Fréttablaðið - 13.07.2008, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 13.07.2008, Blaðsíða 62
30 13. júlí 2008 SUNNUDAGUR HVAÐ SEGIR MAMMA? Hvað er að frétta? Við stöndum í ströngu við að mála og skrúbba eftir seinustu sýningu í Gallerí Íbíza Bunker og erum að gera allt klárt fyrir sýningu Guðmundar Thoroddsen sem verður opnuð kl. 17 á föstudaginn. Augnlitur: Blár með brúnni sneið í vinstra auganu. Starf: Gallerírekandi og nemi. Fjölskylduhagir: Ógift og barnlaus en á voða skemmtilegan kærasta, Loga Höskuldsson. Hvaðan ertu? Reykjavík. Ertu hjátrúarfull? Ég varð allavegana mjög skellkuð þegar Ragnheiður vinkona mín sagði mér að það boðaði ógæfu að drepa járnsmiði rétt eftir að ég hafði endað líf eins slíks. Uppáhalds sjónvarpsþátturinn: Simpsons. Uppáhaldsmatur: Cappuccino og biscotti. Fallegasti staðurinn: Á Sprengisandi umkringdur jöklum. iPod eða geislaspilari? iPod. Hvað er skemmtilegast? Að hoppa á tramp- ólíninu á Arnarstapa á Snæfellsnesi. Það er rosalega stórt. Hvað er leiðinlegast? Að hreinsa hár úr niðurfalli. Helsti veikleiki: Kex og nammi. Helsti kostur: Kann að búa til sápukúluvél og gufubað. Helsta afrek: Að opna Gallerí Íbíza Bun- ker ásamt Ragnheiði Káradóttur. Mestu vonbrigðin: Að vera ekki orðin rokkstjarna. Hver er draumurinn? Að verða rokkstjarna. Hver er fyndnust/fyndn- astur? Systa móðursystir mín. Hvað fer mest í taug- arnar á þér? Hunda- hár. Hvað er mik- ilvægast? Að vera heiðarleg- ur við sjálfan sig. HIN HLIÐIN SIGRÍÐUR TORFADÓTTIR TULINIUS NEMI OG GALLERÍREKANDI Hoppar á trampólíninu á Arnarstapa 13.03. 1986 „Ég var alltaf viss um að tónlistin lægi fyrir henni. Mér finnst hún taka rosalega skyn- samlega á öllu sem snýr að Merzedes Club og vera niðri á jörðinni. Ég er stolt af því hvern- ig hún höndlar þetta og heldur sínu striki.“ Katrín Óskarsdóttir, móðir Rebekku Kol- beinsdóttir söngkonu í Merzedes Club. „Ég veit ekki hvaðan þetta kemur. Og hafði ekki heyrt af þessu fyrr en ég las þetta á Vísi. Furðufrétt um að reynt hefði verið að ná í mig og Pálma sjónvarpsstjóra en ekki tekist,“ segir Ragnar Bragason kvikmyndaleikstjóri aðspurður hvort Björk muni birtast í Dag- vaktinni. Þeir sem hafa séð forsýningu fyrsta þáttar Dagvaktarinnar halda vart vatni. Telja hana tals- vert betri en Næturvaktina sem sló heldur betur í gegn – þættir Ragnars um þá félaga á bensín- stöðinni: Georg Bjarnfreðarson, Ólaf Ragnar og Daníel. Það gleður Ragnar að heyra sem nú stend- ur í ströngu við að klippa þættina sem verða 11 að tölu í þeirri syrpu sem sjónvarps- áhorfendur bíða nú í ofvæni. „Ég sjálfur er himinlifandi með þetta. Við reynum að taka þetta á næsta stig og hjakka ekki í sama farinu,“ segir Ragnar. Í Næturvaktinni duttu ýmsir inn sem þeir sjálfir: Hannes Hólmsteinn, Birgitta Haukdal, Einar Bárðar og fleiri. Þegar eru menn farnir að velta því fyrir sér hverjir rekast inn á bens- ínstöðina sem er vettvangur ævin- týra bensínafgreiðslumannanna. Um það vill Ragnar ekkert tala. Segist varla vita það – eins líklegt og það má teljast. Telur það auka- atriði í sjálfu sér hverjir koma við til að kaupa bensín. Og hváir þegar Fréttablaðið ber undir hann, og þykist hafa fyrir því öruggar heimildir, að stórstjarnan Stefán Hilmarsson sé einn þeirra. Þannig að menn verða að geta í eyðurnar þegar þeir velta því fyrir sér hvað verður þegar Ólafur Ragnar, umboðsmaður Sólar- innar, hittir fyrir for- söngvara Sálarinnar á bensínstöðinni. - jgb Stefán Hilmars hittir Ólaf Ragnar STEFÁN HILMARSSON Sam- kvæmt heimildum Frétta- blaðsins mun söngvarinn snjalli detta inn á bensínstöð- inna þar sem Georg Bjarnfreð- arson ræður ríkjum. ÓLAFUR RAGNAR Á án vafa, sem umboðsmað- ur Sólarinnar, ýmislegt vantalað við söngvara Sálarinnar. Ilmur Kristjánsdóttir leikur Ástríði í sjónvarpsþáttaröðinni Ástríður. Tökur hefjast í lok mán- aðarins og Silja Hauksdóttur leik- stýrir. Þetta verða tólf framhalds- þættir sem Stöð 2 sýnir, líklega skömmu eftir áramót. „Ástríður er ung kona sem kemur úr námi erlendis og fer að vinna hjá fjármálafyrirtæki,“ segir Ilmur. „Þetta eru grín og dramaþættir sem fjalla um líf hennar og ástir. Þetta fjallar minna um fjármálaheiminn, þó við skyggnumst aðeins inn í hann.“ Ilmur segir handritshöfunda – Sigurjón Kjartansson, Silju leik- stjóra, Kötlu Margréti Þorgeirs- dóttur og hana sjálfa – forðast samanburð við erlenda þætti en fer þó ekkert í vörn þegar nafn Allyar McBeal ber á góma. „Við erum ekkert að finna upp hjólið og vorum bara í þessu til að hafa gaman af því. Það er vonandi að áhorfendur hafi gaman af líka. Við þekkjum þennan heim úr amerískum þáttum en höfum aldrei séð þetta í íslensku umhverfi áður. Ég held að sam- svörunin við íslenskan raunveru- leika sé mjög þakklát. Við verðum alltaf ofsalega glöð ef við sjáum Laugaveginn í sjónvarpinu.“ Ástríður lendir í ýmsu í gegn- um þættina tólf; karlamál og til- finningakreppur, átök og ástríður, ber hátt eins og nafnið bendir til. „Ég vona að allar konur finni eitt- hvað af sér í Ástríði. Við sýnum íslenska kvennaheiminn og leit Ástríðar að sannleikanum og ham- ingjunni. Hvort hún finnur þetta tvennt í síðasta þættinum verður bara að koma í ljós.“ - glh Hamingjuleit í fjármálaheiminum Nokkrir nemendur við Hótel og matvælaskólann í Kópavogi héldu út til Sviss í vor í sannkallaða sælkeraferð. Tilgangur ferðarinnar var að skoða aðstæður við hinn virta Cesar Ritz skóla, en Menntaskólinn í Kópavogi tók nýverið upp samstarf við skólann. Skólinn er nefndur eftir Cesari Ritz sem var frumkvöðull í hótelrekstri og jafnframt stofnandi Ritz hótelanna. Einar Helgi Ármann var einn nemendanna sem lagði land undir fót en hann, líkt og samferðarmenn hans, stundar nám í hótel- rekstri. „Við fórum út til þess að skoða skólann en ákváðum svo að gera meira úr ferðinni og ferðast aðeins um í leiðinni.“ Einar segir alla aðstöðu við skólann hafa verið til fyrirmyndar og að námið hljómi mjög spennandi. „Þetta er þriggja ára nám allt í allt. Við tökum fyrsta árið hér heima, förum svo út til Sviss í hálft ár og eftir það er þrisvar sinnum hálfs árs starfþjálfun sem við tökum bæði hér heima og erlendis.“ Eftir að hafa skoðað skólann ferðaðist hópurinn til borgar- innar Lyon í Frakklandi þar sem þau dvöldu á gömlu sveitahóteli. Hótelið státar af vinsælum Michelin- veitingastað sem matreiðslumeistarinn Friðgeir Eiríksson stjórnaði áður við góðan orðstír. „Máltíðin sem við borðuðum þar var sú besta sem ég hef nokkurn tímann fengið. Eigandi hótelsins tók mjög vel á móti okkur og sýndi okkur staðinn. Hann sýndi okkur einnig vínkjallara hótelsins og leyfði okkur að smakka á nokkrum vínum sem hann geymir þar. Eigandinn er mikill Íslandsvinur og hefur nokkrum sinnum komið hingað til lands og á hér marga kunningja,“ segir Einar. Eftir dvölina í Lyon lá leið hópsins til Parísar þar sem þau snæddu kvöldverð á einum frægasta veitingastað borgarinn- ar. „Staðurinn á að vera sá flottasti í París en eftir að hafa verið borðað á Clairfontaine veitingastaðnum í Lyon þá fannst okkur lítið varið í þennan stað þrátt fyrir Michelin stjörnurnar.“ Hópurinn endaði ferðina í London þar sem þau ákváðu að heimsækja veitingastaðinn Texture sem er að hluta til í eigu íslenska kokksins Agnars Sverrissonar. „Texture er frekar nýr staður en hefur fengið topp dóma og á matseðlinum er meðal annars að finna íslenskt lamb og skyr.“ Einar segist hlakka mikið til þess að hefja nám við Cesar Ritz og finnst ekki ólíklegt að hann ílengist að útskriftinni lokinni. „Ég væri til í að fara til Frakklands og kynnast betur þeirri matarmenningu eftir námið, en maður veit svo sem aldrei hvar maður endar.“ Samnemandi Einars, Guðrún Dröfn Emilsdóttir, ber skólanum einnig vel söguna. „Skólinn er alveg magnaður og öll aðstaða fyrir nemendur er fyrsta flokks. Hann er staðsettur í fallegu fjallaþorpi rétt við ítölsku landamærin í mjög fallegu umhverfi.“ Guðrún segir einnig að það hafi verið alveg sérstök upplifun að koma til Lyon og telur að jafn fagmann- lega rekið hótel sé vandfundið. „Veitingastaðurinn er sérstaklega þekktur innan kokkaheimsins og margir kokkar koma þangað til þess að næla sér í reynslu. Eigandinn sagðist hafa lært hótelrekstur af ömmu sinni sem eitt sinn rak hótelið. Heimsóknin á þennan stað var án efa hápunktur ferðarinnar,“ segir Guðrún að lokum. sara@frettabladid.is EINAR HELGI ÁRMANN: SNÆDDI KVÖLDVERÐ Á FRÖNSKUM MICHELIN-STAÐ Íslenskt hótelfólk fór í sælkeraferð um Evrópu UNG KONA Á UPPLEIÐ Ilmur Kristjánsdóttir leikur Ástríði í sam- nefndri þáttaröð. VELJUM LÍFIÐ ÆVINTÝRAFERÐ UM MATARLENDUR EVRÓPU Einar Helgi Ármann, lengst til hægri, fór ásamt nemendum við Hótel og matvælaskólans í Kópavogi í sælkeraferð til Sviss. Þau heimsóttu líka Michelin-staði í Frakklandi og enduðu ferðina á íslenska veitingastaðnum Texture í London. Með Einari á myndinni eru Torfi Kristleifsson og Anzhela Klimets. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON „...fyrst á visir.is“ ...ég sá það á visir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.