Fréttablaðið - 15.07.2008, Síða 36

Fréttablaðið - 15.07.2008, Síða 36
20 15. júlí 2008 ÞRIÐJUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Overli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Kirkman/Scott Hraðinn drepur. Gefðu þér tíma. Á fleygiferð inn í eilífðina? Leggðu þig í fimmtán mínút- ur. Fyrirgefðu ég sá þig ekki. Hvað ætli við höfum séð margar „sjokkerandi“ aug- lýsingar á seinustu árum? Og ekki bara frá Umferðarstofu og tryggingafélögunum heldur frá vínbúðunum og ég veit ekki hverjum. Á undan hverri bíómynd sem sýnd er í kvikmyndahúsum er heil romsa af auglýsingum sem eiga að telja mann af því að láta eins og fífl. Eins og það sé engan veginn sjálfsagt að fólk hafi grundvallarþekkingu og -færni í mannlegum samskiptum. Auðvitað er þörf á því að minna fólk á að keyra varlega en virka þessar auglýsingar? Í fyrsta skipti sem maður sér hverja þeirra, þá slær hún mann aðeins. Í hundruð skipta þar á eftir geispar maður og snýr sér að öðru. Subbulegri herferð var rekin gegn reykingum um árið, þar sem kransæðar voru kreistar og lungu skoðuð í smásjá. Þegar þessar auglýsingar birtust á skjánum mátti telja upp að þremur áður en mamma mín kveikti sér í. „Til að komast yfir sjokkið, þetta var svo ógeðslegt.“ Þær auglýsingar höfðu sem sagt þveröfug áhrif á hana. Ég veit ekki hvernig það er með ökuþórana. Er það ekki bara eins og með reykingarnar? Það hugsa allir: Þetta kemur ekki fyrir mig. Umbúðalaus áróður væri líklegast ekkert betri: Ef þú ert ekki í belti þá drepstu fíflið þitt. Djöfull ertu með lítið undir þér ef þú þarft að keyra Sæbrautina á 120 km/klst. Ef þú ert með svona mikla sjálfs- eyðingarhvöt af hverju stútarðu þér þá ekki bara? Ertu fáviti? Það eiga allir með bílpróf að þekkja lögin. Það eiga allir að vita að brennivín er varasamt. En eins og margir telur Umferðastofa gamla máltækið satt. Það hefur enginn tapað peningum á að van- meta gáfur almennings. Það versta við það er að þau hafa rétt fyrir sér. Þeim sem látast í bílslysum fækkar ár frá ári. STUÐ MILLI STRÍÐA Að gera ráð fyrir að fólk sé fífl KOLBRÚN BJÖRT SIGFÚSDÓTTIR VELTIR FYRIR SÉR HVORT ALMENNINGUR ÞURFI FORSJÁ FYRIRTÆKJA Ég var að fá mér nafnspjald og útdeili þeim hægri vinstri! Alveg eins og asni! Jói! Þinn maður í tónlist og mynda- sögum! Áttu nafnspjald? Ég skil þig Baddi! Þetta er satt! Það ættu allir að vera með nafnspjald! Til dæmis leigumorð- ingjar! Hvar finnurðu leigumorð- ingja þegar þig vantar slíkan? Ragnar „undir grænni torfu“ leigumorðingi! Allt sem þig vantar! Hringdu í 555-555 og fáðu gott tilboð! Þetta er eitthvað fyrir mig! Af hverju viltu ekki segja mér hvernig það kom gat á vegginn á baðherberginu þínu? Af því að þá muntu álíta að ég sé hálfviti. Palli, ég er mamma þín! Ég mun aldrei sjá þig sem hálfvita! Ég var að drepa flugur með kjöthamrin- um þínum. Spaða, eða kannski sleif... Sjáðu bara! Ég vissi það! Mannætumatstofan Að sjá þig nú... Allur blautur og rotinn! Hver hlær nú? Hvað er þetta? Ég var að kenna Söru leik. Ég ætlaði að sýna henni að tívolí-leikir eru fyrir vitleysinga, en... Júhú! Ég rústaði þessu! Vel gert. ... það gekk ekki betur en svona. Réttur dagsins Borðaðu þann sem þú vilt fyrir 1.000 krón ur. krónum lagið Frá Fylltu á iPodinn · Farsímann · Tölvuna Fyll'ann takk! Á Tónlist.is getur þú nálgast yfir 50.000 lög og fyllt spilarann þinn af topptónlist. Allt efni á Tónlist.is er ólæst (DRM laust) og kostar frá 79 krónum lagið. Þannig getur þú fært tónlistina hindrunarlaust á milli tölvunnar, spilarans og farsímans. Nýtt á Tónlist.is - lögin beint inn í iTunes á tölvunni! Nú getur þú tengt Tónlist.is beint við iTunes eða Windows Media Player. Öll lög sem þú kaupir fara sjálfvirkt yfir í spilarann þinn. Vertu tilbúinn í sumarfríið! iPod og iTunes eru vörum erki í eigu Apple, Inc.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.