Fréttablaðið - 15.07.2008, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 15.07.2008, Blaðsíða 41
ÞRIÐJUDAGUR 15. júlí 2008 25 Láttu Fréttablaðið taka til í garðinum fyrir þig markaðstorg heimilanna AÐEINS Í DA G: 2 FYRIR 1 FYRIR 49.900 kr. EFTIR 15.000 kr. FYRIR 8.350 kr. EFTIR 1.500 kr. FYRIR 12.990 kr.EFTIR 5.000 kr. FYRIR 22.950 kr. EFTIR 11.000 kr. FYRIR 14.200 kr. EFTIR 5.000 kr. FYRIR 10.900 kr. EFTIR 4.000 kr. FYRIR 19.990 kr. EFTIR 8.000 kr. FYRIR 32.590 kr. EFTIR 10.000 kr. Allt sem þú þarft... ...alla daga Dagana 30. júní – 13. júlí bjóðum við auglýsingar í flokknum Garður fyrir aðeins 850 krónur (grunnverð) í Markaðstorgi heimilanna í Fréttablaðinu og á visir.is. Notaðu tækifærið og hringdu í síma 512 5000. Þannig geturðu grætt á því að losa þig við hluti sem þú þarft ekki lengur en aðrir gætu notað. Opið alla virka daga frá 08-22 og um helgar frá 10-22. Nú kostar bara 850 kall að auglýsa garðdótið þitt til sölu Láttu smáauglýsingar Fréttablaðsins taka til í garðinum fyrir þig Hálfsystir Lindsay Lohan sagði nýlega í sjónvarpsviðtali að hún vildi gjarnan hitta systkini sín en hefði engan áhuga á að hitta föður sinn, Michael Lohan. Móðir hinnar þrettán ára gömlu Ashley Kaufman segist hafa átt í sambandi við Michael árið 1995 þegar hann og Dina, móðir Lindsay, voru skilin að borði og sæng. „Það er undarlegt að vita af því að ég eigi systkini sem hafi ekki hugmynd um að ég sé til,“ sagði hin unga Ashley. Langar að hitta Lindsay Faðir Amy Winehouse var lagður inn á spítala í síðustu viku eftir að hafa hnigið niður á heimili sínu. Mitch Winehouse hefur verið heilsutæpur upp á síðkastið vegna streitu og hafa áhyggjurnar sem hann hefur af dóttur sinni ekki hjálpað til. Mitch heimsótti fyrir stuttu lækni sem ráðlagði honum að fara í frí og slappa af en í stað- inn einbeitti hann sér að því að hjálpa Amy. „Mitch er ekki heilsu- hraustur. Hann hefur verið að vinna of mikið og hefur haft mikl- ar áhyggjur af Amy og heilsu hennar, í kjölfar þess hrakaði hans eigin heilsu,“ sagði vinur Mitch við tímaritið Sun. Amy mun hafa brugðið mikið við fréttirnar af veikindum föður síns og á að hafa sagt honum að hætta að hafa áhyggjur af sér og hugsa betur um sjálfan sig. Faðir Amy veikur AMY WINEHOUSE Faðir hennar hné niður á heimili sínu í síðustu viku. Fékk vatns- melónubrjóst „Mér varð hugsað til þess þegar ég fékk að koma fram í Stundinni okkar á sínum tíma og hvað mér fannst það mikil upplifun. Nú langar okkur að gefa krökkum um allt land sama tækifæri,“ segir Björg- vin Franz Gíslason, umsjónarmaður Stundarinnar okkar, sem leitar eftir efni frá hæfileikaríkum krökkum sem gætu svo komið fram í þættinum. „Ég man að ég fékk bæði að koma fram sem galdranorn, gera töfrabrögð og sýna brúður sem ég fékk æði fyrir að búa til þegar ég var um ellefu ára gamall. Nú óskum við eftir að krakkar á öllum aldri sendi okkur upptöku, ljósmynd eða sýnishorn af því sem þau eru að fást við og svo munum við hafa samband við þá sem fá að koma fram í Stundinni okkar,“ útskýrir Björgvin og segist vera sannfærður um að mikið af hæfileikaríkum krökkum leynist um allt land. „Við viljum ekki bara fá söngvara heldur alla sem eru að fást við eitthvað áhugavert, hvort sem það er dans, teiknimyndasögur, töfrabrögð, leir, legó eða annað,“ segir Björgvin, en áhugasömum er bent á að senda efni sitt á stundinokkar@ruv.is eða í Efstaleiti 1, 103 Reykjavík, merkt Stundin okkar fyrir 30. júlí næstkomandi. - ag Leitar að hæfileikaríkum krökkum STUNDIN OKKAR Þeir krakkar sem senda inn áhugavert efni fyrir 30. júlí næstkomandi gætu átt kost á að koma fram í Stundinni okkar. Jay-Z bað um að fá vatnsmelónu mótaða eftir barmi Beyoncé Knowles, eiginkonu sinnar, á hótelherbergið sitt í Nígeríu á dögunum. Samkvæmt heimildum breska dagblaðs- ins Daily Mirror var stór vatnsmelóna skorin í tvennt og helmingarn- ir mótaðir eftir brjóstum Beyoncé, en tvö kirsuber voru notuð sem geirvört- ur. Rapp- arinn, sem nýverið hlaut mis- jafna dóma eftir framkomu sína á Glastonbury-tónlistarhátíð- inni, var staddur í Nígeríu vegna Thisday-tónleikanna sem fram fóru síðastliðinn föstudag. Þar steig hann á svið ásamt söngkon- unni Rihönnu og saman tóku þau lagið Umbrella sem þau gerðu víðfrægt á síðasta ári. Auk þeirra komu fram söngvar- arnir Mary J. Blige og Usher og ofurmódelið Naomi Campbell hélt ræðu, en tilgangur Thisday- tónleikanna er að vinna að varanlegri lausn á efnahagslegum og pólitískum vanda Afríku.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.