Fréttablaðið - 15.07.2008, Side 34

Fréttablaðið - 15.07.2008, Side 34
18 15. júlí 2008 ÞRIÐJUDAGUR timamot@frettabladid.is MERKISATBURÐIR 1626 Einar Sigurðsson, prestur í Heydölum í Breiðadal, andast. Hann er þekktast- ur fyrir kvæðið Nóttin var sú ágæt ein. 1799 Rosetta-steinninn finnst í Egyptalandi og gerir vís- indamönnum kleift að lesa hýróglífur. 1815 Napóleón gefst upp fyrir Bretum. 1916 Boeing-fyrirtækið er stofnað. 1954 Fyrsta Boeing 707 er tekin í notkun og þar með hefst þotuöldin fyrir almenning fyrir alvöru. 1983 Nintendo-leikjatölvan kemur út. 1997 Gianni Versace er skotinn fyrir utan heimili sitt. 2003 Mozilla Foundation er stofnsett. Fyrsta krossferðin hófst árið 1096 er páf- inn Urban II kallaði eftir herferð til lands- ins helga til að „frelsa“ Jerúsalem og losa krist- ið fólk í heimshlutanum undan stjórn múslima. Páfi þurfti ekki að bíða lengi eftir svari. Á meðan kristinn aðall í Evrópu bjó sig undir krossferðina lagði stór hópur bænda og fá- tækra riddara af stað til Jerúsalem undir stjórn prestsins Péturs. Pílagrímarnir, sem voru á öllum aldri og af báðum kynjum, voru illa undirbún- ir, illa þjálfaðir og útbúnir. Þeir mættu andstöðu strax í Austur-Evrópu, voru stráfelldir í Tyrklandi og einungis brot af þeim 40.000 krossförum sem lögðu af stað var enn lif- andi er meginher kross- ferðarinnar kom þeim loks til bjargar við Kon- stantínópel. Eftir langa og erfiða ferð komu krossfararnir loks að Jerúsalem. Eftir tiltölulega stutt umsátur féll Jerúsalem 15. júlí 1099. Í kjölfarið fylgdi blóð- bað þar sem nær allir íbúar borgarinnar helgu voru myrtir, jafnt múslimar, gyðingar sem og kristnir menn. ÞETTA GERÐIST 15. JÚLÍ 1099 Borgin Jerúsalem fellur FOREST WHITAKER ER 47 ÁRA Í DAG „Ég er leikari og ætli ég hafi ekki leikið í svo mörgum myndum að ég sé vel þekktur. En að ég sé stjarna? Ég lít enn á sjálfan mig sem eins konar vinnumaur.“ Leikarinn Forest Whitaker á að baki myndir eins og Good Morn- ing Vietnam, Last King of Scotland og A Little Trip to Heaven sem leikstýrt var af Baltasar Kormáki. „Klukkan er akkúrat núll. Annars vegar er ég að kveðja ákveðinn tíma og hins vegar er ég að byrja nýtt ævintýri,“ segir Þorleifur Örn Arn- arsson leikstjóri sem stendur á mikl- um tíma mótum. Hann á ekki einung- is þrítugsafmæli í dag heldur var að ljúka krefjandi námi í Þýskalandi og horfir fram á stór og spennandi verk- efni. „Það er svona súrsæt tilfinning að vera orðinn þrítugur. Mér líður eins og ég sé tuttugu og tveggja ára en hef samt gert svo margt á síðustu tíu árum. Þetta hefur verið algjört umbreytinga- skeið og ég sé ekki eftir neinu.“ Þorleifur var að ljúka leiklistarnámi við HFS Ernst Busch í Berlín, einn virt- asta leiklistarskóla í Evrópu. „Þetta er búið að vera rosalega stíft nám en of- boðslega spennandi og krefjandi. Núna á ég bara eftir að setja upp lokasýning- una en ég er svo upptekinn í þýska leik- húsinu að ég mun geyma hana fram á næsta ár,“ segir Þorleifur, sem hefur nú þegar sett upp þrjár leiksýningar í Þýskalandi við frábærar undirtekt- ir. Boltinn er farinn að rúlla og hefur Þorleifi verið boðið að leikstýra Rómeó og Júlíu í stóru sýningarhúsi í Sviss á næsta ári. „Stjórnendurnir höfðu heyrt af mér og langaði í eitthvað nýtt og ferskt og höfðu samband við mig.“ Þorleifur hefur þó ekki alveg sagt skilið við íslenskt leikhúslíf. „Mig langaði að kynnast vinnubrögðum hjá yngstu kynslóðinni í íslensku leikhúsi og ég er því að vinna að sýningu með Símoni Birgissyni í fræðum og fram- kvæmd. Leikritið verður frumsýnt á Djúpavík í ágúst og mun enda á menn- ingarnótt í Reykjavík.“ Það er þó fleira en leikhúslíf á dag- skránni hjá nýútskrifuðum leikstjóran- um. „Ég ætla að taka mér gott þriggja mánaða leyfi og fara í stóra reisu í haust. Mig langar að heyra sögur af fólki í öðrum heimshlutum, helst elta uppi staði fimm árum eftir katastróf- ur,“ segir Þorleifur sem hefur annars lítið ákveðið varðandi framtíðina. „Það er allt opið. Því minna sem maður reyn- ir að stjórna hlutunum, því meira gerist af spennandi hlutum í lífinu.“ mariathora@frettabladid.is ÞORLEIFUR ÖRN ARNARSSON LEIKSTJÓRI: ER ÞRÍTUGUR Í DAG Til í að takast á við ný ævintýri ÞORLEIFUR ÖRN ARNARSSON Var að ljúka krefjandi námi og ný verkefni bíða. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Ástkær móðir, tengdamóðir, amma og langamma, Rósa Pétursdóttir frá Norðurgarði, Grænumörk 5, Selfossi, sem lést sunnudaginn 6. júlí, verður jarðsungin frá Selfosskirkju föstudaginn 18. júlí kl. 15.00. Jónas Guðmundsson Sólveig Jóhannsdóttir Ragnheiður Eiríksdóttir Gunnar Haraldsson Sigmar Eiríksson Sigríður Ástmundsdóttir Pétur Eiríksson Jóna Jónsdóttir Sævar Eiríksson Inga Finnbogadóttir Valdimar Eiríksson Guðbjörg Hrafnsdóttir Soffía Ellertsdóttir Tómas Tómasson barnabörn og langömmubörn. Ástkær afi okkar, tengdafaðir og langafi, Sverrir Hermannsson húsasmíðameistari, lengst af til heimilis að Aðalstræti 38, Akureyri, lést á dvalarheimilinu Hlíð hinn 12. júlí síðastliðinn. Auður Elva Jónsdóttir Snæbjörn Magnússon Guðrún Lilja Jónsdóttir Sigurður Sigurðsson Sverrir Már Jónsson Jón Ásmundsson Sigrún Gunnarsdóttir Birkir Már, Katrín og Nói. Innilegar þakkir fyrir alla þá vinsemd, hlý- hug og samúð sem okkur hefur verið sýnd vegna fráfalls elskulegs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, Jóhannesar Halldórs Benjamínssonar. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Fríðuhúss fyrir einstaka umönnun og alúð. Ása Jóhanna Sanko Elín Helga Jóhannesdóttir Hallbjörn Ágústsson Axel Hallkell Jóhannesson Sigrún Edda Björnsdóttir Þórhildur Guðný Jóhannesdóttir Guðmundur Pétursson Halldóra Jóhannesdóttir Pétur Pétursson barnabörn og barnabarnabarn. Ástkæra móðir okkar, amma og lang- amma, Marselía Kristinsdóttir Skúlagötu 80, Reykjavík, lést á Vífilsstöðum föstudaginn 11. júlí 2008. Ómar Eggertsson Eggert Eggertsson. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Sigríður Egilsdóttir dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 17. júlí kl. 13.30. Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á dvalarheimilið Hlíð. Sigþór Bjarnason Guðríður Bergvinsdóttir Ingibjörg Bjarnadóttir Sveinn Ingi Eðvaldsson Egill Bjarnason Erna Jóhannsdóttir Þórdís Bjarnadóttir Hreiðar Hreiðarsson Sigurður Bjarnason Friðrika Árnadóttir ömmu- og langömmubörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Magnþóra J. Þórarinsdóttir (Didda) Kirkjuvegi 1, Keflavík (áður Húsatóftum Garði), lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hinn 11. júlí. Útför fer fram frá Útskálakirkju fimmtudaginn 17. júlí nk. kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakk- aðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið. Þórarinn S. Guðbergsson Ingunn Pálsdóttir Bergþóra Guðbergsdóttir Ólafur Sigurjónsson Jens Sævar Guðbergsson Ólöf Hallsdóttir Theodór Guðbergsson Jóna Halla Hallsdóttir Rafn Guðbergsson Rósbjörg Karlsdóttir Olsen Reynir Guðbergsson Salvör Gunnarsdóttir Anna Guðbergsdóttir Kristján Gestsson Ævar Ingi Guðbergsson Svava G. Sigurðardóttir ömmu-, lang- og langalangömmubörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, tengdasonur, afi, langafi og bróðir, Þráinn Pálsson lést á heimili sínu, Heiðarbrún 67, hinn 10. júlí. Útför hans fer fram frá Hveragerðiskirkju laugardaginn 19. júlí kl. 14.00. Auður Aðalsteinsdóttir Andrea Margrét Þráinsdóttir Guðjón Sigurðsson Aðalsteinn Dagsson Selma D. Ásmundsdóttir Ómar Geirsson Aksonesuda Sangmee Emma Geirsdóttir Kristján V. Grétarsson Andrea Margrét Þorvaldsdóttir afabörn, langafabörn og systkini. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Egill Jónsson bóndi og fyrrverandi alþingismaður, Seljavöllum, lést á Heilbrigðisstofnun Suðausturlands laugardaginn 12. júlí sl. Hann verður jarðsunginn frá Bjarnaneskirkju föstudaginn 18. júlí kl. 14.00. Halldóra Hjaltadóttir Anna Egilsdóttir Ari G. Hannesson Valgerður Egilsdóttir Ásgeir N. Ágústsson Hjalti Egilsson Birna Jensdóttir Eiríkur Egilsson Elín Oddleifsdóttir barnabörn og barnabarnabörn.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.