Fréttablaðið - 15.07.2008, Síða 39

Fréttablaðið - 15.07.2008, Síða 39
ÞRIÐJUDAGUR 15. júlí 2008 23 Glamúrgellan fyrrverandi, Katie Price, hefur ákveðið að ættleiða barn eftir að hún sá heimildar- mynd um fötluð börn í Búlgaríu. Heimildarmyndin fjallar um mun- aðarlaus fötluð börn í Búlgaríu sem búa við mjög bág kjör allt sitt líf og eiga litla von um að eignast gott heimili. „Ég grét yfir myndinni. Börn sem fæðast með einhvers konar fötlun eignast aldrei almennilegt heimili því enginn vill þau. Ég og Pete (Peter André) höfum rætt við lögfræðing um ættleiðingu en ætt- leiðingarferlið getur tekið allt í átján mánuði,“ segir Katie, sem oftast er kölluð Jordan. Elsti sonur Katie, Harvey, sem hún átti með fótboltastjörnunni Dwight Yorke, er einhverfur og nánast blindur. Vill ættleiða fatlað barn frá Búlgaríu GÓÐHJÖRTUÐ Katie og eiginmaður hennar Peter vilja ættleiða barn. Jo Wood, eiginkona Ronnies Wood, á að hafa tilkynnt rokkaranum að hjónabandi þeirra til tuttugu og þriggja ára sé nú lokið. Ronnie, sem stakk af til Írlands ásamt ungri rússneskri stúlku, hefur sökkt sér í mikla drykkju og segja nágrannar hans á Írlandi að það sé ekki sjón að sjá hann. Hjónaband Ronnies og Jo hefur hingað til þótt eitt það traustasta í rokkbransan- um, en saman eiga þau hjónin tvö börn. Vinur Jo sagði að hún hefði í fyrstu ekki trúað sögusögnunum um Ronnie og hina ungu Ekaterinu. „Jo hefur átt erfiða daga upp á síð- kastið. Hún trúði því að Ronnie og Ekaterina væru aðeins drykkju- félagar og að stúlkan væri aðeins á höttunum eftir frægð og ókeypis drykkjum.“ Ronnie hefur lofað vinum og vandamönnum því að hann muni skrá sig í meðferð þegar hann snýr aftur heim til Englands. Vinir Ekaterinu segja að stúlkan sé mjög hrifin af rokkaranum gamla og að hún trúi því að þau eigi í ástarsambandi sem muni endast. Móðir stúlkunnar segir þó að ekk- ert sé á milli dóttur sinnar og Ronnies heldur sé Ekaterina aðeins að sitja fyrir hjá Ronnie, sem máli mikið í frístundum sínum. „Hún er bara að sitja fyrir hjá honum, ekk- ert meira en það. Og hún er ekki átján ára heldur tvítug.“ Hjónabandinu lokið EKATERINA Hin unga ástkona Ronnies Wood hefur reynt fyrir sér sem fyrirsæta áður. Bakraddasöngkonan Magga Edda stóð sig vonum framar á fyrstu tónleikunum með Merzedes Club. Hún fer með sveitinni til Portúgals um næstu helgi. „Hún stóð sig vonum framar og að sjálfsögðu var ákveðið að hún kæmi með til Portúgals,“ segir Valgeir Magnússon, umboðsmaður Merzedes Club. Margrét Edda Jónsdóttir, dóttir Jóns Gnarr, fékk eldskírn sína með hljómsveitinni um liðna helgi og stóð sig með stakri prýði. Hún kom fram á þremur tónleikum með hljómsveitinni og sannaði svo ekki varð um villst að hún væri hæf til að fara með sveitinni sem bakraddasöngkona til Portúgals. Merzedes Club lék á þremur tónleikum á innan við einum sólarhring fyrir norðan. Fyrst var leikið í Sjallanum á Akureyri aðfaranótt laugardags, svo á planinu við félagsheimilið á Blönduósi á laugardeg- inum og um kvöldið í Íþróttahúsinu á Blönduósi með Sálinni. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá hélt hljóm- sveitin opnar prufur til að leita að bakraddasöng- konu fyrir væntanlega Portúgalsför. Magga Edda, eins og dóttir Jóns er jafnan kölluð, þótti skara fram úr og fékk tækifæri til að sanna sig um helgina. Hún stóðst prófið með glans, eins og sannaðist þegar langar raðir mynduðust eftir að fá eiginhandar- áritun eftir tónleikana á Blönduósi. Merzedes Club kemur fram á Club Kiss í Portúgal um næstu helgi. Enn eru laus sæti vilji fólk slást með í hópinn. Nánari upplýsingar má finna á Flass. is. Dóttir Jóns Gnarr sló í gegn KLÁR Í SLAGINN Liðsmenn Merzedes Club tilbúnir fyrir tónleika á Blönduósi. Frá vinstri eru Partí-Hans, Gillzenegger, Rebekka, Magga Edda, Gazman og Ceres 4. VINSÆL Magga Edda gefur ungum aðdáendum á Blönduósi eiginhandaráritanir. Mugison hefur ekki enn samið tón- list við myndina On the Road, sem gerð er eftir bók Jacks Kerouac í leikstjórn Walters Salles. Tæp tvö ár eru síðan Fréttablaðið sagði frá verkefninu og hafa viðræður stað- ið yfir síðan þá. Áður hefur Mugison samið tónlist við mynd Baltasars Kormáks, A Little Trip to Heaven. Örn Elías Guðmundsson segir ástæðuna þá að Salles sé ekki enn búinn að klippa myndina. „Við erum alltaf að fara að gera þetta eftir tvo mánuði. Hann er alltaf „alveg að verða búinn að klippa hana“. En ég hlakka til að fá að gera hana. Það er búið að standa til svo lengi. En ég veit ekkert hvenær ég fer í hana, það fer bara eftir honum.“ Mugison er nú á tón- leikaferðalagi um Evrópu og eru þeir félagar í Bretlandi. Hann er því sjálfur „on the road“. - kbs Mugison bíður enn MUGISON Bíður enn eftir Salles.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.