Fréttablaðið - 15.07.2008, Page 12

Fréttablaðið - 15.07.2008, Page 12
12 15. júlí 2008 ÞRIÐJUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is Forsætisráðherra segir að kanna þurfi ofan í kjölinn hvort tengja megi krón- una evrunni. Hann telji þó litlar líkur á því að þetta verði gert. Hugmyndir um tengingar eða evruupptöku koma sendiherra Evrópu- sambandsins gagnvart Íslandi á óvart. „Við höfum talið þetta fjarlægan möguleika. En hins vegar eitt af því sem nefndin, sem Illugi Gunn- arsson og Ágúst Ólafur Ágústsson stýra, eigi að taka til skoðunar,“ sagði Geir H. Haarde forsætis- ráðherra á blaðamannafundi í stjórnarráðinu í gær. Geir boðaði til fundarins í til- efni af ummælum Björns Bjarna- sonar dómsmálaráðherra. Björn reit á heimasíðu sína að láta mætti á það reyna að taka upp evru hér. Evran yrði þá þriðja stoðin í samstarfi Íslendinga við ESB, til hliðar við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið og Schengen. Geir sagði að í hugmynd Björns fælist einnig frekari binding krón- unnar við evruna. „Evran yrði ekki tekin upp á Íslandi án þess að Íslendingar gerðust aðilar að sambandinu,“ segir Percy Westerlund, sendi- herra Evrópusambandsins (ESB), gagnvart Íslandi. Hann bætti því við að ummæli Björns hefðu komið sér á óvart. Geir nefndi að Danir hefðu farið þá leið að binda saman krónu og evru og bætti því við að vafa- laust væru til margar útfærslur á slíku. „Ég leggst ekki gegn því, og tel það bara eðlilegt, að menn rannsaki öll þessi atriði til hlítar. Og það er bara eitt af því sem okkur ber skylda til að gera,“ sagði Geir. Hann bætti því við að athugun á málinu hefði leitt í ljós að litlar líkur væru á þessu. Þá ítrekaði hann að við núverandi aðstæður teldi hann ekki að skipta ætti um gjaldmiðil. Slíkt yrði engin lausn á núverandi vanda. Geir segist ekki hafa rætt þessar hugmyndir við forystumenn ESB í vetur þegar hann átti fundi með þeim. Geir bætti því við að hugmyndir Björns hefðu ekki verið ræddar í ríkisstjórn. ingimar@markadurinn.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 183 4.188 -0,69% Velta: 1.189 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 6,99 -0,14% ... Atorka 6,12 0,00% ... Bakkavör 25,25 +0,60% ... Eimskipafélagið 14,30 0,00% ... Exista 6,60 -1,35% ... Glitnir 14,94 -0,73% ... Icelandair Group 16,45 0,00% ... Kaupþing 725,00 -1,09% ... Landsbankinn 22,80 -0,22% ... Marel 89,10 -0,22% ... SPRON 3,20 -1,54% ... Straumur-Burðarás 9,65 -0,52% ... Teymi 1,95 0,00 ... Össur 87,30 -0,57% MESTA HÆKKUN GRANDI +5,00% CENTURY ALUM. +2,56% BAKKAVÖR +0,60% MESTA LÆKKUN EIK BANKI -3,97% ATL. PETROLEUM -2,94% SPRON -1,54% Gúrkutíð á fjölmiðlum? Forsætisráðherra boðaði fríðan hóp fjölmiðlafólks á sinn fund í Stjórnarráðinu í gær. Á ráðherra var helst að skilja að mikið upphlaup hefði orðið út af engu; hugmyndir Björns Bjarnasonar mörkuðu enga stefnubreytingu hjá ríkisstjórninni og sagði hann málið lýsa fullkominni gúrkutíð hjá blaða- mönnum. Svo vill til að dómsmálaráðherra segir rétt að kanna hvort ekki megi bæta þriðju stoðinni við EES-samninginn. Áttu fjölmiðlar ekkert að gera með það? Svo segir Össur Skarphéðins- son iðnaðarráðherra að Samfylk- ingin eigi að taka Björn á orðinu og ríkisstjórnin eigi þegar að fara í viðræður við framkvæmdastjórn ESB í Brussel. Er það heldur ekki frétt? Hvað þá með útspil atvinnulífsins, til dæmis stórkaupmanna? Getur verið að stærstur hluti pólitískrar umræðu í landinu að undanförnu hafi hreinlega farið framhjá forsætisráðherranum? Árni Snævarr ósáttur Að venju sýnist sitt hverjum um útspil Björns Bjarnasonar, sem Andrés Jónsson bloggari hefur um snjallyrðið e-beygja. Árni Snævarr í Brussel hefur nýlega gert heimildarmynd um Evrópumálin fyrir Samtök iðnaðarins og hann hefur sínar skýringar á afstöðu Björns: „Hann er bara að kaupa sér tíma, að leika millileik og vonast til að staðan í refskákinni skáni af sjálfu sér,“ segir Árni og bætir við: „Hve lengi eigum við Íslendingar að borga fyrir að forystumenn Sjálfstæðis- flokksins séu ekki menn til að horfast í augu við stað- reyndir?“ Peningaskápurinn ... Stærsti bjórframleiðandi í heimi varð til í fyrradag þegar stjórn bandaríska bjórrisans Anheuser- Busch ákvað að taka yfirtökutil- boði bjórframleiðandans Inbev í fyrirtækið. Við kaupin renna einar þekktustu bjórtegundir heims í eina krús. Inbev framleiðir Stella Artois en Anheuser-Busch Budweiser. Fyrirtækið keypti fyrir ári fimmtungshlut í Icelandic Water Holdings, sem framleiðir átappað vatn í Ölfusinu. Upphaflegt tilboð hljóðaði upp á 65 dali á hlut. Það var hækkað um fimm dali um helgina og nemur nú 52 milljörðum banda- ríkjadala, jafnvirði fjögur þúsund milljarða íslenskra króna. - jab Bjórrisi verður til Bandarísk stjórnvöld sam- þykktuí fyrradag að veita húsnæðislánasjóðunum Fannie Mae og Freddie Mac hjálparhönd og tryggja fjár- mögnun þeirra. Henry Paulson, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, sagði í síðustu viku stöðu sjóðanna sterka og væru þeir nægilega fjármagnaðir. Á sunnu- dag var hins vegar samþykkt að kaupa lán sjóðanna eftir þörfum og veita auknu hlutafé í reksturinn. Fjármálasérfræðingar sögðu í samtali við fréttastofu Reuters í gær að þótt björgunaraðgerðir stjórnvalda hafi náð að róa fjár- málamarkaði um stundarsakir sé óvíst hverju það skili enda sé bandarískt efnahagslíf ekki burð- ugt um þessar mundir. Þótt báðir sjóðirnir séu skráðir á hlutabréfamarkaði í Bandaríkjun- um sækja þeir fé sitt í ríkiskass- ann, sem þeir lána áfram til ann- arra lánveitenda. Verðmæti lána þeirra beggja er tæplega helmingi minna en samanlagðir sjóðir allra slíkra fyrirtækja í Bandaríkjunum. Það segir sitt um umfangið en af þeim sökum telja menn harla ólík- legt að bandarísk stjórnvöld muni leyfa sjóðunum að sigla í strand. - jab Stjórnvöld til bjargar ríkislánasjóðum Láta kanna hvort tengja eigi krónuna við evrunaTvenn stór viðskipti upp á tæpa 4,5 milljarða króna hvor í bréf Landsbankans á genginu 22,8 krónur á hlut voru felld niður í Kauphöll Íslands í gær. Heildar- verðmæti þeirra nam tæpum 8,9 milljörðum króna. Tilboðin voru lögð fram fyrir upphaf viðskiptadagsins í gærmorgun en felld niður um hádegisbil. Ekki var um raunveruleg og tilkynningaskyld viðskipti að ræða, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni. Eins og gefur að skilja lækkaði heildarveltan á hlutabréfamarkaði verulega við þetta en hún nam í enda dags rúmum 1,3 milljörðum króna. - jab Tilboðin felld niður „Þessi hugmynd Björns [Bjarnasonar] gengur út á tvíhliða samning sem gefur kost á að Evrópski seðlabank- inn verði bakhjarl íslenska seðlabankans. Nú þurfa ríkisstjórn- arflokkarnir að bretta upp ermarnar og fara alla leið með þessa hugmynd,“ segir Þór Sigfússon, formaður Samtaka atvinnulífsins. „Það þarf töluverðan pólitískan vilja af hálfu Evrópusambandsins til að af verði,“ segir Erlendur Hjaltason, for- maður Viðskiptaráðs. Hann bætir því við að það ætti að vera auðvelt að láta á það reyna á skömmum tíma. „Aftur á móti er mikilvægt að hafa í huga að formlegar viðræður af þessu tagi fælu í sér ákveðna yfirlýsingu af hálfu stjórnvalda um íslensku krónuna og peningastefnu Seðlabanka Íslands.“ Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmda- stjóri Alþýðusambands Íslands, segir að Björn Bjarnason sé augljóslega að ræða um að evran verði tekin upp hér án þess að gengið verði í Evrópu- sambandið. Þá sé það ný hugmynd að tengja krónuna evrunni. Hann bendir hins vegar á að árið 1992 hafi krónan verið tengd mynteiningunni EMU um eins árs skeið. „Því var hætt, því það hentaði okkur ekki mjög vel að vera með þess háttar fast gengis- stefnu.“ Erlendur og Gylfi bæta því báðir við að mikilvægt sé að umræðan og framtíðarskipan peningamála þokist áfram og sjálfsagt sé að kanna kosti þessarar leiðar. Hins vegar eigi Íslendingar eftir að standa frammi fyrir hinni sömu spurningu, hvort krónunni verði haldið og peninga- kerfið styrkt, eða hvort Íslendingar gangi í Evrópusambandið og tækju upp evru í kjölfarið. - ikh Aðeins spurning um krónu eða evru ERLENDUR HJALTASON GYLFI ARN- BJÖRNSSON ÞÓR SIGFÚSSON GEIR H. HAARDE OG MANUEL BARROSO Forsætisráðherrann og framkvæmda- stjóri Evrópusambandsins ræddust við í vetur. Hvorki voru þá ræddar hugmyndir um tengingu evru og krónu né hug- myndir Björns Bjarnasonar um þriðju stoðina. FRÉTTABLAÐIÐ/BÞS Bakkavör var í enda síðustu viku gert að greiða rúm 30 þúsund punda, jafnvirði 4,5 milljóna íslenskra króna, í sekt vegna mengunar frá einni af verksmiðj- um fyrirtækisins í Grimsby í Bretlandi. Leifar af pasta, hrísgrjónum, baunum og öðrum úrgangi fundust í árfarvegi í námunda við verksmiðjuna, að sögn breska dagblaðsins Grimsby Telegraph um málið í gær. Fram kemur að Bakkavör hafi síðan þá varið háum fjárhæðum í hreinsunarbúnað til að koma í veg fyrir að úrgangur berist framvegis frá verksmiðjunni. Sektað er í tveimur hlutum fyrir jafnmörg mengunartilfelli í ágúst og október á síðasta ári og eru greiðslurnar jafnháar, hvor upp á fimmtán þúsund pund. Þá hljóðar annar kostnaður upp á rúm sautján hundruð pund, jafnvirði rúmra 260 þúsunda íslenskra króna. - jab Bakkavör sektað ÁGÚST GUÐ- MUNDSSON Fo rn ub úð ir Fo rn ub úð ir St ra nd ga ta Hvaleyrarbraut Óseyrarbraut Sparaðu hjá Orkunni í dag! SPÁÐU Í HVAÐ ÞÚ SPARAR! -2 krónur í Hafnarfirði í dag! Afsláttur er veittur af almennu verði Orkunnar sem er 173,1 kr. á 95 okt. bensíni og 190,6 kr. á dísel. M.v. verð 15. júlí 2008.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.