Fréttablaðið - 15.07.2008, Side 26

Fréttablaðið - 15.07.2008, Side 26
 15. JÚLÍ 2008 ÞRIÐJUDAGUR6 ● fréttablaðið ● börn Í Hofsstaðaskóla í Garðabæ er boðið upp á fjölbreytta list- og verkgreinadeild. Óhætt er að segja að listalífið sé í hávegum haft í Hofstaðaskóla í Garðabæ. Síðastliðin þrjú ár hafa nemendur sjötta og sjöunda bekkjar í smíði hannað lampa í tengslum við lampakeppni Hofs- staðaskóla. „Lampakeppnirn- ar eru í raun tvær, þar sem nemend- ur í sjötta bekk eiga að nota í sinn lampa tuttugu peru ljósa- seríu og end- urvinna gam- alt dót eða búa til úr nýju efni. Hins vegar fá nemendur í sjöunda bekk eitt perustæði og tréplötu til þess að festa perustæðið, vírnet, veggfóðurs- lím, pappír og grisju,“ segir Sædís Arndal, smíðakennari skólans. „Eftir að lamparnir eru til- búnir er sett upp sýning í skól- anum þar sem veitt eru verðlaun fyrir fyrsta, annað og þriðja sæti í báðum árgöngum. Einnig er val- inn hönnuður Hofsstaðaskóla í hvorum árgangi. Marel hefur styrkt þessa keppni og gefið vinningshöfunum verðlaun.“ Að sögn Sædísar er svo kennd ný- sköpun í fimmta bekk og nýsköp- unarkeppni haldin sem Marel hefur líka styrkt. Hofsstaðaskóli varð þrjá- tíu ára á þessu skólaári og í upphafi þess tók skólinn við Grænfánanum. Af því tilefni kviknaði skemmtileg hug- mynd um hönnun á stól sem átti að gefa Hönnunarsafni Ís- lands í tilefni af afmæli skólans. „Ákveðið var að endurvinna af- ganga, til dæmis afsag nemenda í smíði og auk þess voru notaðir tveir gamlir nemendastólar sem voru úrskurðaðir ónýtir. Það voru fimm nemendur í fimmta og sjö- unda bekk sem unnu verkið í sam- ráði við mig. Stóllinn hlaut nafnið Vinastóll. Á hvern kubb á stóln- um var teiknað furðuandlit og í heildina hefur stóllinn að geyma skemmtilega teikni- myndasögu,“ segir Sædís. „Þeir Guðjón Viðarsson, Hrannar Ingi Benediktsson og Kári Þór Arnarsson í 5. G. og P. myndskreyttu stólinn á skemmtilegan hátt.“ - mmr Hæfileikaríkir nemendur í Hofsstaðaskóla Guðjón Viðarsson, Hrannar Ingi Benediktsson og Kári Þór Arnarsson sáu um mynd- skreytingirnar á stólnum. Fjölmargir karlar prýða stólinn og eru engir tveir eins. Flottur lampi sem gefur frá sér þægilega birtu. Skemmtilega útfærður sírenu- lampi úr gömlum hjólkopp. Fótbolti öðlast annað notagildi sem lampi. www.icelandoutdoor.is info@elftours.is www.borgarfjordureystri.is Næst á dagskrá: 26.07.08 Stór tónleikar í BræðslunniEivör, Damien Rice og Magni 1. - 4 ágúst 08 VerslunarmannahelgiÁlfarborga Séns Verið velkomin Borgarfjörður eystri

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.