Fréttablaðið - 13.07.2008, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 13.07.2008, Blaðsíða 50
18 13. júlí 2008 SUNNUDAGUR Messað verður utandyra í dag klukk- an 14 á Krosshólaborg í Dalapresta- kalli. Á Krosshólaborg var Land- námskonunni Auði djúpúðgu reist- ur minnisvarði árið 1965, steinkross sem kvenfélögin í Dölum gáfu. Við það tækifæri var messað á borginni. Í dag á að afhjúpa söguskilti á staðn- um þar sem verður að finna fróðleik um Auði og helstu örnefni í nágrenn- inu. Ákveðið var að efna til útimessu aftur í tilefni þess. „Steinkrossinn var afhjúpaður þann 8. ágúst fyrir 43 árum af prest- frúnni Janet Ingibergsson og séra Sigurbjörn biskup predikaði,“ útskýr- ir séra Óskar Ingi Óskarsson prest- ur í Dalaprestakalli. „Messuna sóttu um sex hundruð manns og þetta var eftirminnilegur dagur. Síðan hefur ekki verið guðsþjónusta á staðnum og okkur fannst kominn tími til. Kirkju- kórinn mun syngja og líklegast verð- ur organistinn með nikkuna og svo verður kaffið drukkið úti á eftir, ef veður leyfir.“ Landnámskonan Auður djúpúðga nam land í Dalasýslu og reisti sér bæinn Hvamm. Hún var kristin og segir sagan að hún hafi sjálf reist kross á Krosshólaborg og farið þang- að til að biðja. „Hér voru engar kirkjur og Auður hafði ekkert til að iðka sína trú þegar hún kom hingað til lands. Hún gerði það sem hún gat og hafði mikið fyrir því og það er ágætis áminning fyrir okkur sem tökum hlutunum alltof oft sem gefnum.“ Í gær fór fram í Búðardal bæjarhá- tíðin „Heim í Búðardal“. Þó að mess- an hafi ekki verið hluti af hátíðardag- skránni þótti tilvalið að tvinna þetta saman því fjöldi manns sótti bæinn heim. Óskar á því von á fjölmenni við messuna í dag. „Það verður nú erfitt að toppa sex hundruð manns en við búumst við að það verði vel mætt. Þetta er líka staður sem nær til fólks, hann er við veginn og margir stoppa til að skoða krossinn og njóta útsýnisins sem er stórkostlegt. “ Óskar hefur þjónað í Dalaprestakalli í 13 ár og líkar vel. Hann segir það ekki síst vera vegna þess hve mikil saga tengist staðnum og hve náttúran sé mikil í Dölunum. „Hérna er vagga landafundanna og sagnarithöfundarnir margir meira og minna héðan. Hér gerðust margar af fornsögunum og hér er mikið af falleg- um stöðum. Ástæðan fyrir því að messa á Krosshólaborg er ekki síst sú að nauð- synlegt er að gæða svona staði lífi og styrkja tengslin við söguna.“ heida@frettabladid.is MESSAÐ VIÐ KROSSHÓLABORG Í ANNAÐ SINN Í 43 ÁR: Tengir okkur við trú forfeðranna MIKIL SAGA TENGIST STAÐNUM Séra Óskar Ingi Óskarsson mun messa á Krosshólaborg í dag en þar bað landnámskonan Auður djúpúðga bænir sínar. Á Krosshólaborg stendur veglegur kross til minningar um Auði og í dag verður afhjúpað söguskilti á staðnum. MYND/BJÖRN A. EINARSSON timamot@frettabladid.is HARRISON FORD LEIKARI ER 66 ÁRA „Ég er ekki fyrsti maður- inn sem vill gera breyt- ingar um sextugsaldur- inn og verð ekki sá síðasti. Aðrir menn gera það bara í friði.“ Samband Harrisons Ford við leikkonuna Calistu Flock- hart hefur fengið talsverða fjölmiðlaumfjöllun en hún er tuttugu og tveimur árum yngri en hann. Tónlistarmaðurinn Bob Geldof stóð árið 1985 fyrir tónleikunum Live Aid ásamt Midge Ure til að safna fé gegn hung- ursneyð í Eþíópíu. Hug- myndin að tónleikun- um spratt upp úr öðru verkefni Geldofs og Ure en árið 1984 gáfu þeir út lagið „Do They Know it´s Christmas“ sem safn breskra og írskra söngv- ara flutti, til styrktar góðgerðamálum. Hugmyndin vatt upp á sig og árið eftir fóru tónleikarnir fram á Wembley leikvanginum í London og á JFK leik- vanginum í Fíladelfíu. Ríflega 180.000 manns sóttu tónleikana sem var sjónvarpað beint um allan heim. Áætlað er að sjónvarpsáhorfendur hafi verið um einn og hálfur milljarður. Upp- hæðin sem safnaðist fór fram úr björtustu vonum en alls söfnuðust um 150 milljónir punda sem myndu gera um tuttugu og tvo og hálfan millj- arð íslenskra króna í dag. Stærsta framlagið átti voldug fjölskylda í Dubai en þau gáfu eina milljón punda. Einnig gaf Írska ríkið háa upphæð þrátt fyrir að eiga í efnahags- kreppu á þessum tíma. Margir þekktustu tónlistarmenn heims á þess- um tíma komu fram og má þar nefna hljómsveit- ir á borð við U2 og Queen. Bob Geldof hlaut riddaratign fyrir framtakið. ÞETTA GERÐIST: 13. JÚLÍ 1985 Rokkað gegn hungri í Eþíópíu MERKISATBURÐIR 1568 Aðferðin við að koma bjór á flöskur fullkomnuð. 1864 Fjórtán manns farast á skipi í lendingu við Pétursey í Mýrdal. 1938 Kroller-Muller-safnið opnar í Hollandi. 1942 5.000 pólskir og úkra- ínskir gyðingar teknir af lífi af nasistum. 1959 Eyjólfur Jónsson synd- ir frá Vestmannaeyjum til lands á fimm og hálfri klukkustund. 1970 Bygging neðanjarðar- lestarkerfis í Amsterdam hefst. 1984 Stangarstökkvarinn Serg- ei Bubka setur nýtt heimsmet og stekkur 5,89 metra. Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, Indriði Indriðason ættfræðingur og rithöfundur frá Fjalli, sem lést föstudaginn 4. júlí, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 17. júlí kl. 11.00. Minningarathöfn verður í Húsavíkurkirkju mánudaginn 14. júlí kl 14.00. Indriði Indriðason Ljótunn Indriðadóttir Sólveig Indriðadóttir Björn Sverrisson barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Útför okkar ástkæru, Katrínar Elsu Jónsdóttur Espigerði 8, Reykjavík, sem andaðist að heimili sínu 4. júlí síðastliðinn, fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 14. júlí kl. 15. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Umhyggju – félag langveikra barna. Bjarni Ragnarsson Kristbjörg Gísladóttir Melíssa Katrín, Gísli Ragnar og Sverrir Tómas Alma Eydís Ragnarsdóttir Brynja Björk Baldursdóttir Anna María Sverrisdóttir Guðfinna Inga Sverrisdóttir Sigurður Sverrir Sigurðsson. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Hönnu Andreu Þórðardóttur Sérstakar þakkir færum við starfsfólki hjúkrunar- heimilisins Sóltúns fyrir einstaka umönnun; alúð, hlýju og virðingu. Þórður G. Sigurjónsson Berglind Oddgeirsdóttir Guðlaugur Reynir Jóhannsson Rut Rebekka Sigurjónsdóttir Hörður Kristinsson Hanna G. Sigurðardóttir ömmubörn og langömmubörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og systir Kristjana V. Guðmundsdóttir Skúlagötu 40, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 27. júní sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug. Kristjana Kjartansdóttir Kári Jónsson Bjarni Bragi Kjartansson Kjartan Kárason Berglind Guðmundsdóttir Aron Kárason Anton Kári Kárason Júlía Hrefna Bjarnadóttir Guðmundur Atlas Kjartansson Ragnheiður Guðmundsdóttir. Hjartans þakkir fyrir alla þá vinsemd og samúð sem okkur hefur verið sýnd vegna fráfalls elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Markúsar B. Kristinssonar vélstjóra, Hjallabraut 33, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sólvangs í Hafnarfirði og til starfsfólks lungnadeildar A-6 á Landspítala Fossvogi fyrir alúðlega umönnun og elskulegt viðmót. Soffía Sigurðardóttir Helga Markúsdóttir Fjóla Markúsdóttir Hulda Markúsdóttir Páll Eyvindsson Svala Markúsdóttir Leifur Jónsson Lilja Markúsdóttir Lárus Bjarnarson Árdís Markúsdóttir Sædís Markúsdóttir Rafn Heiðar Ingólfsson barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.