Fréttablaðið - 15.07.2008, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 15.07.2008, Blaðsíða 22
● fréttablaðið ● börn 15. JÚLÍ 2008 ÞRIÐJUDAGUR2 Í skólagörðunum gefst börnum tækifæri að læra að gróður setja og rækta ásamt því að njóta útiverunnar í góðra vina hópi. Skólagarðarnir sameina garð- yrkjustörf, útivist og skemmtun og eru tilvaldir til afþreyingar fyrir börn á sumrin. Hverju barni er úthlutað 18 m² garði og fræi, útsæði, grænmetisplöntum og blómum. Hjá skólagörðunum í Reykja- vík geta börn á aldrinum 8 til 12 ára sótt um svæði, en eldra fólki gefst einnig kostur á garði ef þeir eru afgangs. Skólagarðarnir eru þannig ekki aðeins samkomu- staður fyrir börn með áhuga á ræktun heldur einnig tækifæri fyrir mismunandi kynslóðir til að koma saman og rækta áhuga- mál sín. Aðaláherslan er lögð á umhirðu garðanna en markmiðið er meðal annars að börnin læri grunnhand- tök gróðursetningar og ræktunar og njóti útiverunnar. Einnig eru haldnir leikjadagar einu sinni í viku. Þá er farið í bíó, keilu, skoð- unarferðir eða grillað og farið í leiki. Krakkarnir fá síðan afrakst- ur erfiðisins í lok sumars þegar þau fara heim með uppskeruna. Skólagarðarnir eru opnir frá klukkan 8 til 12 og 13 til 16. Nánari upplýsingar á www.skolagardar. bloggar.is og www.umhverfis- vefurinn.is. Meðfylgjandi myndir voru teknar í skólagörðunum í Laugar- dal fyrir skemmstu, þar sem hóparnir voru að vinna á fullum krafti. - stp Gefandi vinna í góðra vina hópi Nauðsynlegt er að vökva reglulega og hefur rigningin síðustu daga komið sér vel. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Skólagarðarnir í Reykjavík eru kjörinn staður fyrir unga sem aldna til að njóta samverunnar. Skólagarðarnir sameina fræðslu, útivist og skemmtun. Garðarnir eru allir snyrtilega merktir, og fallegar og sumarlegar stjúpur er að finna í þeim öllum. Félagarnir Ólafur og Steinn hugsa vel um garðana sína. Í hverri viku er flottasti garðurinn valinn. „Ég fékk þessa hugmynd árið 2006 þegar ég flutti til Íslands. Þegar ég kom hingað sá ég að það var mikið um frístundir á Íslandi en ómögulegt að nálgast upp- lýsingar um þær á einum stað og erfitt að fá þær á öðru tungumáli en íslensku. Ég hafði því samband við nokkur fyrirtæki og kann- aði hvort áhugi væri fyrir hendi af þeirra hálfu að stofna svona síðu. Þá fór boltinn að rúlla,“ segir Letetia Beverley Jonsson, hjá Frístundum Íslands, sem er stofnandi vefsíðunnar www.fristundir.is. Á síðunni er hægt að nálgast upplýsingar um alls kyns frístundir ætlaðar börnum, svo sem fimleika, glímu, keilu, golf og fleira á þremur tungumálum, ís- lensku, ensku og pólsku. „Ísland hefur breyst, það er ekki eins og áður þegar hér voru bara Íslendingar. Núna er mikið af erlendu fólki sem hér er með börn. Nauðsynlegt er að taka tillit til þarfa þess.“ Sem stendur fjallar síðan um frístundir barna á höfuð borgarsvæðinu en til stendur að bæta við upp- lýsingum um frístundaiðkun barna um allt land árið 2009. Hinn 24. ágúst næstkomandi kemur út bækling- ur á vegum Frístunda Íslands. „Í tilefni af útgáfunni verður haldin fjölskylduskemmtun í Smáralind til að auglýsa bæklinginn og kynna síðuna, því þar eru allar nánari upplýsingar, eins og hvenær námskeið hefjast og þar fram eftir götunum.“ Fyrirtæki sem hafa áhuga á að skrá sig á síðuna geta gert það til 31. júlí. Sjá nánar á www.fristundir.is - stp Frístundir fyrir alla krakka Letetia segir að mikil þörf sé fyrir upplýsingar á fleiri tungu- málum um afþreyingarmöguleika fyrir börn. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Á vef Landlæknisembættisins má nálgast greinar um fjölbreytt efni sem birst hafa í dagblöðum og tímaritum. Á undirsíðunni Hollráð um heilsuna er að finna fræðslugreinar um margvísleg efni er varða heilsufar og heil- brigðisþjónustu, forvarnir og heilsueflingu. Einn af efnisflokkum Holl- ráða er flokkurinn Börn en meðal efnis í þessum flokki er umfjöllun um heilsu skólabarna þar sem velt er upp spurningum um hvernig efla megi líkamlega og andlega líðan barna í skólum og bæta heilsufar þeirra til langs tíma. Bæði er hugað að líkam- legri og andlegri heilsu. Auk efnis um heilsu skóla- barna er fjallað um ýmislegt er varðar öll börn, allt frá ungbörn- um til hinna eldri. Einnig má finna greinar tengdar börnum í efnisflokknum Forðumst slysin þar sem fjallað er meðal annars um slysavarnir barna og í efnis- flokknum Klínískar leiðbeining- ar er fræðsla um offitu barna og unglinga, þar sem fjallað er um meðferð og forvarnir. Annars er um að gera að heimsækja vefinn www.landlaeknir.is og skoða það sem vekur áhuga. - hs Hollráð um heilsu Á heimasíðu Landlæknisembættisins má finna fjölbreytt efni um heilsu barna. Ofþyngd og hreyfingarleysi er eitt þeirra en fram kemur á síðunni að Æskilegt sé að börn fari út og hreyfi sig en offita og ofþyngd barna á skólaaldri ásamt hreyf- ingarleysi eru vaxandi vandamál sem leita þarf lausna við. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.