Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.07.2008, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 15.07.2008, Qupperneq 18
[ ] Í vor og sumar hafa frjókorn á flugi verið sérlega áberandi og samfara því fleiri stífluð nef og rauð augu á Íslendingum. „Aðaltími frjókornaofnæmis er svolítið breytilegur frá ári til árs, eftir því hvernig veðurfarið er,“ segir Dóra Lúðvíksdóttir, lungna- og ofnæmislæknir, og bætir við að hámarkstíminn í ár hafi verið núna um mánaðamótin júní/júlí. Að sögn Dóru hefur frjó- kornaofnæmi aukist samfara hlýnun á landinu enda fylgir hlýindunum meiri góður. Upplýsingar frá Náttúrufræðistofnun Íslands sýna að magn frjó- korna í loftinu í júnímánuði var meira en undan- farin ár. „Magn frjókorna í loftinu skiptir miklu máli fyrir styrk ofnæmisins því aukið magn veldur svo miklu áreiti á ofnæmiskerfið. Þeir sem hafa til- hneigingu til að mynda ofnæmi eru gjarnari á að mynda ofnæmi fyrir fleiri hlutum,“ segir Dóra. Dóra kveðst hafa tekið eftir því í sumar að fólk sem áður hefur ekki fundið fyrir frjókornaofnæmi hafi komið í greiningu, vegna þess hversu mikið af frjókornum hefur verið í loftinu. „Fólk sem er með dýraofnæmi hefur verið að koma með einkenni um frjókornaofnæmi. Það er mikil aukning í því,“ upplýsir Dóra og bætir við að það geti tekið tíma fyrir fólk að átta sig á því að það hafi frjókorna- ofnæmi. „Einkennin eru langvarandi nefrennsli, kláði í nefi, hnerri og viðkvæmni í augum. Ef fólk hefur annað ofnæmi skellir það stundum skuldinni á það. Það er því um að gera að láta mæla þetta,“ segir Dóra. Hún segir að fólk fái stundum astmaeinkenni samfara hinum einkennunum en það sé þó sjald- gæfara. Að sögn Dóru er hægt að halda frjókornaofnæmi heilmikið niðri því það sé til svo mikið af góðum lyfjum, ofnæmistöflur, nefúði og augndropar. „Svo höfum við, á göngudeild ofnæmis og lungna, verið með í allmörg ár afnæmismeðferð sem er sprautu- meðferð. Þá gefum við lítið magn af ofnæmis- vakanum undir húð og þá minnka einkennin veru- lega hjá flestum,“ segir Dóra en bætir við að ofnæmismeðferðin hefjist venjulega á haustin þegar minna sé af frjókornum í loftinu. martaf@frettabladid.is Óvenju mikið um ofnæmi Dóra Lúðvíksdóttir segir frjókornaofnæmi aukast samfara hlýrra loftslagi. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Sólarvörn er nauðsynleg til að verja húðina gegn skaðlegum sólargeislum. Lýðheilsustöð hefur tekið saman nokkur ráð um hvernig hægt er að verja sig gegn geislun sólarinnar, www. lydheilsustod.is BRESKIR SKEMMTIGARÐAR, SÖFN OG AFÞREYINGASTAÐIR BJÓÐA BÖRNUM UPP Á MÁLTÍÐIR SEM BYGGJAST UPP Á SYKRI, SALTI OG FITU. Þetta kemur fram í nýrri könnun á vegum stjórnvalda í Bretlandi þar sem úrtakið var 220 afþreyinga- staðir af ýmsu tagi. Kom fram að ekki ein máltíð af þeim 397 sem rannsakaðar voru mætti viðmiðun- arreglum heilsuverndar. Prófaðar voru máltíðir ætlaðar börnum í dýragörðum, leikjamið- stöðvum, sögulegum görðum, hús- dýragörðum og sundlaugagörð- um, bæði í opinberri eigu og einka- rekstri, flestar voru bornar fram með frönskum kartöflum. Versti kosturinn innihélt yfir 85 grömm af fitu, sem er þrisvar sinnum meira en heilbrigðisyfirvöld ráðleggja. Aðrar máltíðir innihéldu sex sinn- um meira af transfitu, 500 pró- sent meira prótín og þrisvar sinn- um meira salt en ráðlagt er í einum dagskammti. Að meðaltali voru máltíðir 10 prósent of fituríkar og 44 prósent of saltríkar. Segja bresk heilbrigðisyfirvöld að verði ekki gerðar gagngerar breyt- ingar stefni Bretar rakleiðis á þann óeftirsótta titil að verða feitasta þjóð heims. Aðilar í ferðaþjónustu sjá lítið rangt við matseðlana þar sem foreldrar kjósi að bjóða börn- um sínum annað að borða á tylli- dögum en það vanabundna heima. - þlg Sykur, salt og mikil fita Franskar, fituríkt kjöt og sykraðir drykkir eru helst á boðstólum breskra barna í menningarleit. heyra allt skýrt skynja allt rétt upplifa lífsins gildi Samefling gerir gæfumuninn Nýju ReSound Ziga heyrnartækin eru samefld þannig að þau skila meiru en nemur samanlagðri virkni þáttanna sem í þeim eru. Með Ziga geturðu vænst þess að heyra á notalegan og eðlilegan hátt vegna þess að þau hafa framúrskarandi hljóðgæði, eru mjög þægileg og hraðvirk og með mikla aðlögun að þörfum notandans. Fáðu ReSound Ziga til reynslu í nokkra daga, nánari upplýsingar á www.heyrn.is Byrjaðu sem fyrst að njóta sameflingar! Tímapantanir 534-9600 Í góðra vina hópi njótum við þess að ... HEYRNARÞJÓNUSTAN Heyrnarþjónustan Heyrn ehf. Hlíðasmára 11, 201 Kópavogur, sími 534 9600, heyrn@heyrn.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.