Fréttablaðið - 15.07.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 15.07.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI 49,72% 36,3% 69,94% Fr ét ta bl að ið 24 st un di r M or gu nb la ði ð Allt sem þú þarft... ...alla daga Fréttablaðið er með 41% meiri lestur en 24 stundir og 93% meiri lestur en Morgunblaðið. Meðallestur á tölublað m.v. höfuðborgarsvæðið 18–49 ára. skv. könnun Capacent í febrúar - apríl 2008 Sími: 512 5000 ÞRIÐJUDAGUR 15. júlí 2008 — 191. tölublað — 8. árgangur HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN SUMAR FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Íslenska hásumarið dregur Áslaugu Dóru Eyjólfsdóttur, sérfræðing í menntamálaráðu- neytinu, og hennar fjölskyldu út áá ið kaffihús í kaupfélaginu í Norðurfi ði ekki síður u h Með Vestfjarðabakteríu „Við fengum mjög gott veður á Vestfjörðunum í fyrra, glampandi sól allan tímann og spáin er alveg sæmileg núna, en við tökum samt að sjálfsögðu regngallana með,“ segir Áslaug Dóra, sem hér er ásamt tvíburunum Stefáni og Sólveigu Nordal. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR SUMAR Í HÖMRUMTónlistarfélag Ísafjarðar stendur fyrir tónleikaröð-inni Sumar í Hömrum í júlí og ágúst og hefst hún á fimmtudaginn með tónleikum tónleika-hópsins Slyngs. SUMAR 3 OFNÆMI Í HÁMARKIÓvenjumikið hefur verið af frjókornum í loftinu í sumar og því hafa margir sem ekki hafa áður fundið fyrir frjókornaofnæmi verið greindir með slíkt ofnæmi núna. HEILSA 2 VEÐRIÐ Í DAG ÁSLAUG DÓRA EYJÓLFSDÓTTIR Tilhlökkunarefni að gista alveg við úthafið sumar ferðir Í MIÐJU BLAÐSINS Flóttamenn á Íslandi „Langar okkur til að búa í hinni vernduðu virkisborg sem búið er að reisa í kringum okkur eða viljum við annars konar heim?“ spyr Sverrir Jakobsson. Í DAG 16 börnÞRIÐJUDAGUR 15. JÚLÍ 2008 Hildur Kristjánsdóttirsegir mikilvægt að halda lestrar-kunnáttu barna viðBLS. 4 Ný vefsíða helguð frístundum barna BLS. 2 Klukkan er núll Þorleifur Örn Arnarsson er þrítugur í dag. Hann stendur á tímamótum; mun brátt ljúka námi sínu og fram undan eru mörg krefjandi verkefni. TÍMAMÓT 18 STJÓRNSÝSLA Þrír ljósleiðaraþræðir sem Atlantshafsbandalagið (NATO) lét leggja á Íslandi í kringum 1990, iðulega kallaðir NATO-ljósleiðarar, eru taldir til eigna NATO í aug lýs- ingu utan ríkisráðuneytisins. Það samræmist ekki samningi um lagn- ingu ljós leiðaranna frá 1989, þar sem segir skýrum stöfum að þeir séu og verði eign Íslendinga. Í varnarmálalögum er kveðið á um að utanríkisráðuneytið skuli birta lista yfir mann virki og fjar- skiptakerfi NATO sem Varn- ar málastofnun ber ábyrgð á. Slík auglýsing var birt 19. júní. Á list- anum eru ljósleiðaraþræðirnir þrír auk fjölda annarra eigna. Samningur um lagningu ljós- leiðaranna frá 1989 kveður hins vegar afdráttarlaust á um að þeir séu eign íslenska ríkisins, nánar til tekið Póst- og fjarskiptastofnun- ar. Bandaríkin, fyrir hönd NATO, skuli þó hafa óheftan aðgang og afnot af þeim þar til varnar samn- ingi þjóðanna frá 1951 verði rift. Undir samninginn rita Þor steinn Ingólfsson, þáverandi ráðu neytis- stjóri í utanríkis ráðu neytinu, og Thomas F. Hall frá NATO. Þetta eignarhald hefur verið ítrekað margsinnis í opinberum skjölum, meðal annars í samningi Landssímans, utanríkis- og sam göngu ráðuneytisins frá 2001 um eignarhald, meðferð, rekstur og viðhald ljósleiðaranna, og að auki í tveimur skýrslum einka væð- ingar nefndar frá 2001 og 2005. Þórir Ibsen, yfirmaður varnar - málaskrifstofu utanríkisráðu- neytis ins, staðfesti við Fréttablaðið í gær að ráðuneytið teldi ljós leið- arana eign NATO. Leiga á tveimur þráðunum af þremur var nýverið boðin út á grundvelli ákvæðis í varnar- mála lögum sem segir að Varnar- mála stofnun sé „heimilt […] að veita gegn gjaldi samningsbundin afnot af mannvirkjum og búnaði [NATO] sem stofnunin hefur umsjón með […]“ Tekjurnar skuli renna til stofnunarinnar til við- halds mann virkjana, í þessu til- viki ljósleiðaranna. - sh Ljósleiðarar ríkisins skráðir í eigu NATO Yfirvöld telja svokallaða NATO-ljósleiðara til eigna Atlantshafsbanda lagsins. Það er á skjön við samning um lagningu ljósleiðaranna frá 1989, þar sem stend- ur skýrum stöfum að ljósleiðararnir séu og verði alfarið í eigu íslenska ríkisins. BÖRN Útivist, listsköpun og önnur frístundaiðkun Sérblað um börn FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG ÞRÖSTUR JÓNSSON Kominn í heyskap Bassafanturinn notar tímann milli túra á sjónum FÓLK 30 Raðar inn mörkum Útvarpsmaðurinn Elías Ingi Árnason er með markahæstu mönnum í annarri deildinni í fótbolta. FÓLK 30 ÞURRT SYÐRA Í dag verða norðvestan 5-10 m/s víðast hvar. Rigning norðan til og austan en þurrt syðra og sums staðar bjart með köflum. Hiti 7-18 stig, hlýjast til landsins syðra. VEÐUR 4 13 9 10 12 17 BÖRN Letetia Beverly Jonsson hefur safnað saman upplýsingum um þá möguleika til frístundaiðk- unar sem bjóðast börnum. Upplýsingarnar birtast nú á nýrri vefsíðu, fristundir.is, og eru á þremur tungumálum; íslensku, ensku og pólsku. „Ísland hefur breyst, það er ekki eins og áður þegar hér voru bara Íslendingar. Núna er mikið af erlendu fólki sem er með börn. Nauðsynlegt er að taka tillit til þarfa þess,“ segir Letitita. Fyrsta kastið taka upplýsingar til frístundaiðkunar á höfuðborgar- svæðinu en á næsta ári verður upplýsingum af öllu landinu bætt við. - stp / sjá sérblað um börn Vefsíða um tómstundir barna: Allar upplýsing- ar á einum stað DÝRALÍF Smyrill nokkur fékk gistingu í bílskúrnum hjá Jóni Reyni Sigurvinssyni, skólameist- ara Menntaskólans á Ísafirði, aðfaranótt sunnudags. Jón varð var við að fugl flygi inn í bílskúr- inn. „Þegar þangað var komið sá ég hvar smyrillinn sat í mestu makindum á hjóli og ekkert fararsnið á honum.“ Jón taldi fuglinn jafnvel lemstraðan og leyfði honum því að gista. Daginn eftir vitjaði hann næturgestsins. „Ég fékk hann til að setjast á höndina á mér og þar sat hann sem fastast.“ Svo flaug hann á brott en sat á umferðarskilti skammt frá síðast þegar Jón Reynir sá hann. „Ég held að honum muni bara vegna vel.“ - jse Næturgestur skólameistara: Smyrill gisti í bílskúrnum JÓN REYNIR OG SMYRILLINN Vel fór á með Jóni Reyni og smyrlinum sem fékk gistingu um helgina hjá skólameistaran- um. MYND/MAGNÚS HREINN JÓNSSON FUNDUR FORSÆTISRÁÐHERRA Geir Haarde forsætisráðherra boðaði blaðamenn til fundar í Stjórnarráðinu í gær. Geir kvaðst telja það óraunhæft að Íslendingar næðu samningum við Evrópusambandið um upptöku evru án inngöngu í sambandið. FRÉTTABLAÐIÐ STEFÁN EFNAHAGSMÁL „Miðað við mínar upplýsingar er þessi leið ekki fær. Það er ekki hægt að stytta sér leið þarna inn,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkis ráðherra um hugmyndir Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra um evru sem þriðju stoðina í samstarfinu við Evrópusambandið (ESB), sam- hliða samningnum um Evrópska efnahagssvæðið og Schengen- samkomulaginu. Ingibjörg telur engar lögform- legar hindranir fyrir hugmynd- inni en dregur mjög í efa að pólit- ískur vilji sé fyrir þessu hjá Evrópusambandinu. „Um það höfum við fengið skýr skilaboð frá Evrópusambandinu,“ segir Ingi- björg Sólrún. Hún segir það merkilega yfir- lýsingu hjá Birni að hann telji nú að Íslandi sé best borgið innan myntbandalagsins. Þá yrðu 27 ríki ESB að samþykkja að Íslendingar tækju upp evru áður en málið kæmist lengra. „Við höfum talið þetta fjarlægan möguleika,“ sagði Geir H. Haarde forsætisráðherra í gær. Hann segir að innan hugmyndar Björns rúm- ist einnig að krónan verði tengd evrunni. Það verði kannað frekar. Björn vísar til 111. greinar stofn- sáttmála ESB. Þar sjáist að sam- bandið hafi heimild til að semja við þriðja ríki um evru aðild. „Ég hef sagt að lögheimildir skorti ekki, ef pólitískan vilja skortir er það annað mál.“ Spurður hvort hann hafi heyrt af viðhorfsbreytingu innan ESB segir hann að mat sitt byggist á uppnámi í ESB eftir að Írar höfnuðu Lissa- bon-sáttmálanum. Percy Westerlund, sendiherra Evrópusambandins gagnvart Íslandi, segir hins vegar að þessi túlkun á 111. grein stofnsáttmál- ans standist ekki. - ikh / sjá síðu 10 og 12 Deilt um hvort hér sé hægt að taka upp evru án aðildar að Evrópusambandinu: Ekki hægt að stytta sér leið Keflvíkingar á toppinn Þórarinn Kristjánsson skoraði bæði mörkin í 0-2 sigri Keflavíkur gegn Fram í gær- kvöld. ÍÞRÓTTIR 26 BANDARÍKIN, AP Skoðanakannanir í Bandaríkjunum benda til þess að 58 prósent Bandaríkjamanna telji John McCain, forsetaframbjóðana Repúblikana- flokksins, of gamlan. McCain verður 72 ára gamall þegar hann tekur við forsetaemb- ættinu, nái hann kjöri. Sitji hann tvö kjörtímabil, hámarkið sem leyfilegt er, verður hann áttatíu ára þegar hann lætur af störfum. 44 prósent Bandaríkjamanna telja Barack Obama, frambjóðanda Demókrataflokksins, of ungan samkvæmt skoðanakönnunum. - gh Fleiri telja McCain of gamlan: Áhyggjur af aldri McCain JOHN MCCAIN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.