Fréttablaðið - 13.07.2008, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 13.07.2008, Blaðsíða 49
SUNNUDAGUR 13. júlí 2008 17 Veiðimennskan algert aukaatriði Hvernig kaupin gerast á eyrinni í laxveiðinni er ágætt stækkunargler á viðskiptalífið og þjóðfélagið allt ef því er að skipta. Ingvi Hrafn talar um gegndarlaust óhóf. Nú hefur verið kreppa og Ingvi telur ljóst að hlutabréfamarkaðurinn muni fara uppá við og þessi lánsfjárkrísa leys- ist. En fyrirtækin munu aldrei láta standa sig að þessu óhófi aftur að mati Ingva Hrafns. „Ók. Menn áttu í raun þessa peninga og í öllum fyrir- tækjum starfar fólk sem er svona „event-planers“. Sjá um skemmtan- ir og viðburði. Eins og gerist í stór- um fyrirtæjum úti í heimi. Margir hæfir en aðrir kunnu þetta ekki. Í öllu þessu óhófi og rugli, þá var lax- veiðin sjálf aukaatriði. Klukkan sex var öllum skipað að hætta að veiða og skipað í lautu til að borða kavíar og drekka kampavín. Og svo kom Jónsi á kvöldin eftir dinner. Bara eins og þú sért á árshátíð. Svona var þetta orðið í fyrra. Þá náði þetta hámarki. En 13. júlí í fyrra gerðist eitthvað í heiminum. Fjármálasér- færðingar eru búnir að dagsetja þetta. Þá lauk brunaútsölu á láns- fjármagni og þar með byrjaði krís- an. En það sáu menn ekki fyrr en síðasta haust. Hringt var í mig alveg fram í september í fyrra. Ingvi, verðið skiptir ekki máli. Ég verð að fá daga hjá þér. Já, en þeir eru allir farnir. Skiptir engu máli. Ég skal bara „dobbla“ prísinn. Þetta var svakalegt. Og veiðiskapurinn algert aukaatriði. Þarna var verið að bjóða fólki sem aldrei hafði séð veiði- stöng. Og skildi ekkert í þessu,“ segir Ingvi Hrafn. Og er að komast á flug. Er reyndar löngu kominn á flug. Boðsgestirnir í laxveiðina er fólk sem átti tugi milljarða í inni- stæðu í bönkum og þessu fólki varð að strjúka með öllum ráðum til að halda þeim í viðskiptum. Boð í lax getur skipt sköpum Að bjóða mikilvægum viðskiptavin- um í laxveiðar kemur ekki til af engu. Laxveiðar hafa áratugum saman verið notaðar til að ná fólki saman. Og áður var þetta að virka eins og best verður á kosið. „Þó þú eyðir kannski 2 til 3 milljónum í að kaupa stangir í nokkra daga í veiði- húsi þá getur það margborgað sig. „Dílarnir“ sem eru gerðir geta verið þannig. Það sagði við mig banka- stjóri sem var hér fyrir einhverjum tuttugu árum síðan. Hann sá um að kaupa inn peninga fyrir bankann, sem var ríkisbanki í útlöndum, að hann hefði aldrei trúað því en þeir buðu sem sagt bankastjórum í þriggja daga veiði. Fram að þeim tíma höfðu öllu samskipti verið bréfleg: Dear Mr. John... En þetta breyttist við íslenska laxveiðiá þar sem menn voru í sínu besta Essi. Menn byrjuðu að þúast og svo þegar byrjað var að semja um lán fyrir íslenska ríkið var ekki sest niður í fundaher- bergjum heldur sagt: „John, I can do this for you now.“ Hann sagði við mig að viðskiptin sem fóru fram í kjölfarið hafi sparað ríkinu, ég held hann hafi verið að tala um 400 milljónir, þannig að fjárfestingin var frá- bær. En svo fór þetta eins og alltaf verður – út í tóma vitleysu.“ Gestgjafi af guðs náð „Þú ert bara vert,“ segir Ingvi Hrafn aðspurður um í hverju starfið við Langá felist. „Við hjónin erum með 24 gesti í veiði- húsinu. Erum gestgjafar. En erum ekki bara að sjá um að vel fari um fólk heldur þarf að hugsa um ána. Lífríkið og þessa auðlind sem þarf að nostra við. Fylgjast með að hún uppfylli þær kröf- ur sem gerðar eru. Á hverjum vetri verða gríðarlegar hamfarir, kastast til steinar, hyljir breikka... þetta þarf að endurbyggja þegar nátt- úran skemmir. Og að auðlindin sé eins aðgengi- leg og unnt er. Þegar dagurinn er seldur á 120 þúsund á dag er eins gott að þetta sé í lagi. Í mörgum ám hafa bændur látið það gerast að miklar hamfarir hafa eyðilagt flotta veiðstaði sem tekur kannski, með þeirri tækni sem er til í dag, klukku- tíma að bjarga. Maður verður umhverfisfræðingur í leiðinni. Fólk er misjafnlega huggulegt. Sumir henda bjórdósum, girni eða bréfum frá sér og hugsa ekki um það. Ég þarf að fara hér um og fylgjast með að þetta hafi þau áhrif að þegar þið komið í fyrsta skipti: Vá! Fegurðin í kringum þetta.“ Það fer Ingva Hrafni vel að vera í hlutverki gestgjafans. Samræðu- snillingur. Kjaftar á honum hver tuska. „Föðurafi minn og amma voru hótelhaldarar á Norðurlandi. Ég veit ekki hvort það er eitthvað. Jahhh, við höfum í það minnsta óskaplega gaman að taka á móti fólki. Og kveðja glatt fólk sem á ekki orð yfir öllu því sem það hefur upplifað. Það eru að koma til mín í sumar tveir breskir hópar, vinir mínir, sem hófu að veiða hjá mér fimmtugir en er nú að nálgast áttrætt. Og er enn að koma. Árlega. Ég er í tölvusamskiptum við þau allt árið um kring. Eins og þetta sé hluti af fjölskyldunni. Þetta eru breskir auð- kýfingar, bankastjórar, læknar, lögfræðingar... hafa unnið mikið og borið vel úr býtum. Og leyfa sér þetta. Toppur- inn á þeirra tilveru.“ Og þá er væntanlega setið lengi uppi inn í bjarta sumarnóttina? „Jájá, eða... það er veitt til tíu á kvöldin. Dinner klukkan ellefu. Menn sitja og spjalla yfir dinner, púrtvíni og koníaki. Þetta er fólk að verða áttatíu þannig að menn sitja nú ekki eins lengi og um fimmtugt. En, já, og lífsgátan leyst.“ Frægðarfólkið og auð- kýfingarnir Vertar í veiðihúsum þykjast bundir trúnaði, rétt eins og sálfræðing- ar og leigubílstjórar. Að tala ekki um gesti sína og þau hjónin hafa haft það prinsipp. En fyrst Ingvi Hrafn er að hætta hlýtur blaðamaður að spyrja hann út í fræga fólkið sem hefur komið í veiðihús hans. „Já, jahhh, frægastur sjálfsagt myndi teljast Kevin Costner. Úr leikara- stétt. Hann kom hér til að gera sjón- varpsþátt. „Fly fishing the world“ hét það. Kom hér út, stoppaði í sól- arhring. Kom út úr bílnum bókstaf- lega eins og hann væri að koma af hvíta tjaldinu, leikur greinilega ekk- ert, bara er. Alveg einstaklega elskulegur, bráðmyndarlegur og sérstaklega skemmtilegur. Þokka- legur veiðimaður. Hafði þó greini- lega ekki stundað þetta lengi. En þetta fræga fólk innan gæsalappa. Ég veit það ekki. Þetta er kannski meira auðugt fólk. Hér veiddi í mörg ár Roger Smith sem var for- stjóri General Motors. Nöfn sem í raun ekki hringja bjöllum hjá almenningi. Hann kom hér oft, ítalski auðmaðurinn, hvað heitir hann? Anelli Fíatkóngurinn. Pepsi- Cola kóngurinn var með Laxá í Dölum í lengri tíma...“ Ingva virðist það nokkur raun að þurfa að rifja upp frægðarfólkið sem á fjörur hans hefur rekið. Hann hefur meiri áhyggjur af því að synir og dætur þeirra gömlu sem hingað hafa komið hafa ekki fylgt í fótspor feðra sinna. Ekki er búið að ala upp nýjar kynslóðir gesta. „Í Laxá í Aðaldal kom alltaf einn auðkýfingur svo harður að það var búið að leggja hjólastólaveg niður að einum veiði- staðnum – Grástraum. Hann lét sig ekki muna um að borga fyrir það. Þægilegur veiðistaður og þurfti ekki löng köst. Svo eltust þessir menn og dóu og enginn kom í stað- inn. Þetta er eitt það sem íslenskir laxabændur þurfa að horfast í augu við. Það þarf að ala upp nýja kyn- slóð veiðimanna.“ Erfið ár í vændum Eftir allt óhófið sér Ingvi Hrafn fyrir sér að næstu tvö til þrjú ár geti reynst laxaspekúlöntum erfið. Þeir þurfa að skapa nýjan hóp við- skiptavina. „Íslensk fyrirtæki munu stórdraga úr kaupum á veiði- leyfum. Og ég fullyrði að enginn venjulegur Íslendingur lætur það eftir sér að borga 200 þúsund fyrir veiðileyfi.“ Ingvi Hrafn segir það yndislega tilfinningu að vera að hætta. Ekki síst því góðir menn, hjá Lax ehf., eru nú að taka við Langá en þeir eru umfangsmiklir í sölu veiðileyfa og eru meðal annars með Laxá í Kjós, Grímsá, Vesturdalsá og fleiri veiðisvæði á sínum snærum. En það er erfitt að láta þetta ganga upp þegar leiga á veiðiréttinum er orðin svona há. „Árni Baldursson, sem er líklega stærstur á þessu sviði, hann varð að láta Miðfjarðará frá sér. Ef samningurinn hefði haldist óbreytt- ur hefði hann þurft að borga 73 milljónir fyrir ána. Því fór hún í útboð og hæsta tilboð var 60 millj- ónir. Það er engin leið að láta þetta ganga upp. En þetta eru öflugir aðilar sem hér eru að taka við. Með mikil tengsl inn í viðskiptaheiminn og söluskrifstofu í London, góðan mann sem vinnur fyrir þá, ég hef fulla trú á að þeir geti þetta en hann getur orðið þungur róðurinn næstu tvö til þrjú ár. Þetta eru orðnar svo háar upphæðir að það er ekki fyrir einhvern einn einstakling að standa í þessu. Langá mun hækka, fara langleiðina í 70 milljónir á næsta ári. Meðalverð á dag þarf að vera 60 til 65 þúsund krónur. Það er ekki eitthvað sem ég treysti mér til að tryggja. Þetta er fyrir unga menn.“ Þannig að þú ert að selja hluta- bréfin þín á réttum tíma? „Já, það má orða það svo.“ Borgbyggðungurinn Ingvi Hrafn Þau þrjátíu ár sem að baki eru hafa verið skemmtileg og gefið Ingva Hrafni mikið. En hann dregur ekki dul á að þetta hafi á stundum verið erfitt. „Þetta var ekki auðvelt þegar við byrjuðum. Áin var ekki þekkt. Heilu vikurnar sem seldust ekki. Langá? Svo fór þetta að spyrjast út: 26 km veiðsvæði, 93 veiðistaðir merktir og glæsilegt hús... en það tók á að búa þetta til. Og eftir sum- arið ‘79, fimbulvetur hafði verið fram á mitt sumar, brast einhver hlekkur í lífkeðjunni. Bitmý hvarf um allt Ísland og laxveiði hrundi í kjölfarið. Árið 1978 gaf Langá 2400 laxa en árið 1981 var það komið niður í 600. Rosalega erfitt var að sannfæra menn um að koma enda stóðu menn og börðu berar klappir í heila viku. Þetta ástand varði fram yfir 1990 en þá kom bitmýið aftur.“ Ingvi Hrafn segir það góða til- finningu að þurfa ekki að hafa áhyggjur af þessu lengur. Honum var boðið að vera áfram en sagði takk, þetta er orðið fínt. „Ég treysti mér ekki til að taka á mig ábyrgð- arskuldbindingar upp á þessar upp- hæðir. En við erum svo sem ekkert á förum. Ég lít á mig sem Borg- byggðung þó ég búi í Reykjavík líka. En við eigum hér stóran vina og kunningjahóp. Og verðum hér áfram í sveitinni en áhyggjulaus. Fylgjast með fuglalífinu, spila golf og svo er ég náttúrlega að reka ÍNN,“ segir Ingvi og söðlar um. En þær miklu messur sem blaðamaður fékk að heyra um fjölmiðlabrans- ann yfir kaffibolla við Langá verða að bíða birtingar og betri tíma. FRÁBÆR AÐSTAÐA Ingvi Hrafn segir að Langárbændum hafi lánast að byggja upp heimsklassa aðstöðu. Það hafi kostað blóð, svita og tár en nú njóta þeir sem á eftir koma þess. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI GESTGJAFI AF GUÐS NÁÐ Í sumar er von á hópum breskra auðkýfinga sem hafa komið til Ingva í þrjátíu ár, nú að nálgast áttrætt, og þá er setið yfir púrtvíni og lífsgátan leyst. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Menn horfðu uppá það þegar kjólklæddir þjónar með hvít viskustykki birtust í veiðihúsunum og á árbakka til að servera. Á miðnætti kom Jónsi í Svörtum fötum, Bubbi eða Eyvi, til að skemmta. Ég bara hitti hana á balli! Í Klúbbnum í gamla daga. Og komst ekkert að því fyrr en við vorum farin að vera saman að faðir hennar átti jörð og bústað við laxveiðiá.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.