Fréttablaðið - 15.07.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 15.07.2008, Blaðsíða 4
4 15. júlí 2008 ÞRIÐJUDAGUR LÖGREGLUMÁL Lögregla rannsakar enn meintar ærumeiðingar þing manns ins Árna Johnsen í garð Gunnars Gunnarssonar aðstoðar vega- málastjóra. Þetta segir Sigur björn Víðir Egg- erts son aðstoðaryfirlög- regluþjónn. Gunnar kærði Árna í lok apríl fyrir ummæli sem Árni lét falla í blaðagrein þess efnis að Gunnar væri vart starfi sínu vaxinn og hefði sinnt ýmsum verkum afar slælega. Aðdróttun gegn opinberum starfsmanni, sem varðar starf hans, er brot gegn hegningar - lögum og því fer lögregla með rannsókn málsins. - sh Lögregla skoðar Árna Johnsen: Ærumeiðingar enn í rannsókn ÁRNI JOHNSEN HOLLAND, AP Saksóknari stríðs- glæpadómstóls Sameinuðu þjóð- anna sendi í gær frá sér ákærur á hendur Omar Al-Bashir, forseta Súdans. Hann er sakaður um að standa á bak við tilraunir til að útrýma heilu þjóðflokkunum í Dar- fúr-héraði. Luis Moreno-Ocampo saksókn- ari fór jafnframt fram á að gefin yrði út alþjóðleg beiðni um hand- töku á Al-Bashir til að koma í veg fyrir hægfara morð á 2,5 milljón- um manna, sem hraktir hafa verið frá heimilum sínum í Darfúr. Janjaweed-vígasveitirnar hafa árum saman með stuðningi stjórn- valda ráðist gegn fólkinu með morðum, nauðgunum og nauðungar- flutningum. Þessi ofbeldisherferð stendur enn yfir. „Hópmorð er ásetningsglæpur,“ segir saksóknarinn. „Við þurfum ekki að bíða eftir því að þessar 2,5 milljónir manna deyi.“ Hann segir kerfisbundnar nauð- ganir lykilþátt í ofbeldisherferð- inni: „Sjötugum konum og sex ára stúlkum er nauðgað,“ sagði hann. „Fjöldanauðganir, hópnauðganir, nauðganir fyrir augum foreldra.“ Hann segir að Al-Bashir forseti stefni að því að útrýma þremur þjóðflokkum: Fur, Masalit og Zag- hawa, sem eru þjóðflokkar afrískra blökkumanna. Þessar þjóðir eru í minnihluta meðal íbúa Súdans, en stjórnin er að mestu í höndum arabaþjóða frá norðanverðu land- inu. „Ég hef ekki þann munað að geta litið undan. Ég hef sannanir,“ segir Moreno-Ocampo saksóknari. „Áform hans voru að stórum hluta pólitísk. Tylliafsökun hans var „gagnbylting“. Ásetningur hans var þjóðarmorð.“ Ákæran er í tíu liðum: þrjár ákærur fyrir hópmorð, fimm fyrir glæpi gegn mannkyni og tvær fyrir morð. Búist er við því að þrír dóm- arar dómstólsins taki nokkra mán- uði í að fara yfir sönnunargögnin áður en ákvörðun er tekin um hvort handtaka skuli Al-Bashir forseta. Erfitt gæti síðan reynst að fram- fylgja handtökubeiðninni. Súdans- stjórn viðurkennir ekki lögsögu dómstólsins og mun ekki láta hand- taka forseta landsins. Þetta er í fyrsta sinn sem Alþjóð- legi sakamáladómstóllinn í Haag, sem er stríðsglæpadómstóll á vegum Sameinuðu þjóðanna, ákærir þjóðarleiðtoga sem enn situr í embætti. Dómstóllinn var stofnaður árið 2002 með aðild sextíu ríkja, en hvorki Bandaríkin né Súdan eru aðilar að honum. gudsteinn@frettabladid.is Forseti ákærður fyrir þjóðarmorð Forseti Súdans hefur verið ákærður fyrir að hafa skipulagt ofbeldisherferð á hendur þjóðflokkum í Darfúr-héraði. Skipulagðar nauðganir eru lykilþáttur útrýmingarherferðar gegn 2,5 milljónum manna. HINN ÁKÆRÐI Þegar Omar Al-Bashir Súdansforseti mætti á ríkisstjórnarfund á sunnudag beið hans þar mannfjöldi sem ákaft mótmælti því að stríðsglæpadóm- stóllinn í Haag legði fram ákærur á hendur forsetanum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg Helsinki Eindhofen Amsterdam London Berlín Frankfurt Friedrichshafen París Basel Barcelona Alicante Algarve Tenerife HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 21° 20° 21° 23° 19° 23° 23° 23° 24° 25° 27° 25° 26° 25° 26° 27° 29° 24° Á MORGUN 5-10 m/s allra austast, annars 3-8 m/s. FIMMTUDAGUR Norðvestan 5-10 aust- ast, annars hægari. 6 13 6 13 10 10 10 15 18 13 9 9 7 13 16 LÉTTIR TIL SUNNAN OG VESTAN TIL Það má kannski segja að veðrið hafi ekki verið sérlega sumarlegt síðustu daga en nú er þetta að breytast. Í dag léttir smám saman til á landinu sunnan- verðu ásamt því að það lægir síðdegis. Á morgun er hins vegar að sjá bjartviðri sunnan til og vestan í hægum vindi á ágætum hita. 13 11 9 8 10 8 12 12 17 12 7 6 7 6 7 6 8 8 8 Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur Rangur flokksstafur var við nafn Ragnheiðar Ríkarðsdóttur í frétt í gær um afstöðu þingmanna til máls Paul Ramses. Ragnheiður er í Sjálfstæðis- flokknum. LEIÐRÉTTING Brotnaði á báðum fótum Fimmtán ára piltur fótbrotnaði á báðum fótum í slysi eftir að hann féll af mótorkrosshjóli á sunnudagskvöld. Slysið varð á svæði Kappaksturs- klúbbs Akureyrar við Glerá þar sem hann var við æfingar. Ekið yfir sjö unga Ekið var yfir sjö gæsarunga sem voru á leið sinni yfir Drottningarbraut á Akureyri aðfaranótt sunnudags. Lög- reglan á Akureyri vill minna ökumenn á algengt er að gæsir séu í stórum hópum á brautinni og því sé ráð að gæta varúðar á þessari leið. LÖGREGLUFRÉTTIR SLYS Mæðgur sluppu með minniháttar meiðsl þegar ekið var á vespu þeirra á Miklubraut í gærmorgun. Hjólið féll í götuna við áreksturinn en skemmdist lítið. Konurnar voru fluttar á sjúkra- hús til aðhlynningar en voru útskrifaðar síðdegis í gær. Vespum hefur fjölgað til muna í umferðinni undanfarið. Vélar- stærð þeirra ræður því hvort þær falla í flokk létt- eða stórbifhjóla. Falli þær í síðarnefnda flokkinn má vera með farþega aftan á þeim, en ekki falli þær í þann fyrri. - kóp Bifhjólaslys á Miklubraut: Ekið á vespu RÚSSLAND, AP Rússar hafa sakað viðskiptafulltrúa breska sendi- ráðsins í Moskvu, höfuðborg Rússlands, um njósnastarfsemi. Ásökunin er líkleg til að auka enn á spennuna milli Rússa og Breta, sem meðal annars má rekja til átaka um stjórn olíu- fyrirtækisins TNK-BP og morð Alexanders Litvinenkó í London árið 2006. Ásökunin kemur í kjölfar frétta breska ríkisútvarpsins BBC á mánudag þar sem rússnesk yfirvöld eru bendluð við morðið á Litvinenkó. - gh Rússnesk stjórnvöld: Saka Breta um njósnastarfsemi MOSKVA Samskipti Rússa og Breta hafa verið stirð frá árinu 2006. MYND/GETTY IMAGES NEYTENDUR „Fasteignamarkaðurinn er að koma upp úr þeim öldudal sem hann var í,“ segir Ingibjörg Þórðardóttir, formaður Félags fast- eignasala. „Aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að efla markaðinn hafa tekist vel og þá sérstaklega sú ákvörðun að miða við kaupverð íbúða í stað brunabótamats við viðmiðun lána. Hækkun hámarksláns í tuttugu milljónir er sömuleiðis mikilvæg aðgerð, sem og niðurfelling stimpil- gjalds á fyrstu íbúð. Stjórnarsátt- máli ríkisstjórnarinnar kveður reyndar á um að stimpilgjöld verði felld niður að fullu og við teljum mikilvægt að staðið verði við það.“ Ingibjörg telur að áhrifa breyt- inganna muni gæta í ríkari mæli í haust þegar sumarleyfistímanum lýkur. Ingólfur Gissurarson, fram- kvæmdastjóri Valhallar fasteigna- sölu, er sammála því að markaður- inn sé á uppleið. Hins vegar segir hann aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa komið allt of seint og vera ófullnægjandi. „Það er bráðnauð- synlegt að það verði gert eitthvað meira fyrir ungt fólk. Þá er ég að hugsa um níutíu prósenta lán fyrir fyrstu kaupendur.“ Hann segir jafnframt að nei- kvæðni á markaðnum hafi verið meiri en efni standa til. „Vonandi breytist það núna.“ - ges Aðgerðir ríkisstjórnarinnar til eflingar fasteignamarkaðnum virðast skila árangri: Markaðurinn á leið upp á við FASTEIGNIR Markaðurinn hefur verið „alveg dauður“ undanfarna mánuði segja fasteignasalar en er þó eitthvað að glæðast. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON UMHVERFISMÁL „Það er talið að þarna séu um fimm þúsund tonn af hráefni sem þurfi að hreinsa af svæðinu,“ segir Einar Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Hringrásar, en starfsmenn fyrirtækisins leggja nú nótt við dag til að hreinsa svæðið á Kárahnjúkum. „Það ríður á að við klárum þetta áður en frystir. Við höfum verið hér með tíu manns og góð tæki í tvær vikur og höfum þegar tekið um 1.200 tonn svo þetta gengur vel.“ Hann segir efnið af ýmsum toga. „Þetta eru járnbrautarteinar, kaplar, hlutar úr bornum og önnur ónýt tæki.“ - jse Hreinsun á Kárahnjúkum: Fimm þúsund tonn af rusli GENGIÐ 14.07.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 155,3119 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 76,54 76,9 151,98 152,72 121,33 122,01 16,26 16,356 15,061 15,149 12,801 12,875 0,7172 0,7214 124,99 125,73 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.