Fréttablaðið - 13.07.2008, Blaðsíða 53

Fréttablaðið - 13.07.2008, Blaðsíða 53
SUNNUDAGUR 13. júlí 2008 21 menning@frettabladid.is Kl. 15 Boðið verður upp á fjölskylduleið- sögn um sýningar Kjarvalsstaða í dag kl. 15. Í tilefni Íslenska safna- dagsins verður jafnframt boðið upp á leiki og þrautir við hæfi barna á öllum aldri. Í Norðursal safnsins stendur nú yfir sýningin Hvar er ég? Á henni má sjá umfjöllun um ýmis þau tæki og tól sem við notum til að staðsetja okkur í tilverunni. Það fer vart fram hjá glöggum neytend- um fjölmiðlaefnis hér á landi að til þess að vekja athygli á fjölbreyttri starfsemi safnanna í landinu og þeirri faglegu vinnu sem þar fer fram, hefur annar sunnudagur í júlí verið tilnefndur íslenski safnadagur- inn. Dagurinn einkennist einkum af því að mörg söfn á víð og dreif um landið bjóða í tilefni dagsins upp á áhugaverða dagskrá. Eitt þeirra safna sem tekur þátt í gleðinni í ár er Listasafn Árnesinga í Hveragerði, en þar verður hægt að fara í ratleik um sýninguna Listamaðurinn í verkinu og er fjölskyldan hvött til að njóta samverunnar og gera sér glaðan dag í safninu. Senn líður að lokum þessarar sýningar á verkum Magnúsar Kjartanssonar en hún hefur verið mjög vel sótt og var á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík. Á sýningunni eru 43 verk sem Magnús vann á pappír milli 1982 og 1988 og hafa aðeins fáein af þessum verkum verið sýnd áður. Í þeim má rekja tilraunir Magnúsar með ýmsar ljósprentsaðferðir sem gerðu honum kleift að þrykkja hluti, myndir og jafnvel eigin líkama beint á pappírinn. Verkin marka mikið umbrotatímabil í list Magnúsar þar sem hann reiddi sig minna á fágun og formtækni en áður og gekk nær sjálfum sér, bæði í myndefninu og aðferðunum við gerð myndanna. Líkamleg tjáning í þessum verkum er sterk og þar birtast handa- og jafnvel fótaför innan um ágengar tákn- myndir svo tjáning þeirra er einna líkust dansi og sterkir litir og kröftug teikning draga áhorfandann nær. Listasafn Árnesinga í Hveragerði er opið alla daga frá kl. 12-18. Hægt er að kaupa kaffi, vöfflur og aðrar girnilegar veitingar í kaffistofu safnsins. Sýningin Listamaðurinn í verkinu stendur til 20. júlí og er aðgangur ókeypis. - vþ Ratleikur fyrir fjölskylduna HÖFUÐFÆTLUR EFTIR MAGNÚS KJARTANSSON Íslenska kindin er yfirskrift málverkasýningar, eftir mynd- listarmanninn Nilla, sem hangir uppi í galleríi Verðandi nú í júlí. Málverkin á sýningunni eru þjóðleg í meira lagi, enda sýna þau, eins og nafn sýningarinnar ber reyndar með sér, íslenskt sauðfé við leik og störf í íslenskri náttúru. Nilli fæst hér við nýtt við- fangsefni í verkum sínum, en hann hefur áður haldið nokkrar einkasýningar, meðal annars í Nýlistasafninu í Reykjavík árið 2001. Nilli heitir fullu nafni Jóhannes Níels Sigurðsson og er fæddur í Reykjavík 1970. Gallerí Verðandi er staðsett í bókabúðinni Skuld, Laugavegi 51, neðri hæð. Nilli er annar listamaðurinn sem sýnir í gall- eríi Verðandi og stendur sýning- in út júlí. Nýjar sýningar eru mánaðarlega í galleríi Verðandi. - vþ Kindur til sýnis ROLLUR Á BEIT Málverk eftir Jóhannes Níels Sigurðsson. Aðrir tónleikarnir í tónleikaröðinni Sumar- tónleikar í Akureyrarkirkju fara fram í dag kl. 17. Flytjandi að þessu sinni er einn af virtustu orgelleikurum Danmerkur, Bine Katrine Bryndorf, og mun hún leika verk eftir J. S. Bach, Messiaen og landa sinn Carl Nielsen. Efnisskráin hefst á Tokkötu í F-dúr eftir Bach. Tokka- tan er áhrifamikil og einkennist af glæsilegum fót- spilseinleik, reisulegt upphafsverk tónleika. Næst kemur sálmaforleikur úr Leipzigforleikjum Bachs. Þetta er hvítasunnusálmurinn Komm, heiliger Geist, Herr Gott. Á efnisskránni er einnig verkið L’Ascension eftir Olivier Messiaen. Á þessu ári eru 100 ár síðan Messi- aen fæddist og þess vegna fær orgeltónlist eins af merkustu trúartónskáldum 20. aldarinnar aukið rými á efnisskrám organista um allan heim. Verkið hefur undirheitið fjórar hugleiðingar fyrir hljómsveit, því Messiaen skrifaði það fyrst sem hljómsveitarverk árið 1933 en umritaði það fyrir orgel ári síðar. Tón- leikunum lýkur svo með Commotio eftir danska tónskáldið Carl Nielsen. Hann var þekktastur fyrir sinfóníurnar sínar og fyrir utan þetta verk skrifaði hann einungis lítið safn sálmaforleikja fyrir orgel til notkunar í guðsþjónustum. Bine Katrine Bryndorf er einn fremsti orgelleikari Danmerkur og þó víðar væri leitað. Árið 1994 varð hún dósent við Konunglega tónlistarháskólann í Kaupmannahöfn og í janúar 2001 varð hún prófessor við sama skóla, þá aðeins þrjátíu og tveggja ára gömul. Síðan 1996 hefur hún einnig verið organisti við Vartov kirkju í miðborg Kaupmannahafnar. Bine Bryndorf hefur unnið til verðlauna í orgelk- eppnum í Innsbruck, Brugge og í Óðinsvéum auk verðlauna í kammertónlistarkeppnum í Melk og í Kaupmannahöfn í keppni á vegum Danska útvarps- ins. Hún hlaut Gade-verðlaunin 1987 og veturinn 1999-2000 var hún útnefnd tónlistarmaður ársins af Rás 2 Danska útvarpsins. Hún er mjög virk sem ein- leikari og með kammertónlistarhópum auk þess sem hún hefur kennt í meistarakúrsum víða um Evrópu og í Bandaríkjunum. Þá er hún einnig eftirsótt sem dómari í orgelkeppnum. Tónleikarnir standa í klukkustund án hlés og er aðgangur ókeypis. vigdis@frettabladid.is Orgeltónar á Akureyri BINE KATRINE BRYNDORF Óvenjulegt leikhús spratt upp á útvarpsöldunum einn kaldan vetr- ardag 1991 og vissu menn ekki hvaðan á þá stóð veðrið í fyrstu. Sérstakur framsagnarmáti og skemmtileg og óvenjuleg við- vangsefni örverka þessa litla leik- húss vöktu athygli og fór því svo að leikhúsið sló í gegn svo um munaði – þetta var Vasaleikhúsið. Nú er kominn tími til að endur- nýja kynnin við þetta skemmti- lega útvarpsfyrirbæri. Vasaleik- húsið mun næstu þrjár vikurnar heimsækja stóra bróður sinn, Útvarpsleikhúsið, og verða í heim- sóknunum rifjuð upp átján örverk eftir rithöfundinn, leikskáldið og myndlistarmanninn Þorvald Þor- steinsson. Eins verður áheyrend- um gefinn kostur á að skyggnast á bak við tjöldin í Vasaleikhúsinu þar sem Þorvaldur, höfundur leik- hússins, leikari þess og þúsund- þjalasmiður, mun segja frá ýmsu því sem gerðist bak við tjöldin í leikhúsinu. Hver var kveikjan að einstökum verkum leikhússins og hvernig sum þeirra öðluðust fram- haldslíf í öðrum verkum lista- mannsins. Leikritin eru flutt alla virka daga kl. 13 frá og með morgundeg- inum og fram til mánudagsins 4. ágúst. - vþ Heimurinn í vasanum ÞORVALDUR ÞORSTEINSSON Myndlistar- maður, rithöfundur og leikskáld. Hljóðbókaútgáfa var með mesta móti í fyrra og þess sjást víða merki í bókasöfnum að eftirsókn í hljóð- bækur er að aukast. Snemma sum- ars gaf Dimma út fjórar nýjar hljóð- bækur, þrjár sögur Kristínar Steinsdóttur komu út, bæði ætlaðar börnum og fullorðnum áheyrend- um: Draugar vilja ekki dósagos, Draugur í sjöunda himni og Á eigin vegum. Þá gaf Dimma út lestur Gyrðis Elíassonar á Sandárbókinni. Eru það höfundarnir sem lesa. Vekur athygli að það eru ekki forlög höfundanna, Uppheimar og For- lagið, sem gefa hljóðbækurnar út. Þó hefur Forlagið lagt nokkra áherslu á útgáfu hljóðbóka frá því eigendabreytingar urðu þar á bæ á liðnu hausti. Var þá jafnvel fullyrt að hljóðbækur yrðu fastur hluti af starfsemi þeirra. Á vef Forlagsins er ekkert sérstakt hólf fyrir hljóð- bækur. Hljóðbækur urðu fyrst algengar þegar kassettan var búin að ná stöðu á markaði. Þá komu fram fyr- irtæki, bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi sem sérhæfðu sig í hljóð- bókagerð. Bæði í styttum útgáfum af sögum og lengri. Hér á landi var það Blindrabókasafnið sem ruddi hljóðbókum braut og var sú þjón- usta fyrst og fremst hugsuð fyrir skjólstæðinga Blindrabókasafns- ins. Sjóndaprir voru fljótir að nýta sér þessa þjónustu og hafa aldraðir sem ófærir eru um lestur síðan bæst við. Erlendis óx útgáfa hljóð- bóka hratt, fyrirtækið Audible á Bretlandseyjum er með 20 þúsund titla í boði og er með einkasamning við itunes um þjónustu á þeirra vef. Fyrirtækið skipti nýlega um eig- endur: Amazon keypti það í mars. Önnur fyrirtæki sem þekkt eru á enska málsvæðinu eru til dæmis Naxos sem gefur út sígild verk. Bókaútgáfur á enska málsvæðinu hafa um árabil eflt stórlega útgáfu á lesnu efni. Það var tæknin sem aftur fleytti hljóðbókaútgáfu áfram: kassettan vék fyrir geisladisknum og nú eru það þjappaðar skrár sem fólk halar niður af heimasíðum inn á ipodinn sinn og hefur með sér á þá staði í daglegri önn þar sem hlusta má eftir vild: bíllinn, rúmið, líkams- ræktarstöðin eru svæðin þar sem áheyranda gefst næði til að skjótast inn í lengri verk. Í hópi njótenda hljóðbóka eru nokkrar deilur um hvort textinn á að vera styttur, fyrir þá bráðu og óþolinmóðu, eða óstyttur: Stríð og friður eftir Tolstoy er 67 klukku- stundir í lestri. En á móti kemur að þeir hörðustu segja að lestur á verk- inu óröskuðu sé það eina sem dugi. Sum bókmenntaverk henta mun betur til munnlegs flutnings. Þannig er allt annað að hlusta á verk James Joyce en lesa þau af blaði. Þau lifna fyrst í munnlegum flutningi. Þór- unn Valdimarsdóttir segist hlusta á skandinavíska krimma af diskum. Hún hafi ekki uppgötvað sagnalist Thors Vilhjálmssonar fyrr en hún heyrði hann lesa Morgunþulu í stráum. Ríkisútvarpið er stærsti hluthafi í lesnu efni á böndum hér á landi. Deilir þeim rétti með upplesara og höfundi. Þar á bæ er verið að útbúa síðu með völdum textum og þáttum sem hlaða má niður. Þegar ipod eru orðnir almenn eign þarf hins vegar að leiðbeina áheyrendum um hvern- ig hafa má upp á efninu. Nú þegar ferðalög standa sem hæst með löng- um ferðum í bíl er upplagt að taka með sér sögu handa krökkum sem dugar í langar ferðir og hlaða má á ipodinn áður en lagt er af stað eða kaupa einhvern af þeim diskum sem nú eru fáanlegir í verslunum með lestri höfunda á sögum fyrir börn og unglinga. - pbb Með sögu í pokahorninu IPOD Nýr vettvangur bókmennta. Um þessar mundir og fram til 22. júlí næstkomandi stendur yfir myndlistarsýningin Hraun á Kaffi Sólon, Bankastræti 7a. Þar sýnir myndlistarmaðurinn Jane María Sigurðardóttir verk sín. Í fréttatilkynningu frá lista- konunni segir: „Myndlist og handíð hafa alltaf verið áhuga- mál mér ofarlega í huga og ég hef málað frá því ég man eftir mér. Á lífsleiðinni er gott að fá leiðsögn. Þar koma hin ýmsu spakmæli til sögunnar. Það spak- mæli sem er mér ofarlega í huga þessa dagana er: „Hamingjan er ekki fólgin í því að gera það sem þú hefur ánægju af, heldur að hafa ánægju af því sem þú gerir“.“ - vþ Jane sýnir á Sólon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.