríkjun- um og fjármögnuð af alþjóðlegum bankastofnunum. Þannig stóð danska utanríkisráðuneytið í sam- starfi við viðskiptaráðuneyti og samtök atvinnulífsins fyrir gríðar- stórri kynningu í Los Angeles þar sem kynnt var aðstaða til kvik- myndagerðar og eftirvinnslu í Dan- mörku. Hér á landi hefur aðkoma stjórn- valda að hingaðkomu erlendra kvikmyndafyrirtækja takmarkast við niðurfellingu gjalda samkvæmt svokallaðri 12 prósenta reglu. Aukið fjármagn í menningu í Þýskalandi Niceland er ein þeirra kvikmynda sem hér hafa verið gerðar til alþjóðlegrar dreifingar með erlendu fjármagni: Martin Compson og Kerry Fox í hlutverkum sínum. Skipholti 35 105 Reykjavík. sími 511 7010 petur@galleriborg.is Skipholti 35 105 Reykjavík. sími 511 7010 petur@galleriborg.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.